Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 26
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í SKÝRSLU nefndar um efnahags-
leg völd kvenna sem kynnt var nýlega
kemur fram að vinna þurfi markvisst
gegn kynbundnu námsvali í skólum
m.a. til að auka áhuga
kvenna á tækninámi. Í
því samhengi langar
mig að segja lauslega
frá reynslu okkar við
Háskólann í Reykjavík
því þrátt fyrir að konur
séu rúm 60% nema í
háskólum og sér-
skólum þá hefur þeim
fækkað umtalsvert
undanfarin ár í tölv-
unarfræði. Sem dæmi
má taka að hlutfall
kvenna í umsóknum
um nám í tölv-
unarfræði við Háskól-
ann í Reykjavík (HR)
var 31% árið 2000 en
var vorið 2003 komið
niður í 12%. Þessi þró-
un er áhyggjuefni fyrir
uppbyggingu upplýs-
ingatækninnar í land-
inu því æskilegt er að
bæði kynin komi að
þróun og eflingu grein-
arinnar. Þróunin hefur
verið svipuð í öðrum
löndum í kringum okk-
ur og hafa háskólar
gripið til ýmissa ráða til að reyna að
höfða betur til kvenna, t.d. með því að
breyta innihaldi tölvunámsins og
tengja það við greinar í hug- og fé-
lagsvísindum.
Í rannsóknum erlendis hefur komið
fram að meginástæður fyrir fækkun
kvenna í faginu séu m.a. skortur á
áhuga og hvatningu um-hverfisins, at-
riði er tengjast tengslum vinnu og
einkalífs, viðhorf karla og kvenna til
kvenna í faginu og skortur á sjálfs-
öryggi og fyrirmyndum. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að konur velja tölv-
unarfræðinám í litlum mæli, meðal
annars vegna skorts á sjálfstrausti,
fyrirmyndum og hvatningu kennara
og foreldra. Konur hafa minni aðgang
að tölvum á yngri árum og eru oft nei-
kvæðari gagnvart tölvum en karlar,
þær hafa einnig oft minni tölv-
ureynslu en þeir þegar þær hefja há-
skólanám.
Til að skoða þetta ástand nánar hér
á landi var unnin könnun á vegum HR
með styrk úr Nýsköpunarsjóði náms-
manna sumarið 2003 og vann Kolbrún
Fanngeirsdóttir, nemandi HR, við
hana en leiðbeinendur voru und-
irrituð ásamt Hrafni Loftssyni, lektor
við HR. Notuð var rafræn gagnasöfn-
un með spurningalista á vefsíðu sem
539 (62%) aðspurðra nemenda HR
svöruðu og einnig voru tekin viðtöl við
nokkra nemendur. Margt athygl-
isvert kom fram í þessari rannsókn en
hér verða aðeins nefnd nokkur atriði
(skýrslu um rannsóknina má finna á
(www.ru.is/asrun/Efni/Skyrslakon-
ur.pdf). Það sem fyrst vakti athygli
var að karlar í tölvunarfræði sögðust
hafa fengið aðgang að tölvum í skóla
1,2 ári fyrr að meðaltali en konur og
heima 2,8 árum fyrr að meðaltali. Að
konur fái seinna aðgang að tölvum á
heimili sínu en karlar hefur því miður
komið fram áður í rannsóknum en að
þær fái einnig seinni aðgang í skólum
kom á óvart. Hér þarf að huga að
hvernig ástandið er í dag í grunn-
skólum landsins en með aukinni
tölvueign skóla má kannski ætla að
einhver breyting hafi orðið á. Varð-
andi tölvuaðgang á heimilum þá þarf
hugsanlega að kynna fyrir ungum
stúlkum notkunarmöguleika sem
höfða til þeirra en einnig gæti verið
þörf á að kynna fyrir foreldrum nýj-
ungar sem geta hvatt til tölvunotk-
unar stúlkna. Einnig þarf að leggja
aukna áherslu á gerð hugbúnaðar
sem vekur áhuga stúlkna en sem bet-
ur fer hefur ástandið aðeins lagast
undanfarið þar sem meira er til af
samskiptahugbúnaði og hlutverka-
leikjum en áður, s.s. MSN og SIMS-
leikir, sem virðast höfða frekar til
þeirra.
