Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 14

Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTARHÖLD hófust í gær í borginni Arlon í Belgíu yf- ir Marc Dutroux, 47 ára gömlum, fyrrverandi rafvirkja, sem sakaður er um að hafa rænt sex stúlkum, nauðgað þeim og myrt fjórar þeirra. Þrír samverkamenn hans eru einnig fyrir réttinum og miklar öryggisráðstafanir eru í salnum, sakborningar eru í skotheldu glerbúri. Mál Dutroux, sem var handtekinn fyrir átta árum, vakti mikla athygli og ólgu, einkum vegna grunsemda um að hann hefði aðeins verið þátttakandi í öflugum hring barnaníðinga með tengsl við marga háttsetta embætt- ismenn. Á myndinni er lögreglumaður við veggspjald með myndum af fjórum fórnarlömbum Dutroux. Reuters Dutroux fyrir rétt JEAN-Bertrand Aristide fór til Mið- Afríkulýðveldisins í gær eftir að hafa látið af embætti forseta Haítí og flú- ið þaðan vegna mánaðarlangrar upp- reisnar sem kostaði tugi manna lífið. Búist er við að hann sæki um hæli í Suður-Afríku. „Ég lýsi því yf- ir að þeir sem steyptu mér af stóli hjuggu niður tré friðarins, en það mun vaxa aft- ur þar sem rætur þess eru louv- erturískar,“ sagði Aristide í út- varpsviðtali. Hann vísaði til Toussaint Louverture, sem stjórnaði uppreisn svartra þræla árið 1791 og stofnaði frjálst ríki á eyjunni Hisp- aníóla sem nú skiptist í Haítí og Dóminíska lýðveldið. Toussaint dó síðar í fangelsi í Frakklandi og á að hafa sagt við franskan herforingja: „Þið hjugguð niður tré frelsis blökkumanna en það mun vaxa aftur vegna þess að rætur þess eru djúpar og sterkar.“ Aristide braust úr sárri fátækt og varð fyrsti lýðræðislega kjörni for- seti Haítí árið 1990. Hann hafði þá mikla samúð með fátæka fólkinu, sem er í miklum meirihluta í landinu, og margir bundu vonir við að honum tækist að vinna bug á fátæktinni sem einkennt hefur landið frá því að það hlaut sjálfstæði frá Frakklandi fyrir 200 árum. Vonir þeirra brugðust og margir telja að Aristide hafi orðið háður völdunum og auðsöfnun eins og einræðisherrarnir sem hann barðist gegn áður en hann varð for- seti. Nú þegar hann hefur hrökklast frá völdum er fátæktin jafnvel enn meiri en þegar hann komst til valda. Gleymdi uppruna sínum Margir fyrrverandi bandamenn og aðdáendur Aristide velta því nú fyrir sér hvað fór úrskeiðis. Flestir þeirra sem gagnrýna hann harðast studdu hann þegar hann var fyrst kjörinn forseti 1990 og fögnuðu þeg- ar Bandaríkjaher kom honum aftur til valda árið 1994, þremur árum eft- ir að her Haítí steypti honum af stóli. „Mistök Aristide fólust í því að hann hélt að fólkið vildi ekki breyt- ingar. Þrátt fyrir allar gáfurnar skildi hann aldrei að hann naut stuðnings vegna þess að Haítíbúar héldu að hann gæti breytt lífi þeirra til hins betra,“ sagði haítíski skáld- sagnahöfundurinn Lyonel Trouillot. Séra Joseph Simon, sem rekur at- hvarf fyrir heimilislaus börn í Port- au-Prince, sakaði Aristide um að hafa snúið baki við fátæka fólkinu sem kom honum til valda. „Þetta er eitt af sálfræðilegum einkennum manna úr lægri þrepum þjóðfélags- ins. Þegar þeir komast til metorða gleyma þeir uppruna sínum,“ sagði Simon, sem var kennari Aristide í prestaskóla í Cap Haitien. Fréttaskýrandinn