Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Síðustu sætin til Prag þann 15. mars.
Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1.
Kynnstu þessari yndisfögru borg á besta
tíma ársins þegar vorið er að byrja. Þú
bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin
og að auki getur þú valið um úrval
hótela, þriggja og fjögurra stjarna og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 19.950
Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300.
Skattar kr. 3.650.
Alm. verð kr. 20.950.
Glæsileg hótel í hjarta Prag í boði.
2 fyrir 1 til
Prag
15. mars
frá kr. 19.950
AÐILDARSAMTÖK ASÍ hafa lagt
fram kröfur á hendur stjórnvöldum
og atvinnurekendum um jöfnun líf-
eyrisréttinda í tengslum við gerð
næstu kjarasamninga. Unnin hefur
verið ítarleg úttekt á vettvangi ASÍ á
vanda lífeyriskerfisins og hvaða leið-
ir séu færar til að jafna lífeyrisrétt-
indin. Voru þessi mál m.a. til um-
ræðu á fundi forystumanna
hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinn-
ar sl. laugardag.
Iðgjöld þurfa að hækka um 2%
til að réttindi haldist óbreytt
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er það mat ASÍ að iðgjöld
verði að hækka um allt að 2%, ein-
ungis til þess að halda núverandi
réttindum lífeyriskerfisins óbreytt-
um þegar til lengri tíma er litið.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
er m.a. lagt til í greinargerð sam-
bandsins að framlög atvinnurekenda
til sjóðanna verði aukin í 8% á móti
skerða ekki áunnna stigaeign hjá
neinum sjóðsfélaga. Að mati ASÍ er
einnig óhjákvæmilegt að hækka ið-
gjöld lífeyrissjóðanna á næstu árum
og er lögð fram sú hugmynd að
samningsaðilar endurskoði sam-
komulag sitt frá 13. desember 2001 í
þá veru, að 1% skylduframlag at-
vinnurekenda í séreignasjóð færist
yfir í samtryggingu, sem sjöunda
prósentið af framlagi þeirra, og jafn-
framt yrði mótframlag þeirra í
viðbótarlífeyrissparnað hækkað aft-
ur í 2% hjá þeim sem velja að spara.
Talið er að launakostnaðaráhrif
þessarar aðgerðar yrðu 0,5–0,7% eft-
ir því hversu stór hluti launamanna
hefur valið að greiða viðbótariðgjald
í séreignasjóð. Þessu til viðbótar er
lagt til að framlag atvinnureknda
hækki um 0,25% á ári í fjögur ár á ár-
unum 2005 til 2008 eða samtals um
1%. Þar með yrði mótframlag at-
vinnurekenda 8% á móti 4% framlagi
launafólks.
ASÍ telur hækkun lífeyrisiðgjalda nauðsynlega og leggur fram tillögur til jöfnunar lífeyrisréttinda
Ríkið leggi afrakstur einka-
væðingar inn í lífeyrissjóðina
Framlag atvinnurekenda hækki í 8%
á móti 4% framlagi launafólks
4% framlagi launafólks og að ríkið
axli ábyrgð á kostnaði við örorku-
byrði lífeyrissjóðanna almennum
vinnumarkaði. Er kostnaður ríkisins
vegna þessa talinn gera numið 3,2
milljörðum kr. brúttó ef tekið er mið
af útgjöldum sjóðanna árið 2002, en á
móti er talið að skatttekjur ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga myndu aukast
við slíka breytingu, auk þess sem
skerðing yrði á tekjutryggingu
Tryggingastofnunar með auknum
greiðslum frá lífeyrissjóðum í eftir-
laun.
Þá er lagt til að ríkið leggi eignir
inn í almennu lífeyrissjóðina. Talið
er að ná mætti verulegum árangri í
jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna
ef ríkið legði afrakstur einkavæðing-
ar t.d. Landssímans inn í lífeyris-
sjóðina til þess að skapa grundvöll
fyrir auknum lífeyrisréttindum án
þess að til skattahækkunar þurfi að
koma.
Með þessari aðgerð er talið að
sjóðunum yrði gert auðveldara að
rétta upp halla sem leiða muni af
breyttri aldurssamsetningu þjóðar-
innar og lengri meðalævi.
Breyta þarf ávinnslukerfi
lífeyrisréttinda
Að mati ASÍ er óhjákvæmilegt að
stefna að því að breyta ávinnslukerfi
lífeyrisréttina þannig að farið yrði
frá jöfnu ávinnslukerfi yfir í aldurs-
tengt ávinnslukerfi, þar sem núver-
andi stigaeign einstakra sjóðsfélaga
yrði endurreiknuð. Lögð er þó
áhersla á að ekki megi bakka frá
þeirri kynslóðasátt sem náðist fyrir
35 árum og gæta verði þess að
SAMNINGANEFNDIR Verzl-
unarmannafélags Reykjavík-
ur og Landssambands ís-
lensks verslunarfólks hafa
vísað kjaradeilu sinni við
Samtök atvinnulífsins til rík-
issáttasemjara.
Í frétt á vefsíðu VR kemur
fram að þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir hafi ekki tekist að
fá samningafund með fulltrú-
um SA og því verið gripið til
þessa ráðs. Samkvæmt viðræ-
ðuáætlun ætti samningagerð
nú að vera lokið.
Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA, gerir ráð
fyrir að hafnar verði við-
ræður við verslunarmenn og
fleiri hópa á næstu dögum en
hann segir það jafnframt for-
gangsmál að reyna að ljúka
samningum við Flóa-
bandalagið og Starfsgreina-
sambandið.
