Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 17
www.opera.is midasala@opera.is 511 4200 Brúðkaup Fígarós eftir Mozart hefur verið sýnt oftar en nokkur önnur ópera, en sjaldan hafa leynimakkið og erótíkin blómstrað eins og í þessari uppfærslu Íslensku óperunnar. Í aðalhlutverkum er einvalalið söngvara: Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Hulda Björk Garðars- dóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Sesselja Kristjánsdóttir. Láttu þig ekki vanta í þessa bráðskemmtilegu veislu! 2. sýning fimmtudag 4. mars kl. 20 - Stefnumót við söngvara eftir sýningu 3. sýning laugardag 6. mars kl. 19 4. sýning sunnudag 14. mars kl. 19 Aðeins fáar sýningar Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fyrirhugað er aðhalda íbúaþing íSúðavík 14. mars nk. Auglýst hefur verið eftir fyrirspurnum frá íbúum Súðavíkurhrepps um málefni þau er snúa að sveitarfélaginu, en hægt er senda inn fyrirspurnir með tölvupósti eða koma þeim á skrifstofu Súða- víkurhrepps fyrir 10. mars nk., að því er fram kemur á vef hreppsins. Innsendum fyrir- spurnum verður síðan svarað eins og kostur er á íbúaþinginu 14. mars nk. Í auglýsingu um fyrirhugað íbúaþing kemur fram að íbúaþingið er öflugur vettvangur til að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa á málefnum er snerta umgjörð og rekst- ur sveitarfélagsins og er jafnframt vettvangur fyr- ir sveitarstjórn til að miðla upplýsingum til íbúa. Íbúaþing Regnbogabörn hafa, í samstarfi við Hagkaup,boðið skólum landsins úlpur að gjöf sem á erletrað skólavinur. Grunnskólinn í Hveragerði var einn þeirra skóla sem þáðu þessa gjöf. Eins og sjá má á myndinni nýtist gjöfin vel og sýnir að þeir stóru eru góðir vinir þeirra smærri á leikvellinum, einnig þegar horft er á strákana í fót- bolta. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Skólavinir í Hveragerði Einar Kolbeinssonheyrði fregnar afþví að hafin væri leit að þjóð sem ekki hefði hlerað símann hjá Kofi Annan. Það vakti smá- þanka: Fráleitt virðast fylgja tíma, fornar rekja slóðirnar, nota ennþá „sveitasíma“, Sameinuðu þjóðirnar. Greint var frá því í DV að Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hefði sagt að í stríði stjórnmálanna skiptu góðar hægðir meiru en miklar gáfur. Sólskríkjan syngur: Forskot mikið Framsókn gefur formaður sem er til vara: Góðar hægðir Guðni hefur, gáfurnar hann nær að spara. Hleranir og hægðir pebl@mbl.is Laxamýri | Litla kvæðið um litlu hjónin vakti mikla hrifn- ingu fjölmargra gesta í félags- heimilinu í Ýdölum fyrir skömmu, þegar nemendur fyrsta og annars bekkjar Hafralækjarskóla í Aðaldal sungu og léku á sviðinu í til- heyrandi búningum og að sjálf- sögðu með leikmynd sem hæfði tilefninu. Afar og ömmur, foreldrar, systkini og fleiri gestir fylltu sal félagsheimilisins, en á þess- ari árlegu góugleði var boðið upp á þorramat auk margra annrra skemmtiatriða og fjöl- breyttrar tónlistar. Ungu leikendunum tókst vel að túlka persónurnar, að mati viðstaddra. Á myndinni má sjá þau Rúnar Berg Árnason og Þórunni Sigríði Bjarnadóttur sem hlutu ásamt bekkjarsystk- inum sínum mikið klapp gest- anna í þakklætisskyni að sýn- ingu lokinni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Litla Gunna og litli Jón Leikið MINNA einelti er í grunnskólanum á Blönduósi en áður. Helgi Arnarson, skóla- stjóri Grunn- skólans á Blönduósi, kynnti, á fundi fræðslunefndar Blönduóssbæj- ar, viðhorfs- könnun sem gerð var á meðal nem- enda skólans. Þar kemur m.a. fram að 53% nemenda líður næstum alltaf vel í skólanum, 44% líður frekar oft vel, 3% líður sjaldan vel og 1% líður næstum aldrei vel í skólanum, segir á fréttavefnum