Gary Victor sagði að Aristide hefði rofið síðustu tengslin við fólkið í desember þegar vopnaðir hópar stuðningsmanna hans réðust á háskólanema sem kröfðust afsagnar forsetans. Hóp- arnir réðust þá inn í ríkisháskóla Haítí, brutu rúður og tölvur. Þeir börðu einnig nokkra prófessora með kylfum og brutu m.a. hnéskeljar há- skólarektorsins. Alþýðusamtökin urðu að glæpagengjum Aristide fæddist 15. júlí 1953 í Port Salut og þegar hann var barn fór móðir hans með hann til höf- uðborgarinnar til að koma honum til mennta. Kennarar hans tóku eftir því að hann var bráðgreindur og sendu hann í prestaskólann í Cap Haitien, næststærstu borg landsins. Hann lauk guðfræðinámi við ríkishá- skólann í Port-au-Prince 1979 og stundaði framhaldsnám í Ísrael, Evrópu og Kanada. Hann talar spænsku, ensku, ítölsku, hebresku og þýsku reiprennandi, auk frönsku og kreólsku. Þegar Aristide sneri aftur til Haítí 1985, þremur árum eftir að hann var vígður prestur, hóf hann baráttu gegn 30 ára einræði Duvalier- fjölskyldunnar og naut mikillar hylli meðal fátækustu íbúa höfuðborg- arinnar. Hann fékk 67% atkvæðanna í forsetakosningunum 1990. Samkvæmt stjórnarskránni getur forsetinn ekki gegnt embættinu í tvö kjörtímabil í röð og Aristide lét því af embætti 1996. Við því tók banda- maður hans, Rene Preval, og á þeim tíma stofnaði flokkur Aristide „al- þýðusamtök“, hópa sem tóku í fyrstu aðeins þátt í kosningabaráttu flokks- ins en urðu síðar að vopnuðum glæpagengjum. Þeir réðust á stjórn- arandstæðinga og unnu fyrir emb- ættismenn sem voru sakaður um að vera viðriðnir eiturlyfjasmygl frá Kólumbíu til Bandaríkjanna í gegn- um Haíti. Mannréttindahreyfingar sökuðu Aristide um að beita ofbeldi til að halda völdunum og fyrrverandi bandamenn hans sögðu hann hafa þegið fé af eiturlyfjasmyglurum. Hann neitaði þessum ásökunum. Aðstoð hætt vegna meintra kosningasvika Flokkur Aristide fékk meirihluta á þinginu í kosningum í maí 2000, en erlendir eftirlitsmenn sögðu að þær hefðu ekki farið lýðræðislega fram. Meint kosningasvik urðu til þess að helstu keppinautar Aristide snið- gengu forsetakosningar, sem fram fóru hálfu ári síðar, og hann sigraði auðveldlega. Deilan um kosningarnar urðu til þess að alþjóðlegar stofnanir hættu að veita Haítí aðstoð og stuðnings- menn Aristide segja að það sé meg- inástæða þess að honum tókst ekki að bæta lífskjörin og hrökklaðist að lokum frá völdum. Þingmenn úr röðum blökkumanna í Bandaríkjunum studdu Aristide og sökuðu stjórn Bush um að fórna lýð- ræðinu með því að neita að styðja þjóðkjörinn forseta Haítí. Demó- kratinn Bob Graham, öldungadeild- arþingmaður fyrir Flórída, sagði að Bush hefði átt að senda hermenn fyrr til að binda enda á ofbeldið á Haítí. Stjórn Bush hefur nú samþykkt að senda um þúsund hermenn til Haítí og um 150 franskir hermenn komu þangað í gær. Líklegt er að stjórn Bush sendi einnig hundruð friðargæsluliða til að þjálfa og að- stoða nýjar lögreglusveitir í landinu. Búist er við að á Bandaríkjaþingi verði deilt á næstu vikum um hversu miklu hlutverki Bandaríkjaher eigi að gegna í Haítí og hversu mikla að- stoð eigi að veita landinu. Niður- staðan kann að ráðast af því hvort stjórn Bush finnur haítíska leiðtoga sem hún getur treyst. Sagður hafa orð- ið háður völdun- um og auðsöfnun Port-au-Prince. Los Angeles Times, AFP. Reuters Haítíbúar fögnuðu uppreisnarmönnunum er þeir komu til höfuðborgarinn- ar, Port-au-Prince, eftir að Aristide forseti hafði sagt af sér og flúið land. ’Þeir sem steyptumér af stóli hjuggu niður tré friðarins, en það mun vaxa aftur.