Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 13 ÚR VERINU Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 37 18 0 3/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 37 18 0 3/ 20 04 Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7. Kosning stjórnar félagsins skv. 17. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 24. grein samþykkta. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í Landsbanka Íslands, Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. verður haldinn í dag, 2. mars, á Hótel Sögu í sal B annarri hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00. Námskeið fimmtudaginn 11. mars fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana. Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda gæðakerfi. Verklegar æfingar. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500 Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun - NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 470.250 tonn á þessu ári. Það er í samræmi við það hlutfall sem Norðmönnum var ætlað að veiða samkvæmt samkomulagi strandríkja við Norður-Atlantshaf frá árinu 1996 um veiðar úr stofninum. Gera má ráð fyrir að kvóti Íslendinga verði um 128 þúsund tonn á árinu. Veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafa verið í uppnámi frá árinu 2002 þegar Norðmenn settu fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðunum. Samkvæmt samkomulag- inu frá árinu 1996 skiptist árlegur kvóti í norsk-íslensku síldinni þannig á milli ríkjanna að Norðmenn fá 57%, Ísland 15,54%, Rússland 13,62%, Evrópusambandið 8,38% og Færeyj- ar 5,46%. Norðmenn hafa sl. tvö ár gert kröfu um það að hlutur þeirra hækki úr 57% í 70%, en hlutur ann- arra ríkja minnki. Kröfðust Norð- menn þess að 8,66% kvótans kæmu í hlut Íslendinga, 13,62% í hlut Rússa, 4,67% í hlut Evrópusambandsins og 3,04% í hlut Færeyja. Krafa Norð- manna hefur mætt mikilli andstöðu. Haldnir hafa verið fjölmargir samn- ingafundir um málið en ekkert þokast í samkomulagsátt. Á fundi strand- ríkja um skiptingu á norsk-íslenska síldarstofninum 16.–17. febrúar sl., kröfðust Norðmenn þess að hlutdeild Íslendinga í stofninum lækkaði úr 15,54% í 12,64% en Norðmanna ykist úr 57% í 65%. Þar sem ekki kom til greina að fallast á kröfu Norðmanna, lauk fundinum án þess að samningar næðust. Í frétt norska sjávarútvegsblaðsins Fiskeribladet segir að margir hafi óttast að norska sjávarútvegsráðu- neytið myndi ákveða að halda sig við samkomulagið frá árinu 1996, eftir ár- angurslausan fund í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Heildarkvótinn í norsk-íslensku síldinni verður á þessu ári 825 þúsund tonn. Líklegt má teljast að aðrar þjóð- ir fylgi fordæmi Norðmanna og haldi sig við samkomulagið frá árinu 1996. Þannig yrði heildarkvóti Íslendinga á árinu 128.205 tonn eða um 25 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Norðmenn gefa eftir Kvóti Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum eykst væntanlega um 25 þúsund tonn Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Útlit er fyrir að kvóti íslenskra skipa úr norsk-íslensku síldinni verði auk- inn á þessu ári eftir að Norðmenn gáfu eftir í kröfum sínum. VEL hefur veiðst af loðnu síðustu sólarhringa undan Suðausturlandi, rétt vestan við svonefnd Tvísker. Loðnan veiðist nú skammt undan landi, aðeins á um 20 faðma dýpi og eru skipin aðeins nokkrar klukku- stundir að veiða fullfermi. Hrogna- fylling loðnunnar er nú 22–23% og segja skipstjórnarmenn þess ekki langt að bíða að hægt verði að hefja hrognatöku. Loðnuaflinn er nú kominn í 245 þúsund tonn það sem af er vetr- arvertíð og þar af hafa erlend skip landað rúmlega 18 þúsund tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Heild- arkvóti íslensku skipanna er 737 þúsund tonn og á því eftir að veiða um 414 þúsund tonn af útgefnum kvóta. Mestum loðnuafla hefur ver- ið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, tæplega 50 þúsund tonnum. Þá er búið að landa rúmum 45 þúsund tonnum hjá Eskju á Eski- firði, tæplega 40 þúsund tonnum hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, um 28 þúsund tonnum hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, um 14 þús- und tonnum hjá Tanga á Vopnafirði og 13 þúsund tonnum hjá Gautavík á Djúpavogi. Aðrar verksmiðjur hafa tekið á móti mun minna magni. Loðnan mok- veiðist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Loðnu landað í Grindavík. SÍLDARVINNSLAN hf. var rekin með 429 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði, EBITDA, er 1.980 milljónir króna eða 22% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1.419 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 1.235 milljónum króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstrartekjur sam- stæðunnar á tímabilinu námu 8.973 milljónum króna en rekstrargjöld 6.993 milljónum króna. „Við erum tiltölulega sáttir við rekstrarniðurstöðu ársins 2003 hjá móðurfélaginu. Mikil kolmunna- veiði hafði veruleg áhrif á rekstur félagsins, sérstaklega á rekstur fiskimjölsverksmiðjanna í Neskaup- stað og Seyðisfirði. Rekstur fisk- iðjuversins í Neskaupstað olli von- brigðum á árinu þar sem reiknað var með mun meiri framlegð en raunin varð á,“ segir segir Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar hf. „Fyrst og fremst má rekja það til þess að síldarvertíðin brást, sér- staklega hvað varðar afurðaverð og hve síldin var smá sem leiddi til slakrar nýtingar í vinnslunni. Skip félagsins fiskuðu meira en áætlað var, sérstaklega í uppsjávarfiski, sem skýrist fyrst og fremst af aukn- ingu kolmunnakvótans. Hlutdeildarfélögin öll með tap Björgólfur segist ennfremur sér- staklega sáttur við að hlutfallsleg EBITDA-framlegð hafi hækkað á milli ára eða úr tæpum 19% af rekstrartekjum í rúmlega 21% sé horft framhjá söluhagnaði varan- legra rekstrarfjármuna. „Afkoma dótturfélaga var í járnum á árinu í heild sinni. Afkoma hlutdeildar- félaga veldur áhyggjum en þau voru öll rekin með tapi á árinu,“ segir Björgólfur. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 20. mars nk. og leggur stjórn félagsins til að greiddur verði 20% arður af nafnverði hlutafjár. Hagnaður Síld- arvinnslunnar 429 milljónir                                                             ! " !  # $#%  &#'$ &##   &  (   (             ' %) #$ "   *    (     # '# $ +!, ## #)  %)"   # !)#  # '% &$% &!$  &!"    ' ' #! % "   # $! $ +%,      ! "       #$% &'&     SAMRÆMD vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% á Íslandi frá des- ember til janúar sl. en um 0,3% í EES-ríkjunum. Verðbólgan frá janúar 2003 til janúar 2004, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, var 1,7% að meðaltali í EES-ríkjunum, 1,9% á evrusvæðinu og 1,4% á Ís- landi. Mesta verðbólga á EES- svæðinu á þessum tólf mánuðum mældist í Grikklandi, 3,1% og 2,3% á Írlandi, í Lúxemborg og á Spáni. Í Noregi mældist 1,4% verð- hjöðnun og í Finnlandi var verð- bólgan 0,8%, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Samræmda neysluverðsvísital- an mælir breytingar á verðlagi innan EES og auðveldar saman- burð á verðbólgu milli landanna. Vísitalan hefur verið reiknuð mán- aðarlega fyrir 17 ríki frá janúar ár- ið 1997. Minni verðbólga á Íslandi en á evrusvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.