Ef við skoðum aðeins betur könn-
unina í HR og hvernig
þátttakendur notuðu
tölvur þegar þeir voru í
framhaldsskóla þá kem-
ur í ljós að einungis 4%
kvenna segjast hafa
skoðað vélbúnað á með-
an 32% karla sögðust
hafa gert það og ein-
göngu 25% kvenna sögð-
ust hafa forritað í fram-
haldsskólum en 54%
karla. Þetta segir okkur
að konur sem koma í
nám í tölvunarfræði í
HR hafa mun minni
reynslu af tölvunotkun,
sem tengist sérstaklega
fræðigreininni en karlar
áður en þær koma í skól-
ann. Hér þarf hugs-
anlega að skoða betur
það nám sem er í boði í
framhaldsskólum, inni-
hald tölvuáfanga, skipu-
lag þeirra og námsefni.
Spurningin er hvort
hægt er að breyta efn-
istökum og vekja þannig
áhuga stúlkna á tölv-
unarfræði? Í rannsókn-
inni var spurt um hvers vegna við-
komandi valdi tölvunarfræði í
háskólanámi og svaraði 49% kvenna
að þær hefði langað að prófa en ein-
ungis 21% karla. Þetta styður þá
skoðun að konur hafi ekki næga þekk-
ingu á námi og störfum tölvunarfræð-
inga áður en þær velja námið og þær
vita ekki nógu mikið um námið sem
þær eru að velja sér.
Svörun við þessari könnun gefur til
kynna að aðgengi kynjanna að tölvum
sé mismunandi þar sem karlar fá að-
gang að tölvum mun fyrr heima og
einnig í skóla. Hugsanlega er hér
komið atriði sem hefur mótandi áhrif
á áhuga kvenna til tölvunarfræði en
eitt af þeim atriðum sem nefnt er til
úrbóta í rannsókn á vegum Stanford
háskólans í Bandaríkjunum (http://
www-cse.stanford.edu/classes/cs201/
Projects/women-faculty/index.html)
er að reyna ætti að kynna konum sem
fyrst tölvur og tölvunarfræði á
skemmtilega hátt til að auka áhuga
þeirra.
Námsval í tölvunarfræði er greini-
lega kynbundið og eykst kynjahlut-
fallið konum í óhag frekar en hitt og
er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til
að snúa þróuninni við. Ungt fólk þarf
að kynnast sem flestum fræði- og
starfsgreinum í grunn- og framhalds-
skólum til að geta valið sér nám og
störf við hæfi. Það virðist vera nauð-
synlegt að kynna tölvunarfræði sér-
staklega fyrir ungum konum svo þær
geti tekið ákvörðun byggða á þekk-
ingu þegar þær velja hvort þær vilji
verða tölvunarfræðingar eða ekki.
Tölvunarfræðingar eiga kost á
mjög fjölbreytilegum störfum sem
ættu að henta jafnt konum og körlum.
Hér má nefna störf við alla þætti hug-
búnaðargerðar, s.s. greiningu, hönn-
un, forritun og prófanir eða önnur
störf eins og stjórnun, ráðgjöf, rann-
sóknir og kennslu.
Að lokum vil ég nefna að til að
koma til móts við fjölbreyttan nem-
endahóp þá býður Háskólinn í
Reykjavík upp á tölvunarfræðinám í
hefðbundnu staðarnámi, í há-
skólanámi með vinnu (HMV) og fjar-
námi en nánari upplýsingar er að
finna á www.ru.is þar sem hægt er að
sækja um nám við skólann.
