Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 8
HANDKNATTLEIKUR
8 B MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA var rosalega erfiður og
spennandi leikur. Þetta var al-
vörubikarleikur þar sem bæði lið
koma jöfn til leiksins og það lið
sem sýnir meiri baráttu stendur
uppi sem sigurvegari. Það var ein-
mitt það sem við fengum í þessum
leik, baráttu og meiri baráttu. Við
vitum að í bikarúrslitaleikjum þarf
að leggja sig 110% fram og við
gerðum það í dag. Bæði lið gerðu
sig sek um mikið af mistökum í
dag en þegar upp var staðið gerð-
um við færri og það færði okkur
sigurinn. Það verður gaman að
koma heim til Eyja og fagna sigr-
inum,“ sagði Alla Gokorian, leik-
maður ÍBV og einn besti leik-
maður Íslandsmótsins nokkur
síðustu ár.
„Þetta
var erfitt“
Það var ljóst allt frá byrjun aðbæði lið komu með því hugar-
fari að sókn væri besta vörnin, þau
keyrðu upp hraðann
og voru fljót að ljúka
sóknum sínum.
Haukar náðu fljót-
lega forystunni og
höfðu mest þriggja marka forskot,
11:14, þegar um 7 mínútur voru til
hálfleiks. Þá tók Aðalsteinn Eyjólfs-
son, þjálfari ÍBV, leikhlé og stapp-
aði stálinu í lærisveina sína. Það
skilaði árangri því ÍBV skoraði 6
mörk gegn tveimur mörkum Hauka
og fóru inn í hálfleik með eins marks
forskot, 17:16.
Eyjastelpur voru ekkert á því að
gefa eftir forystu sína í seinni hálf-
leiknum, juku við hana smátt og
smátt, en náðu þó ekki meira en
fjögurra marka mun. Haukar sýndu
mikla baráttu og þegar þrjár mín-
útur voru til leiksloka náðu þær að
minnka muninn í eitt mark og allt
gat gerst. En leikmenn ÍBV eru
miklir reynsluboltar og hafa í vetur
verið að leggja drjúgt inn í reynslu-
bankann. Það á ekki síst við um þær
Öllu Gokorian og Önnu Yakovu og
það var ekki síst framlag þeirra sem
tryggði ÍBV 35:32 sigur.
Sómi fyrir íslenskan
kvennahandknattleik
„Ég hef ekki tekið þátt í mörgum
bikarúrslitaleikjum en þessi leikur
var hraður og skemmtilegur og
bæði lið spiluðu mjög vel. Mér
fannst Haukaliðið spila vel, það
voru margir einstaklingar sem stigu
upp í þeirra liði og þær eiga heiður
skilinn fyrir skemmtilegan leik.
Þetta var frábær leikur og mikill
sómi fyrir íslenskan kvennahand-
bolta,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV, í leikslok og var
kampakátur með sigurinn og stelp-
urnar sínar.
„Leikurinn spilaðist ekki eins og
við lögðum upp með. Það var of mik-
ill taugatitringur hjá okkur í byrjun,
við vorum að missa boltann og gerð-
um of marga tæknifeila. Við vorum
alltaf að leita að flóknu leiðinni í
stað þess að leita að þessu einfalda.
Þegar um 7 mínútur voru eftir af
fyrri hálfleiknum tók ég leikhlé og
fór yfir þessa hluti og við náðum að
leika ágætlega eftir það. Við fórum
reyndar illa með dauðafæri og víta-
köst í seinni hálfleik en við hefðum
auðveldlega getað sett 40 til 45
mörk í þessum leik, miðað við það
hvernig hann þróaðist.“
Hafði þátttaka ykkar í Evrópu-
keppninni í síðustu viku einhver
áhrif á undirbúning ykkar fyrir
þennan leik?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Mér fannst ósigurinn í bikarúrslit-
unum í fyrra eiginlega sitja meira í
leikmönnum en Evrópuleikirnir.
