Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 11
GENGI krónunnar getur lækkað
snögglega um leið og hlutabréfaverð
lækkar. Þetta gerðist veturinn 1999–
2000 og virðist aftur vera að gerast á
þessum vetri þar sem verðvísitala
krónunnar hefur hækkað um 90% á
einu ári samhliða hækkun á gengi
krónunnar, að mati greiningardeild-
ar KB banka.
Bent er á í Hálffimm fréttum KB
banka í gær að sterk tengsl séu á
milli verðþróunar á hlutabréfamark-
aði og erlendrar lántöku þar sem
miklar hækkanir á hlutabréfum leiði
til aukinnar sóknar í lánsfé. Kemst
KB banki að þeirri niðurstöðu að
hækkun hlutabréfavísitölunnar um
eitt stig dragi 54 milljónir inn í landið
í erlendum endurlánum. „Af þessum
sökum verður hlutabréfamarkaður-
inn til þess að hækka gengi krónunn-
ar, en erlend lántaka skapar gífur-
legt skammtíma fjármagnsinnflæði
til landsins. Þetta þýðir jafnframt að
um leið og verð á hlutabréfum hefur
náð hámarki muni erlendu endurlán-
in stöðvast og fjármagnsstraumar til
landsins þorna. Þannig getur gengi
krónunnar lækkað snögglega um leið
og hlutabréfaverð lækkar,“ segir í
Hálffimm fréttum.
Bent er á að verð hlutabréfa hafi
hækkað um 90% á einu ári samhliða
hækkun á gengi krónunnar og stefni
allt í að til verðleiðréttinga komi á
þessum vetri.
KB banki telur að erlent innflæði
fjármagns vegna stóriðjufram-
kvæmda muni styðja við gengi krón-
unnar að einhverju leyti en þau áhrif
séu þó lítilvæg miðað við aðra fjár-
magnsstrauma til landsins. Segir í
Hálffimm fréttum að innflæði vegna
fjárfestinga í stóriðju nemi 18–20
milljörðum króna á þessu ári en inn-
flæði vegna erlendra endurlána hafi
til samanburðar numið 15–40 millj-
örðum á mánuði á síðari helmingi
ársins 2003.
„Svo virðist sem áhrif stóriðju-
framkvæmdanna hafi verið mögnuð
upp í hugum fólks langt upp fyrir það
sem getur staðist miðað við þjóð-
hagslegan veruleika. Þetta hefur
m.a. orðið til þess að einkaneysla hef-
ur vaxið og fjölmargir hafa tekið er-
lend lán með fullvissu um að gengi
krónunnar héldist hátt næstu árin.
Sú spurning er hins vegar orðin mjög
áleitin hvort sú stund sé ekki í nánd
að væntingar muni rekast á raun-
veruleikann þegar núverandi hækk-
unarhrina er á enda á hlutabréfa-
markaði,“ segir í fréttinni.
Heldur svartsýnir
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbanka Íslands, segir það rétt
sem fram kemur hjá KB banka að
aukið framboð fjármagns í landinu
hafi áhrif á eignaverð. Hins vegar tel-
ur hann ekki hættu á mikilli verð-
lækkun á hlutabréfamarkaði og
lækkun krónunnar í kjölfarið.
„Mér sýnist þeir heldur svartsýn-
ir,“ segir Sigurjón. „Ég á ekki von á
að sú hringrás myndist sem þeir lýsa.
Það er rétt að það var mikið innflæði
af erlendu fjármagni á sl. ári og það
sem af er þessu ári. Þetta stafar af
því að íslenskt atvinnulíf greip tæki-
færið og skuldsetti sig í erlendum
myntum frekar en í íslenskum krón-
um þegar menn sáu fram á mikið
fjármagnsinnstreymi í tengslum við
virkjanaframkvæmdirnar.“
Sigurjón segir ljóst að þetta aukna
peningaframboð hafi haft einhver
áhrif á eignaverð í landinu en segir of
djúpt í árinni tekið að það skapi
hættu á einhvers konar hruni.
Hann bendir á að ekki sé reiknað
með því mikla útflæði fjármagns frá
Íslandi sem varð síðasta ári og fyr-
irsjáanlegt er að haldi áfram á þessu
ári. Þar sé fyrst og fremst um að
ræða tvenns konar útflæði. „Annars
vegar fjárfestu lífeyrissjóðirnir fyrir
um 40–50 milljarða króna erlendis á
síðasta ári. Og hins vegar fer hluti
þess fjármagns sem kemur inn beint
út úr landinu aftur. Íslenskir bankar
lána oft erlendum aðilum eða íslensk-
um fyrirtækjum erlendis auk þess
sem íslensk fyrirtæki eru að fjár-
magna dótturfélög sín erlendis.
