Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNTAMÁLARÁÐHERRA tel-
ur að sér beri skylda til að fara
gaumgæfilega yfir ákvörðun Há-
skóla Íslands um að kenna ekki
táknmálstúlkun frá næsta hausti af
sparnaðarástæðum og skoða hvort
og hvernig náminu verði komið fyr-
ir hvort sem það verði innan Há-
skólans eða á öðrum forsendum að
því er fram kom í svari við fyr-
irspurn Önnu Kristínar Gunnars-
dóttur, þingmanns Samfylkingar-
innar.
Anna Kristín sagði að komið
hefði fram í fjölmiðlum að mikill
skortur væri á táknmálstúlkum hér
á landi og að þörf fyrir þá væri að
aukast. Sagði hún að táknmálstúlk-
ar sinntu einkum í dag skóla- og
heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt væri
að þjónusta við heyrnarskert börn á
leikskólaaldri yrði aukin og bætt, en
með því móti væri þeim tryggð leið
til að taka þátt í skapandi leik og
starfi og að þroskast á eigin for-
sendum. Túlkun fyrir heyrnar-
skerta væri ein mikilvægasta
grunnforsenda þess að viðkomandi
einstaklingar njóti jafnréttis á við
aðra þegna landsins og jafnframt
forsenda þess að hæfni og hæfi-
leikar einstaklingsins geti nýst
þjóðfélaginu.
„Með boðuðum niðurskurði í Há-
skólanum er vegið að stöðu lítils
hóps sem þegar á undir högg að
sækja, auk þess sem nemendur sem
þegar hafa lagt á sig erfiði og tekið
á sig fjárskuldbindingar eru settir í
biðstöðu til hver veit hvað langs
tíma,“ sagði Anna Kristín.
Spurði hún menntamálaráðherra
hvort hún hygðist taka upp málið
við forsvarmenn Háskóla Íslands
eða láta við svo búið sitja átölulaust.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði að það
væri alveg rétt að heimspekideild
HÍ hefði tekið þá sjálfstæðu ákvörð-
un að fella niður nám í táknmáls-
túlkun frá og með næsta hausti.
Fjallaði hún um aðdragandann að
náminu og sagði að menntamála-
ráðuneytið hefði í einu og öllu sam-
þykkt þær kröfur sem HÍ hefði sett
fram varðandi táknmálstúlkun og
táknmálsfræðin. Í dag væru tuttugu
nemendur í táknmálsfræðum við
HÍ, sautján eldri nemendur og þrír
nýnemar og það væri enginn í námi
í táknmálstúlkun.
Menntamálaráðherra um nám í táknmálstúlkun
Skylt að fara gaum-
gæfilega yfir málið
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigurður Kári
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
SIGURLÍN Margrét Sigurð-
ardóttir, varaþingmaður fyrir
Frjálslynda flokkinn, segir harka-
lega vegið að ungri námsgrein
verði kennslu í táknmálstúlkun
hætt hér á landi í
haust, en það er ein af
þeim aðhalds-
aðgerðum sem ákveð-
ið hefur verið að grípa
til innan heim-
spekideildar Háskóla
Íslands. Sígurlín segir
að táknmálstúlkun
hafi til þessa ein-
göngu verið hægt að
læra í Háskóla Íslands
og aðgerðin muni
hafa slæm áhrif á
framtíðarmöguleika
margra heyrn-
arlausra, þar sem
ekki sé nægjanlegt
framboð af túlkum í
dag til að anna allri
eftirspurn.
Sigurlín Margrét er fyrsti heyrn-
arlausi þingmaðurinn sem hefur
setið á þingi hér á landi. „Mín fyrstu
viðbrögð voru þau að þetta gæti
virkilega ekki verið að gerast, varla
á þessum tíma, þar sem svo mikið
hefur verið lagt í uppbyggingu
deildarinnar. Táknmálið er orðið
svo sjálfsagt mál hérlendis og er
farið að sjást svo víða í samfélaginu.
