Morgunblaðið - 01.03.2004, Qupperneq 12
ÞÓRÐUR Guðjónsson lék síðasta
stundarfjórðunginn í liði Bochum
sem gerði markalaust jafntefli við
Hansa Rostock á heimavelli sínum í
þýsku Bundesligunni í knattpyrnu.
ÍVAR Ingimarsson lék allan leik-
inn fyrir Reading sem vann Shef-
field United, 2:1, í ensku 1. deildinni.
BJARNI Guðjónsson átti góðan
leik með Coventry sem sigraði
Derby, 2:0, í 1. deildinni. Síðara
mark Coventry kom eftir horn-
spyrnu Bjarna en hann þótti mjög
líflegur í leiknum og var maðurinn á
bakvið margar sóknir Coventry-liðs-
ins. Þá kom Bjarni sínum mönnum
til bjargar í síðari hálfleik þegar
hann bjargaði skoti leikmanns
Derby af marklínunni.
HEIÐAR Helguson tók út leik-
bann í liði Watford sem burstaði
Wimbledon, 4:0. Lárus Orri Sig-
urðsson var ekki í leikmannahópi
WBA sem tapaði óvænt á heimavelli
fyrir Rotherham.
BRYNJAR Björn Gunnarsson var
ekki í leikmannahópi Nottingham
Forest í leiknum við Bradford í
ensku 1. deildinni.
JÓHANNES Karl Guðjónsson var
ekki í leikmannahópi Úlfanna í falls-
lagnum gegn Leicester á Walker
Stadium í Leicester.
HELGI Sigurðsson lék ekki með
danska liðinu AGF sem gerði marka-
laust jafntefli við Krasnodar í æf-
ingaleik á Kýpur um helgina.
PÉTUR Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Körfuknattleikssam-
bandsins, var í Ungverjalandi um
helgina þar sem hann sat ráðstefnu
fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn í
körfuknattleik.
KRISTINN Ingi Valsson varð í 19.
sæti í risasvigi á FIS-móti í Oppdahl
í Noregi á laugardaginn. Hann fékk
75,65 FIS-stig fyrir árangurinn en
hann skíðaði brautina á 1.12,89.
EMMA Furuvik, skíðakona úr Ár-
manni, keppti í heimsbikarmóti í
Levi í Finnlandi um helgina. Í gær
varð hún í 36. sæti í fyrri ferðinni í
svigi og var þar með úr leik. Á laug-
ardaginn keppti hún einnig en náði
ekki að ljúka fyrri ferðinni.
FÓLK
GAIL Devers, hlaupadrottn-
ingin bandaríska, var í miklu
stuði á bandaríska meist-
aramótinu innanhúss um
helgina. Hún sigraði bæði í
60 metra hlaupi og 60 metra
grindahlaupi og varð þar
með fyrst bandarískra
kvenna til að sigra í báðum
greinunum á þessu móti.
Keppnin í 60 metrunum
var spennandi þar sem hún
og Torri Edwards komu
báðar í mark á 7,12 sek-
úndum, en Devers var úr-
skurðuð sigurvegari eftir að
menn höfðu legið yfir tölvu-
myndum af því þegar stúlk-
urnar fóru yfir endalínuna.
Maurice Greene komst í
úrslit 60 metra hlaups karla
á 6,61 sekúndu en mætti ekki
í úrslitahlaupið vegna smá-
vægilegrar tognunar. Þetta
nýtti Shawn Crawford sér
og vann á 6,47 sekúndum.
Allen Johnson hélt titl-
inum í 60 metra grinda-
hlaupi, vann auðveldlega á
7,44 sekúndum.
Devers í
stuði inn-
andyra
SKAGAMAÐURINN Jóhannes Þór
Harðarson skrifaði um helgina und-
ir þriggja ára samning við norska 1.
deildarliðið Start. Jóhannes hefur
verið í herbúðum Groningen í Hol-
landi frá árinu 2001 en hefur lítið
sem ekkert fengið að spreyta sig
með liðinu og var á síðustu leiktíð
leigður til hollenska 1. deildarliðsins
Veendam þar sem hann lék 12 leiki.
Að sögn Ólafs Garðarssonar, um-
boðsmanns knattspyrnumanna,
munaði litlu að Jóhannes færi til
Gautaborgar í Svíþjóð en þegar fé-
lagið endurheimti Niclas Alexand-
ersson frá Everton varð ekkert úr
því að Jóhannes færi til liðsins.
„Það var ekki létt að landa þess-
um samningi enda leikmaðurinn á
mála hjá toppliði í Hollandi þar sem
launin eru miklu hærri en við höfum
ráð á að greiða. En eftir tólf klukku-
stunda samningaviðræður tókst
okkur að ná saman og við væntum
góðs af honum í framtíðinni,“ sagði
Harald Andersson, framkvæmda-
stjóri Start, í samtali við norska
blaðið Fædrelandsvennen.
Start frá Kristianstad féll úr
norsku úrvalsdeildinni haustið 2002
en Guðjón Þórðarson tók við liðinu í
vonlausri stöðu og tókst ekki að
bjarga því frá falli.
Start fékk Jóhannes á frjálsri sölu
en hann átti fjóra mánuði eftir af
samningi sínum við Groningen.