Þannig staldrar hluti þessa fjár-
magns stutt við í landinu og hefur lítil
áhrif hér heima.“
Sigurjón segir hins vegar tækifæri
til mikilla verðhækkana á hlutabréfa-
markaði héðan af takmörkuð en ger-
ir þó ekki ráð fyrir verðfalli.
Töluverðar líkur á lækkun
á gengi krónunnar
Bjarni Ármannsson, bankastjóri
Íslandsbanka, segir að taka megi
undir með greiningardeild KB banka
um tengsl aukinnar erlendrar lán-
töku og hækkunar á hlutabréfamark-
aði.
„Undanfarna mánuði hefur nokk-
uð borið á skuldsettum hlutabréfa-
kaupum í skráðum félögum á mark-
aði og uppkaupum á félögum til
afskráningar sem fjármögnuð eru
með erlendum lánum. Því eru tölu-
verðar líkur á lækkun á gengi krón-
unar samhliða lækkun á hlutabréfa-
markaði, þar sem tengslin virka að
sjálfsögðu í báðar áttir.“
Hann segir ljóst að hlutabréfa-
markaðurinn hér á landi hafi hækkað
verulega umfram markaði iðn-
væddra ríkja á undanförnum mánuð-
um og misserum. „Framtíðin mun
svo leiða í ljós hvort rekstur fyrir-
tækjanna standi undir þessum
hækkunum. Það er hins vegar fjár-
festa að taka afstöðu til verðs á hluta-
bréfum á hverjum tíma, hvernig svo
sem kaup þeirra eru fjármögnuð,“
segir Bjarni.
Sterk tengsl milli hluta-
bréfa og erlendra lána
KB banki segir að þegar verð á
hlutabréfum hafi náð hámarki geti
gengi krónu lækkað snögglega
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
úrskurðað um matsskýrslu
Landsvirkjunar vegna 90 MW
gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi
í Mývatnssveit og 132 kV raflínu
frá virkjuninni að Kröflustöð.
Fellst stofnunin á framkvæmd-
ina og telur að hún muni ekki
hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif. Stofnunin setur
hins vegar nokkur skilyrði sem
Landsvirkjun þarf að uppfylla
varðandi eftirlit og vöktun á
framkvæmda- og starfstíma.
Skipulagsstofnun bárust um-
sagnir frá sjö aðilum um fram-
kvæmdina og á kynningartíma
komu fimm athugasemdir, þ.e.
frá Landvernd, landeigendum
Reykjahlíðar, Prokaria, Bryn-
dísi Brandsdóttur og Samtökum
um náttúruvernd á Norður-
landi. Kæra má úrskurð Skipu-
lagsstofnunar til umhverfisráð-
herra og frestur til þess rennur
út 2. apríl nk.
Meðal þeirra skilyrða sem
Landsvirkjun þarf að uppfylla
er að fylgjast með niðurdrætti
og hitabreytingum í jarðhita-
kerfinu, minnkun rennslis frá
borholum og breytingum á efna-
innihaldi borholuvökva. Einnig
þarf að fylgjast með efnainni-
haldi og virkni hvera á svæðinu
og stunda mælingar á landhæð,
skjálftum og gasi. Fylgjast á
með hvort jarðhitavinnslan hafi
áhrif á efnainnihald og streymi
volgs grunnvatns til Mývatns
með efnagreiningum og mæl-
ingum á hitastigi og vatnsborði í
borholum og gjám. Ef slík áhrif
koma í ljós á að grípa til mót-
vægisaðgerða.
Fallist á
Bjarnar-
flagsvirkj-
un með
skilyrðum
ORKUSTOFNUN telur að ekki sé tilefni til al-
mennra hækkana á raforkuverði vegna nýrra
raforkulaga og tillagna 19 manna nefndarinnar
svonefndu um dreifingu og flutning raforku um
landið. Telur stofnunin að hækkunin geti hið
mesta orðið um 1% hjá meðalfjölskyldu á veitu-
svæði Orkuveitu Reykjavíkur og 2,5% á svæði
Hitaveitu Suðurnesja. Miðar Orkustofnun þar
við 3% arðsemi af flutningsmannvirkjum.
Orkustofnun reiknaði þetta út að beiðni Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra. Á vef
stofnunarinnar segir að markmið skipulags-
breytinga af því tagi sem gerðar hafi verið í
ríkjum EES og víðar um heim hafi verið að
stuðla að samkeppni í þeim þáttum raforku-
geirans sem við á. Aðeins sé til umræðu sá
hluti sem lúti að flutningi rafmagns frá virkj-
unum eftir háspennulínum að veitusvæðum og
síðan dreifingu þess innan þeirra. Þessi starf-
semi verði bundin sérleyfum og muni Orku-
stofnun hafa eftirlit með verðlagningu þjónust-
unnar.
