Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 13

Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 13 ÚR VERINU Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 37 18 0 3/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 37 18 0 3/ 20 04 Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7. Kosning stjórnar félagsins skv. 17. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 24. grein samþykkta. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í Landsbanka Íslands, Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. verður haldinn í dag, 2. mars, á Hótel Sögu í sal B annarri hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00. Námskeið fimmtudaginn 11. mars fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana. Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda gæðakerfi. Verklegar æfingar. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500 Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun - NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 470.250 tonn á þessu ári. Það er í samræmi við það hlutfall sem Norðmönnum var ætlað að veiða samkvæmt samkomulagi strandríkja við Norður-Atlantshaf frá árinu 1996 um veiðar úr stofninum. Gera má ráð fyrir að kvóti Íslendinga verði um 128 þúsund tonn á árinu. Veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafa verið í uppnámi frá árinu 2002 þegar Norðmenn settu fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðunum. Samkvæmt samkomulag- inu frá árinu 1996 skiptist árlegur kvóti í norsk-íslensku síldinni þannig á milli ríkjanna að Norðmenn fá 57%, Ísland 15,54%, Rússland 13,62%, Evrópusambandið 8,38% og Færeyj- ar 5,46%. Norðmenn hafa sl. tvö ár gert kröfu um það að hlutur þeirra hækki úr 57% í 70%, en hlutur ann- arra ríkja minnki. Kröfðust Norð- menn þess að 8,66% kvótans kæmu í hlut Íslendinga, 13,62% í hlut Rússa, 4,67% í hlut Evrópusambandsins og 3,04% í hlut Færeyja. Krafa Norð- manna hefur mætt mikilli andstöðu. Haldnir hafa verið fjölmargir samn- ingafundir um málið en ekkert þokast í samkomulagsátt. Á fundi strand- ríkja um skiptingu á norsk-íslenska síldarstofninum 16.–17. febrúar sl., kröfðust Norðmenn þess að hlutdeild Íslendinga í stofninum lækkaði úr 15,54% í 12,64% en Norðmanna ykist úr 57% í 65%. Þar sem ekki kom til greina að fallast á kröfu Norðmanna, lauk fundinum án þess að samningar næðust. Í frétt norska sjávarútvegsblaðsins Fiskeribladet segir að margir hafi óttast að norska sjávarútvegsráðu- neytið myndi ákveða að halda sig við samkomulagið frá árinu 1996, eftir ár- angurslausan fund í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Heildarkvótinn í norsk-íslensku síldinni verður á þessu ári 825 þúsund tonn. Líklegt má teljast að aðrar þjóð- ir fylgi fordæmi Norðmanna og haldi sig við samkomulagið frá árinu 1996. Þannig yrði heildarkvóti Íslendinga á árinu 128.205 tonn eða um 25 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Norðmenn gefa eftir Kvóti Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum eykst væntanlega um 25 þúsund tonn Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Útlit er fyrir að kvóti íslenskra skipa úr norsk-íslensku síldinni verði auk- inn á þessu ári eftir að Norðmenn gáfu eftir í kröfum sínum. VEL hefur veiðst af loðnu síðustu sólarhringa undan Suðausturlandi, rétt vestan við svonefnd Tvísker. Loðnan veiðist nú skammt undan landi, aðeins á um 20 faðma dýpi og eru skipin aðeins nokkrar klukku- stundir að veiða fullfermi. Hrogna- fylling loðnunnar er nú 22–23% og segja skipstjórnarmenn þess ekki langt að bíða að hægt verði að hefja hrognatöku. Loðnuaflinn er nú kominn í 245 þúsund tonn það sem af er vetr- arvertíð og þar af hafa erlend skip landað rúmlega 18 þúsund tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Heild- arkvóti íslensku skipanna er 737 þúsund tonn og á því eftir að veiða um 414 þúsund tonn af útgefnum kvóta. Mestum loðnuafla hefur ver- ið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, tæplega 50 þúsund tonnum. Þá er búið að landa rúmum 45 þúsund tonnum hjá Eskju á Eski- firði, tæplega 40 þúsund tonnum hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, um 28 þúsund tonnum hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, um 14 þús- und tonnum hjá Tanga á Vopnafirði og 13 þúsund tonnum hjá Gautavík á Djúpavogi. Aðrar verksmiðjur hafa tekið á móti mun minna magni. Loðnan mok- veiðist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Loðnu landað í Grindavík. SÍLDARVINNSLAN hf. var rekin með 429 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði, EBITDA, er 1.980 milljónir króna eða 22% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1.419 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 1.235 milljónum króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstrartekjur sam- stæðunnar á tímabilinu námu 8.973 milljónum króna en rekstrargjöld 6.993 milljónum króna. „Við erum tiltölulega sáttir við rekstrarniðurstöðu ársins 2003 hjá móðurfélaginu. Mikil kolmunna- veiði hafði veruleg áhrif á rekstur félagsins, sérstaklega á rekstur fiskimjölsverksmiðjanna í Neskaup- stað og Seyðisfirði. Rekstur fisk- iðjuversins í Neskaupstað olli von- brigðum á árinu þar sem reiknað var með mun meiri framlegð en raunin varð á,“ segir segir Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar hf. „Fyrst og fremst má rekja það til þess að síldarvertíðin brást, sér- staklega hvað varðar afurðaverð og hve síldin var smá sem leiddi til slakrar nýtingar í vinnslunni. Skip félagsins fiskuðu meira en áætlað var, sérstaklega í uppsjávarfiski, sem skýrist fyrst og fremst af aukn- ingu kolmunnakvótans. Hlutdeildarfélögin öll með tap Björgólfur segist ennfremur sér- staklega sáttur við að hlutfallsleg EBITDA-framlegð hafi hækkað á milli ára eða úr tæpum 19% af rekstrartekjum í rúmlega 21% sé horft framhjá söluhagnaði varan- legra rekstrarfjármuna. „Afkoma dótturfélaga var í járnum á árinu í heild sinni. Afkoma hlutdeildar- félaga veldur áhyggjum en þau voru öll rekin með tapi á árinu,“ segir Björgólfur. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 20. mars nk. og leggur stjórn félagsins til að greiddur verði 20% arður af nafnverði hlutafjár. Hagnaður Síld- arvinnslunnar 429 milljónir                                                             ! " !  # $#%  &#'$ &##   &  (   (             ' %) #$ "   *    (     # '# $ +!, ## #)  %)"   # !)#  # '% &$% &!$  &!"    ' ' #! % "   # $! $ +%,      ! "       #$% &'&     SAMRÆMD vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% á Íslandi frá des- ember til janúar sl. en um 0,3% í EES-ríkjunum. Verðbólgan frá janúar 2003 til janúar 2004, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, var 1,7% að meðaltali í EES-ríkjunum, 1,9% á evrusvæðinu og 1,4% á Ís- landi. Mesta verðbólga á EES- svæðinu á þessum tólf mánuðum mældist í Grikklandi, 3,1% og 2,3% á Írlandi, í Lúxemborg og á Spáni. Í Noregi mældist 1,4% verð- hjöðnun og í Finnlandi var verð- bólgan 0,8%, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Samræmda neysluverðsvísital- an mælir breytingar á verðlagi innan EES og auðveldar saman- burð á verðbólgu milli landanna. Vísitalan hefur verið reiknuð mán- aðarlega fyrir 17 ríki frá janúar ár- ið 1997. Minni verðbólga á Íslandi en á evrusvæðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.