Það hefur líka sýnt sig að það er full
þörf á því að mennta fleiri túlka og
táknmálsfræðinga. Mér finnst mjög
harkalega vegið að ungri náms-
grein sem aðeins er kennd í einum
háskóla hérlendis. Fólk sem vill
læra táknmálsfræði eða -túlkun
getur ekki leitað í aðra háskóla hér-
lendis þar sem námið er aðeins
kennt í HÍ. Þetta er því mjög ósann-
gjarnt,“ segir Sigurlín.
Ekki nógu margir túlkar
Segir hún að þessi niðurskurður
muni hafa mjög slæm
áhrif á framtíðarmögu-
leika margra heyrn-
arlausra. „Það er ekki
nægjanlegt framboð af
túlkum í dag til að
anna allri eftirspurn.
Nú þegar eru sjö nem-
ar í túlkanámi, þegar
þeir koma má reikna
með að það verði þá
starfandi sautján túlk-
ar. Ég efast samt um
að sú tala sé nægjanleg
til að fullnægja eft-
irspurninni.“
Telur Sigurlín nauð-
synlegt að gefa deild-
inni meiri tíma, end-
urskipuleggja námið
og skoða hvað þurfi svo hún geti
haldið áfram. Átti hún fund með
Rannveigu Sverrisdóttur, lektor í
táknmálsfræði, um framtíð deild-
arinnar í síðustu viku. Segir Sig-
urlín að þær hafi verið sammála um
að eitthvað verði að gera til að
halda þeirri þekkingu sem skapast
hefur innan deildarinnar. Mögulegt
sé að kennsla í táknmálstúlkun hefj-
ist á ný skólaárið 2005-2006, það sé
þó alveg óráðið.
„Mér finnst líka mjög kaldhæðn-
islegt að þetta gerist einmitt á sama
tíma og fyrir liggur frumvarp um
táknmál í menntamálanefnd Al-
þingis og í frumvarpinu er m.a. að
finna það að efla skuli táknmáls-
fræði og táknmálstúlkunarnámið í
Háskóla Íslands,“ segir hún.
Hefur slæm áhrif á
framtíðarmöguleika
heyrnarlausra
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir
Vegagerðarinnar. Fram kemur
einnig að aðalkostir Þverárfjalls-
leiðarinnar séu hins vegar þeir að
hún liggi í námunda við alla stærstu
þéttbýlisstaðina á svæðinu. Þver-
GERA á samanburð á bestu kost-
um á legu þjóðvegar nr. 1 um Aust-
ur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð
og skýrsla þar að lútandi á að liggja
fyrir á hausti komanda, samkvæmt
þingsályktunartillögu sex þing-
manna stjórnarandstöðunnnar á Al-
þingi.
Í greinargerð kemur fram að
breytingar á legu þjóðvegarins
norður í Austur-Húnavatnssýslu
hafi verið til umfjöllunar hjá Vega-
gerðinni og hafi þær breytingar all-
ar miðað að því að þjóðvegurinn
liggi áfram um sömu héruð. Upp-
bygging vegar yfir Þverárfjall hafi
hins vegar beint sjónum manna að
því hvort ekki sé skynsamlegt að
láta aðalþjóðveginn liggja um Þver-
árfjall og um Hegranes og Hjalta-
dal og loks í gegnum Tröllaskaga
með jarðgöngum, en með því næð-
ist viðlíka stytting og nú væri fyr-
irhuguð samkvæmt hugmyndum
árfjallsvegur liggi miklu lægra en
Öxnadalsheiði og líka lægra en
Vatnsskarð, en jarðgöng hljóti síðar
meir að leysa veginn af hólmi á
þeim fjallvegum.
Þjóðvegur nr. 1 verði
lagður um Þverárfjall
Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum
Vinnan dregst
fram undir lok
mánaðarins
GREINILEGT er að vinna nefnd-
ar um eignarhald á fjölmiðlum
kemur til með að dragast eitthvað
fram undir lok þessa mánaðar, að
því er fram kom í svari mennta-
málaráðherra við fyrirspurn
Björgvins Sigurðssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, um
hvað liði störfum nefndar um eign-
arhald á fjölmiðlum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagðist hafa
það sem meginreglu að skipta sér
ekki af nefndum sem væru að
störfum. „Þeir vita þessir ágætu
herramenn sem eru í þessari
nefnd hvert hlutverk þeirra er og
ég mun ekki skipta mér af störfum
nefndarinnar. Ég kem til með að
bíða niðurstaðna þessarar nefndar
eins og aðrir þingmenn innan
þessara veggja.“
Ráðherra ýti við nefndinni
Björgvin sagði að mikilvægt
væri að hvetja ráðherra til þess að
hafa samband við nefndina og ýta
við henni því tíminn liði. „Eigi
þetta lagafrumvarp að koma inn í
þingið fyrir þinglok í vor er mjög
mikilvægt að þingið fái eðlilegan
tíma til að fjalla um málið,“ sagði
Björgvin.
