Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 58
ÍÞRÓTTIR
58 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fylkir og KR í úrslitin
FYLKIR og KR leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í
Egilshöll á sunnudagskvöldið. Fylkir vann Val, 2:1, í undanúrslitum
í Egilshöll í gærkvöldi. Baldvin Hallgrímsson kom Val yfir í fyrri
hálfleik en Haukur Ingi Guðnason jafnaði fyrir Fylki í byrjun þess
síðari. Fylkismaðurinn Finnur Kolbeinsson var rekinn af velli kort-
eri fyrir leikslok en manni færri knúðu Árbæingar fram sigur með
marki frá Arnari Úlfarssyni.
KR vann nauman sigur, 2:1, á Víkingum, sem voru sterkari að-
ilinn á löngum köflum og áttu skot í stöng og slá í síðari hálfleik.
Grétar Sigurðarson kom Víkingum yfir með skalla eftir horn-
spyrnu en Veigar Páll Gunnarsson jafnaði með glæsilegu langskoti
rétt fyrir hlé. Veigar Páll tryggði síðan KR sigurinn rétt fyrir leiks-
lok, skoraði af stuttu færi eftir að Víkingar björguðu á marklínu
þegar Bjarni Þorsteinsson skallaði að marki þeirra.
Það var engin pressa á okkur út afþessu meti, en við vissum fyrst
af því þegar við lásum um það í blöð-
unum í dag að met
var í húfi. Við vorum
með undirtökin allan
leikinn að mér
fannst, en þeir komu
þó alltaf til baka þegar við náðum að
vinna upp smáforskot, enda er þetta
erfiður útivöllur. Mér fannst við þó
ekki spila vel, en við náðum að loka á
þá síðustu fimm mínúturnar. Við vor-
um sterkir í fráköstum og Dotson
kom vel út í leiknum. Varnarleikur-
inn var góður í heildina, við náðum
aftur á móti ekki flæði í sóknarleikn-
um. Dickerson vann leikinn fyrir okk-
ur, það er ekkert flóknara en það.
Hamarsmenn gátu ekki stoppað
hann en síðan voru aðrir mikilvægir
leikmenn hjá okkur sem spiluðu ekki
eins og þeir eiga að sér,“ sagði Bárð-
ur Eyþórsson, þjálfari Snæfells, við
Morgunblaðið eftir leikinn.
„Við töpuðum fyrir góðu liði og við
verðum að bæta okkur ef við ætlum
að vinna Snæfell í úrslitakeppninni.
Þeir settu mikilvæg skot ofaní í byrj-
un og við þurftum að elta þá allan
leikinn. Okkur gekk illa í sókninni og
við fengum á okkur 86 stig sem segir
okkur að einnig gekk illa í vörninni,“
sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari
Hamars, eftir leikinn.
Í liði gestanna var Corey Dicker-
son þeirra besti maður eins og áður
sagði og Edward Dotson tók heil 20
fráköst í leiknum auk þess að vera
með 16 stig.
Hjá Hamri hrökk Chris Dade í
gang þegar leið á leikinn og var með
17 stig. Faheem Nelson tók átta frá-
köst, varði fimm bolta og skoraði tíu
stig
Páll Axel og Darrel Lewis
skutu KR í kaf
Ég er með sjálfstraust til að skjótaá körfuna og þangað til þjálfar-
inn stöðvar mig held ég áfram að
skjóta,“ sagði Grind-
víkingurinn Páll Axel
Vilbergsson sem lék
KR grátt í Vestur-
bænum í gærkvöldi.
Hann skoraði 29 stig og þegar við
bættust 38 stig frá félaga hans Darrel
K. Lewis var úti um sigurvonir KR og
Grindavík vann 104:90.
Fyrsta leikhlutann fóru svotil öll
skot Páls Axels og Darrels í körfuna,
þeir skoruðu 41 af fyrstu 46 stigum
liðsins. Vesturbæingar gáfust þó ekki
upp og tókst með mikilli fyrirhöfn að
saxa á forskotið en þegar munaði sex
stigum í þriðja leikhluta lét Páll Axel
aftur til sín taka og eftir fjórar
þriggja stiga körfur munaði nítján
stigum. KR reyndi að klóra í bakkann
þegar Grindvíkingar slökuðu á
klónni, reyndu að halda frekar bolt-
anum og herða á vörninni.
