Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPHÖLL Íslands hefur sett
hlutabréf Pharmaco á athugunar-
lista til að vekja sérstaka athygli
fjárfesta á því að hún telji „verulega
hættu á að ójafnræði hafi eða geti
skapast meðal fjárfesta í tengslum
við viðræður Pharmaco við þriðja að-
ila um kaup á fyrirtæki“. Þetta kom
fram í tilkynningu Kauphallarinnar
fyrir opnun markaðar í gærmorgun
og þar er vísað til þess að á föstudag-
inn lokaði Kauphöllin fyrir viðskipti
með bréf Pharmaco og að Pharmaco
birti fréttatilkynningu eftir lokun
markaðar um að viðræður um kaup á
fyrirtæki væru á frumstigi.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að farið
hafi verið vandlega yfir atburða-
rásina í viðskiptunum og yfir frétta-
tilkynninguna frá Pharmaco á föstu-
daginn. Kauphöllinni sýnist að eins
og atburðarásin hafi verið og vegna
þess hvernig tilkynningin sé orðuð,
þá sé ástæða til að færa fyrirtækið á
athugunarlista og þar með að vekja
athygli fjárfesta á því að óvissa ríki
vegna upplýsinga sem virðist vera
verðmótandi en almennir fjárfestar
hafi ekki aðgang að. Af þessari
ástæðu sé fyrirtækið merkt með
þessum hætti.
Þórður segir Kauphöllina hafa
haft þrjá kosti í stöðunni, í fyrsta lagi
að aðhafast ekkert frekar, í öðru lagi
að setja fyrirtækið á athugunarlista
og í þriðja lagi að opna ekki aftur
fyrir viðskiptin. Farið hafi verið yfir
málið með fyrirtækinu áður en
markaðurinn hafi verið opnaður um
morguninn og síðan hafi verið tekin
ákvörðun um að eins og í málinu lá
hafi verið eðlilegt að fjárfestar
fengju þessa viðvörun.
Þórður segir að Kauphöllin hafi
hvatt Pharmaco til að gefa frekari
upplýsingar um þær viðræður sem
standi yfir, en fyrirtækið telji að sú
upplýsingagjöf gæti stefnt viðræð-
unum í hættu.
Ekkert hægt að fullyrða
um innherjasvik
Þórður er spurður að því, í ljósi
þess að tilkynningin er með mjög
ákveðnu orðalagi, hvort skilja megi
hana á þann veg að sterkur grunur
leiki á því að um innherjasvik hafi
verið að ræða í viðskiptum með bréf
Pharmaco. Hann segir ekki hægt að
fullyrða að farið hafi fram innherja-
svik, en einhver orðrómur hljóti að
hafa orðið þess valdandi að verðið
hafi hreyfst um heil tíu prósent án
þess að nokkuð hafi komið fram um
fyrirtækið.
Þórður segist með þessu ekki vera
að sakfella fyrirtækið, því upplýs-
ingaleki geti gerst með ýmsum
hætti. Hafa þurfi samband við ýmsa
aðila vegna slíkra viðræðna og upp-
lýsingalekinn geti átt sér ýmsar
skýringar. Þórður segir að það sé
Fjármálaeftirlitsins að taka afstöðu
til þess hvort eða hvernig þetta teng-
ist innherjaupplýsingum. Öll við-
skipti liggi nákvæmlega fyrir, bæði
verð og hverjir standi að viðskipt-
unum, en skýr verkaskipting sé milli
Kauphallarinnar og Fjármálaeftir-
litsins um að Fjármálaeftirlitið taki
næstu skref í svona málum.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að Fjár-
málaeftirlitið hafi tekið þetta mál til
skoðunar eins og gert sé við aðstæð-
ur sem þessar. Hann segir mjög al-
gengt að Fjármálaeftirlitið skoði mál
af þessu tagi.
Engin áhrif á
erlenda skráningu
Halldór Kristmannsson, forstöðu-
maður innri og ytri samskipta
Pharmaco, segir að fulltrúar
Pharmaco hafi fundað með Kaup-
höllinni í gærmorgun. Samkomulag
hafi orðið um að eðlilegt sé að á með-
an Pharmaco geti ekki gefið nánari
upplýsingar um þær viðræður sem
fyrirtækið eigi í verði það á athug-
unarlista. Hann segir að viðræðurn-
ar sem nú standi yfir um kaup á er-
lendu fyrirtæki séu á frumstigi og
því ekki tímabært að upplýsa nánar
um þær þar sem óljóst sé hvort
samningar muni nást. Halldór bætir
við að birting frekari upplýsinga að
svo stöddu gæti haft skaðleg áhrif á
gang viðræðnanna.
Spurður að því hvort ákvörðun um
að setja fyrirtækið á athugunarlista
hafi verið tekin vegna þess að nýjar
upplýsingar hafi komið fram um
helgina segir Halldór að svo sé ekki.
