Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 61
Leikhúsgestir, munið
spennandi matseðil!
Kringlukráin á góðri stund
Hljómar á
stórdansleik
um helgina
Sími 568 0878 - www.kringlukrain.is
Monty Python’s Holy Grail
A Clockwork Orange
Trainspotting
Lawrence of Arabia
The Third Man
Shakespeare In Love
Monty Python’s Life of Brian
The Bridge On The River Kwai
Sense and Sensibility
Love Actually
Heilagur Python
Riddarar
hringborðsins
eru bestir.
KYNNTAR hafa verið niðurstöður könnunar sem gerð var á
amazon.com og imdb.com á því hver væri besta breska kvikmynd
sögunnar. Uppáhaldsgrínhópur allra, Monty Python, skaut þar
virðulegum stórvirkjum ref fyrir rass því mynd hans Holy Grail
fékk flest atkvæði og Life of Brian lenti í sjötta sæti. Næst kom A
Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick, mynd sem lengi vel var
bönnuð í Bretlandi af Bresku kvikmyndaskoðuninni. Listinn yfir
þær tíu bresku myndir sem flest atkvæðu hlutu í könnuninni:
RINGO Starr, sem barði húðir í
bresku Bítlunum, þurfti að gang-
ast undir aðgerð á annarri öxlinni
til að láta fjar-
lægja beinhnúð
sem olli Starr
miklum sársauka.
Læknar telja að
hnúðurinn hafi
vaxið vegna
óvenju mikilla
handleggjahreyf-
inga trommarans
enda hefur hann
leikið á trommur í nærri hálfa öld.
Ringo er 63 ára gamall.
Breska blaðið Daily Mail hefur
eftir heimildamönnum að læknar
hafi sagt Ringo, að beinvöxturinn
kunni að tengjast trommuleikn-
um. Ringo hafði fundið fyrir þessu
talsverðan tíma en átti ekki von á
að hann þyrfti að gangast undir
skurðaðgerð. Haft er eftir tals-
manni Starrs að aðgerðin hafi far-
ið fram í nágrenni Los Angeles,
þar sem trommuleikarinn býr.
Fjarlægja þurfti beinvöxt og
slétta beinið. Talsmaðurinn segir
að Starr sé óðum að ná sér en
hugsanlega þurfi hálft ár að líða
þar til hann geti leikið á trommur
á ný.
Það þótti skrítið að Starr mætti
ekki til Grammy-verðlaunahátíð-
arinnar um síðustu helgi þar sem
Bítlarnir fengu sérstök verðlaun
fyrir ævistarf sitt.
Ringo undir hnífinn
Segja má að
Ringo sé búinn
að lemja yfir sig.