„Við ætluðum að stjórna hraðanum
og stöðva Pál Axel en það gekk ekki
betur en þetta,“ sagði Ingvaldur
Magni Hafsteinsson, sem skoraði 12
stig fyrir KR. „Við erum alltaf eins og
jójó en það er ekki vænlegt til árang-
urs, það þarf að standa sig allan leik-
inn en ekki reglulega í þrjár mínút-
ur,“ bætti Ingvaldur við. Josh
Murray skoraði 41 stig og tók 15 frá-
köst en aðrir náðu sér ekki á strik.
Páll Axel, sem hitti úr fjórum af
átta skotum innan teigs, sex af tólf
þriggja og einu af þremur vítaskot-
um, var ánægður með baráttuna en
ekki eins glaður yfir að slá af undir
lokin.
„Maður miðar alltaf við síðasta
leik, en þá vorum við mjög slakir svo
að ég er gríðarlega sáttur enda allt
annað upp á teningnum í dag. Það
lögðu sig allir fram; leikmenn jafnt
sem vatnsberar. Hins vegar er ég
mjög hræddur við hvað við erum oft
með örugga forystu í hálfleik en síðan
jafnast leikurinn. Það gæti verið
vegna þess að leikurinn er hraðari
fyrir hlé en svo hægist á honum og þá
er oft eins og við séum ekki eins
sterkir en við erum að vinna í þessu á
hverjum degi.“ Darrel var einnig
sterkur með níu fráköst, sex af fimm-
tán skotum innan teigs í körfuna, öll
þriggja stiga skot sín og ellefu af
þrettán vítaskotum. Guðmundur
Bragason var góður með tíu fráköst
og aðrir leikmenn lögðu einnig sitt af
mörkum.
Góð barátta færði Haukum
sigur í Kópavogi
Haukar sýndu mikinn styrk þegarþeir lögðu Breiðablik að velli í
Smáranum í gærkvöldi. Blikar höfðu
fjögurra stiga for-
ystu, 70:66, þegar 48
sekúndur voru eftir
af leiknum en klaufa-
skapur Blika og vilja-
styrkur Hauka færði Hafnfirðingum
sigurinn því þeir skoruðu átta síðustu
stig leiksins og fóru heim með sigur
og tvö stig í farteskinu.
Eins og stigaskorið í leiknum gefur
til kynna var sóknarleikur liðanna
ekki í hæsta gæðaflokki. Varnarvinna
beggja liða var þeim mun vandaðri og
gaf fjölmörgum ungum körfuknatt-
leiksunnendum sem voru á leiknum
eitthvað til að horfa á og læra af.
Haukarnir hafa öllu betri stöðu í
deildinni en Blikar og þeir sýndu gott
öryggi í leik sínum án þess þó að beita
sér af fullum krafti. Kópavogsbúar
voru greinilega búnir að leggja það
upp að spila öfluga vörn gegn Hauk-
unum og tókst það vel en sóknarleik-
ur þeirra var skelfilegur og enn sem
fyrr fór þriggja stiga nýting þeirra
illa með þá. Breiðablik hitti aðeins úr
einu þriggja stiga skoti af 17 tilraun-
um en Haukar hittu úr einu af hverju
þremur skotum sem þeir reyndu.
Síðasta mínúta leiksins var æsi-
spennandi. Blikarnir höfðu þá unnið
upp 10 stiga forskot gestanna og
höfðu yfir 70:66. Pedrag Bojovic
minnkaði muninn í tvö stig og í næstu
sókn ætluðu Blikar sér greinilega að
nýta þær 24 sekúndur sem í boði
voru. Þetta ráðabrugg þeirra mis-
heppnaðist þar sem Haukarnir stálu
af þeim boltanum, skoruðu og jöfn-
uðu leikinn, 70:70. Í næstu sókn unnu
Haukarnir aftur boltann, ætluðu að
nýta tímann til hins ýtrasta. Michael
Manciel reyndi skot á sama andartaki
og skotklukkan rann út en skot hans
geigaði. Blikarnir stóðu sem stein-
runnir á eftir en Halldór Kristmanns-
son fékk boltann, skoraði og kom
Haukum yfir. Blikar brunuðu í sókn
og Uros Pilipovic komst í ákjósanlega
stöðu undir körfu Haukanna en Pe-
drag Bojovic blokkaði skot hans á
glæsilegan hátt og tryggði Haukum
sigur í leiknum. Síðustu tvö stigin
komu frá Whitney Robinson af víta-
línunni.
Haukar unnu sanngjarnan sigur,
þeir börðust betur, hittu betur og
léku af meiri skynsemi en Blikarnir.
