Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 15 100% ilmefnalaust • Moisture on-line 7 ml. • Facial soap mild. • Firming body smoother 40 ml. • Eye defining duo vintage wine. • High impact maskari. • Long Last varalitur blushing nude. • Aromatics elixir 7 ml. *Á meðan birgðir endast. Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyf & heilsu kl. 12-17 Í dag ................................... Lyf & heilsu Melhaga Á morgun ............................ Lyf & heilsu Kringlunni Föstudag ............................. Lyf & heilsu Mjódd Laugardag ........................... Lyf & heilsu Austurveri Miðvikudaginn 10. mars ...... Lyf & heilsu Austurstræti Kaupauki 7 hlutir! ef þú kaupir 2 hluti eða fleiri í Clinique er þessi gjöf til þín* 1.498 Áttu eitthvað til að gera árshátíðar- kjólinn þægilegri? QUICK SLIM Góð leið til megrunar án þess að nokkur viti. Áður: 1.998 kr. T ilb o ð in g ild a ti l 9 .3 . 2 00 4 BIODRAIN G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 6 2 1 Náttúruleg úthreinsun. Dregur úr appelsínuhúð, bólgum og yfirvigt. Áður: 3.480 kr. – 180 stk. Áður: 2.088 kr. – 90 stk. 1.468 BIO-FEM ACTIGEL Hraðvirkt og árangursríkt við óþægindum í kynfærum kvenna! Eitthvað sem allar konur hafa beðið eftir. Áður: 1.835 kr. 2.590 180 stk. 1.566 90 stk. ÞÝZKIR jafnaðarmenn sleiktu sárin í gær eftir að flokkur þeirra, SPD, galt afhroð í kosningum til héraðs- þings Hamborgar á sunnudag. Ósig- urinn vakti umræðu um það hvort umdeildar ráð- stafanir ríkis- stjórnar jafnaðar- manna og græn- ingja, sem ætlaðar eru til að hleypa nýju lífi í efna- hagslíf Þýzka- lands, gangi of nærri almennum kjósendum. Hann boðar heldur ekki gott fyrir SPD, þar sem á árinu fer fram fjöldi héraðs- og sveitarstjórna- kosninga. Gerhard Schröder kanzlari hét því á blaðamannafundi í Berlín að halda umbótaáformum ríkisstjórnarinnar til streitu, þrátt fyrir óvinsældir þeirra. Sagði kanzlarinn hrakfarirn- ar í Hamborg sársaukafullar fyrir flokkinn, en þær myndu ekki hrekja stjórnina af þeirri braut umbóta á velferðarkerfinu og á reglum vinnu- markaðarins sem hún sé staðráðin í að fylgja. Lakasta útkoma SPD frá stríðslokum Það sem kom upp úr kjörkössun- um reyndist vera mesti kosninga- ósigur sem SPD hefur orðið fyrir í Hamborg frá því lýðræði var endur- reist í Þýzkalandi eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Flokkurinn stjórn- aði Hamborg, sem er eitt 16 sam- bandslanda Þýzkalands, um áratuga skeið með hreinum meirihluta, en nú hrundi fylgið niður í 30,5%. Kristileg- ir demókratar (CDU) nutu vinsælda Ole von Beust, sem varð borgarstjóri í kjölfar síðustu kosninga haustið 2001, og juku fylgi sitt úr 26,2% í 47,2%, en það dugar þeim til að ná hreinum meirihluta á borgarþinginu. Hægripopúlíski flokkurinn sem CDU myndaði stjórn með eftir síð- ustu kosningar og kenndur var við stofnanda hans, fyrrverandi dómar- ann Ronald Schill, svo gott sem þurrkaðist út í kosningunum nú og fékk engan mann kjörinn á borgar- þingið. Hneykslismál urðu til þess að Schill hrökklaðist úr borgarstjórn- inni í haust sem leið og kosningar voru boðaðar áður en fjögurra ára kjörtímabilinu lauk. Græningjar juku lítillega við fylgi sitt, en ekki nóg til að þeir og SPD gætu myndað meirihluta saman. „Þetta er fyrsta áþreifanlega áminningin sem samsteypustjórnin í Berlín fær um vanhæfni sína,“ sagði Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, er hann tjáði sig um Hamborgarúrslitin í gær. Stoiber var kanzlaraefni kristilegu flokkanna í Sambandsþingskosningunum haust- ið 2002, en þær unnu jafnaðarmenn og græningjar naumlega. „Sigur okkar [í Hamborg] grund- vallaðist á stefnu ríkisstjórnarinnar í Berlín,“ sagði Laurenz Meyer, fram- kvæmdastjóri CDU. „Þetta er góð byrjun á árinu.“ Efnahagsumbótaáætlun ríkis- stjórnarinnar, sem ber yfirskriftina Dagskrá 2010, fær góða dóma hjá hagfræðingum en felur hins vegar í sér ráðstafanir sem koma illa við hinn þýzka meðaljón. Sótt að umbóta- áformum Schröders Hamborg, Berlín. AFP, AP. Reuters Ole van Beust, borgarstjóri Hamborgar, og Angela Merkel, leiðtogi Kristi- lega demókrataflokksins, er þau fögnuðu kosningasigrinum. Gerhard Schröder

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.