Hvar eru
konurnar í
tölvunarfræðinni?
Ásrún Matthíasdóttir skrifar
um konur og tölvunarfræði
Ásrún Matthíasdóttir
’…þrátt fyrir aðkonur séu rúm
60% nema í há-
skólum og sér-
skólum þá hefur
þeim fækkað
umtalsvert und-
anfarin ár í tölv-
unarfræði.‘
Höfundur er lektor og verkefnisstjóri
fjarnáms og háskólanáms með vinnu
við tölvunarfræðideild Háskólans í
Reykjavík.
SAMSTAÐA er meðal Íslendinga
um að standa undir jöfnu aðgengi að
heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Það á einnig við um hjúkrunarþjón-
ustu fyrir aldraða. Í a.m.k. tvo ára-
tugi hafa forsvarsmenn öldr-
unarþjónustunnar á Íslandi bent
heilbrigðisyfirvöldum, alþingi og
sveitarfélögum á að eðlilegast sé að
þjónusta fólk, sem býr við heilsu-
brest, sem lengst á eigin heimili, og í
því skyni byggja upp
stuðningskerfi sem
styður við það. Það hef-
ur í för með sér meiri
lífsgæði fyrir ein-
staklinginn og hag-
kvæmni fyrir sam-
félagið. Þegar
heilsubrestur er orðinn
það mikill að sólar-
hringshjúkrunar er
þörf, komi úrræði
hjúkrunarheimila til
sem eðlilegasti og hag-
kvæmasti kosturinn.
Þessi hugmyndafræði
náði inn í lög um málefni aldraðra.
Fjárframlög ríkisins til uppbygg-
ingar og rekstrar heimahjúkrunar
og hjúkrunarheimila hefur hins veg-
ar ekki verið nægjanleg til þess að
tryggja framkvæmd laganna og á
það sérstaklega við um höfuðborg-
arsvæðið og Akureyri.
Nú er staðan þannig að almenna
heimaþjónustan sem öldruðum býðst
hefur lítið þróast og komumst við
ekki nálægt því þjónustustigi sem
nágrannaþjóðir okkar treysta sér til
að sinna í heimahúsi. Heimahjúkrun
heilsugæslunnar sinnir fyrst og
fremst verkmiðaðri hjúkrun og
heimilishjálp sveitarfélaganna virðist
frekar dragast saman en hitt. Tog-
streita er milli heimaþjónustu veittr-
ar af ríkinu annars vegar og sveitar-
félaga hins vegar og er tilhneiging í
þá átt að hvorir um sig reyna að
koma verkefnum á hina, sjálfsagt
vegna fjárskorts. Það sem gerir öldr-
uðum, sem búa við mikinn heilsu-
brest, kleift að búa heima er fyrst og
fremst öflugur stuðningur fjöl-
skyldu. Fjöldi einstaklinga, sem
þurfa sólarhringshjúkrun, vistast á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi á
hverjum tíma og er fjöldi þeirra skv.
stjórnunarupplýsingum spítalans á
annað hundrað síðastliðin þrjú ár,
langflestir 67 ára og eldri.
janúar
2004
janúar
2003
janúar
2002
Samtals bið eftir 158 159 118
varanlegri vistun
Að verða heimilisfastur á sjúkra-
húsi mánuðum saman getur haft
veruleg áhrif á lífsgæði fólks. Það er
þjóðhagslega óhagkvæmt því fólk er
að fá þjónustu á allt of háu þjón-
ustustigi. Meðferð og
endurhæfing við þeim
kvillum sem ákvörðuðu
á sínum tíma að inn-
lagnar væri þörf er lok-
ið og fólk verður ,,fyrir í
kerfinu“. Dæmi eru um
að einstaklingar hafi
búið yfir 40 ár á sjúkra-
deildum spítalans, og
enginn getað tekið á.