Þetta hafi einungis verið talið eðli-
legt framhald af því að lokað var fyr-
ir viðskiptin á föstudaginn og að ekki
sé hægt að gefa út frekari upplýs-
ingar. Það að fyrirtækið sé á athug-
unarlista sé ekki merki um að neitt
neikvætt hafi átt sér stað, heldur að-
eins merking til að vekja athygli
fjárfesta á að líklegt sé að frétta sé
að vænta sem geti haft áhrif á verð
bréfanna.
Þegar Halldór er inntur eftir því
hvort hann telji að þetta muni hafa
áhrif á fyrirhugaða skráningu fé-
lagsins í erlenda kauphöll segist
hann telja að þetta muni ekki hafa
nein áhrif á það ferli. Pharmaco telji
sig hafa staðið rétt að málum og
haldið eins vel utan um þau og kost-
ur sé.
Gagnrýna ákvörðun
Kauphallarinnar
Greiningardeildir bankanna fjöll-
uðu um málið í fréttabréfum sínum í
gær. Í Vegvísi Landsbanka Íslands
segir að erfitt sé að sjá að nýbirt
frétt Pharmaco sé í andstöðu við yf-
irlýst markmið félagsins. Því vakni
upp sú spurning hvort þörf sé á að
félagið sé sett á athugunarlista. „Ef
Kauphöllin hefur grun um að inn-
herjaupplýsingar séu á kreiki telur
greiningardeild nauðsynlegt að
Kauphöllin upplýsi málið strax, en
láti ekki þar við sitja. Reynist grun-
semdir Kauphallarinnar ekki réttar
er eðlilegt að hreinsa félagið sem
allra fyrst. Að setja félag á athug-
unarlista getur ekki talist viðunandi
lausn nema til mjög skamms tíma,“
segir í Vegvísi.
Greiningardeild Íslandsbanka
tekur í sama streng. Í Morgunkorni
segir að á meðan yfirlýst markmið
félagsins sé að vaxa um að meðaltali
15–20% á ári með ytri vexti geti sú
staðreynd ein og sér að viðræður séu
á frumstigi um kaup á öðru fyrirtæki
ekki hafa komið markaðinum í opna
skjöldu.
Sé það hins vegar svo að hækk-
unina á Pharmaco megi rekja til orð-
róms um slíkar viðræður „telur
Greining ÍSB viðbrögð markaðarins
hafi einkennst af fljótfærni. Ljóst er
að mikil spenna er á íslenskum
hlutabréfamarkaði,“ segir í Morgun-
korni.
Í Hálffimm fréttum KB banka
segir að ekki komi á óvart að
Pharmaco skuli vera sett á athug-
unarlista eftir föstudaginn. „Hins
vegar kemur á óvart að Pharmaco
skuli vera eina félagið sem sett er á
athugunarlista eftir föstudaginn, en
furðulegar tilviljanir virtust á föstu-
daginn oft vera að verki í samspili
verðhækkana og fréttaflutnings í
Kauphöllinni.“
Vísast þar til viðskipta með hluta-
bréf í Straumi, Íslandsbanka,
Tryggingamiðstöðinni og Eimskip
sem gagnrýnd voru í Hálffimm frétt-
um sl. föstudag. Þar sagði m.a. að
hlutabréf Straums hefðu hækkað um
7,98% að því er virtist einungis
vegna afkomuviðvörunar sem ekki
hefði átt að koma markaðsaðilum á
óvart. Ennfremur hafi Íslandsbanki
hækkað um 2,6%. Eftir lokun mark-
aða hafi svo verið greint frá því að
Íslandsbanki hefði selt allan hlut
sinn í Straumi. Þá sagði að hlutabréf
í Tryggingamiðstöðinni hefðu hækk-
að um 7,98% í litlum viðskiptum en
eftir lokun markaða hefði verið til-
kynnt um kaup TM á 12% hlut í
Straumi. Greiningardeild KB banka
þykir því undarlegt, sem fyrr segir,
að Pharmaco hafi eitt verið sett á at-
hugunarlista á föstudag.
Kauphöll Íslands setur Pharmaco á athugunarlista
Veruleg hætta á ójafn-
ræði meðal fjárfesta
Fyrirtækið hvatt til að gefa frekari upplýsingar um viðræður
HLUTABRÉF Pharmaco lækkuðu
um 6,6% í viðskiptum gærdagsins
og lokagengi var 45. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 2,1% í gær.
Frá áramótum hefur gengi
Pharmaco hækkað um 7,4%, en Úr-
valsvísitalan hefur hækkað um
21,8% á sama tímabili.
Pharmaco var hástökkvari ársins
2003 þegar hlutabréf í félaginu
hækkuðu um 183% á sama tíma og
Úrvalsvísitalan hækkaði um 56%.
6,6% lækkun
á gengi
Morgunblaðið/Árni Sæberg