Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 B 15 Skrifstofuhúsnæði til leigu í hjarta borgarinnar. Samtals um 140 fm í bak- húsi á Hverfisgötu 6. Kristján G. Gíslason ehf., Hverfisgötu 6a, sími 552 0000. Skrifstofuhúsnæði til leigu við Laugaveg Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á besta stað í mið- borginni til leigu. Gott fundarherbergi og kaffistofa. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 562 0555 eða 896 2416. Skrifstofuhúsnæði til leigu Húsnæðið sem er nýstandsett er annars vegar 22 fm og hins vegar 50 fm að stærð á 2. hæð í Súðavogi 7 í Reykjavík. Síma- og tölvulagnir ásamt öryggiskerfi er til staðar. Húsnæðinu fylgir sameiginlegt fundarherbergi og kaffi- stofa. Næg bílastæði eru á baklóð og unnið er að endurgerð hússins að utan. Í húsinu er til staðar bókhaldsþjónusta, heildsölur, markaðsfyrirtæki, tölvufyrirtæki og fleira. Upplýsingar veitir Hlynur í síma 698 3030. Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Hafnarfjörður atvinnuhúsn. 200 fm með innkeyrsludyrum, 3 m lofthæð. Hentar fyrir lager, snyrtilegt verkstæði eða framleiðslu. 250 fm snyrtilegt skrifstofurými, tölvulagnir. Leigist saman eða sitt í hvoru lagi. Upplýsingar í síma 588 7050. Akralind 4 — Kópavogi — leiga Mjög glæsileg verslunar-, skrifstofu- og þjón- ustubygging á þremur hæðum. Helstu hlutar eignarinnar eru austurendi með suðurinn- gangi, sem hentar vel fyrir verslun, þjónustu- eða heildsölufyrirtæki, neðri hæð um 195 fm og efri hæð um 156 fm. Á 2. hæð í vesturenda hússins er um 500 fm stórt rými, sem hægt er að skipta niður eins og hentar (og leigja) allt niður í um 12 fm rými undir litla skrifstofu. Í kjallara hússins er svo austurendinn að losna sem er eitt bil með góðri innkeyrsluhurð. Sam- eiginleg fullbúin og malbikuð lóð. Að utan er húsið klætt með fallegri málmklæðningu. Nánari uppl. hjá Hákoni eða Dan á skrifstofu. 260 fm iðnhúsnæði/leiga Til leigu 260 fm iðnaðarhúsnæði við Hyrjarhöfða, Mikil lofthæð. Stórar inn- keyrsludyr. Malbikuð bílastæði. Upplýsingar í síma 896 9629. 240 m² húsnæði til leigu. Flott húsnæði á annari hæð að Snorra- braut 56 í nágrenni Domus Medica. Húsnæðið er búið mjög öflugum net- tengingum og fyrsta flokks loftræstingu. Stórir gluggar og mikil lofthæð. Skyggna ehf s. 562 0300 og 898 8212 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunarhúsnæði á Seyðisfirði til sölu og leigu. Þann 1. mars næstkomandi mun Skeljungur flytja rekstur bensínsölu sinnar frá Ránar- götu 1 að Hafnargötu 2a. Hafnargata 2a, leigutaki óskast Skeljungur hf. óskar eftir leigutaka að húsnæði félagsins við Hafnargötu. Í húsnæðinu, sem er 216 fm, hefur um árabil verið rekinn sölu- skáli og matsala, en húsnæðið hentar vel fyrir greiðasölu, veitingarekstur eða almenna versl- un. Ferjan Norröna kemur til Seyðisfjarðar einu sinni í viku og leggur að bryggju rétt við versl- unina. Húsnæðið er tilbúið til afhendingar strax. Ránargata 1, atvinnuhúsnæði til sölu Húsnæðið er 219 fm að stærð, en undir allri verslunarhæðinni er steinsteyptur kjallari. Í húsnæðinu er í dag rekinn söluskáli, en hús- næðið hentar undir ýmsa greiðasölu, almenna verslun, skrifstofur eða annað. Húsnæðið er staðsett við tjaldstæðið í hjarta bæjarins. Stór, malbikuð plön eru við húsið. Húsnæðið er laust til afhendingar fljótlega. Verslunarhúsnæði á Reyðarfirði til leigu Shellskálinn á Reyðarfirði er til leigu frá 1. mars nk. Húsnæðið er 137,2 fm að stærð, auk 13,5 fm vörugeymslu, en í dag er rekinn söluskáli í húsnæðinu. Húsnæðið hentar vel fyrir greiða- sölu, veitingarekstur eða almenna verslun. Skeljungur mun áfram reka bensínsölu á lóð- inni. Húsnæðið er miðsvæðis á Reyðarfirði og er allt útisvæði malbikað. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Fasteigna- og skipasölu Austurlands. www.austurland.is Síðumúli—skrifstofur Til leigu 230 fm húsnæði á annarri hæð. Mjög bjart og þægilegt húsnæði. Möguleiki að leigja í minni einingum.