Stelpurnar voru að pressa sig óþarf-
lega mikið upp í stað þess að njóta
leiksins. Við fengum góða hvíld í
vikunni og náðum að vinna okkur
upp í þennan leik. Við eigum Hauka
í næsta leik, í Hafnarfirði á miðviku-
dag og þá verðum við að afsanna þá
kenningu að ef þú vinnur í bikar þá
tapar þú næsta leik í deild,“ sagði
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV.
Magnaðir leikmenn
í báðum liðum
Lið ÍBV er óumdeilanlega besta
kvennalið á Íslandi í dag og það má
mikið vera ef nokkru íslensku liði
tekst að stöðva sigurgöngu þess það
sem eftir er vetrar. Hvergi er veik-
an blett að sjá og leikmenn verða
samstilltari í hverjum leiknum sem
líður. Alla Gokorian, Anna Yakova
og Sylvia Strass bera leik liðsins
uppi og sýndu það enn og sönnuðu
að þar fara frábærir leikmenn, út-
sjónarsamir og klókir. Aðalsteinn
Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þeir
sem að liðinu koma, hafa náð að
stilla liðið saman sem eina heild og
búið til lið sem Vestmannaeyingar
geta sannarlega verið stoltir af.
Haukar áttu undir högg að sækja
í þessum leik, líkurnar voru ekki
með þeim enda mótherjarnir með
sterkasta móti. Það verður þó ekki
af Haukastúlkum tekið að þær léku
virkilega vel í leiknum. Ragnheiður
Guðmundsdóttir fyrirliði fór fyrir
stöllum sínum ásamt Ramuné Pek-
arskyté og liðið í heild sýndi mikinn
og sterkan karakter í gegnum allan
leikinn. Það vantaði aðeins örlítið
meiri reynslu til að þeim tækist að
stríða Eyjastúlkum enn meir undir
lok leiksins en þær geta sannarlega
gengið stoltar frá þessari viðureign
og líkt og sagt var um Eyjamenn
hér áður geta Hafnfirðingar verið
stoltir af stúlkunum sínum.
Eyjakonur náðu fram hefndum og tryggðu sér bikarinn í frábærum leik
„Taugatitringur
hjá okkur í byrjun“
VESTMANNAEYINGAR eiga
sterkasta kvennalið Íslands í
handknattleik um þessar mund-
ir. Öll tvímæli voru tekin af um
það í Laugardalshöll á laugar-
dag þegar ÍBV tók á móti Hauk-
um í úrslitaleik bikarkeppninnar
í handknattleik. Eyjastúlkur
unnu þá, 35:32, í bráðfjörugum
leik sem lengi verður í minnum
hafður fyrir hraða, spennu og
mikla skemmtun.
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Yakova átti mjög góðan leik og hér er eitt átta marka hennar gegn Haukum í fæðingu.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
STUÐNINGSMENN Hauka voru
áberandi á bikarúrslitaleiknum
gegn ÍBV á laugardag. Þeir hittust
á Ásvöllum kl. 10 um morguninn og
hituðu upp fyrir leikinn, æfðu bar-
áttusöngva og máluðu sig í framan í
Haukalitunum. Þaðan hélt hópur-
inn með strætisvagni í Laugardals-
höll.
STUÐNINGSMENN ÍBV létu
heldur ekki sitt eftir liggja fremur
en endranær þegar íþróttalið
þeirra komast í úrslit á stórmóti.
Eyjamenn komu með Herjólfi að
morgni laugardags og brottför ferj-
unnar frá Þorlákshöfn var frestað
til kl. 17 svo að stuðningsmenn
kæmust heim samdægurs.
ALLA Gokorian, leikmaður ÍBV,
fagnaði 32 ára afmæli sínu á laug-
ardag.
HEIÐURSGESTIR á leiknum
voru bæjarstjórar Hafnarfjarðar
og Vestmannaeyja, þeir Lúðvík
Geirsson og Bergur E. Ágústsson.
Þeir heilsuðu upp á leikmenn í
byrjun leiks ásamt Guðmundi
Ingvarssyni, formanni HSÍ, og
Steinþóri Skúlasyni, forstjóra SS.
