Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Málþing um meðferð
Meðferðar-
hugtakið krufið
Næsta föstudagheldur FÍUMmálþing þar sem
hugtakið meðferð verður
krufið frá ýmsum hliðum.
Morgunblaðið ræddi við
Drífu Kristjánsdóttur á
Meðferðarheimilinu
Torfastöðum í tilefni
þessa.
– Segðu okkur fyrst frá
Meðferðarheimilinu
Torfastöðum …
„Fyrir 25 árum gerðum
við ríkinu tilboð um að
reka meðferðarheimili
fyrir sex ungmenni. Til-
boðinu var strax tekið en
við nutum mikils trausts
þar sem við höfðum unnið
á Unglingaheimili ríkisins
í mörg ár og vorum orðin
þjálfuð í meðferðarvinnu
fyrir unglinga. Þá þurfti
að finna meðferðarheim-
ilinu stað en áhugi Ólafs á
búskap beindi sjónum okkar í
sveitina. Útgangspunkturinn var
að vera ekki langt frá Reykjavík
enda lögðum við vinnuna strax
upp þannig að samstarf við for-
eldra yrði að vera mikið. Þá
skipti máli að fólk kæmist auð-
veldlega til okkar. Í lok maí vor-
um við komin á fullt skrið, tók-
um á leigu jörð í Fljótshlíðinni,
rákum þar stórbú, meðferðar-
heimili og skóla fyrir skjólstæð-
inga okkar. Við fengum strax
fjögur ungmenni og innan
tveggja mánaða voru öll pláss
orðin fullskipuð. Síðan hefur allt-
af verið fullt hjá okkur. Fjórum
árum síðar flutti meðferðarheim-
ilið á Torfastaði í Biskupstung-
um og hefur verið starfrækt þar
síðan. Skólastarfið hjá okkur er
mjög mikilvægt en menntun
barnanna hefur farið forgörðum
vegna erfiðleika sem verið hafa í
lífi þeirra. Áhugi okkar Ólafs á
hestamennsku hefur farið stöð-
ugt vaxandi og hana notum við
mikið og markvisst í meðferð-
arvinnunni. Lifandi svörun hest-
anna á börnin er mjög dýrmæt,
þau fá nýja aðferð við að njóta
lífsins, við ferðumst mikið á
hestum um svæði sem þau hafa
aldrei komið á, kennum flotta
reiðmennsku, látum þau taka
þátt í keppni. Þannig vaxa þau
mjög í verkefnum með hestana.
Virðing er útgangspunktur í
meðferðarvinnunni, virðing fyrir
börnunum, virðing þeirra fyrir
fullorðnum og að þau læri að
virða hvert annað um leið og
sjálfsvirðing er efld.“
– Hvað hefur helst breyst á 25
árum?
„Hvað okkur varðar þá vorum
við eina einkarekna meðferðar-
heimilið til margra ára. Barna-
hjálp kom á fót heimili fyrir
yngri börn að okkar fyrirmynd á
Geldingalæk 1992. Meðferðar-
heimililið á Laugalandi var
stofnað vorið 1997 og Meðferð-
arheimilið á Hvítárbakka 1998.
Skjöldólfsstaðir voru einnig
stofnaðir af Barnaverndarstofu
en störfuðu stutt. Ár-
bót byrjaði öðruvísi en
við. Þau voru með fá
og veik börn í byrjun,
en nú er rekið þar og
á Bergi meðferðar-
heimili fyrir 10. Háholt í Skaga-
firði hefur verið rekið í ein fimm
ár.“
– Hvað hafið þið útskrifað
marga?
„Það hafa um 150 krakkar
dvalið á Torfastöðum. Við erum
langtímameðferðarheimili. Það
þýðir að vistunarsamningur er
gerður til eins árs í byrjun.
Áhersla okkar hefur verið að ná
árangri með vinnu okkar og
reynslan sýnir að árangur verð-
ur mun betri þegar til langs tíma
er litið ef við tökum þann tíma
sem börnin þurfa til að ná þeim
markmiðum sem við setjum okk-
ur.“
– Segðu okkur frá tilurð og til-
gangi málþingsins …
„Á föstudaginn næsta, hinn 5.