Hann sagði að mikilvægt væri
að vandað væri til verka. Málið
væri stórt og brýnt „en það er líka
miklvægt að eyða þeirri rekstr-
aróvissu sem hvílir yfir fjölmiðlum
landsins í kjölfar þeirrar harðvít-
ugu umræðu sem hefur geisað í
samfélaginu um eignarhald á fjöl-
miðlum,“ sagði Björgvin.
Menntamálaráðherra sagðist
telja að það væri alveg hárrétt að
vanda þyrfti vel til verka. Þess
vegna teldi hún að nefndin gæti
fengið þann tíma sem hún hefði
sagt að hún þyrfti þ.e.a.s. fram til
loka þessa mánaðar. Huga þyrfti
vel að atriðum í kringum okkur og
hvernig umhverfið væri hér og
annars staðar. „Þess vegna tel ég
rétt að nefndin fái þennan tíma
sem að hún er að biðja um. Síðan
kemur málið til meðferðar Alþing-
is ef svo ber undir,“ sagði Þor-
gerður Katrín.
TORVELT er fyrir íslensk stjórn-
völd að taka upp mál gagnvart Þor-
steini EA vegna brottkasts á síld í
fiskverndarsvæðinu á Svalbarða að
því er fram kom í svari Árna
Mathiesen sjávarútvegsráðherra við
fyrirspurn frá Magnúsi Hafsteins-
syni, þingmanni Frjálslynda flokks-
ins, um hvort íslensk stjórnvöld
hyggist láta fara fram lögreglurann-
sókn í málinu.
Árni sagði að um grafalvarlegt
mál væri að ræða. Svo fremi sem
jafnræðis væri gætt milli allra aðila
hefðum við viðurkennt að norsk
stjórnvöld væru þau eftirlitsyfirvöld
sem ættu að fylgjast með og fara
með mál af þessu tagi í þessari lög-
sögu við Svalbarða og við hlytum að
líta þannig á að þau hefðu afgreitt
málið.
Árni sagði að ef um það væri að
ræða að þetta atvik hefði átt sér
stað innan íslenskrar lögsögu og
jafnframt ef um alþjóðasvæði væri
að ræða þá hefði það komið til kasta
íslenskra stjórnvalda. „Ég á erfitt
með að sjá hvernig það sé hægt að
tvenn stjórnvöld í tveimur löndum
séu að fjalla um sama málið,“ sagði
Árni.
Magnús sagði að um væri að
ræða íslenskt skip undir íslenskum
fána með íslenskri áhöfn sem væri
að veiða úr íslenskri kvótaúthlutun
úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Komið hefði fram í fjölmiðlum að
Norðmenn hefðu ekki lagt í að taka
skipið vegna þess að réttarstaða
þeirra á Svalbarðasvæðinu væri
mjög óljós. „Ég hlýt að lýsa furðu
minni á því að íslensk stjórnvöld, að
hæstvirtur sjávarútvegsráðherra
skuli ekki bregðast við með
ákveðnari hætti en hér er um að
ræða,“ sagði Magnús.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
sér fyndist mjög merkilegt að heyra
að norsk stjórnvöld hefðu ekki grip-
ið til harðari ráðstafana gegn Þor-
steini EA en raun bæri vitni vegna
þess að þeir teldu lagalega stöðu
sína á Svalbarðasvæðinu óljósa. Ef
skilaboð þessa efnis bærust frá
norskum stjórnvöldum yrði málið að
sjálfsögðu tekið upp.
Sjávarútvegsráðherra um mál Þorsteins EA á Svalbarðasvæðinu
Torvelt að taka upp málið