Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERKFRÆÐI Í HR Háskólinn í Reykjavík stefnir að því að hefja kennslu í verkfræði haustið 2005. Undirbúningur er langt á veg kominn og væri hægt að taka inn 50 nemendur á fyrsta ári. Þá er á teikniborðinu að bjóða nám í kennslufræðum. Uppreisnarmenn funda Uppreisnarmenn og stjórnarand- stæðingar á Haítí áttu fund í höf- uðborginni, Port-au-Prince, í gær í kjölfar brotthvarfs forsetans, Jeans Bertrands Aristides, sem farinn er til Afríku. Bandaríkjastjórn neitar fregnum þess efnis að hún hafi látið flytja forsetan nauðugan úr landi. Hætta á gengislækkun KB banki segir hættu á geng- islækkun krónunnar ef hlutabréfa- verð lækkar. Þetta gerðist veturinn 1999–2000 og virðist aftur vera að gerast á þessum vetri þar sem verð- vísitala krónunnar hefur hækkað um 90% á einu ári samhliða hækkun á gengi krónunnar. Bent er á í Hálf- fimm fréttum KB banka í gær að sterk tengsl séu á milli verðþróunar á hlutabréfamarkaði og erlendrar lántöku þar sem miklar hækkanir á hlutabréfum leiði til aukinnar sókn- ar í lánsfé. Meiri áfengisvandi Konum í stjórnunarstöðum er hættara við áfengismisnotkun en lægra settum konum, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Einnig eru meiri líkur á að konur í yfirmannastöðum eigi við drykkju- vanda að etja en karlar í svipuðum stöðum. Kári kaupir í Norðurljósum Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur keypt 15% eignarhlut í Norður- ljósum, sem reka m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Eftir kaupin er Kári næststærsti hluthafi félagsins en Baugur Group er stærsti eignarað- ilinni og á rúm 28%. Skv. upplýs- ingum Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norðurljósa, keypti Kári allt óselt hlutafé félagsins. Dutroux fyrir rétt Réttarhöld hófust í Belgíu í gær yfir Marc Dutroux, sem sakaður er um að hafa rænt sex stúlkum, nauðgað þeim og myrt fjórar þeirra. Hann var handtekinn fyrir átta ár- um. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Viðskipti 12/13 Þjónusta 31 Úr verinu 13 Viðhorf 32 Erlent 14/16 Minningar 32/36 Minn staður 17 Kirkjustarf 39 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Kvikmyndir 48 Landið 22 Fólk 49/53 Daglegt líf 23 Bíó 50/53 Listir 24/25 Ljósvakar 54 Umræðan 26/27 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra boðar um- talsverða fjölgun í sérsveit lögreglunnar á næstu árum, eða úr 21 liðsmanni í 50. Einnig verður sér- sveitin gerð að stoðdeild undir forsjá ríkislög- reglustjóra og sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykjavík heyra héðan í frá undir embætti rík- islögreglustjóra. Björn Bjarnason tilkynnti efl- ingu sérsveitar lögreglunnar á blaðamannafundi í gær og sagði að breytingarnar væru gerðar vegna breyttra aðstæðna og vaxandi hörku í afbrotum. Eiga breytingarnar að stuðla að auknu öryggi lög- reglumanna og almennings alls. Ekki verða gerð- ar breytingar á vopnabúnaði sérsveitarinnar eða henni veittar auknar valdheimildir að sögn Björns. Mun sérsveitin starfa innan ramma núgildandi lögreglulaga. Þarf að vera búin undir hryðjuverkavarnir Breytingin felur í sér að frá og með 1. mars 2004 heyra 16 sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykja- vík undir embætti ríkislögreglustjóra. Þess vegna verður lögreglumönnum í Reykjavík fjölgað um tíu frá og með 1. júní nk. og má búast við að þær stöður verði auglýstar til umsóknar fljótlega. Björn sagði að meginkjarninn með breytingun- um væri sá að verið væri að efla löggæsluna í land- inu öllu. Áætlaður kostnaður á ári við rekstur sérsveit- arinnar með 50 lögreglumönnum nemur 250 millj- ónum króna. Björn sagði að lögreglan þyrfti að vera búin undir að sinna vörnum gegn m.a. hryðjuverkum. Þá þyrfti að bregðast við aukinni hörku í glæpastarfsemi í landinu. „Þetta endur- speglar að við teljum að við séum komin inn í nýtt umhverfi og við skilgreinum þau verkefni sem að lögreglunni snúa á annan veg en áður,“ sagði Björn og bætti við að ríkisstjórnin hefði fallist á þetta mat sitt. Sérsveitarmenn munu áfram sinna almennum lögreglustörfum samhliða þjálfun og sérsveitar- verkefnum. Þá munu þeir sinna sérstökum verk- efnum um