HARPA Harðardóttir söng ís-
lenska þjóðsönginn fyrir úrslitaleik
kvenna og karla. Tókst henni það
ákaflega vel. Höfðu menn á orði að
sjaldan hefði þessi erfiði söngur
verið jafn fagurlega fluttur og í
Höllinni á laugardag.
STUÐNINGSMENN ÍBV gáfu út
veglega leikskrá í tilefni af bikarúr-
slitaleiknum þar sem leikmenn
voru kynntir og sagt frá ferð stelp-
anna til Frakklands í Evrópuleik.
ÍBV lagði FH og Stjörnuna á leið
sinni í úrslitaleikinn en Hauka-
stelpur sigruðu Fram og Gróttu/
KR.
FYRIR bikarúrslitaleikinn hafði
ÍBV aðeins tapað einum leik í vet-
ur, þ.e. í deild og bikar, en það var
gegn Val 24. september 2003.
RAGNHILDUR Guðmundsdóttir
og Björk Hauksdóttir, úr Haukum,
og þær Alla Gokorian og Sylvia
Strass fóru í lyfjapróf á vegum ÍSÍ
eftir bikarúrslitaleikinn.
ÍBV og Haukar höfðu mæst einu
sinni á Íslandsmótinu í vetur. ÍBV
fékk þá Hauka í heimsókn til Eyja
og hreinlega rúllaði þeim upp,
36:23. Liðin mætast að nýju í deild-
inni á Ásvöllum í Hafnarfirði á
miðvikudag.
KRISTINA Matuzeviciute, mark-
vörður Hauka, meiddist í hné í upp-
hitun en byrjaði þó leikinn. Hún
varði 4 skot á fyrstu 11 mínútum
leiksins en fékk þá slink á hnéð að
nýju og varð að fara af leikvelli.
Harpa Melsted, fyrrum fyrirliði
Hauka og sjúkraþjálfari þeirra,
sagði að hún hefði verið mjög kval-
in en það kæmi ekki í ljós fyrr en
eftir helgi hvað amaði að Kristinu.
FÓLK
„GRUNNURINN að þessum sigri er fyrst og fremst frá-
bær mannskapur og umgjörðin í kringum hópinn er al-
veg einstök. Mannskapurinn nærvel saman, þó við höf-
um kannski ekki sýnt það í þessum leik. Við lékum ekki
nógu vel í fyrri hálfleik en það skipti sköpum að við
náðum að komast yfir fyrir hálfleik og eftir það var
þetta engin spurning. En það verður ekki spurt hvern-
ig við lékum í þessum leik heldur hver sigraði. Við
lögðum upp með að keyra upp hraðann og halda áfram
að leika eins og við höfum verið að gera í vetur,“ sagði
Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV, við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Ekkert sem kom á óvart
„Það var ekkert í þeirra leik sem kom okkur á óvart,
við vitum alveg hvað þetta Haukalið getur og hraðinn í
leik þess kom okkur ekki á óvart. Við erum mjög sáttar
við að fara heim með bikarinn og við eigum ekki von á
öðru en það verði tekið vel á móti okkur á bakkanum
þegar við komum heim,“ sagði Elísa Sigurðardóttir,
Morgunblaðið/Þorkell
Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV.
„Grunnurinn frá-
bær mannskapur“
FJÖLDI fólks tók á móti nýkrýnd-
um bikarmeisturum á Básaskers-
bryggju í Eyjum þegar Herjólfur
lagðist við bryggju á laugardags-
kvöldið. Meistararnir fengu af-
hend blóm frá bæjarstjórn
Vestmannaeyja og flugeldum var
skotið á loft þeim til heiðurs. Að
því loknu var ÍBV-liðinu boðið í
mat á Mánabar og stóð sigurgleðin
langt fram eftir nóttu. Bergur
Ágústsson, bæjarstjóri í Eyjum,
flutti ræðu á sigurhátíð ÍBV-
liðsins og þar greindi hann frá því
að bærinn ætlaði að létta undir
bagga ásamt fyrirtækjum í bænum
vegna þátttöku liðsins í Evrópu-
keppninni.
Mikill fögn-
uður við kom-
una til Eyja