Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝJAR tölur Hagstofunnar um virðisaukaskattskylda veltu ein- stakra greina fyrir tímabilið jan- úar til október 2003 sýna að upp- sveifla er hafin í iðnaði. Samtök iðnaðarins áætla að innlend velta iðnaðar hafi aukist um 8,2% að raunvirði á síðasta ári. „Þetta eru gleðileg tíðindi eftir mikla nið- ursveiflu í iðnaði síðustu missiri,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, í grein á heimasíðu samtakanna. Fram kemur að innlend veltu- aukning atvinnustarfseminnar í heild varð þó minni eða um 0,4% að raunvirði. Það útskýrist af 1,9% sam- drætti í öðrum greinum atvinnu- starfseminnar, sérstaklega fisk- veiðum og -vinnslu. Innlend velta iðnaðar er áætluð hafa verið 324 milljarðar króna á síðasta ári, sem eru 24,4% af heildarveltunni. Ör vöxtur í iðnaði átti því stóran þátt í því að veltuaukning at- vinnustarfseminnar í heild varð jákvæð. Mikill vöxtur varð í veltu bygg- ingar-, jarðefna- og matvælaiðn- aðar (án fiskvinnslu) en þó sýnu mestur í lyfjaiðnaði. Fjárfest- ingar vegna virkjana- og stór- iðjuframkvæmda komu fram sem aukin velta í byggingar- og jarð- efnaiðnaði. Greinar iðnaðar tengdar sjávarútvegi, eins og skipasmíði og -viðgerðir og veið- arfæragerð, liðu fyrir samdrátt í þeirri grein og hátt gengi krón- unnar. Áframhaldandi samdráttur varð einnig í upplýsinga- og tölvuiðnaði, aðallega í hugbún- aðargerð og ráðgjöf, sem má rekja til samdráttar í innlendri eftirspurn. Þó eru vísbendingar um að UT-iðnaðurinn muni brátt taka við sér, t.d. fer velta vax- andi í heildverslun með búnað og vélar til nota í iðnaði og ráðgjöf varðandi tölvuvélbúnað.                                         !"#$ %&                                     '     #("#$ )*"+$        ),"+$ ),",$ -".$ -"#$.".$."#$     Uppsveifla í iðnaði LAUN sveitarstjóra og bæjar- stjóra hafa nokkuð hækkað frá árinu 2002. Einnig hafa greiðslur til sveitarstjórnarmanna heldur hækkað á sama tímabili, þá fyrst og fremst vegna þess að þeim sveitarfélögum hefur fækkað þar sem greiðslur til sveitarstjórnar- manna hafa verið mjög lágar. Þessar niðurstöður koma fram í nýrri könnun á kjörum sveitar- stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra sveitarfélaga sem unnin var af Sambandi ísl. sveitarfélaga. Síðast var gerð sambærileg könnun í sveitarfélögum sumarið 2002. Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að launagreiðslur bæjarstjóra í tveimur sveitarfélög- um með yfir 5.000 íbúa, og í einu sveitarfélagi með 2.000 til 4.999 íbúa, eru yfir 800 þúsund kr. á mánuði. Sex sveitarfélög af níu sem eru með yfir 5.000 íbúa skiluðu svörum í könnuninni og kom í ljós að launagreiðslur bæjarstjóra eru í tveimur tilvikum á bilinu 600 og 699 þúsund kr. á mánuði, í tveimur tilvikum milli 700 og 799 þúsund kr. Hlunnindi bæjarstjóra eru í einu tilviki undir 50 þúsund kr. á mán- uði, í fjórum tilvikum milli 50 og 99 þúsund kr. og hjá einu sveitar- félagi eru greiddar milli 150 og 199 þúsund krónur á mánuði í starfstengd hlunnindi. Biðlaunatími 4 til 6 mánuðir Biðlaunatími er fjórir mánuðir í einu tilviki, fimm mánuðir í tveim- ur tilvikum og sex mánuðir í þrem- ur tilvikum. Greiðslur til forseta bæjarstjórnar eru í fimm tilvikum yfir 90 þúsund krónur á mánuði. Hjá öllum sex sveitarfélögunum er sveitarstjórnarmönnum greidd föst upphæð á mánuði og hjá tveimur er einnig greitt fyrir hvern fund. Greiðslur fyrir funda- setur eru alls staðar yfir 10 þús- und kr. fyrir hvern fund. Þar sem um mánaðarlegar greiðslur er að ræða er greitt á bilinu 40–60 þús- und kr. á mánuði hjá einu sveitar- félagi og yfir 60 þúsund kr. á mán- uði hjá fimm sveitarfélögum. Fastar mánaðargreiðslur og greiðslur fyrir hvern fund Tíu sveitarfélög með 2.000 til 4.999 íbúa svöruðu í könnuninni og kom m.a. í ljós að launagreiðslur til bæjarstjóra eru í þremur tilvikum á bilinu 500–599 þúsund kr., í tveimur tilvikum á bilinu 600–699 þúsund kr., í fjórum tilvikum á bilinu 700–799 þúsund krónur og í einu tilviki yfir 800 þúsund krónur. Hlunnindi bæjarstjóra eru í þrem- ur tilvikum undir 50 þúsund kr. á mánuði, í fimm tilvikum á bilinu 50–99 þúsund kr. á mánuði og í tveimur tilvikum á bilinu 100–149 þúsund krónur á mánuði. Bið- launaréttur bæjarstjóra er gefinn upp þrír mánuðir í tveimur til- vikum, fjórir mánuðir í einu tilviki og sex mánuðir í sjö tilvikum. Hjá öllum sveitarfélögum í þess- um flokki er bæði greidd föst upp- hæð mánaðarlega fyrir setu í bæj- arstjórn og greitt fyrir hvern fund. Tvö af 63 sveitarfélögum greiða ekki fyrir nefnd- arstörf Í samantekt um könnunina kemur fram að þeim sveitarfélögum hefur fækkað sem greiða ekki fyrir nefndarstörf. Af þeim 63 sveitar- félögum sem sendu inn svör eru t.d. einungis tvö sveitarfélög sem gefa það upp að ekki sé greitt fyr- ir nefndarstörf samanborið við að ekki er greitt fyrir nefndarstörf hjá átta sveitarfélögum á árinu 2002. Alls bárust svör frá 63 sveit- arfélögum í könnuninni og er svör- un fyrir heildina um 67%. Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga með yfir 800 þúsund á mánuði Laun sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna hafa hækkað frá 2002 skv. nýrri könnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.