land allt, s.s. að þjálfa aðra lögreglu- menn, flugvernd, siglingavernd og friðargæslu. Björn nefndi sem dæmi að von væri á tugum þúsunda farþega með skemmtiferðaskipum og siglingavernd sérsveitarinnar fælist m.a. í að tryggja öryggi slíkra skipa. „Við þurfum að búa þannig um hnútana að annarra þjóða menn hafi trú á því að við getum brugðist við þeim verk- efnum sem upp kunna að koma hér á landi sem annars staðar,“ sagði hann. Björn sagði stefnt að því að hluti sérsveitarinn- ar væri alltaf til taks á höfuðborgarsvæðinu fyr- irvaralaust. Sérsveitin mun hafa sérstakan vaktbíl til umráða og þurfi að senda sérsveitarmenn lengra en sem nemur einnar klukkustundar akstri verða þeir sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eða öðrum þyrlum sem eru til taks. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra boðar eflingu sérsveitar lögreglunnar Sérsveitarmönnum fjölgað úr 21 í 50 Morgunblaðið/Júlíus Sérsveit ríkislögreglustjóra við æfingar, en dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fjölga sér- sveitarmönnum úr 21 í 50 á næstu árum. UM 28.000 gestir heimsóttu sýninguna Matur 2004 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi um síðustu helgi eða 17% fleiri en heimsóttu sýninguna fyrir tveimur árum. Að sögn Dagmarar Haralds- dóttur sýningarstjóra tóku ná- lægt fjögur hundruð fyrirtæki þátt í sýningunni í ár og var sýningarsvæðið um 2.000 fer- metrum stærra en síðast eða sem svarar einni Laugardals- höll. Þá var sýningin í fyrsta sinn kynnt erlendis. Að sögn Dagmarar var allt umfang hennar stærra nú en fyrir tveimur árum og m.a. var Vín og drykkir 2004 haldin í fyrsta sinn innan hennar vébanda auk Veislunnar 2004. Að sögn Dagmarar voru sýnendur og gestir almennt mjög ánægðir með hvernig til tókst í ár og hafa mörg fyrirtæki þegar bókað sig á næstu sýningu, Matur 2006. 28.000 gestir á Matur 2004 ÞÓRÓLFUR Árnason borg- arstjóri lék fyrsta leiknum fyrir Júlíu Rós Hafþórsdóttur gegn Regínu Pokornu í Stórmóti Hróksins og Fjölnis sem hófst í Rimaskóla í gær. Mótið er at- skákmót með 25 mínútna um- hugsunartíma. Þátttakendur eru 103, þar af fimm erlendir og þrír íslenskir stórmeistarar. Þeir Helgi Árna- son, skólastjóri Rimaskóla, og Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, fylgdust með fyrsta leiknum af nákvæmni. Skákmótinu lýkur á morgun. Morgunblaðið/Ómar Stórmót Hróksins hafið SETJA þyrfti að lágmarki hálfan milljarð króna í íslenskt leikið efni á ári, umfram það sem nú er gert, ef standa ætti almennilega að íslenskri kvikmyndagerð. Þetta kom fram í máli Rúnars Gunnarssonar, dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, á fundi Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) sem haldinn var á Jóni forseta í gærkvöldi. Þar var m.a. rætt um kaup Sjónvarpsins á heimildar- myndum og öðru kvikmyndaefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Á fundinum komu fram margar spurningar til Bjarna Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Sjón- varpsins og Rúnars Gunnarssonar. Í máli þeirra kom fram að fjármagn sem veitt er til kaupa á heimildar- og stuttmyndum hefði aukist jafnt og þétt undanfarin ár og væri að með- altali 110 milljónir króna á ári. Rún- ar sagði stökk hafa orðið í fjárveit- ingum til sjálfstæðra framleiðenda árið 1997 og þróunin hefði verið stöð- ugt upp á við síðan. Þá sagði hann vissulega keppandi að því að auka hlut innlends efnis, enda uppskæru nágrannaþjóðir okkar góðan árang- ur á því sviði, t.d. með þáttum eins og Nikolaj og Julie og Taxi. Hann bætti því við að hlutur innlends efnis í dag- skrá Sjónvarpsins hefði aukist til muna milli ára, eða um 36% á milli 2002 og 2003. Rúnar sagði ennfremur að nokkuð föst fjárhæð væri veitt í þá fram- leiðslu sem ætti sér stað innan Sjón- varpsins. Ef fjárveiting myndi aukast, t.d. með hækkun afnota- gjalda, myndi stærstur hluti aukinna útgjalda hjá innlendri dagskrárdeild fara til sjálfstæðra framleiðenda. Auka þarf fjármagn til kvikmyndagerðar Morgunblaðið/Svavar Björn Brynjúlfur Björnsson stýrði umræðum en Bjarni Guðmundsson og Rúnar Gunnarsson svöruðu fyrirspurnum kvikmyndagerðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.