Öflugar tölvulagnir, hagstæð leigukjör. Uppl. í síma 695 7722. VINNUEFTIRLITIÐ á samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að veita þjónustuaðilum, sem starfa á sviði ör- yggis og heilbrigðis á vinnustöðum, viðurkenningu til starfa að upp- fylltum tilteknum skilyrðum. Í frétt á vefsvæði Vinnueftirlitsins kemur fram að félagsmálaráðherra muni setja reglugerð um það hvaða skil- yrði þjónustuaðilar skuli uppfylla svo að þeir geti hafið starfsemi af þessu tagi. Með heilsuvernd á vinnustað er átt við forvarnarstarf innan fyr- irtækja sem miðar að því að koma í veg fyrir vanlíðan og heilsutjón sem stafa kann af vinnu eða vinnuskilyrðum. Vinna skal að forvörnunum innan vinnustaðarins samhliða starfseminni og mikilvægt er að starfs- menn og stjórnendur taki virkan þátt. Við sérstakar aðstæður eða sér- stök verkefni getur þurft aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga sem vinna þá í umboði atvinnurekandans, í samstarfi við hann og starfs- menn að heilsuvernd á vinnustað. Í frétt Vinnueftirlitsins segir að í grófum dráttum felist starfið í því að greina áhættu, skipuleggja for- varnir og forgangsraða framkvæmdum sem byggja á þeirri greiningu. Heilsufarsskoðanir geta fallið undir starfsemina en eru ekki kjarni hennar. Þjónustuaðili sem veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heil- brigðis á vinnustöðum skal hafa aðgang að sérfræðingum sem hafa fullnægjandi þekkingu á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, sálfræði, á tæknisviði eða öðru sambærilegu sérsviði þannig að þeir séu færir um að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra, vistfræðilegra og sálfræðilegra þátta. Þjónustuaðili getur sótt um viðurkenningu innan ákveðins sviðs eða atvinnugreinar og er honum heimilt að gera samn- inga við aðra aðila um einstaka þætti vegna þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Tryggja skal að þeir aðilar uppfylli skilyrði sem sett eru fyrir viðurkenningu Vinnueftirlitsins. Viðurkenning þjónustu- aðila á sviði heilsuvernd- ar á vinnustað SAMKVÆMT nýjustu spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að einkaneysla heimilanna aukist um tæp 3% í ár bor- ið saman við rösklega 6% aukningu í fyrra. Samtök atvinnulífs- ins segja að mikil aukning einkaneyslu í fyrra veki spurningar um hvort heimilin hafi enn á ný spennt bogann of hátt og hvort aðlögunar að lægra neyslu- stigi verði þörf innan skamms. Fram kemur á fréttavef Samtaka atvinnulífsins að svarið við spurninginni velti á því hvort einkaneysla á mann hafi þróast á skjön við kaupmáttarþróun og jafn- framt hvort núverandi kaup- máttarstig sé raunhæft mið- að við greiðslugetu atvinnulífsins. Sé litið til þró- unarinnar frá árinu 1995 komi í ljós að einkaneysla heimilanna jókst á hverju ári umfram kaupmáttaraukn- ingu allan síðari hluta síðasta áratugar, þ.e. árin 1996– 2000. Þannig jókst kaup- máttur launa, á mælikvarða launavísitölu, um rúm 20% á tímabilinu 1995–2000 en einkaneysla á mann jókst um tæp 30% á sama tíma. Í kjölfarið sigldi síðan snörp aðlögun einkaneyslu heimilanna að tekjum þeirra og minnkaði einka- neysla á mann bæði árið 2001 og 2002, samtals um 6%. Einka- neysla jókst síðan verulega á ný á síðasta ári. „Aukning neysluútgjalda heimila sem ekki á sér stoð í aukn- um kaupmætti hlýtur óhjákvæmilega að vera fjármögnuð með lántökum. Um auknar skuldir heimila bera opinber gögn órækt vitni. Skuldir heimila hafa tvöfaldast á undanförnum áratug í hlutfalli við ráðstöfunartekjur og námu um 180% í árslok 2003 samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands. Fyrir þessari skulda- aukningu eru margar ástæður, m.a. verðhækkun íbúðarhús- næðis, sem bæði kallar á auknar lántökur íbúðakaupenda og veldur auðlegðaráhrifum hjá íbúðaeigendum, en einnig hlýtur aukið framboð lánsfjár, gott atvinnuástand og væntingar um betri tíð að vera meðal veigamestu skýringa,“ segir á fréttavef Samtaka atvinnulífsins. Einkaneysla byggð á skuldasöfnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.