Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 21 SÍMI 530 1500 37.995kr. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Mallorca Heimsfer›ir bjó›a flri›ja ári› í rö› beint flug til Mallorca í sumar og stórlækka ver›i› til flessa vinsælasta áfangasta›ar Spánar. Mallorca hefur veri› ókr‡nd drottning fer›amanna undanfarin 40 ár enda getur enginn áfangasta›ur státa› af jafn heillandi umhverfi og fjölbreyttri náttúrufegur›. A› auki eru strendurnar gullfallegar og a›sta›a fyrir fer›amenn frábær. Á Mallorca er au›velt a› lifa lífinu og njóta fless a› vera í fríi. Á eyjunni eru heillandi bæir sem hafa hver sinn sérstæ›a karakter og yfir- brag› og flví flreytist ma›ur aldrei á a› flakka um og kynnast n‡jum sjónarhorn- um á eyjunni fögru. Við stórlækkum verð á Mallorcaferðum 37.995 kr. M.v. hjón me› 2 börn 2-11 ára, 23. júní, Playamar, vikufer› me› sköttum og 8.000 kr. afslætti. Netver› 39.995 kr. M.v hjón me› 2 börn, 2-11 ára, 23. júní, í 2 vikur, Valentin Park, Paguera, me› 8.000 kr. afslætti. Netver› 47.090 kr. M.v. 2 í íbúð, Playamar, vikuferð, 26. maí, með 8.000 kr. afslætti. Netverð Fegursta eyjan N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 1 1 4 5 5 /s ia .is Fyrstu 300 sætin 8.000 kr. afsláttur fyrir manninn 32.000 kr. afsláttur fyrir fjölskylduna. Gildir í stjörnubrottfarir. Bókaðu fyrir 15. mars og tryggðu þér lægsta verðið á Íslandi. Valentin Club Norður-Hérað | Stofnað hefur verið félag landeigenda við Jökulsá á Dal. Er tilgangur þess að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna vegna áhrifa Kárahnjúkavirkjunar og tengdra framkvæmda á jarðir, vatnsréttindi og önnur réttindi félagsmanna. Fé- lagið á að gæta hagsmuna fé- lagsmanna almennt, en einnig með beinum hætti og þá eftir sérstöku umboði, t.a.m. við undirbúning og gerð samninga og annarra ákvarð- ana sem skuldbinda eiga fé- lagsmenn. Undirbúningsnefnd hefur starfað að stofnun félagsins frá því á haust- dögum, en þá upphófst umræða um fallbætur til handa landeigendum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Vatns- rennsli Jökulsár á Dal verður fært í Lagarfljót og hyggst Landsvirkjun greiða bætur vegna vatnsréttinda til þeirra landeigenda sem eiga aðliggj- andi jarðir að Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti. Ekki ligg- ur fyrir hvernig bætur verða reikn- aðar, líklega þó eftir falli og vatns- rennsli pr. metra og geta einstakir eigendur jarða valið hvort þeir fara með mál sín í samningsbundinn gerðardóm, eða eignarnámsleið sem Landsvirkjun hefur heimild fyrir í lögum. Heildarupphæð fallbóta er talin nema hundruðum milljónum króna. Kanna þarf atkvæðavægi Um eða yfir sjötíu jarðir og land- spildur liggja að Jökulsá á Dal og eru margir eigendur að sumum þeirra. Þó nokkuð af umræddu landsvæði er ríkis- og kirkjujarðir. Það eru því um sjötíu jarðir sem koma til með að hafa atkvæðisrétt í landeigendafé- laginu, en eitt af verkefnum nýrrar stjórnar er að komast til botns í því hvernig haga skal atkvæðavægi fé- lagsmanna. Vegna fallbóta er ekki ólíklegt að atkvæðavægi verði á pr. metra vatnsréttinda, en í öðrum mál- um gæti vægi skipst á mismunandi hátt. „Við þurfum að ná betri lendingu í atkvæðavæginu og svo þurfa menn að snúa sér að viðsemjandanum (Landsvirkjun, innsk. blm.) sem fyrst, þannig að hægt sé að fara að undirbúa einhverja samninga,“ sagði Jónas Guðmundsson, nýkjörinn stjórnarmaður félagsins í samtali við Morgunblaðið. „Innan þessa félags verður væntanlega rætt um og feng- ið á því lögfræðiálit hvort farin verð- ur gerðardóms- eða eignarnámsleið, eða jafnvel hvort tveggja. Félagið ákveður þó ekkert um slíkt, heldur er það hvers og eins landeiganda að ákveða hvað hann vill gera. En ég býst við að menn skoði samningaleið- ina fyrst, það byrjar enginn á því að ákveða að fara í eignarnám fyrr en menn sjá að þeir eru ekki sáttir við það sem mögulegt er að semja um. Ég á því von á að okkur verði falið að skoða samningsstöðuna og svo verði þetta lagt fyrir félaga þegar eitthvað haldbært liggur fyrir.“ Stjórn landeigendafélagsins skipa þeir Jónas Guðmundsson, Guðgeir Ragnarsson, Benedikt Ólason, Sig- urður Jónsson og Vilhjálmur Snæ- dal. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. Eigendur jarða við Jökulsá á Dal stofna landeigenda- félag til hagsmunagæslu gagnvart Landsvirkjun Fallbætur gætu skipt hundruðum milljóna Morgunblaðið/RAX Innan fárra ára verður vart um vatnsrennsli að ræða í Jökulsá á Dal: Hún er kölluð Jökla í daglegu tali og er lengst og mest vatnsfalla á Austurlandi, 150 km löng frá upptökum til ósa. Seyðisfjörður | Þessi myndarlegi og rjóði töskukrabbi kom upp með trollinu á Gullveri NS12 á Seyðisfirði um daginn. Daníel Vest, stýrimaður á Gullverinu, tók krabbann til handargagns og sagðist aldrei nokkurn tímann hafa séð svo stóran krabba fyrr. Fylgir ekki sögunni hvort hann skipaði kokksa að setja hann á pönnuna eða ákvað að geyma þann rjóða sem minja- grip. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Töskukrabbi í trollinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.