„Ég er mjög ánægður með að
þessi mál skuli vera kominn á hreint
og nú fæ ég tækifæri í öðru landi til
koma mér af stað á nýjan leik,“
sagði Jóhannes við norska blaðið
Fædrelandsvennen.
Jóhannes Harðar-
son samdi við Start
STJÓRN Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins ákvað á fundi sínum
um helgina að afnema svokallað
gull- og silfurmörk frá og með
næstu leiktíð. Gamla reglan verð-
ur tekin aftur upp þannig að ef lið
standa enn jöfn eftir framleng-
ingu verður gripið til framleng-
ingar. Breytingar munu eiga sér
stað eftir Evrópumót landsliða í
Portúgal í sumar.
Þá ákvað FIFA að heimila að-
eins sex innáskiptingar í vin-
áttulandsleikjum en skiptingar
hafa undanfarin ár verið frjálsar
og hefur Sven Göran Eriksson,
landsliðsþjálfari Englendinga,
ásamt fleiri þjálfurum notað þær
óspart í leikjum enska landsliðs-
ins, mörgum til mikils ama.
Leikmenn verða áminntir ef
þeir fara úr keppnistreyjum sín-
um á meðan leik stendur og skipt-
ir þá engu máli þótt þeir séu að
fagna mörkum.
Ekki verður leyfilegt fyrir
þjálfara að vera í talstöðv-
arsambandi við leikmenn á meðan
leik stendur líkt og átti sér stað í
leik í belgísku deildinni á dög-
unum þegar þjálfari kom skila-
boðum til markvarðar síns með
þeim hætti.
Gull- og silfurmörk verða afnumin
Við vorum bara ekki vaknaðir ogþað er óhætt að segja að við
höfum vaknað upp við vondan
draum,“ sagði Hermann við Morg-
unblaðið eftir leikinn við Arsenal.
„Það var skelfilegt að lenda 2:0 und-
ir eftir tæplega fjögurra mínútna
leik en við sýndum karakter og með
smá heppni hefðum við getað stolið
stigi þegar Jonatan skaut í stöngina
undir lokin. Það er fullmikið af því
góða að gefa liði eins og Arsenal tvö
mörk í forskot og við blæddum ein-
faldlega fyrir það. Úr því sem kom-
ið var þá held ég að við getum verið
þokkalega sáttir við úrslitin. Manni
leist ekkert á blikuna þegar maður
sá á ljósatöflunni 2:0 og leikurinn
vart byrjaður en við náðum að lag-
færa leik okkar og þá sérstaklega í
síðari hálfleik og hleypa smá
spennu í leikinn. Það greip um sig
smá taugaveiklun hjá Arsenal undir
lokin en ég held að ég geti ekki sagt
annað en að Arsenal hafi átt sig-
urinn skilinn,“ sagði Hermann.
Hermann segir að enginn vafi
leiki á að Arsenal sé með besta liðið
á Bretlandseyjum og hann spáir því
að liðið hampi meistaratitlinum í
vor.
Spurður út í eigin frammistöðu
sagði Hermann: „Ég var tiltölulega
sáttur við minn leik en ég var ekki
alveg nógu sáttur við varnarleik
minn í aðdraganda fyrsta marksins
sem Pires skoraði. Ljungberg lék
þríhyrningsspil við Henry og ég var
ekki nægilega vel á verði. Að öðru
leyti fannst mér ég komast klakk-
laust frá leiknum. Það er mikil
hreyfing á leikmönnum Arsenal og
Henry er engum líkur og erfitt við
hann að eiga. Við höfum gefið eftir í
síðustu leikjum en það er enn mikið
eftir af mótinu og stefnan hjá okkur
er að ná fjórða sætinu sem gefur
sæti í Meistaradeildinni.
Það lítur allt út fyrir það að Ars-
enal vinni deildina og mér finnst af-
ar hæpið að liðið glutri niður níu
stiga forskoti. Ef ég ber toppliðin
saman þá leikur enginn vafi í mín-
um huga að Arsenal er með sterk-
asta liðið. Það segir sig sjálft að lið-
ið hefur enn ekki tapað leik á
meðan Manchester United og
Chelsea hafa bæði tapað fimm leikj-
um. Það hafa komið leikir inn á milli
sem Arsenal hefur ekkert verið að
leika neitt sérstaklega vel en samt
tekst liðinu alltaf að vinna. Það er
gífurlegt sjálfstraust í liðinu og það
virðist ekki koma að sök þótt ein-
hverjar breytingar séu gerðar á lið-
inu.“
Hermann Hreiðarsson eftir tap Charlton gegn Arsenal á Highbury
Gengur ekki að gefa
tvö mörk í forskot
HERMANN Hreiðarsson hafði í
nógu að snúast í vörn Charlton
sem tapaði fyrir Arsenal, 2:1, í
Highbury í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu. Hermann
stóð fyrir sínu í Lundúna-
slagnum og var með betri leik-
mönnum Charlton sem vissu
vart hvaðan á sig veðrið stóð í
upphafi leiks.
AP
Thierry Henry sækir að marki Charlton, þar sem Hermann Hreiðarsson er til varnar.
■ Arsenal færist/B4