Enda þótt ekki sé tilefni til almennra hækk-
ana segir Orkustofnun að tillögurnar leiði til
„nokkurrar tilfærslu byrða“ milli veitusvæða.
Mismunandi forsendur í útreikningum
„Þannig getur kostnaðarhækkun við flutning
og dreifingu rafmagns leitt til hækkunar raf-
magnsverðs hjá meðalfjölskyldu á svæði Orku-
veitu Reykjavíkur (OR) um því sem næst 1% og
hjá Hitaveitu Suðurnesja (HS) um 2½%. Hjá
Norðurorku gæti hækkunin orðið 1½% en
lækkun verður hjá Rarik um 2½%. Hjá
Orkubúi Vestfjarða (OV) má ætla að tilkostn-
aður aukist um 1½%, en á hitt er að líta að
nítjánmannanefndin leggur ennfremur til að
kostnaður við dreifingu verði niðurgreiddur í
dreifbýli. Að teknu tilliti til þess lækkar með-
alrafmagnskostnaður á svæði OV um 2½% frá
núverandi ástandi og hjá Rarik um 5%,“ segir á
vef Orkustofnunar.
Einnig er vitnað til ummæla forstjóra orku-
veitna á Suðvesturlandi um að kostnaður við
flutning og dreifingu geti hækkað raforkuverð
um 20% eða meira. Segir Orkustofnun meg-
inskýringuna á þessum mikla skoðanamun vera
mismunandi forsendur um fjármagnskostnað
og arð. Í útreikningum Orkustofnunar sé miðað
við 3% arðsemi af bundnu fjármagni bæði í
flutningi og dreifingu, jafnt fyrir sem eftir
kerfisbreytinguna. Ef arðsemin sé hækkuð í
6%, án hagræðingar á móti, sé hægt að fá út
tilefni til um 10% hækkunar á raforkuverði til
almennings. „Ef sama stökk yrði í arðsem-
iskröfu af flutningi eftir háspennulínunum geta
önnur 10% bæst við. Viðbótarhækkunin til að
standa undir slíkri aukinni arðsemi yrði svipuð
um allt land, en ekkert meiri á Suðvesturlandi,“
segir Orkustofnun.
Orkustofnun segir raforku-
verð hækka um allt að 2,5%
LISTAMENN sækja sér víða efni-
við og hráefni í sköpun sína og oft
gefa stórframkvæmdir tækifæri til
að næla sér í gæðaefni til að móta
sýn sína í. Áki Granz, listmálari
og myndhöggvari í Reykjanesbæ,
er um þessar mundir að leggja
lokahönd á grjótstyttur sem búnar
eru til úr sprengigrjóti úr Helgu-
vík, þar sem verið er að stækka
hafnaraðstöðuna og rýma fyrir
stálröraverksmiðju.
Áki er nú að móta fjögurra
manna fjölskyldu og sýslumann-
inn. Hann hefur þegar lokið við
styttu af Leifi heppna, sem er í
bakgrunni hinnar nýju merkingar
Reykjanesbæjar við Vogastapa.
Það er því ljóst að það fjölgar á
heiðinni í nágrenni Reykjanes-
bæjar, þar sem til eru ýmsar sagn-
ir um huldufólk, drauga og aðra
vætti.
Sprengigrjót nýtt til listsköpunar
Morgunblaðið/RAX
FYLGI Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokks hefur dalað
að undanförnu skv. nýrri könn-
un Þjóðarpúls Gallup á fylgi
flokkanna og hefur fylgi Sam-
fylkingarinnar ekki mælst
minna það sem af er þessu kjör-
tímabili. Fylgi Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs og
Framsóknarflokks hefur auk-
ist.
Skv. könnuninni fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn 35% fylgi ef
kosið yrði nú en hann mældist
með 38% í seinustu könnun í
janúar. Samfylkingin mælist
með tæplega 26% fylgi og hefur
fylgið minnkað úr 30% fyrir
mánuði. Vinstrihreyfingin
fengi tæplega 17% nú en mæld-
ist með 13% í seinustu könnun
og Framsóknarflokkurinn
mælist með rúm 16% og hefur
fylgi flokksins aukist úr 14% í
seinasta mánuði. Frjálslyndi
flokkurinn bætir við sig einu
prósentustigi frá seinustu
könnun og mælist nú með 7%
fylgi. 19% tóku ekki afstöðu og
7,5% sögðust myndu skila auðu.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mælist nú 52% en var 54% í
seinustu könnun.
Könnunin var gerð í gegnum
síma 28. janúar til 24. febrúar.
Úrtakið var 2.443 manns og var
svarhlutfallið 63%.
Þjóðarpúls Gallup
Sveiflur
á fylgi
stjórnmála-
flokkanna