Erlendu leikmennirnir Manciel,
Bojovic og Robinson léku best en hjá
Blikunum voru þeir Williams og Vi-
rijevic bestir ásamt Lofti Þór Einars-
syni.
Njarðvíkingar voru skynsamir
í lokin gegn ÍR
Boðið var upp á ágætis skemmtuní Seljaskóla í gærkvöldi þegar
heimamenn í ÍR tóku á móti Njarð-
vík. Leikurinn var
jafn og spennandi en
Njarðvíkingar áttu
góðan leikkafla síð-
ustu fimm mínúturn-
ar og sigruðu, 102:95, eftir að staðan í
hálfleik var 50:47, ÍR í hag. Mikilvæg-
ur sigur fyrir gestina sem höfðu tap-
að síðustu tveimur deildarleikjum
sínum.
Aðeins munaði á liðunum að Njarð-
víkingar áttu góðan fjórða leikhluta,
spiluðu skynsamlega og náðu hægt
og bítandi yfirhöndinni. Á góðum
leikkafla um miðbik fjórðungsins
skoruðu þeir níu stig á móti engu
heimamanna og breyttu stöðunni úr
86:80 í 86:89. Sóknir ÍR-inga runnu
flestar út í sandinn – óheflaður sókn-
arleikur og mikið um slök skot að ut-
an – og Njarðvíkingar gengu á lagið,
sigurinn í höfn, 102:95. Páll Kristins-
son átti góðan leik fyrir gestina, skor-
aði 29 stig – þar af 12 í síðasta leik-
hluta – og átti góðan hlut í sigrinum.
„Þetta var erfiður leikur, vörnin
small saman hjá okkur í lokin og við
náðum að opna svæðisvörnina hjá
þeim og unnum á því,“ sagði Páll, ör-
þreyttur eftir leikinn.
„Þeir tóku Friðrik föstum tökum
undir körfunni og það gaf mörg tæki-
færi fyrir mig. Við höfum ekki spilað
vel að undanförnu og gott að sjá að
við erum farnir að spila eins og lið aft-
ur – við náðum okkur að minnsta
kosti vel á strik í síðari hálfleik. Þeir
hafa styrkst að undanförnu og unnið
marga leiki og við undirbjuggum
okkur í samræmi við það,“ bætti Páll
við.
Hjá ÍR-ingum spilaði Maurice
Ingram vel í þrjá fjórðunga, en sást
varla í þeim síðasta. Hann skoraði 27
stig – þar af tvö stig í fjórða leikhluta.
Einnig átti Eiríkur Önundarson góða
spretti og skoraði 20 stig. Eggert
Maríuson, þjálfari ÍR-inga, var
svekktur í leikslok. „Já, þetta var
svekkjandi tap. Við vorum í bílstjóra-
sætinu mestallan leikinn en þeir náðu
góðum leikkafla í lokin og unnu.
Þetta var alfarið okkur að kenna, gáf-
um þeim sigurinn. Við tókum mikið af
röngum ákvörðunum, það var ekkert
flæði í sókninni og það kostaði okkur
sigurinn. Þeir spiluðu ekki neitt sér-
staklega vel en við vorum klaufar.
Það eru erfiðir leikir framundan og
við verðum víst að spila betur en í
kvöld,“ sagði Eggert Maríuson.
Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamikill með Grindvíkingum gegn KR í gærkvöld, skoraði 29 stig,
meirihlutann með þriggja stiga skotum. Hér sækir hann að körfu Vesturbæinga.
Helgi
Valberg
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Andri
Karl
skrifar
Morgunblaðið/Golli
Jón Arnór Stefánsson, atvinnumaður hjá Dallas Mavericks, sá
sína gömlu félaga í KR leika gegn Grindavík og þurfti að vonum
að gefa ungu kynslóðinni eiginhandaráritanir.
Átta sigrar
í röð hjá
Hólmurum
SNÆFELLINGAR settu félagsmet í gærkvöldi er liðið lagði Hamar í
Hveragerði, 86:69, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Snæfellingar
hafa nú unnið átta leiki í röð, en metið hefur staðið í rúman áratug.
Það var Corey Dickerson sem lagði grunninn að sigrinum, en hann
skoraði 28 stig, átti 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Með sigrinum
eru Hólmarar áfram á toppi deildarinnar, jafnir Grindvíkingum en
með betri útkomu í innbyrðis viðureignum liðanna.