Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 1
Sunnudagur 15. febrúar 2004 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 12.650  Innlit 24.810  Flettingar 101.145  Heimild: Samræmd vefmæling Bæjarstjóri Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjarstjóra Vesturbyggðar. Um starfsvið emb- ættis bæjarstjóra segir í samþykktum um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar, lögum um opin- bera starfsmenn og sveitarstjórnarlögum. Æskilegt er að umsækjendur hafi víðtæka þekk- ingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum, inn- sýn í helstu lög sem varða rekstur sveitarfé- laga, svo sem sveitarstjórnarlög, lög um grunnskóla, skipulags- og byggingalög, lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og upplýsingalög, hafi framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, góða bókhaldsþekkingu og -r- eynslu, reynslu af gerð fjárhagsáætlana og stjórnun. Ennfremur reynslu af yfirumsjón verklegra framkvæmda og samningagerð tengdri slíku. Laun skv. samkomulagi. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og forseti bæjar- stjórnar í síma 450 2300. Æskilegt er að um- sækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsókn- arfrestur er til 25. febrúar 2004. Umsóknir skulu sendar til bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðal- stræti 63, Patreksfirði. Bæjarstjóri. Húsvörður Grýtubakkahreppur óskar eftir að ráða húsvörð við Grenivíkurskóla. Starfið felst aðallega í umsjón, þrifum og eftir- liti með húsnæði, auk sundlaugargæslu, gæslu í líkamsræktarstöð og umsjón með tjaldstæði. Grýtubakkahreppur er um 400 manna sveitar- félag við austanverðan Eyjafjörð og er 30 mín. akstur frá Akureyri. Grýtubakkahreppur er fal- legt og snyrtilegt sveitarfélag í fögru umhverfi og náttúru. Þar er m.a. nýr leikskóli, nýlegur grunnskóli, sundlaug og íþróttahús, góð versl- un og sparisjóður. Sveitarfélagið er ákjósanleg- ur staður til að búa á, ekki síst fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið eru á www.grenivik.is. Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri, Guðný Sverrisdóttir, í síma 463 3159. Umsóknum skal skila á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Gamla skólanum, 610 Greni- vík. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2004. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. ALLS bárust 822 umsóknir um 14 störf sem nýlega voru auglýst hjá Pharmaco og Delta. Að sögn Þóris Þorvarðarsonar, ráðningarstjóra hjá Hagvangi, voru flest þeirra starfa sem auglýst voru mjög sérhæfð, en flestar umsóknir bárust vegna starfs launafulltrúa og starfs í bók- haldi, eða tæplega 150 umsóknir um hvort starf. Um starf sérfræðings í áhættu- og fjárstýringardeild bárust 49 umsóknir. Iceland Express er einnig að bæta við sig starfsfólki og auglýsti því nýlega tvö störf. Umsóknir vegna starfs markaðsfulltrúa hjá Iceland Express eru 191 og 58 umsóknir bárust vegna starfs vefumsjón- armanns. Ráðgjafar eru að fara yfir umsóknir í samvinnu við stjórnendur fyr- irtækjanna og reynt verður að vinna hratt úr umsóknum þrátt fyrir þennan mikla fjölda umsókna. Að sögn Þóris berast að jafnaði mjög margar umsóknir um hvert auglýst starf, en það ástand hefur verið við- varandi frá því síðastliðið sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg 822 sóttu um 14 störf hjá Pharmaco

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.