Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum óskast til starfa á verkstæði á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist á netfangið ellaj@mi.is. Félagsmálaráð Suðurfjarða Staða félagsmálastjóra Laus er 100% staða félagsmálastjóra Suðurfjarða Launakjör eru samkv. samningum Stéttarfélags ísl. félagsráðgjafa og Samb. ísl. sveitarfélaga. Reynsla áskilin. Félagsmálaráð Suðurfjarða spannar svæðið Austurbyggð, Breiðdals-, Djúpavogs- og Fáskrúðsfjarðahrepp. Íbúar á svæðinu eru um 1.700 manns. Suðurfirðir Austfjarða bjóða upp á alla hugsan- lega möguleika til iðkunar útivistar á sjó og landi. Náttúrufegurð er alkunn og góða veðrið líka. Menningarlíf á svæðinu er gott hvað varð- ar tónlist, leiklist, myndlist og hvaðeina. Upplýsingar veitir Ingólfur Finnsson, formaður Félagsmálaráðs Suðurfjarða, í síma 899 4300 og Solveig Friðriksdóttir, varaformaður Félags- málaráðs, í síma 475 8972 frá kl. 18:00. Umsóknarfrestur rennur út 24. febrúar 2004. Umsóknir berist til Ingólfs Finnssonar, Sólheimum 5, 760 Breiðdalsvík. Sölumaður fasteigna Þekkt fasteignasala í Reykjavík óskar að ráða kraftmikinn og dugandi sölumann. Reynsla og árangur í sölustörfum skilyrði. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Öflugur — 14444“. Sérfræðingur á fjármálasviði Starfslýsing: • Úrvinnsla fjárhags- og tölfræðilegra upplýsinga • Úttektir á fjárfestingum og fjárfestingarkostum • Umsjón með rekstrarvöru- og leigusamningum • Verkefnastjórnun • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun • A.m.k. 3 ára starfsreynsla • Þekking á Navision Financials og bókhaldi er kostur • Nákvæmni og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi • Aðeins mjög talnaglöggur einstaklingur kemur til greina Aðalbókari Starfslýsing: • Almenn bókhaldsstörf • Gerð mánaðaruppgjörs • Aðstoð við deildarstjóra bókhaldsdeildar • Undirbúningur uppgjörs til endurskoðenda • Afstemmingar • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun er kostur • Viðamikil reynsla og þekking á bókhaldi nauðsynleg • Þekking á Navision Financials nauðsynleg • Nákvæmni og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi Gjaldkeri Starfslýsing: • Greiðsla reikninga • Gerð greiðsluáætlana • Umsjón með innheimtu Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af gjaldkerastörfum nauðsynleg • Þekking á Navision Financials nauðsynleg • Nákvæmni og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi Hagar er verslunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Svíþjóð og Danmörku. Undir Haga fellur rekstur Bónuss, Hagkaupa, 10-11, Lyfju, Útilífs, Zöru, Debenhams og Topshop. Samtals á félagið 99 verslanir í þessum þremur löndum. Jafnframt á fyrirtækið innkaupafyrirtækið Aðföng og vöruhótelið Hýsingu. Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa þess vegna ólík rekstrarform og ólíka menningu. Hlutverk Haga er að veita þessum fyrirtækjum aðhald og finna sameiginlega fleti sem geta leitt til hagræðingar í kostnaði og aukið tekjumöguleika fyrirtækjanna og þar af leiðandi samkeppnisstyrk þeirra. Mannafl: Smiðjuvegur 72 200 Kópavogur Sími 540 7100 mannafl@mannafl.is Mannafl: Skipagata 16 600 Akureyri Sími 461 4440 www.mannafl.is Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Óðinsdóttir og Herdís Rán Magnúsdóttir, ráðgjafar hjá Mannafli. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk. Áhugasamir vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað á heimasíðu Mannafls og sendið jafnframt ferilskrá. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 69 9 0 2/ 20 04 KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRF • Starfsmanns í kerfisumsjón í upplýsingadeild • Gangav/ræst. Kársnesskóla • Leikskólakennara v/sérkennslu Kópasteini • Matráðs Rjúpnahæð • Aðst. í eldhús Rjúpnahæð • Tilsjónarmanns félagsþjónustu Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is Systkini 1 og 3ja ára vantar barngóða manneskju til að gæta þeirra heima (Grafavogur), frá mánu- til föstudags. Áhugasamir aðilar sendi inn nafn og símanúm- er til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „S — 14967“ fyrir 20. febrúar. Kynning ehf. óskar að rá›a kraftmiki› kynningarfólk til starfa nú flegar vegna aukinna verkefna. Kynningarverkefnin eru fyrir fyrirtæki á matvælamarka›i. Kynningarfulltrúar fá gó›a grunnfljáflun og námskei› til að efla vöruþekkingu og söluárangur. Reglusemi og snyrtimennska áskilin. Kynning er reyklaus vinnusta›ur. Áhugasamir hafi samband í síma 586 9003 e›a 863 3125 milli kl. 10.00 og 15.00 virka daga. Einnig er teki› vi› umsóknum og fyrirspurnum í gegnum neti› omm@kynning.is Bifvélavirki óskast til starfa á landsbyggðinni. Starfið felst í viðgerðum á vörubílum og vinnu- vélum, einnig nýsmíði. Þarf að geta unnið sjálf- stætt og hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl., merktar: „B — 14952“, eða á box@mbl.is, sem fyrst. Bílstjóri Flutningaþjónusta Arnars ehf. óskar eftir bíl- stjóra með meirapróf og ADR réttindi. Mikil vinna og góð laun fyrir duglegan og traustan aðila. Áhugasamir sendi umsókn, með uppl. um nafn, aldur og starfsreynslu, á box@mbl.is eða augldeildar Mbl.: merkta: „xx — 14959.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.