Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 7

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 B 7 „ÞAÐ er bara eitthvað við þessa bikarleiki, þegar maður kemur í toppleik þá sýnir maður sínar bestu hliðar,“ sagði Hafþór Einarsson, markvörður KA, sem átti stórleik í marki KA, varði 23 skot, og reynd- ist Fram-liðinu svo sannarlega einkar óþægur ljár í þúfu. „Við lékum frábæra vörn og þar af leiðandi var markvarslan góð. Þá var sóknarleikurinn eins og best verður á kosið. Þegar þetta kemur saman þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði Hafþór sem nú varð bikarmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki eins og svo margir leikmenn KA-liðsins. „Það var alveg á hreinu að frá fyrstu mínútu voru við staðráðnir í að vinna. Undirbúningur okkar var góður. Við komum suður í gær [föstudag] og stilltum þá endanlega saman alla okkar strengi, vorum með allt á hreinu fyrir leikinn. Það sýndi sig þegar á hólminn var kom- ið, allir þekktu sín hlutverk, stíg- andinn var góður og við hreinlega keyrðum yfir Fram-liðið,“ sagði Hafþór sem ekki vildi gera mikið úr því að hann hefði lagst yfir upp- tökur af Fram-liðinu fyrir leikinn, og spáð í hvar og hvernig leikmenn köstuðu á markið. „Þetta var hefð- bundið hjá mér og Hansa fyrir leik- inn [Hans Hreinssyni varamark- verði]. Við vorum staðráðnir í því allir sem einn að vinna. Menn komast ekki oft á ferlinum í þennan stærsta leik leiktíðarinnar.“ Vorum staðráðnir í því allir sem einn að vinna „ÉG og Valdi [Þorvaldur Þor- valdsson] erum þeir einu sem voru í liðinu síðast þegar KA lék til úrslita í bikarnum gegn Hauk- um fyrir sjö árum. Enda er það ekkert skrýtið að Valdi er kall- aður afi innan hópsins og ég langafi,“ sagði Sævar Árnason, hinn þrautreyndi leikmaður KA, sem fagnaði sigri í fyrsta sinn í bikarkeppninni á laugardaginn eftir að hafa lengi spilað með lið- inu. Sævar miðlaði af reynslu sinni í síðari hálfleik þegar hann kom til leiks þegar Framarar tóku tvo leikmenn KA úr umferð í sókninni. Þá fór Sævar á kostum, lék félaga sína uppi og skoraði auk þess mikilvæg mörk. „Þetta var það eina sem ég átti eftir að vinna með KA, en hvort það er merki um að nú geti ég hætt skal ég ekki um segja. Ég lofaði því reyndar fyrir tveimur árum að ég myndihætta, en stóð ekki við það. Hvað gerist í vor ætla ég ekki að fullyrða neitt um á þessari sigurstund,“ segir Sæv- ar sem var afar ánægður með leikinn í heild. „Við hefðum getað haft stærra forskot í hálfleik, en þegar kom fram í síðari hálfleik þá lék aldrei vafi á hvort liðið var sterkara. Þótt við séum frægir fyrir að missa niður gott forskot þá féllum við ekki í þá gryfju að þessu sinni heldur héldum haus allt til leiks- loka. Við vorum svo vel einbeittir í því markmiði okkar að vinna þennan blessaðan bikar,“ sagði Sævar sem vildi einnig þakka stuðningsmönnum KA kærlega fyrir ómetanlegan stuðning. Vorum geysi- lega einbeittir  AÐEINS tveir leikmenn KA voru í liði félagsins sem lék síðast þegar það spilaði úrslitaleik í bikarkeppn- inni, gegn Haukum 1997. Þetta eru Sævar Árnason og Þorvaldur Þor- valdsson. Þá var Atli Hilmarsson, faðir Arnórs Atlasonar, þjálfari KA. Atli sat á meðal stuðningsmanna KA að þessu sinni og hvatti son sinn og félaga hans til dáða.  KA tapaði fyrrgreindum leik við Hauka, en árið áður vann KA Víking og var Þorvaldur einnig í liði KA og var hann því eini leikmaður liðsins sem lék á laugardaginn sem hafði orðið bikarmeistari með liðinu í meistaraflokki.  EGIDIJUS Petkevicius, mark- vörður Fram, meiddist á ökkla hægri fótar á 48. mínútu úrslitaleiksins, en þá var staðan 22:17, fyrir Fram. Pet- kevicius kom til leiks á ný undir leikslok en var greinilega ekki orð- inn góður í ökklanum og fór skömmu síðar af leikvelli á ný, skipti við Sig- urjón Þórðarson, varamarkvörð.  