Húna- horninu. Um 92% nemenda skólans verða sjald- an eða aldrei fyrir stríðni í skólanum og þegar spurt er hvort einelti tíðkist í skól- anum svöruðu 80% sjaldan eða aldrei og eru það betri niðurstöður en í fyrra. Þá telja tæplega 98% nemenda að það séu góð samskipti milli nemenda í skólanum. Fram kom í máli Helga að í heild sé við- horfskönnunin betri nú en í fyrra og þró- unin jákvæð, einelti hefur minnkað og ljóst er að skólinn sé á réttri leið. Einelti hefur minnkað í skólanum Viðhorfskönnun á Blönduósi SKÓGRÆKT ríkisins á Hallormsstað hef- ur auglýst eftir tilboðum í grisjun á 3,7 hektara lerkiskógi á Fljótsdalshéraði og er þetta í fyrsta sinn sem grisjun skógar er boðin út hér á landi. Að sögn Skúla Björnssonar, aðstoðar- skógarvarðar á Hallormsstað, er útboðs- frestur til 5. mars nk. og er stefnt að því að verkinu verði lokið fyrir 15. apríl. Lerkið sem til fellur verðu að mestu nýtt í staura og kurl. Gera má ráð fyrir að grisjun á 2– 300 hekturum verði boðin út á ári á Héraði innan tíu ára, að sögn Skúla. Grisjun boðin út í fyrsta sinn á Íslandi ♦♦♦ Flestir fara í sumarbústað upp í Borg- arfjörð eða austur fyrir fjall. Fáum hefur dottið í hug að skreppa í bústað á Suð- urnesin. En tímarnir breytast og mennirnir með. Þegar Sandgerðisbær skipulagði sum- arhúsahverfi í landi Þóroddsstaða fyrir fá- einum árum heyrðust svartsýnisraddir sem töldu þetta vonlaust svæði. En annað er komið á daginn. Allar lóðir í Nátthaga eru gengnar út. Þegar eru komin upp sjö hús og verið að vinna við fleiri. Fjögur sumarhús eru leigð út. Gestir geta gert sér margt til dundurs, stutt er í fjöru og fjölbreytt fugla- líf og svo er auðvitað hægt að fara í golf á Kirkjubólsvelli sem er í göngufæri.    Tuttugu og sex einstaklingar í Sandgerði eru án vinnu og er það tuttugu og sex of mikið. Sú umræða sem nú er um framtíð varnarliðsins kemur illa við Sandgerðinga því margir bæjarbúar vinna á Keflavík- urflugvelli, bæði hjá varnarliðinu og verk- tökum. Brýnt er að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem þetta skapar í atvinnumálum svæðisins og grípi til sértækra aðgerða í tíma, gerist þess þörf, eins og bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur ályktað um.    Miklar framkvæmdir eru í Sandgerði um þessar mundir. Fjöldi húsa í byggingu. Hæst ber þó framkvæmdir við Miðnestorg en þar er hafin uppbygging miðbæj- arkjarna sem í verður bókasafn, bæj- arskrifstofur, íbúðir þjónusta. Mun nýja húsið setja mikinn svip á bæjarfélagið.    Efling ferðaþjónustunnar er áhugamál margra Suðurnesjamanna. Fólki finnst nauðsynlegt að blása til sóknar og koma Reykjanesskaganum á kortið. Ýmislegt er þegar verið að gera. Unnið er að gerð göngukorta þar sem nýjustu tækni er beitt í kortagerð. Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum og Leiðsögumannaskólinn standa fyrir staðbundnu leiðsögumannanámi. Það sækja tuttugu manns og er mikill hugur í fólki. Þegar hópurinn útskrifast ættu gestir okkar, þeir sem þess óska, að geta fengið góða leiðsögn um Suðurnesin. Flestir er- lendir ferðamenn sem til landsins koma fara tvisvar í gegnum þetta svæði, en stoppa yfirleitt lítið lítið. Ekki skortir áhugaverða staði til að sýna. Tækifærin eru því fyrir hendi og þau þarf að nýta betur. Úr bæjarlífinu SANDGERÐI EFTIR REYNI SVEINSSON FRÉTTARITARA Skúmurinn kominn SKÚMURINN er kominn. Björn Arnarson á Höfn sá tvo skúma við Jökulsá á Breiðamerkursamdi síð- astliðinn laugardag, að því er fram kemur á sam- félagsvef Hornafjarðar. Í fyrra sá Hálfdán Björns- son á Kvískerjum fyrsta skúminn 16. febrúar en það var óvenju snemmt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.