Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 1
Hornsteinar
flautuverka
Kolbeinn Bjarnason og Geoffrey D.
Madge á Tíbrártónleikum | Listir 24
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Hólmarar í
sigurvímu
Án körfuboltans væri bæjarbragur
í Stykkishólmi annar | Íþróttir 44
Hilmir heim
með 11 Óskara
Hringadróttinssagan jafnaði
met Ben Hur og Titanic | Fólk 50
VARÐSKIPIÐ Ægir kom til Nes-
kaupstaðar í gær um kl. 13.30 að
beiðni lögregluyfirvalda í tengslum
við rannsókn lögreglunnar á lík-
fundinum í Neskaupstað hinn 11.
febrúar. Rannsökuð eru tildrög
þess að líki af 27 ára gömlum
Litháa, Vaidas Jucevicius, var sökkt
í sjóinn við netabryggjuna í Nes-
kaupstað.
Eitt af hlutverkum Landhelgis-
gæslunnar er að aðstoða við lög-
reglurannsóknir og leggja liðsmenn
Landhelgisgæslunnar nú fram að-
stoð vegna dýptarmælinga nærri
bryggjunni þar sem hinn látni
fannst. Leita kafarar, sem vera
munu um fjórir talsins, að hugs-
anlegum sönnunargögnum á af-
mörkuðu svæði þar í kring, á um 15-
20 m dýpi og í um 38 faðma frá
bryggjunni. Leitin bar ekki árang-
ur.
Rannsókn málsins miðar vel en
meðal þess sem leitað er að er
áhald, væntanlega hnífur, sem
stungið var í líkið en talið er að
áhaldið sé í sjónum nálægt bryggj-
unni.
Gæsluvarðhald yfir mönnunum
þremur, einum Litháa og tveimur
Íslendingum, sem grunaðir eru um
aðild að málinu, rennur út á morg-
un, miðvikudag. Ekki lá fyrir í gær
hvort til stæði að krefjast fyrir dómi
framlengingar á gæsluvarðhaldinu.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Kafarar Landhelgisgæsl-
unnar leita sönnunargagna
Gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu rennur út á morgun
ÁHRIF stóriðjuframkvæmda virð-
ast hafa verið mögnuð upp í huga
fólks langt umfram það sem staðist
getur þjóðhagslegan veruleika og
fjölmargir hafa tekið erlend lán,
m.a. til að fjármagna hlutabréfa-
kaup, í þeirri fullvissu að gengi
krónunnar haldist hátt á næstu ár-
um segja sérfræðingar KB banka.
Þannig verður hlutabréfamarkaður-
inn til þess að hækka gengi krón-
unnar en sú spurning er hins vegar
orðin mjög áleitin hvort sú stund sé
ekki í nánd að væntingarnar muni
rekast á raunveruleikann þegar nú-
verandi hækkunarhrina á hluta-
bréfamarkaðinum er á enda. Það
gæti þýtt að fjármagnsstraumar til
landsins þornuðu og gengi krónunn-
ar lækkaði snögglega um leið og
hlutabréfaverð færi að lækka.
Þetta kemur fram í Hálffimm
fréttum KB banka en þar er bent á
að sterk tengsl séu á milli verðþró-
unar á hlutabréfamarkaði og er-
lendrar lántöku sem aftur hafi áhrif
á gengi krónunnar. Lækki hlutabréf
í verði dragi stórlega úr erlendri
lántöku og innstreymi fjár sem aftur
geti þýtt að gengi krónunnar falli
snögglega.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbanka Íslands, telur tækifæri
til mikilla verðhækkana á hluta-
bréfamarkaði vera takmörkuð en
álítur heldur ekki vera hættu á mik-
illi verðlækkun.
„Mér sýnist þeir [sérfræðingar
KB banka] heldur svartsýnir. Ég á
ekki von á því að sú hringrás mynd-
ist sem þeir lýsa,“ segir Sigurjón.
Hann segir mikið innflæði fjár-
magns stafa af því að íslenskt at-
vinnulíf hafi gripið tækifærið og
skuldsett sig í erlendum myntum
frekar en krónunni, ljóst sé að auk-
ið peningaframboð hafi haft ein-
hver áhrif á eignaverð í landinu en
segir of djúpt í árinni tekið að það
skapi hættu á einhvers konar hruni.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segist geta tekið undir
með greiningardeild KB banka um
tengsl aukinnar erlendrar lántöku
og hækkunar á hlutabréfamarkaði.