‘ Jean-Bertrand Aristide Jean-Bertrand Aristide er sakaður um að hafa snúið baki við fátæka fólkinu sem kom honum til valda og orðið eins og einræðis- herrarnir sem hann barðist gegn. YFIRVÖLD í Sviss skýrðu frá því um helgina, að maðurinn, sem handtekinn hefur verið fyrir morðið á flugumferðar- stjóranum Peter Nielsen, héti Vítalí Kalojev, 48 ára gamall Rússi og arkitekt að mennt. Eiginkona Kalojevs og börnin hans tvö fórust er tvær flugvélar rákust saman yfir Þýskalandi fyrir tveimur árum og kenna sumir Nielsen, sem var einn á vakt, um slysið. Þegar vélarnar nálguðust sagði sjálfvirkur árekstravari annarri vélinni að lækka flugið en hinni að hækka það en Nielsen sagði áhöfn rússnesku vélarinnar, sem var að hækka flugið, að lækka það og með þeim afleiðingum, að vélarnar rákust á. Með þeim fórst 71 maður. Svissnesk blöð sögðu í gær, að Kalojev hefði verið að spyrjast fyrir um Nielsen og misst stjórn á sér við minn- ingarathöfn um þá, sem fór- ust, í Þýskalandi í fyrra. Sögðu þau, að hann hefði aldr- ei jafnað sig á ástvinamiss- inum og meðal annars ekki rakað sig síðan slysið varð. Heimili sínu hefði hann breytt í eins konar sorgar- eða minn- ingarreit um konu sína og börn. Vörpuðu blöðin fram þeirri spurningu hvort nóg hefði verið gert til að vernda Nielsen. Hefnd fyrir ástvina- missinn Zürich. AFP. TALSMENN hófsamra Tamíla sögðu í gær, að ef sú ríkisstjórn, sem tekur við að loknum kosning- unum á Sri Lanka í apríl, tæki ekki aftur upp friðarviðræður við Tam- ílsku tígrana myndu þeir lýsa yfir sjálfstæði hins tamílska hluta lands- ins. Tamílskur frambjóðandi Sam- einaða þjóðarflokksins á Sri Lanka var skotinn í gær. Tamílska þjóðfylkingin, sem hef- ur innanborðs ýmsa stuðningsmenn Tamílsku tígranna, sagði í níu síðna yfirlýsingu, að væntanleg ríkis- stjórn ætti tafarlaust að taka upp friðarviðræður við skæruliða Tam- ílsku tígranna. Yrði það ekki gert ættu Tamílar líklega ekki annan kost en lýsa yfir sjálfstæði tamílska hlutans. Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, sagði í viðtali við ind- verskt dagblað í gær, að hún stefndi að því að taka aftur upp friðarvið- ræður við Tamílsku tígrana ef flokkur hennar bæri sigur úr býtum í kosningunum í næsta mánuði. Frambjóðandi skotinn Sinnathamby Sunderapillai, tam- ílskur frambjóðandi Sameinaða þjóðarflokksins, flokks Ranils Wickremesinghes forsætisráðherra, var skotinn á sjúkrahúsi í bænum Battialoa í tamílska hluta Sri Lanka í gær. Var þar verið að huga að skotsári, sem hann fékk síðastliðinn laugardag. Eru skæruliðar Tam- ílsku tígranna grunaðir un verkn- aðinn en í síðustu kosningum, í des- ember 2001, voru 40 manns myrtir. Er ofbeldi tengt væntanlegum kosn- ingum vaxandi og hafa nokkrir tugir manna særst eða slasast í átökum. Tamílar hóta að- skilnaði Colombo. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.