Það eru líklegast verstu
dæmin, nóg er að með-
allegutíminn sé ennþá
talinn í mánuðum hjá
þessum hópi, sem þýðir
í raun að enn eru einstaklingar sem
búa á spítalanum í nokkur ár.
Við hvert nýtt hjúkrunarheimili
sem hefur verið opnað á síðustu ár-
um hefur Landspítali – háskóla-
sjúkrahús lokað sínum hjúkr-
unardeildum. Þar má nefna
Hvítaband, Heilsuverndarstöð og
Hafnarbúðir. Öldrunardeildir B-
álmu í Fossvogi og Hátúns voru sam-
einaðar að mestu á Landakoti og
smám saman breytt úr 7 daga deild-
um í 5 daga deildir. Hjúkrunardeild á
Vífilstöðum var lokað og biðdeildinni
32A var lokað þegar Sóltún var opn-
að 2002. Hjúkrunardeild K-1 á
Landakoti var lokað þegar lungna-
deildin flutti frá Vífilstöðum og lítil
líknardeild var opnuð á L-5 á Landa-
koti. Biðdeildin B-5 var lokað þegar
Hrafnistu var falið að annast hjúkr-
unarrýmin á Vífilstöðum sem voru
opnuð í janúar 2004.
Eldri hjúkrunarheimili, bæði
Grund og Hrafnista í Reykjavík hafa
staðið í endurbótum á húsnæði og
fækkað fjölbýlisstofum, en fjölgað
sérbýlum á síðustu árum í takt við
nútímakröfur.
Af þessum sökum hefur nánast
engin raunaukning orðið á hjúkr-
unarrýmum á höfuðborgarsvæðinu
síðastliðin ár. Það skýrir af hverju
fækkar ekki á biðlistum eftir hjúkr-
unarrýmum, en samkvæmt nýjustu
upplýsingum vistunarmats eru 330
einstaklingar að bíða eftir hjúkr-
unarrými, og tæplega helmingur
þeirra bíður þá á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi þrátt fyrir nýlega
opnun á Vífilstöðum og Eir.
Raunaukning á hjúkrunarrýmum
um 350 er bráðnauðsynleg á stór-
Reykjavíkursvæðinu strax 2004–
2006. Uppbyggingu þarf því að hraða
enn frekar en áætlað er. Aðgengið
mun ekki batna eins hratt og áætlað
var en í heilbrigðisáætlun ríkisins er
gert ráð fyrir að fólk í mjög brýnni
þörf þurfi einungis að bíða innan við
3 mánuði eftir hjúkrunarými. Þörf er
fyrir 100 hjúkrunarrými á ári á stór-
Reykjavíkursvæðinu fram til 2014 til
að mæta öldruðum í mjög brýnni
þörf . Ef legudagur á 100 íbúa hjúkr-
unarheimili kostar 16.000 krónur, en
legudagur á sjúkradeild spítala
24.000 krónur, þá er hagræðing rík-
isins 292.000.000 á ári. Ef legudagur
sjúkrahússins er 29.000 krónur, þá
er hagræðing ríksins 474.500.000 á
ári.
Röskleg uppbygging á heimaþjón-
ustu og hjúkrunarheimilum myndi
skila umtalsverðri hagræðingu fyrir
skattborgara þessa lands sem og
heilbrigðisþjónustuna þó ekki séu
nefnd aukin lífsgæði einstaklinganna
og aðstandenda þeirra sem í hlut
eiga. Það er brýnt hagsmunamál al-
mennings að þessi augljósa stað-
reynd nái eyrum stjórnmálamanna
sem fara með valdið sem þarf til að
grípa til aðgerða, enda ríkið eini
kaupandi þjónustunnar fyrir hönd
þjóðarinnar.
Aðgengi að hjúkrunar-
þjónustu fyrir aldraða
Anna Birna Jensdóttir skrifar
um hjúkrun aldraðra ’Röskleg uppbygging áheimaþjónustu og
hjúkrunarheimilum
myndi skila umtals-
verðri hagræðingu…‘
Anna Birna Jensdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Öldungs hf. og hjúkrunarforstjóri
í Sóltúni.