PETKEVICIUS lék á síðustu leik- tíð með KA en flutti suður á síðasta sumri. Þegar hann fór meiddur af leikvelli komu margir gamlir félagar hans hjá KA og hvöttu hann til dáða og sýndu af sér íþróttamannslega framkomu.  KA-menn fengu hlýjar mótttökur við komuna til Akureyrar á laugar- dagskvöld. Þó nokkur fjöldi var mættur á flugvöllinn til að hylla meistarana. FÓLK það okkur enn frekar að Hafþór varði eins og berserkur í markinu. Þá má heldur ekki gleyma því að Ing- ólfur [Axelsson] og Sævar [Árnason] komu ferskir til leiks þegar á leið síðari hálfleik og skoruðu mikilvæg mörk. Við þekkjum það vel að fara í gegnum úrslitaleiki, vitum hvernig það er að vinna þá og eins hvernig það er að tapa þeim. Viljinn var fyrir hendi hjá okkur að þessu sinni og þegar við bættist frábær stuðningur reyndist þetta vera auðveldur sigur. Þá má heldur ekki gleyma því að reynslan úr þessum leik getur nýst okkur vel í vor því við ætlum okkur að komast alla leið í úrslitin um Íslandsbikarinn. Eftir þennan sigur er ekkert annað uppi á borðinu en halda áfram að leika eins við vorum að gera að þessu sinni og ljúka þannig Íslandsmótinu,“ sagði ákveðinn fyrirliði KA, Jónatan Magnússon. kkur meira Morgunblaðið/Þorkell Bikarmeistarar KA fagna eftir sigurinn á Fram. ði KA, sækir að marki Fram. Munurinn lá að mínu mati í þvíað sóknarleikur okkar var óyfirvegaður. Fyrir leikinn vorum við búnir að fara mjög vel yfir það, hvernig við ætluð- um að leika en þeg- ar á hólminn var komið tókst það ekki. Strax frá fyrstu mínútu tóku leikmenn mínir óyfirveguð og illa ígrunduð skot. Því héldum við áfram nær allan leikinn og þar með færðum við leikmönnum KA boltann á ódýran hátt og var að sjálfsögðu refsað fyrir. KA-menn voru klárlega betur undir leikinn búnir en við og það er leiðinlegt að enda keppnina með þessum hætti eftir að hafa átt frá- bæra leiki í keppninni fram að úr- slitaleiknum,“ sagði Heimir. Ætlaðir þú að halda hraðanum niðri? „Nei, við ætluðum það ekkert frekar. Það er ekki svo mikill hraði í KA-liðinu ef vörnin nær að stilla sér upp gegn því. Þá gengur leikur þess út á að stimpla fram og til baka og freista þess að koma bolt- anum inn á línuna á Andrius Stelmokas. Síðan rífa Arnór [Atla- son] og fleiri sig upp þess á milli. Vorum ekki tilbúnir Því miður var meinið fyrst og fremst það að við vorum ekki til- búnir í þennan leik, það er þunga- miðjan að mínu mati, í því lá mun- urinn á liðunum fyrst og fremst. Það virtist vera sem einhverjir af mínum mönnum hafi ekki haft trú á að þeir gætu unnið. Okkur tókst stundum að minnka muninn í eitt mark en um leið og við misstum KA-liðið þremur til fjórum mörk- um framúr okkur þá hættu menn mínir, sumir lögðu hreinlega árar í bát og KA-menn gengu á lagið. KA-liðið var í allt öðrum gír en við og því verðugur sigurvegari og bikarmeistari að þessu sinni. Það er mikill misskilningur hjá mönnum ef þeir halda að þeir geti mætt í bikarúrslitaleik og hvílt sig síðasta korterið af leiktímanum. Það gerðist því miður hjá okkur og það er hreinlega ömurlegt að horfa upp á það eiga sér stað,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, ekki ánægður með liðið Vorum ekki klárir í slaginn „ÉG vil í upphafi óska KA- mönnum til hamingju með sig- urinn. Þeir léku mjög vel á sama tíma og við lékum einstaklega illa,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, eftir að hafa tekið við silfurverðlaunapeningnum í leikslok á laugardag. Eftir Ívar Benediktsson Morgunblaðið/Golli Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með leik sinna drengja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.