„Undanfarna mánaði hefur nokkuð
borið á skuldsettum hlutabréfa-
kaupum í skráðum félögum á mark-
aði og uppkaupum á félögum til af-
skráningar sem fjármögnuð eru
með erlendum lánum. Því eru tölu-
verðar líkur á lækkun á gengi krón-
unnar samhliða lækkun á hluta-
bréfamarkaði, þar sem tengslin
virka að sjálfsögðu í báðar áttir,“
segir Bjarni.
Snögg lækkun krónu ef
hlutabréf falla í verði
KB banki bendir á sterk tengsl er-
lendra lána og verðs á hlutabréfum
KB banki/11
Konum í stjórn-
unarstöðum
hættara við
áfengisvanda
KONUM í stjórnunarstöðum er
hættara við áfengisvanda en þeim
sem lægra eru settar, að því er nið-
urstöður rann-
sóknar er gerð
var í University
College í London
benda til. Greint
er frá þessu á
fréttavef breska
ríkisútvarpsins,
BBC.
Ennfremur
bendir rann-
sóknin til að konur í stjórn-
unarstöðum séu líklegri en karlar í
sambærilegum stöðum til að snúa
sér að flöskunni. Talið er að streit-
an sem fylgi því að keppa um yf-
irmannastöður við karlmenn sé að
nokkru leyti orsökin fyrir þessu.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar,
sem birtar eru í tímaritinu
Occupational Environmental Med-
icine, kemur aftur á móti fram, að
meðal karlmanna er tíðni áfengis-
vanda jafnhá meðal yfir- og undir-
manna. Um átta þúsund opinberir
starfsmenn í Bretlandi tóku þátt í
rannsókninni.
Jenny Head, lektor í faraldsfræði
og lýðheilsu við University College,
stjórnaði rannsókninni, og telur
hún að ástæðu þess hvernig málum
er komið kunni að mega rekja til
þeirra hafta sem konur reki sig á
þegar þær reyni að vinna sig til
æðstu metorða. „Þeim sem finnst
þeir leggja sig fram en finnst þeir
ekki hljóta umbun er hættara við að
lenda í vandræðum vegna áfeng-
isneyslu,“ sagði Head.
Leiðtogar uppreisnarmannanna áttu
fund með frammámönnum í stjórn-
arandstöðunni, og meðal þeirra sem
sátu fundinn voru Philippe og Evans
Paul, fyrrverandi borgarstjóri í
Port-au-Prince og einn helsti póli-
tíski andstæðingur Jeans Bertrands
Aristides forseta, sem flúinn er til
Afríku. Einnig var Louis-Jodel
Chamblain, sem er frammámaður í
uppreisnarliðinu og fyrrverandi for-
ingi í dauðasveitum, á fundinum.
Philippe sagði aðspurður að upp-
reisnarmennirnir hygðust einungis
tryggja öryggi hins nýja forseta
landsins, Boniface Alexandre, for-
seta hæstaréttar, sem samkvæmt
stjórnarskrá tók við forsetavaldinu
þegar Aristide fór úr landi.
Bandarískir landgönguliðar tóku
sér stöðu við forsetahöllina í Port-
au-Prince í gær, en bandarískir og
franskir hermenn komu til Haítí á
sunnudag og hafa síðan haft varð-
stöðu á flugvelli höfuðborgarinnar.
Philippe fagnaði komu þeirra. Yfir-
maður bandarísku landgönguliðanna
sagði Haítíbúa hafa tekið liðinu vel.
Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær
að ekkert væri hæft í fregnum þess
efnis að bandarískir hermenn hefðu
flutt Aristide nauðugan viljugan úr
landi. Fyrrverandi formaður sam-
takanna Transafrica, sem starfa í
Washington, tjáði CNN að hann
hefði talað við Aristide í síma og
hefði forsetinn fyrrverandi sagt, að
um 20 bandarískir hermenn með al-
væpni hefðu neytt hann og fjöl-
skyldu hans um borð í flugvél á
sunnudaginn og flogið með hann til
Miðafríkulýðveldisins. Þar væri for-
setanum og fjölskyldu hans nú hald-
ið í litlu herbergi.
Uppreisnarliði
fagnað í höfuð-
borg Haítí
Bandaríkjamenn neita því að hafa
flutt Aristide nauðugan úr landi
ÞÚSUNDIR fagnandi Haítíbúa fylltu aðaltorgið í höfuðborg lands-
ins, Port-au-Prince, í gær og hylltu Guy Pilippe, leiðtoga uppreisnar-
manna er hann ók fyrir liði sínu inn í borgina. Hrópaði fólkið nafn
hans og haft var eftir einum borgarbúa: „Mér finnst Guð hafa frelsað
mig!“ Bandarískir hermenn tóku sér stöðu við forsetahöllina.
Port-au-Prince, Washington. AP, AFP.
Sagður hafa/14