Í ÞANN rétt tæpa áratug sem ég
hef barist við geðsjúkdóm minn hef
ég komist að ýmsum niðurstöðum
um sjálfan mig og
sjúkdóminn. Hér og nú
ætla ég eingöngu að
minnast á eina fullyrð-
ing sem stenst full-
komlega hvað mig
varðar: Óvirkur sjúk-
lingur nær ekki bata.
Þegar ég veiktist
fyrst átti batinn að
koma til mín en ekki
öfugt. Læknarnir áttu
að finna lyf sem löguðu
allt á svipstundu og
sálfræðingar áttu að
vinna í tilfinningalífinu
fyrir mig. En hægt og bítandi fór ég
að taka meiri ábyrgð á bata mínum.
Þessi þróun til sjálfseflingar náði
hámarki sumarið 2003 þegar fé-
lagasamtökin Hugarafl voru stofnuð
í grasagarðinum í Laugardal. Öll er-
um við fólk með geðsjúkdóm en í
góðu bataferli og mörg fyrrverandi
meðlimir í Notendahópi Geðhjálpar
sem hafði lagt upp laupana nokkrum
mánuðum fyrr og vorum staðráðin í
að halda áfram að vinna frekar að
notendaáhrifum innan geðheilbrigð-
isgeirans. Við vinnum ásamt góðu
fagfólki á jafningjagrundvelli með
það að markmiði að koma sjón-
armiðum notenda á
framfæri og hafa þann-
ig áhrif á þjónustu geð-
heilbrigðiskerfisins.
Hugmyndaflug okkar
virðist ótæmandi og í
dag eru verkefni okkar
og hugðarefni eins
mörg og þau eru fjöl-
breytt. Sem dæmi má
nefna þau verkefni sem
ég persónulega hef
tekið þátt í: Fræðsla
sem ég og fleiri höfum
veitt iðjuþjálfanemum í
Háskólanum á Akur-
eyri og læknanemum á Landspít-
alanum, þýðing á greinum sem fjalla
um leiðir sem einstaklingurinn get-
ur nýtt sér til bata og undirbúnings-
vinna fyrir svokallað tenglakerfi þar
sem fólk með reynslu tekur að sér
einstaklinga sem eru t.d. að leggjast
inn á geðdeild í fyrsta sinn og veitir
þeim stuðning og ráðgjöf. Fjöldinn
allur af verkefnum er þar fyrir utan
og má nálgast frekari upplýsingar
um starfið á nýrri heimasíðu Hugar-
afls, www.hugarafl.is.
Að taka þátt í starfi Hugarafls og
deila reynslu sinni með fólki sem er
að taka fyrstu skrefin á erfiðri braut
hefur reynst mér ómetanlegt vega-
nesti til að ná að lifa með sjúkdómn-
um. Nú hef ég tögl og hagldir á
bataferlinu og hef kvatt óvirknina.
Tilgangur þessa greinarstúfs er
að vekja athygli á opnum kynning-
arfundi á vegum Hugarafls á Kaffi
Reykjavík hinn 6. mars nk., frá kl.
13:00–17:00, þar sem allir sem
áhuga hafa á málefninu eru hjart-
anlega velkomnir. Ætlunin er að
hafa þar eina allsherjar þankahríð
(brainstorm) og safna í hugmynda-
banka til frekari þróunar á starfi
okkar.
Óvirkur sjúklingur
nær ekki bata
Jón Ari Arason skrifar um
félagasamtökin Hugarafl ’Nú hef ég tögl oghagldir á bataferlinu og
hef kvatt óvirknina.‘
Jón Ari Arason
Höfundur greindist með þunglyndi,
kvíðaröskun og félagsfælni. Hann er
meðlimur í hópstarfi Hugarafls.