Kjaradeilu
verslunar-
manna vísað til
sáttasemjara
AÐALSAMNINGANEFNDIR
Samtaka atvinnulífsins, Starfs-
greinasambandsins og Flóabanda-
lagsfélaganna komu saman hjá rík-
issáttasemjara eftir hádegi í gær. Á
fundinum átti að leita leiða til sam-
komulags um almennar launahækk-
anir næstu samninga, lífeyrismál
o.fl., en ákveðið var síðdegis að
fresta frekari viðræðum til kl. 10 á
föstudaginn. Í ljós kom að mikið ber
í milli krafna verkalýðsfélaganna um
almennar launahækkanir og þeirra
hugmynda sem atvinnurekendur
settu fram. Forsvarsmenn deiluaðila
leggja þó áherslu á að ekki hafi
slitnað upp úr viðræðunum, heldur
ætli menn að nota næstu daga til að
meta stöðuna með sínu fólki.
Erfitt að ná saman lokatölum
„Þetta endurspeglar þá stöðu að
það er erfitt að ná saman lokatöl-
unum í samningnum,“ segir Ari Ed-
wald, framkvæmdastjóri SA. „Ég tel
að það væru nú ýkjur að segja að
himin og haf beri á milli en það er
ljóst að það verður erfitt að ná þessu
á lokapunkt svo flestum líki.“
Ari segir alla gera sér grein fyrir
að SA hafi lagt alla áherslu á að
kostnaðarhækkanir í samningunum
þyrftu að vera sambærilegar fyrir
íslenskt atvinnulíf og gilda í sam-
keppnislöndunum. „Það er ekki þar
með sagt að slíkur árangur náist í
einu vetfangi. Við höfum verið að
feta okkur í þá átt en ef við lítum sex
til sjö ár aftur í tímann hafa kostn-
aðarhækkanir verið tvöfaldar sam-
anborið við viðskiptalönd okkar og
við getum að sjálfsögðu ekki haldið
áfram á þeirri braut. Prósentu-
hækkanir samninga hafa þó farið
lækkandi og við hljótum að halda
áfram á þeirri braut að ná launa-
breytingataktinum niður í áttina að
því sem er í okkar umhverfi,“ sagði
hann.
Meta stöðuna og leggja á ráðin
„Við tókum þá ákvörðun að taka
hlé og fara yfir stöðuna í okkar bak-
landi og meta framhaldið með fé-
lögum okkar,“ segir Sigurður
Bessason, formaður Eflingar-stétt-
arfélags.
Hann segir ljóst að hlé sé gert á
viðræðum nú þar sem það beri í milli
aðila og menn þurfum að reyna að
átta sig á hvar lendingin geti orðið.
Sigurður segir að á þessari stundu
sé mikilvægt að gefa stjórnvöldum
tækifæri til leggja fram tillögur sín-
ar varðandi lífeyrismál og atvinnu-
leysisbætur.
„Við höfum átt samtöl við ríkis-
stjórnina og erum raunverulega að
kalla eftir ákveðinni aðkomu hennar
að málum sem snúa að lífeyrissjóð-
um og atvinnuleysistryggingunum.
[...] Það er alveg ljóst að þeirra út-
spil getur skipt verulegu máli um
hvernig tekst til að leysa þessa
samninga.“
Ekki er komið að þeim tímapunkti
í kjaradeilunni að einstök félög fari
að undirbúa atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðanir. ,„Ég tel að á þessu
stigi séum við ekki staddir á þeirri
vegferð, heldur ætlum við að fara í
gegnum það með félögum okkar
hvernig haldið verður á málum í
framhaldinu en auðvitað ræðst það
af viðræðum helgarinnar hvert
framhaldið verður,“ segir hann.
Mikið ber í milli
í kjaradeilunni
FYRIRTÆKIÐ Kraftvélar í Kópa-
vogi bauð leikskólabörnum í
heimsókn og skemmtu þau litlu
sér við að skoða tröllvaxnar
vinnuvélar fyrirtækisins. Þau
fengu ekki aðeins að standa í
skóflunni, sem er heljarstór,
heldur fengi þau hugrökkustu
einnig að setjast undir stýri. Eins
og gefur að skilja var þó lítið ek-
ið um á vinnuvélunum en frjótt
ímyndunarafl er reyndar það
eina sem til þarf þegar maður er
tæpur metri á hæð.
Morgunblaðið/Sverrir
Lítil börn
í stórri
skóflu
FYRIRTÆKIÐ Nesbú – egg, sem er
í eigu KB banka, hefur yfirtekið
rekstur Nesbúsins, en búið er annar
stærsti eggjaframleiðandi landsins.
Nesbúið var í eigu Svínabúsins í
Brautarholti, en það félag var úr-
skurðað gjaldþrota í janúarmánuði og
rekur fyrirtækið Braut ehf., dóttur-
fyrirtæki KB banka, svínabúið í dag.
Eigendur Svínabúsins í Brautar-
holti keyptu Nesbúið vorið 1999 og
fjárfestu árið eftir í sérhæfðri eggja-
vinnsluvél. Þó að rekstur fyrirtækis-
ins hafi gengið sæmilega að undan-
förnu hefur mikil skuldsetning valdið
félaginu erfiðleikum. Auk þess varð
fyrirtækið fyrir fjárhagstapi þegar
kjúklingaframleiðandinn Móar og
Svínabúið í Brautarholti urðu gjald-
þrota.
Í árslok 2002 námu heildarskuldir
Nesbúsins 735 milljónum króna.
Félag í eigu KB banka
yfirtekur Nesbúið