Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stykkishólmur | Rannsóknarnefnd
sjóslysa hefur starfað í Stykkishólmi
frá 2001 og hefur nefndin aðsetur í
flugstöðinni. Starfsmenn nefndar-
innar eru tveir. Um helgina komu
nemar úr Stýrimannaskólanum í
heimsókn til að kynna sér starfsemi
sjóslysanefndar. Þeir Jón A. Ingólfs-
son og Guðmundur Lárusson tóku á
móti gestunum og fræddu þá um til-
gang og starf nefndarinnar.
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar
samkvæmt lögum frá Alþingi árið
2000. Nefndin er óháður rannsak-
andi slysa sem verða á sjó og ber að
rannsaka þau og koma með tillögur
til útbóta, ef þörf krefur.
Til sjóslysanefndar ber að til-
kynna öll slys, en stundum vill verða
misbrestur þar á. Starfsmenn sjó-
slysanefndar voru ánægðir með að fá
verðandi skipsstjórnarmenn í heim-
sókn. Þar gafst tækifæri að ræða
nauðsyn góðs samstarfs því sjómenn
eru þolendur sjóslysa og ef hægt er
að fækka slysum til sjós er tilgangn-
um náð. Sjómannsstörfum fylgir oft
hætta og því eru öryggismálin mik-
ilvæg. Rannsóknarnefnd sjóslysa
leitar ekki að sökudólgum, heldur
ástæðum slysanna til að koma í veg
fyrir að þau endurtaki sig. Starf
hennar er þáttur í forvörnum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Skipsstjórnarnemar og starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa tóku á móti skipsstjórnarnemum.
Sjóslysanefnd fær heim-
sókn skipsstjórnarnema
Borgarnes | Æfingar standa nú yf-
ir af fullum þunga á leikritinu
Gúmmí Tarsan í félagsmiðstöðinni
Óðali í Borgarnesi. Það eru nem-
endur í unglingadeild Grunnskól-
ans sem æfa, en leikstjóri er söng-
konan Margrét Eir Hjartardóttir,
sem áður hefur unnið að uppsetn-
ingu árshátíða og söngleikja hjá
mörgum félagsmiðstöðvum. Leik-
ritið Gúmmí Tarsan er árhátíð-
arsýning nemendafélagsins og
verður frumsýnt 25. mars nk.
Um 30–40 krakkar taka þátt í
sýningunni, þar af eru a.m.k. 20
sem leika á sviðinu. Margrét Eir
sagði æfingar ganga vel og að það
væri frábært að vinna með krökk-
unum. ,,Nú er verið að leggja sen-
urnar og róðurinn að þyngjast.
Það þýðir að framundan er mikil
vinna og ég gef ekkert eftir og er
hörð við krakkana.“ Margrét
kemur tvisvar í viku til þess að
leikstýra en hún er búin að ráða
Eddu Bergsveinsdóttur, nemanda
í 10. bekk, sem aðstoðarleikstjóra
til að stýra æfingum þar fyrir ut-
an.
Verið að leggja senurnar
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Hvammstangi | Samtök sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra – SSNV
auglýstu fyrir skömmu eftir um-
sóknum um náms- og rannsókn-
arstyrk að upphæð allt að kr.
600.000. Styrkurinn er ætlaður til
að vinna að rannsóknarverkefni til
lokaprófs í framhaldsnámi MA,
MS, MBA eða sambærilegrar eða
hærri gráðu.
Rannsóknarverkefnið skal
tengjast Norðurlandi vestra og
skal hafa atvinnulegan og/eða
fræðilegan tilgang fyrir
Norðurlandi vestra. Mat á um-
sóknum verður unnið í samvinnu
við Háskóla Íslands og mun
byggja á nokkrum skilgreindum
þáttum.
Að sögn Bjarna Þórs Einars-
sonar, framkvæmdastjóra SSNV
er tilgangurinn með styrkveitingu
að efla rannsóknir á Norðurlandi
vestra til uppbyggingar atvinnu-
lífs. Umsókn um styrk skal senda
ásamt ítarlegri verkefnislýsingu
og verkáætlun til SSNV, fyrir 15.
mars nk.
Vilja efla
rannsóknir
Fljót | Aðalfundur Félags kúa-
bænda í Skagafirði var haldinn í
þessari viku. Á fundinn mætti Þór-
ólfur Sveinsson, formaður Lands-
samtaka kúabænda, og Egill Sig-
urðsson, stjórnarmaður í LK, sem
ásamt Þórólfi átti sæti í svokallaðri
mjólkurnefnd sem skilaði skýrslu
um stöðumat og stefnumótun í
mjólkurframleiðslu á dögunum.
Skýrslan er nokkurs konar vega-
nesti fyrir ríkið og kúabændur sem
nú eru að hefja samningaviðræður
um nýjan mjólkursamning.
