Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2004 B 5 Tryggingami›stö›in hf. óskar a› rá›a sölustjóra. Sölustjóranum er ætla› a› byggja upp og stjórna n‡rri fljónustudeild fyrirtækisins. Starfssvi› Dagleg stjórnun Ger› söluáætlana og eftirfylgni Skipulagning sölustarfs Uppgjör Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur Leita› er a› einstaklingi sem b‡r yfir frumkvæ›i og krafti til a› lei›a öflugan hóp sölumanna fyrirtækisins. Metna›arfull og fagleg vinnubrög› ásamt flví a› eiga au›velt me› a› koma fram eru mikilvægir kostir. Háskólamenntun ásamt starfsreynslu er skilyr›i. Árangur af fyrri störfum er lag›ur til grundvallar vi› rá›ningu í starfi›. Vi›komandi flarf a› geta byrja› sem fyrst. Me› allar fyrirspurnir ver›ur fari› sem trúna›armál. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 23. febrúar nk. Númer starfs er 3651. Uppl‡singar veitir Katrín S. Óladóttir. Netfang: katrin@hagvangur.is Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Sölustjóri Tryggingami›stö›in leitar eftir starfsfólki sem hefur tami› sér gó›a og lipra framkomu og hefur metna› til a› ná árangri. Áhersla er lög› á fagleg vinnubrög› ásamt frumkvæ›i og sjálfstæ›i í starfi. Starfsfólki er sköpu› gó› vinnua›sta›a og gó›ur li›sandi er í starfsmannahópnum. Styrktarfélag vangefinna Ertu tilbúinn að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf Hæfingarstöðin Bjarkarás óskar eftir þroskaþjálfum til starfa. Um er að ræða heilar stöður, en hluta- störf koma til greina. Stöðurnar eru laus- ar nú þegar og í mars. Bjarkarás er staðsettur í Stjörnugróf 9 og er opinn frá kl. 8.30-16.30 virka daga. Þangað sækja um 45 einstaklingar þjón- ustu og þjálfun. Umsóknir þurfa að berast sem fyrst á Bjarkarás eða skrifstofu félagsins í Skip- holti 50c. Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og Guðrún Eyjólfsdóttir yfirþroskaþjálfi í síma 568 5330. Laun eru samkvæmt gildandi kjara- samningum Þroskaþjálfafélags Íslands og Styrktarfélags vangefinna. Upplýsingar um félagið er hægt að nálg- ast á heimasíðu þess: www.styrktarfelag.is. Snæfellsbær Aðstoðarskólastjóri óskast við Grunnskóla Snæfellsbæjar Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýsameinaður skóli með um 300 nemendur og tekur til starfa haustið 2004. Skólinn er aldursskiptur, með tvær starfsstöðv- ar. Annars vegar yngri deild á Hellissandi með 1.—4. bekk og hins vegar eldri deild í Ólafsvík með 5.—10. bekk. Starfið er nýtt og felst ekki síst í því að aðstoða nýráðinn skólastjóra við að móta skólastarfið í nýju umhverfi og er því spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Gerð er krafa um kennaramenntun. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Æskilegt er að nýr aðstoðarskólastjóri geti hafið störf sem fyrst, en þó eigi síðar en 1. júní 2004. Nánari upplýsingar fást hjá Óskari H. Óskars- syni, formanni skólanefndar, í símum 436 1107 eða 868 2547. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni og öðru því, sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 11. mars 2004. Skriflegum umsóknum ber að skila til Óskars H. Óskarssonar, formanns skóla- nefndar, Lindarholti 8, 355 Ólafsvík. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjök- ul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri eru þéttbýliskjarnarnir Hellissandur og Ólafsvík í aðeins tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi, þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.