Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Byggingar- verkfræðingur/ tæknifræðingur Verkfræðistofan Fjarhitun hf., Borgar- túni 17, Reykjavík, óskar eftir að ráða bygging- arverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við hönnun. Reynsla í hönnun burðarvirkja æskileg. Verkfræðistofan Fjarhitun var stofnuð árið 1962 og eru starfsmenn um 40. Fyrirtækið veitir alhliða verkfræðiþjónustu í bygginga- og véla- verkfræði. Framundan eru stór og áhugaverð verkefni. Umsóknir skal senda til Fjarhitunar hf., Borgar- túni 17, 105 Reykjavík, fyrir 10. nóvember nk. Upplýsingar veita Sigþór Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri, sigthor@fjarhitun.is, og Páll Guðmundsson, verkefnisstjóri, pall@fjarhitun.is, sími 562 8955. ATVINNA ÓSKAST Rafeindavirki óskar eftir vinnu Mikil reynsla af verkstæðis- og lagnavinnu. Vinsamlegast hafið samband í síma 844 1027. Kerfisstjóri! Starfandi kerfisstjóri í Stokkhólmi hyggur á flutninga heim til Íslands. Mikil reynsla í rekstri innra nets Windows (NT/2000), Linux, Op- enBSD, SunOS/Solaris, MacOSX. Get hafið störf fljótlega. Ferilskrá á slóðinni: http://steini.homeip.net/cv.pdf Sölumenn Viljum ráða tvo vana sölumenn í dagsölu- verkefni (símasala) sem fyrst. Athugið ein- göngu vant fólk. Umsóknir með upplýsing- um sendist til tor@bm.is . Öllum umsóknum svarað. BM ráðgjöf ehf. er upplýsingafyrirtæki, sem veitir sérhæfða þjón- ustu í markaðs-, upplýsinga- og innheimtumálum. Markmið fyrir- tækisins er að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök við að ná settu marki í upplýsinga-, markaðs- og innheimtustarfi. Með sérþjálfuðu starfsfólki og öflugum tæknibúnaði beitum við hnitmiðuðum vinnubrögðum til að auka gæði þjónustu og auka árangurinn af innheimtu- og markaðsstarfi viðskiptavinarins. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, Reykjavík, sími 590 8000, netfang tor@bm.is Lyfjatæknar - afgreiðslufólk Óskum eftir að ráða lyfjatækna í fullt starf og hlutastarf og afgreiðslufólk í fullt starf. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. Farið verður með umsóknir sem trúnað- armál og óskast þær sendar til Hring- brautar Apóteks, Hringbraut 119, 107 Reykjavík, merktar: „Atvinnuumsókn“. Nánari upplýsingar gefur Jón G. Ingva- son í símum 511 5070 og 892 0220. Á næstu misserum munum við bæta við okkur góðu fólki á þessum sviðum. Krafist er kunnáttu í tölvuvæddu hönnunar- umhverfi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Áhugasamir skili umsóknum fyrir 20. febrúar n.k. til: T.ark, Brautarholti 6, 105 R. Batterísins, Trönuhrauni 1, 220 Hfj. Landslags, Þingholtsstræti 27, 101 R. Fyrri umsóknir óskast endurnýjaðar. Þessi fyrirtæki eru TBL arkitektar ehf, með samtals 40 starfsmenn. TBL hefur verið valið til að hanna fyrirhugað álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fyrirtæki TBL veita ráðgjöf á öllum sviðum hönnunar, skipulagsmála, eftirlits og almennra framkvæmda. Sumarstarfsfólk Minjasafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk.  Leiðsögumenn. Starfsvið er einkum leiðsögn gesta, þátttaka í viðburðum og gæsla í safn- húsum. Þekking á sögu og þjóðháttum æski- leg sem og reynsla af sveitastörfum eða leik- list. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg.  Afgreiðslufólk í verslun og miðasölu. Reynsla af verslunarstörfum og einföldu kassauppgjöri æskileg. Sumarstarfsfólk þarf að sækja námskeið í lok maí. Ráðningartími er frá 1. júní til 31. ágúst 2004. Launakjör eru samkvæmt samningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um- sækjendur verða að vera orðnir 18 ára. Um- sóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum skulu sendar á netfang gr@abs.rvk.is eða á póstfang: Minjasafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn, Kistuhyl 4, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimasíðu www.arbaejarsafn.is og í síma 577 1111. Langar þig að starfa hjá ört vaxandi fyrirtæki á alþjóðlegum grundvelli? Air Atlanta leitar að drífandi og áhugasömum starfsmanni á ferðaskrifstofu félagsins. Starfið felst í skipulagningu ferða og bókunum fyrir áhafnir og starfsmenn félagsins. Unnið er á 12 stunda dag- og helgarvöktum. Leitað er að einstaklingi með menntun og víðtæka reynslu á sviði ferðaþjónustu. Þekking og reynsla af SABRE- og AMADEUS bókunarkerfunum sem og önnur tölvukunnátta æskileg. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri enskukunnáttu, samviskusemi, vandvirkni og góðum mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og reynslu sendist fyrirtækinu fyrir 14. febrúar 2004. Athuga skal að umsóknum verður ekki svarað í síma. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Jóhanna Ósk Karlsdóttir Ráðningarfulltrúi johanna@atlanta.is FERÐASKRIFSTOFUSTARF 9 Í JANÚARMÁNUÐI síðastliðnum voru skráðir 111.880 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 5.088 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Í frétt Vinnumálastofnunar kemur fram að þessar tölur jafngilda 3,7% af áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í janúar 2004. Áætlaður mannafli á vinnumark- aði í janúar 2004 var 138.825. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 7,6% meiri í janúar eða að meðaltali 360 meiri en í desember en er um 2,3% minni en í jan- úar árið 2003. Í janúar 2003 var meðalfjöldi atvinnulausra 16% meiri en í desember 2002, í janúar 2002 fjölgaði um 22% milli sömu mánaða en í janúar 2001 fjölgaði atvinnulausum hins vegar um 13,5% frá desember árið 2000. Fjöldi atvinnulausra var 10% meiri í febrúar en í janúar á árinu 2003 og atvinnulausum fjölgaði um 7,6% frá janúar til febrúar árið 2002. Laus störf í lok janúarmánaðar voru 394 eða 4 fleiri en í lok desember. Töluvert gegnumstreymi er víða af fólki á atvinnuleysisskrá, að því er fram kemur í frétt Vinnumála- stofnunar. Þá segir að víða á landsbyggðinni sé erfitt að manna fiskvinnslustörfin. Því sé líklegt að atvinnuleysið breytist lítið og verði á bilinu 3,5% til 3,9% í febrúar. 3,8% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er nú 3,8% af áætluðum mannafla og 3,4% á landsbyggðinni. Á landsbyggðinni er at- vinnuleysið mest 4,4% á Suðurnesjum og 3,8% á Suðurlandi, en minnst er atvinnuleysið á Norðurlandi vestra 2,6% og á Austur- landi 2,7%. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 3,3% í desember s.l. og hefur aukist um 5% milli mánaða. Á landsbyggðinni var at- vinnuleysi 2,8% í desember s.l. og hefur aukist um 13% milli mánaða. Atvinnuleysi hefur aukist alls staðar milli mánaða, hlut- fallslega mest á Norðurlandi vestra og á Vesturlandi en minnst á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er nú minna á Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurnesjum en í janúar árið 2003, en hefur aukist annars staðar, hlutfallslega mest á Vestfjörðum. Atvinnulausum konum á landinu öllu hefur fjölgað um 6% og atvinnulausum körlum um 9,2%. Atvinnuleysi kvenna er minnst á Norðurlandi vestra 2,8%, en mest á Suðurnesjum 5,4% og á Suðurlandi 5%. Atvinnuleysi karla er mest á höfuðborgarsvæðinu 3,7%, og á Suðurnesjum 3,6%, en minnst á Vestfjörðum 2,1%. Í lok janúarmánaðar voru 5.511 manns á atvinnuleysisskrá á landinu, 2.794 karlar og 2.717 konur. Atvinnulausum í lok jan- úarmánaðar fjölgaði um 239 miðað við mánuðinn á undan en fækkaði um 348 frá janúar 2003. Konum fjölgaði um 101 miðað við mánuðinn á undan en körlum fjölgaði um 138. Atvinnuleysi mæld- ist 3,7% í janúar Á ÁRUNUM 2000–2002 fjölgaði starfandi fólki á Íslandi um 1.000, eða úr 155.800 í 156.800. Á sama tíma fjölgaði opinberum starfs- mönnum um 1.300. Aukningin er því öll hjá hinu opinbera og í raun varð fækkun á einkamarkaði. Íslendingum fjölgar um 5.100 á þessu tímabili sem þýðir að nú eru fjórir „nýir“ Íslendingar að baki hverjum nýjum op- inberum starfsmanni sé horft til áranna 2000–2002. Þetta kom fram í ræðu Boga Pálssonar, fráfarandi formanns Verslunarráðs Íslands, á Við- skiptaþingi sl. miðvikudag. Í máli Boga kom fram að útgjöld ríkisins árið 2003 væru áætluð 270 milljarðar króna. Það samsvaraði um 940 þúsund króna útgjöldum á hvert mannsbarn í landinu. Með aukafjárlögum og umframeyðslu yrðu útgjöld ríkisins á hvern Íslending fljótlega um eða yfir ein milljón króna. Útgjöld ríkisins væru því um fjórar milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. „Margháttuð þjónusta sem almenningur og fyrirtæki nýta sér er rekin á ábyrgð opinberra aðila og greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum. Þessi umfangsmikli opinberi rekstur og samkeppnisleysi, sem á honum er, virkar hamlandi. Margvísleg nýsköpun, sem samkeppni stuðlar að, lætur ekki á sér kræla í umhverfi þar sem aðeins einn rekstraraðili sinn- ir allri þjónustu. Verslunarráð Íslands telur að minni ríkisumsvif marg- faldi tækifærin og stuðli um leið að auknum árangri fyrir Ísland,“ sagði Bogi. Aukningin öll hjá hinu opinbera BYGGÐASTOFNUN hefur undirritað samstarfssamning um verkefnið Sunnan 3, sem er annað tveggja verkefna sem valin voru í samkeppni um framkvæmd rafræns samfélags. Að Sunnan 3 standa sveitarfélögin Ölfus, Hveragerðisbær og Árborg og fá þau samanlagt 54 milljónir króna á næstu þremur árum til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum um uppbyggingu rafræns sam- félags sem þau kynntu í samkeppni sem Byggðastofnun efndi til á síð- asta ári. Rafrænt samfélag er liður í byggðaáætlun stjórnvalda. Í frétt Byggða- stofnunar kemur fram að innan skamms verði undirritaður hliðstæður samningur um verkefnið „Virkjum alla“, sem er samstarf Að- aldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar um innleiðingu raf- ræns samfélags. Samið um verkefnið Sunnan 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.