mars, kl. 9.30 ætlar FÍUM að
halda málþing á Hótel Borgar-
nesi. FÍUM er félagsskapur
starfsfólks sem vinnur í meðferð
með ungmenni. Yfirskrift mál-
þingsins er „Hvað gerir meðferð
að meðferð? og getur meðferð
verið verri en engin meðferð?“
Þegar við vorum að undirbúa
málþingið ákváðum við að efna
til umræðu um hvað meðferð-
arvinna væri. Þannig ætlum við
að skoða margs konar gerðir af
meðferðarvinnu með unglinga og
reyna að gera okkur grein fyrir
hvernig megi ná árangri með
mismunandi aðferðafræði og
meðferðaráhöldum. Jón Björns-
son er að skoða einkarekin með-
ferðarheimili Barnaverndarstofu
og ætlar að gefa okkur hlutdeild
í hugrenningum sínum í gegnum
þá vinnu. Páll Biering verður
með erindi sem hann kallar Með-
ferð og heimssýn, Hrefna Ólafs-
dóttir kynnir sína aðferðafræði í
fjölskyldumeðferð. Árni Magn-
ússon ráðherra ætlar að heiðra
okkur með nærveru sinni og
ávarpar þingið strax
eftir hádegi. Síðan
verða ýmsar kynning-
ar á mismunandi með-
ferðarvinnu sem unnin
er af mismunandi
meðferðarstöðum. Við fáum
spennandi erindi frá Foreldra-
húsi, BUGL, Hvítárbakka og
Torfastöðum. Allt áhugafólk um
uppeldi og velferð barna er vel-
komið á málþingið.“
Skráning þátttöku er á tölvu-
pósti thorunno@fel.rvk.is. Þátt-
tökugjald er 5.000 kr. fyrir utan-
félagsfólk en 3.000 kr. fyrir
félagsmenn í FÍUM.
Drífa Kristjánsdóttir
Drífa Kristjánsdóttir er fædd
og uppalin í Reykjavík, tók
próf frá Verslunarskólanum
1970 og kennarapróf 1973. Hóf
störf á Unglingaheimili ríkisins
sem var fyrsta íslenska með-
ferðarstofnunin fyrir ungmenni
þegar það var stofnað 1972. Er
gift Ólafi Einarssyni og eiga
þau þrjú börn, tvo stráka og
eina stelpu á aldrinum 18–25
ára. Þau stofnuðu Meðferð-
arheimilið Torfastöðum árið
1979.
Síðan hefur
alltaf verið
fullt hjá okkur
ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir við
átján hæða skrifstofubyggingu við
Smáratorg 3 í Kópavogi geti hafist í
sumar og að þeim verði lokið um mitt
ár 2006. Háhýsið verður rúmlega 12
þúsund fermetrar að flatarmáli. Jarð-
hæðin, sem hýsa á verslun og þjón-
ustu, er 4.000 fermetrar en af þeim
hafa 2.500 þegar verið leigðir út.
Meðalleiguverð á hvern fermetra á
efri hæðunum, skrifstofuhúsnæðinu,
er 1.200 krónur en meðalverð í versl-
unarhluta hússins er um 1.500 krónur
á hvern fermetra. Miðað er við að
húsnæðið sé leigt út tilbúið til innrétt-
inga. Hafist verður handa við bygg-
ingu hússins þegar meirihluti hús-
næðisins hefur verið leigður út.
Að sögn Magnúsar Gunnarssonar
hjá fasteignasölunni Valhöll, sem sér
um útleigu húsnæðisins, er nú þegar
töluverður áhugi fyrir húsnæðinu.
Hann segist telja að leiguverð á fer-
metra í háhýsinu sé afar hagstætt.
Áætlaður byggingartími hússins er
1,5–2 ár. Til tals hefur komið að hluti
skrifstofuhúsnæðisins verði nýttur
undir hótel.
Fram-
kvæmdir
hefjast í
sumar
Háhýsið við Smáratorg
Byggt við
Stuðla
ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja við
húsnæði Stuðla, Meðferðarmið-
stöðvar ríkisins fyrir unglinga. Nýja
viðbyggingin verður 188 m² að stærð
og á verkinu að vera að fullu lokið 1.
nóvember í haust.
Ríkiskaup fyrir hönd Fram-
kvæmdasýslu ríkisins og félagsmála-
ráðuneytisins hafa auglýst eftir til-
boðum í viðbyggingu og breytingar á
húsnæði Stuðla. Húsið sem núver-
andi starfsemi er í er einnar hæðar
steinsteypt bygging. Um leið og
samningur er kominn á getur verkið
hafist en því á að vera að fullu lokið 1.
nóvember, að því er fram kemur á
vef Ríkiskaupa.
♦♦♦