Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ - vinalegri um allt land www.fosshotel.is Fosshótel ehf. auglýsir eftir fólki með ástríðu fyrir gestrisni til að starfa á sumarhótelum fyrirtækisins á komandi sumri. Eftirtalin störf eru í boði: Almenn sumarstörf á Fosshóteli Bifröst, Laugum (S-Þing.), Húsavík, Hallormsstað, Egilsstöðum og Höfn. - Herbergisþrif. - Veitingasalur. - Eldhús. - Þvottahús. Hæfniskröfur: - Þjónustulund og umhyggjusemi. - Gestrisni og sveigjanleiki. - Áhugi og dugnaður. - Vingjarnleiki. - 18 ára lágmarksaldur. Móttökustörf (dag- og næturvaktir) á Fosshóteli Bifröst, Laugum (S-Þing.), Húsavík, Hallormsstað, Egilsstöðum og Reykjavík. Hæfniskröfur: - Reynsla af svipuðu starfi æskileg. - Samskiptahæfileikar á að minnsta kosti þremur tungumálum. - Þjónustulund og gestrisni. - Tölvu-, bókalds- og skipulagsfærni. - Vingjarnleiki. - 20 ára lágmarksaldur fyrir dagvakt en 22 ára fyrir næturvakt. Kokkar á Fosshóteli Bifröst, Laugum (S- Þing.), Húsavík, Hallormsstað og Höfn. Hæfniskröfur: - Hæfni til að elda bragðgóðan mat. - Skipulags- og samskiptahæfileikar. - Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi. - Reynsla af samskiptum við birgja, svo sem innkaupum, æskileg. - Vingjarnleiki. Frístundaleiðbeinendur ferðamanna á Fosshóteli Bifröst, Áningu og Laugum (S-Þing.). Nýtt og spennandi starf fyrir vingjarnlega, skemmtilega og þróttmikla einstaklinga í góðu formi. Hæfniskröfur: - Þekking á íslenskri menningu og sögu, gjarnan sérþekking bundin við tiltekið starfssvæði. - Geta til að syngja og leika á píanó/gítar. - Frásagnargáfa og samskiptahæfileikar á að minnsta kosti þremur tungumálum. - Að hafa gaman af útivist, svo sem göngu- og hjólreiðaferðum. - Vingjarnleiki. - 22 ára lágmarksaldur. Umsjón með ráðningum hefur Þórður B. Sigurðsson, sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar um auglýst störf. Hafðu samband í gegnum tölvupóstfangið thordur@fosshotel.is eða í s. 562 4000 (-5) til að fá umsóknarblöð. Sölumaður Örtvaxandi fyrirtæki, með þjónustu og innflutn- ing á vörum og tækjum fyrir byggingaiðnað- inn, leitar eftir röskum og heiðarlegum starfs- manni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu, gott vald á ensku og þekk- ingu á byggingaiðnaði. Upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofu Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík, sími 577 2050, netfang: formaco@formaco.is. Samstarf Fyrirtæki óskar eftir samstarfsaðilum við sölu og markaðssetningu á þekkri vöru á eftirtöld- um stöðum á landinu: Akureyri, Akranesi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi, Vestmann- aeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir vinsamlegast skili uppl. til augld. Mbl. fyrir 21. febrúar, merktum: „Z — 14950.“ Icelandair er fyrirtæki í öflugri sókn og vill vera í forystu á alþjóðamarkaði. Við sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Vilt þú móta framtíðina með okkur? Flugumsjónarmenn óskast til starfa í flugumsjón Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Flugumsjón annast gerð flugáætlana og flugeftirlit vegna alls flugs á vegum Icelandair, bæði áætlunarflugs sem og erlendra verkefna sem sinnt er fyrir önnur systurfyrirtæki innan Flugleiðasamstæðunnar. Krafist er skírteinis flugumsjónarmanns til þessa starfs. Starfsfólk í áhafnadeild á aðalskrifstofu félagsins Áhafnadeild vinnur að gerð og útgáfu vinnuskráa áhafna, annast skipulagningu ferða vegna áhafnaþjálfunar og starfa erlendis auk annarra skyldra verkefna. Reynsla og þekking í farseðlaútgáfu sem og notkun flugbókunarkerfa er æskileg. Starfsfólk í flugdeild á aðalskrifstofu félagsins Í flugdeild fer fram margvísleg starfsemi sem tengist faglegum þætti flugrekstrarins. Vinna við gerð flug- og rekstrarhandbóka auk annarra fluggagna. Flugfræði og góð tölvuþekking er æskileg. Við leitum eftir kraftmiklum, áhugasömum og þjónustusinnuðum starfsmönnum með góða menntun. Viðkomandi þurfa að hafa frumkvæði og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi. Lögð er áhersla á nákvæm vinnubrögð og að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og skipulega. Góð enskukunnátta og tölvuþekking er nauðsynleg og þekking á flugmálum er æskileg. Hér er bæði um tímabundin og framtíðarstörf að ræða. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Eingöngu er hægt að sækja um á veffangi Icelandair www.icelandair.is/umsokn Nauðsynlegt er að mynd fylgi umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar nk. Flugumsjónarmenn Starfsfólk í áhafnadeild og flugdeild • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustu fyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi og í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfs menn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símennt un, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. • Icelandair er reyklaust fyrirtæki. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 23 68 0 0 2. 20 04 Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við heimilið. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið við barnahjúkrun. Sjúkraliðar Lausar eru stöður sjúkraliða við heimilið. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af umönnun barna. Þroskaþjálfar Lausar eru stöður þroskaþjálfa við heimilið. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af umönnun barna. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og öllum umsóknum verður svarað skriflega. Í febrúar 2003 var undirritað samkomulag milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Velferðarsjóðs barna á Íslandi og Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) um að standa sameiginlega að uppbyggingu hvíldarheimilis fyrir langveik og langveik fötluð börn. Heimilið hefur hlotið nafnið Rjóðrið og verður til húsa í húsnæði LSH í Kópavogi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið LSH rekstur heimilisins. Heimilið er hvíldarvistun fyrir langveik og langveik fötluð börn af öllu landinu. Áætlað er að heimilið taki til starfa eigi síðar en 1. apríl nk. Umsóknir berist fyrir 29. febrúar nk. til skrifstofu hjúkrunarforstjóra LSH, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík. Upplýsingar veita Guðrún Ragnars deildarstjóri sími 824 5837, netfang gudrunra@landspitali.is og Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, sími 543 1109, netfang annastef@landspitali.is RJÓÐRIÐ hvíldarheimili fyrir langveik og langveik fötluð börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.