Stærðarmörk sett á bú
Á fundinum gerði Þórólfur grein
fyrir helstu niðurstöðum nefndar-
innar. Þær eru að halda stuðningi
ríkisins varðandi greinina í sem lík-
ustu formi og er í núgildandi samn-
ingi. Í skýrslunni er sagt að hugs-
anlega þurfi að setja stærðarmörk
á bú hvað framleiðslu varðar til að
forðast of mikla samþjöppun í
greininni og með því móti væri jafn-
framt verið að koma til móts við
kröfur um sjúkdómavarnir, dýra-
velferð og heilnæmi afurðanna og
þar með styrkja ímynd og stöðu
framleiðslunnar í samkeppni við er-
lendar búvörur. Talsverðar umræð-
ur urðu um þessar tillögur á aðal-
fundinum.
Á fundinum voru afhentar viður-
kenningar til nokkurra bænda fyrir
góðan árangur varðandi framleiðslu
á síðasta árið. Þannig fengu eig-
endur þriggja afurðahæstu kúnna
reiknað í verðefnum, þ.e. mjólkur-
fitu og mjólkurpróteini verðlauna-
gripi til eignar. Þeir voru Þorsteinn
Axelsson á Skúfsstöðum fyrir kúna
Lóló 24, Ásdís Pétursdóttir og
Sverrir Magnússon í Efra-Ási fyrir
Hvítkollu 235 og Árni Sigurðsson
og Ragnheiður Jónsdóttir Marbæli
fyrir Golu 199 sem varð í þriðja
sæti.
Sævar Einarsson og Unnur Sæv-
arsdóttir á Hamri fengu viðurkenn-
ingu sem er farandgripur fyrir að
eiga þyngsta nautið í Skagafirði
sem kom í afurðastöð á árinu en
fallið vó 449 kíló.
Þá fengu mæðginin Margrét
Ingvarsdóttir og Jón Arnljótsson á
Ytri-Mælifellsá sérstaka viður-
kenningu fyrir að viðhalda gömlum
vinnuaðferðum því búið á Ytri-
Mælifellsá mun það síðasta í land-
inu þar sem stunduð er veruleg
mjólkursala en kýrnar eingöngu
handmjólkaðar.
Þess má geta að búið á Tungu-
hálsi II stóð efst í Skagafirði varð-
andi nyt eftir hverja kú. Þar mjólk-
uðu kýrnar að meðaltali 6.643 kíló
hver á árinu 2003. Þórarinnn Leifs-
son, bóndi í Keldudal, var endur-
kjörinn formaður Félags kúabænda
í Skagafirði á fundinum.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Fulltrúar framleiðenda sem fengu viðurkenningar: Í aftari röð f.v. eru
Sævar Einarsson, Þorsteinn Axelsson, Margrét Ingvarsdóttir og Árni Sig-
urðsson. Fremri röð formennirnir Þórarinn Leifsson og Þórólfur Sveins-
son. Fulltrúa Efra-Ásbúsins vantar á myndina.
Kúabændur
margverðlaunaðir
á aðalfundi
Hólar | Stjórn Atvinnuþróun-
arfélags Norðurlands vestra veitti
Hólaskóla, háskólanum á Hólum
hvatningarverðlaun ársins 2003.
Afhending verðlaunanna fór fram á
Hólum hinn 27. febrúar. Félagið
veitir verðlaunin árlega til fyr-
irtækja eða stofnana sem skarað
hafa fram úr í starfsemi sinni.
Guðmundur Skarphéðinsson
fylgdi verðlaununum úr hlaði og
sagði meðal annars að Háskólinn á
Hólum þætti sérlega vel að verð-
launum kominn og óskað starfsfólki
áframhaldandi velgengni í upp-
byggingu skólans.
Skúli Skúlason veitti verðlaun-
unum viðtöku fyrir hönd Hólaskóla.
Hann ræddi um mikilvægi þessara
verðlauna fyrir starfið á Hólum og
sagði þetta undirstrika þann sam-
félagslega samhug sem þarf til að
efla háskólakennslu og rannsóknir
á landsbyggðinni og minna okkur á
þá staðreynd að framtíð atvinnu- og
menningarlífs hérlendis byggðist á
menntun, þekkingu og fag-
mennsku. Hann sagði þetta sér-
staklega hvetjandi fyrir skólann í
ljósi þess að greinar hans hefðu
byggst upp í nánu samstarfi við at-
vinnulífið. Ekki væri þetta síður
stuðningur við áætlanir um eflingu
skólans, en til stæði að lengja nám-
ið, fjölga nemendum og efla rann-
sóknir enn frekar. Með því væri
mætt mikilli og vaxandi þörf fyrir
kennslu og rannsóknir skólans.
Verðlaunagripurinn er listaverk
eftir Erlend Magnússon listamann,
ásamt verðlaunaskjali.
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra
Háskólinn á Hólum verðlaunaður
Ljósmynd/Sólrún Harðardóttir
Skúli Skúlason, rektor á Hólum, og Guðmundur Skarphéðinsson.