Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík | Hátt í 200 manns sótti sameiginlega tónleika tónlistar- skólanna fjögurra á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag, á degi tón- listarskólanna. Tónleikarnir voru haldnir í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkurkirkju. Að sögn Haralds Árna Haralds- sonar, skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tókust tónleikarn- ir vel. Í fyrri hlutanum komu nem- endur úr skólunum fjórum fram með ýmis tónlistaratriði. Eftir hlé komu söngnemarnir saman og sungu við undirleik hljómsveitar lög úr þekktum söngleikjum. Haraldur segir að tónleikarnir hafi orðið nokkuð langir, staðið í um tvo tíma, en athygli gestanna hefði haldist vel vegna þess hvað dagskráin var fjölbreytt. Ljósmynd/Víkurfréttir Sungið saman: Alls komu um 60 nemendur fram á sameiginlegum tónleikum allra tónlistarskólanna á Suðurnesjum. 200 gestir á sameigin- legum tónleikum Reykjanesbær | Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar er að setja af stað nokkur verkefni til að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórn- ar á fjölskyldustefnu Reykjanes- bæjar. Meðal annars verður fjöl- skylduvænu fyrirtæki og stofnun veitt viðurkenning, reynt að stuðla að jafnrétti á heimilum og berjast gegn heimilisofbeldi. Í fjölskyldustefnu Reykjanes- bæjar er lýst markmiðum og sam- þættingu einstakra málaflokka og leiðum að settum markmiðum. Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar var falið það verk- efni að fylgja stefnumörkuninni eft- ir, meðal annars að fylgjast með að aðrar stofnanir bæjarins fari eftir henni í starfi sínu. Er það meðal annars gert með því að kalla árlega eftir skriflegum upplýsingum frá öllum sviðum og stofnunum bæj- arins um hvernig stefnan hafi verið notuð við skipulag starfseminnar. Hjördís Árnadóttir félagsmála- stjóri tekur sem dæmi um verkefni sem samþykkt stefnunnar hafi leitt af sér að fjölskyldu- og félagsþjón- ustan sé að skipuleggja fjölskyldu- dag fyrir sig og samstarfsfólk sitt úr öðrum deildum á skrifstofum Reykjanesbæjar í Kjarna. Árleg viðurkenning Í vor verður óskað eftir tilnefn- ingum um fyrirtæki sem þyki skara fram úr varðandi jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og hafi sett sér fjöl- skylduvæna stefnu. Ætlunin er að verðlauna á hverju ári eitt fyrirtæki á almennum markaði og eina stofn- un bæjarfélagsins enda er kveðið á um það í stefnunni að Reykjanes- bær ætli sem vinnuveitandi að sýna gott fordæmi á þessu sviði. Útnefn- ingin á að fara fram í tengslum við menningar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt. Í stefnunni er lögð áhersla á að efla jafnrétti innan fjölskyldna, meðal annars við heimilishald, upp- eldi barna og jafnræði meðal ein- staklinga. Á að gera það með opinni umræðu og hvatningu. Hjördís seg- ir að verið sé að vinna sérstaklega að þessu atriði. Einnig sé verið að undirbúa umræðu og fræðslu um afleiðingar heimilisofbeldis hvers konar, þar á meðal kynferðisofbeld- is. Unnið að innleið- ingu fjölskyldu- stefnu bæjarins Reykjanesbær | Nú er það svart – afrískir sálmar í Ameríku, er yfirskrift hádegistón- leika sem haldnir verða í dag klukkan 12.15 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Kefla- vík. Davíð Ólafsson syngur negrasálma. Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stendur fyrir tónleikunum í sam- vinnu við Íslensku óperuna. Til- gangurinn er að færa Íslensku óp- eruna nær fólki á landsbyggðinni, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu og er fagnað sem góðri viðbót við framboð tónlistar- viðburða á starfssvæði Tónlistar- félags Reykjanes- bæjar. Davíð Ólafsson er bassasöngvari hjá Ís- lensku óperunni. Negrasálmar verða fyrirferðarmiklir á efnisskránni. Flytj- endur ásamt Davíð eru Daníel Bjarnason píanóleikari og þriggja manna hljóm- sveit sem skipuð er þeim Grími Helgasyni á klarinett, Gyðu Valtýsdóttur á selló og Ingrid Karlsdóttur á fiðlu. Útsetningarnar eru efir Daníel Bjarnason. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 í dag og standa yfir í um hálfa klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Nú er það svart Hávaði og hraðakstur | Ýmis mál komu til kasta lögreglunnar í Kefla- vík um helgina, að því er fram kem- ur á vef embættisins. Nefnt er að á sunnudag hafi lög- reglan þurft að hafa afskipti af síð- búnum og háværum gleðskap í heimahúsi í Keflavík sem eðlilega truflaði svefnró fólks í nærliggjandi íbúðum. Einnig er tiltekinn glæfra- legur hraðakstur pilts á átjánda ald- ursári. Hann mældist á 149 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Ættfræði | Félagar í Ættfræði- félaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Allt áhugafólk um ætt- fræði er velkomið, segir í frétta- tilkynningu frá Bókasafninu. Nán- ari upplýsingar veitir Einar Ingimundarson. Reykjanesbær | Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar hef- ur tekið á móti tólf hælisleitendum á þeim mánuði sem liðinn er frá því bærinn tók yfir þjónustu við flóttamenn samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Hjördís Árnadóttir félagsmála- stjóri segir að starfið hafi gengið vel, það sem af er, jafnt samstarfið við lögreglu, þjónustuaðila og fólk- ið sjálft. Flest hefur fólkið gefið sig fram við lögregluna í Reykjavík og þarf því að fara þangað til skýrslutöku og til að vinna í umsóknum sínum um hæli sem pólitískir flóttamenn. Á meðan unnið er í þeirra málum gistir fólkið á gistiheimilum í Reykjanesbæ. Tveir eru raunar farnir aftur af landinu þannig að tíu hælisleitendur eru nú í umsjá Reykjanesbæjar. Kominn í fótbolta „Þetta er töluverð viðbót við annars menningarlega fjölbreytt samfélag hér,“ segir Hjördís. Fólkið kemur frá ýmsum og stund- um framandi löndum en hún segir að tungumálaerfiðleikar hafi yfir- leitt ekki komið í veg fyrir eðlileg samskipti við þessa einstaklinga. Reynt er að hjálpa fólkinu eins og unnt er. Hjördís tekur sem dæmi að einn hælisleitandinn sé áhuga- maður um knattspyrnu og hann sé nú kominn í hóp sem æfir í Reykjaneshöllinni. Tólf hælisleit- endur á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.