Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Starfskraftur óskast Starfið felst í sölu-, lager- og ýmsum öðrum störfum Fyrirtækið, sem er á höfuðborgarsvæðinu, sér- hæfir sig í innflutningi á búnaði fyrir íþrótta- mannvirki. Æskilegt er að viðkomandi sé íþróttakennaramenntaður og/eða með innsýn í rekstur íþróttamannvirkja, hafi góða tölvu- og enskukunnáttu, reynslu í sölustörfum og gott vald á mannlegum samskiptum. Framtíðarstarf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar. Umsóknir sendist á: agust@oskarsson.is Spennandi atvinnutækifæri Grafískur hönnuður / Prentsmiður Húsasmiðjan óskar eftir að ráða reyndan og hugmyndaríkan starfsmann til auglýsinga- og bæklingagerðar. Helstu verkefni: – Auglýsinga- og bæklingagerð. – Myndvinnsla og umsjón með myndabanka. Hæfniskröfur: – Góð íslenskukunnátta. – Góð tölvukunnátta og þekking á forritum til uppsetningar á borð við Quark og Illustrator. – Reynsla í faginu. – Öguð og nákvæm vinnubrögð. – Færni í mannlegum samskiptum. – Brennandi áhugi á spennandi og krefjandi starfi. Umsóknir og fyrirspurnir berist til starfsmannastjóra fyrir 22. febrúar n.k.: Guðrún Kristinsdóttir, gudrunk@husa.is, Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Einnig er hægt að sækja um á heima síðu Húsasmiðjunnar, www.husa.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 23 68 4 02 /2 00 4 Húsasmiðjan er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bygg inga- og heimilis vöru með 16 verslanir víðs vegar um landið. Við bjóðum heildar lausnir og þjónum jafnt fag aðilum sem almenn ingi. Húsasmiðjan leggur áherslu á að nýta til hins ítrasta hæfni, frum kvæði og þekkingu samhents hóps starfsmanna. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 LÆKNADEILD LÆKNISFRÆÐISKOR LEKTOR/DÓSENT Í LYFLÆKNISFRÆÐUM Laust er til umsóknar 37% starf lektors/dós- ents í lyflæknisfræðum, sem tengist rannsókn- um og kennslu í lyflækningum við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ). LEKTOR/DÓSENT Í HANDLÆKNISFRÆÐUM Laust er til umsóknar 37% starf lektors/dós- ents í handlæknisfræðum sem tengist rannsóknum og kennslu í handlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ). Starfsheitið fer eftir hæfi þeirra sem hljóta störfin. Starfsaðstaða verður annars vegar á lyflæknissviði og hins vegar á handlækninga- sviði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilvísan til samninga FSA og HÍ frá 29.4.2003. Gert er ráð fyrir að störfin verði veitt frá 1. júlí 2004 eða að lokinni umfjöllun dóm- nefndar og valnefndar. Ráðið verður í störfin til fimm ára. Nánari upplýsingar um störfin gefur forseti læknadeildar í síma 525-4880 og upplýsingar um starfsvettvang og væntanleg störf á Fjórðungssjúkrahúsinu gefa forstjóri eða framkvæmdastjóri lækninga á FSA, í síma 463-0100. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2004 Sjá nánar á http://www2.hi.is/page/storf og http://www.starfatorg.is Borgarnesi, Borgarbraut 58-60, 310 Borgarnesi Starfsmaður í bókhald KB Borgarnesi ehf. leitar eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins til afleysinga í u.þ.b. 6—9 máuði. Helstu verkefni er vinna við bókhald auk almennra skrifstofustarfa. Þekking og reynsla af vinnu við bókhald er nauðsynleg. Væntanlegur starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir í síma 430 5509. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu félagsins fyrir 25. febrúar. KB Borgarnesi ehf. Móttökufulltrúi Lyfjadreifing ehf. óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan einstakling í starf móttökufulltrúa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfssvið: • Símsvörun, • Undirbúningur funda og heimsókna. • Innkaup á rekstrar og skrifstofuvörurm • Aðstoða við reikningaútskrift og fyrirspurnir viðskiptavina • Skjalavarsla • Innsláttur pantana • Aðstoð við afstemmingar • Ýmis verkefni fyrir framkvæmdarstjórn . Menntunar og hæfniskröfur: • Þjónustulund og frumkvæði i starfi • Mikil lipurð í mannlegum samskiptum • Góð almenn menntun • Hæfni til að vinna sjálfstætt • Góð tölvukunnátta • Tungumálakunnátta • Reynsla af sambærilegu starfi kostur • Vinsamlegast skilið inn umsóknum til Lyfjadreifingar Krókhálsi 14 merkt “Móttökufulltrúi” eða sendið í tölvupósti á Lyfjadreifing@lyfjadreifing.is fyrir miðvikudaginn 18 febrúar. Lyfjadreifing ehf er stærsta sérhæfða þjónustufyrirtækið á Íslandi með lyf, hjúkrunarvörur, efnavörur, rannsóknarvörur, heilsuvörur, snyrtivörur ofl. Lyfjadreifing annast birgðastýringu, innkaup, innflutning, tollafgreiðslur, geymslu, merkingar, móttöku pantana, dreifingu innanlands, reikningagerð og innheimtur á ofangreindum vöruflokkum í nánu samstarfi við fjölda viðskiptavina. Fyrirtækið rekur um 3000 m2 sérhæfða vörudreifingarmiðstöð að Krókhálsi 14 og annast dreifingu til um 2000 fyrirtækja, stofnanna og sérfræðinga. Starfsmenn eru 65. Lyfjadreifing er sjálfstætt dótturfyrirtæki Lífs hf. Fyrirtækið er reyklaus vinnustaður. Tannlæknastofa í Kópavogi óskar eftir starfskrafti í 80% starf. Umsóknir sendist til augld. Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „T — 14966“ fyrir 23. feb. Organisti við Borgarneskirkju Sóknarnefnd Borgarneskirkju auglýsir laust starf organista. Nánari upplýsingar veita sóknarprestur í síma 437 1353 og formaður sóknarnefndar í síma 437 2155. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Sölumaður Örtvaxandi fyrirtæki, með þjónustu og innflutn- ing á vörum og tækjum fyrir byggingaiðnað- inn, leitar eftir röskum og heiðarlegum starfs- manni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu, gott vald á ensku og þekk- ingu á byggingaiðnaði. Upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofu Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík, sími 577 2050, netfang: formaco@formaco.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.