Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 27

Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 27 Í GREIN í Mbl. 24. febrúar svar- ar Hafsteinn Karlsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, grein minni, sem birtist 19. s.m., um útsvarshækkun í Kópavogi. Um leið og ég þakka Hafsteini fyrir gott yfirlit yfir störf Samfylking- arinnar í Kópavogi þá finnst mér áhyggju- efni ef samfylking- armenn fara jafn illa með staðreyndir og Hafsteinn gerir í grein sinni. Í grein Haf- steins kemur fram: „Það er rétt hjá Jóni að fjármál bæjarins stefna í óefni, skuldir og útgjöld vaxa og þjón- ustugjöld og skattar fara hækk- andi.“ Mér er ekki alveg ljóst hvaða grein Hafsteinn hefur lesið en þessi fullyrðing kemur hvergi fram í grein minni. Þvert á móti stóð þar: „Þá er óumdeilt að rekstur Kópa- vogs hefur tekið stakkaskiptum í tíð núverandi meirihluta sem ber helst að þakka ráðdeild í rekstri vegna áhrifa sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.“ Tilgangur greinar minnar var hins vegar að óska eftir skýringum frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins af hverju út- svar var hækkað í Kópavogi þrátt fyrir ráðdeild í rekstri bæjarfélags- ins. Það eru mér vonbrigði að ekk- ert slíkt svar hefur borist. Ég sló á veikan blett í lok greinar minnar þegar ég gagnrýndi Sam- fylkinguna í Kópavogi fyrir slaka frammistöðu í að veita bæjarstjórn- armeirihlutanum eðlilegt aðhald og fannst Hafsteini ég slá þar fyrir neðan beltisstað. Í ljósi þess sem rakið var hér á undan þá dæmi hver fyrir sig hver tíðki slíka iðju. Þá óska ég eftir að Hafsteinn færi rök fyrir máli sínu ef það er rétt að fjármál bæjarins stefni í óefni. Þess sér hvergi stað í grein hans. Með og á móti útsvarshækkun Einnig vöktu athygli mína viðbrögð samfylkingarmanna við útsvars- hækkuninni. Voru þeir afdrátt- arlaust á móti? Nei, þeim fannst hún réttlætanleg ef hún færi í að bæta þjónustu við bæjarbúa. Sem sagt bæði með og á móti sem því miður er einkennandi fyrir Sam- fylkinguna og gerir hana ekki trú- verðugan valkost fyrir kjósendur. Þarna kem- ur ennfremur fram sá reginmisskilningur stjórnlyndra stjórn- málamanna að setja jafnaðarmerki á milli hækkunar á skattpró- sentu og hærri skatt- tekna. Lækkun rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar á skattpró- sentu fyrirtækja sýnir ótvírætt að rífleg lækkun skatta skilar sér í hækkun á skatt- tekjum. Drifkraftur atvinnulífsins var vakinn úr dróma og því er mik- ilvægt að efna loforð um umtals- verðar skattalækkanir á launafólk sem fyrst. Sigur í Lundarmálinu? Hafsteinn telur það Samfylking- unni að þakka að bæjarmeirihlutinn í Kópavogi bakkaði með skipulags- tillögur í landi Lundar. Í mínum huga var það sigur skynseminnar fyrst og fremst að skipulagsnefnd ákvað að standa rétt að þessum málum. Vissulega vakti bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar snemma athygli á málinu en það var aðallega samtakamáttur óbreyttra Kópavogsbúa sem gerði gæfumuninn. Þá ber að þakka skipulagsnefnd Kópavogs og for- manni hennar Gunnsteini Sigurðs- syni að hafa kjark til að bakka með „skuggamúrsskipulagið“ og taka upp fagmannlegri vinnubrögð í málinu. Nýtt skipulag kemur mjög til móts við athugasemdir bæjarbúa og kynning á því hefur verið til fyr- irmyndar, þó ég persónulega hefði viljað sjá lægri blokkir og færri íbúðir. Vandaður málflutningur? Í lok greinar Hafsteins stendur: „Málflutningur okkar er vandaður og traustur og við veitum meirihlut- anum öflugt aðhald“. Ef grein Haf- steins er dæmi um þetta þá þarf meirihlutinn lítið að óttast. Haf- steinn nefnir að fjármál bæjarins stefni í óefni án þess að rökstyðja það frekar. Hann nefnir einkavina- væðingu þar sem meirihlutinn út- hlutar verkefnum til gæðinga sinna án útboðs. Væri ekki ástæða til að gera bæjarbúum grein fyrir öllum athugasemdum Samfylkingarinnar í þessu efni enda um alvarlegt mál að ræða ef satt reynist? Samfylkingin í Kópavogi Jón B. Lorange svarar Hafsteini Karlssyni ’Sem sagt bæði með ogá móti sem því miður er einkennandi fyrir Sam- fylkinguna …‘ Jón B. Lorange Höfundur er kerfisfræðingur og íbúi í Kópavogi. GUNNAR Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins, segist ekki birta augljós ósannindi. Þess vegna hafi Fréttablaðið ekki birt grein sem ég bað það fyrir. Athygli vert. Pravda birti bara „sannleika“ Stalíns. „Augljós ósannindi“ voru gerð brottræk af blaðinu sem kenndi sig við sannleika. Við vitum öll hvernig gerska æv- intýrið endaði. Styrj- aldir hafa verið háðar fyrir rétti manna til þess að birta – ef út í það er farið – vaðal og vitleysu. Ritstjórinn skrifar undarlegan vaðal í blað sitt um helgina; segir sama hvað hann hafi sagt eða gert, ég bara breyti staðreyndum eða búi til nýjar. Við höfum aldrei átt orðaskipti, hann hefur aldrei svarað og ég hef ekki breytt einu né einu. Staðreyndin er einföld: öflugasti við- skiptamaður landsins, Jón Ásgeir Jóhann- esson, tók það upp hjá sjálfum sér að ætla að skipta um forsætisráð- herra í Stjórnarráði Íslands. Lak trúnaðarplöggum úr Baugi í blað sitt sem enginn vissi þá hver átti. Linnu- litlar dylgjur og árásir áttu að grafa undan Davíð Oddssyni. Þetta var læ- vísleg tilraun til stjórnarbyltingar. Hársbreidd munaði að þeim tækist ætlunarverk sitt, sem kunnugt er. Í öllum vestrænum lýðræðisríkjum væri þetta mál fyrsta frétt, hverjum steini velt. En því miður, ekki á Ís- landi. Sá tími mun koma – þegar nýir menn hafa tekið við og hagsmunir úr sögunni – að málið verður kortlagt. Sjálfsagt þurfa að líða nokkur ár. Vegtylla sem ég ekki á Stöð 2 færði mér nýja vegtyllu fyrir helgi. Ég er sagður starfsmaður for- sætisráðuneytisins. Það er nú svo. Hið rétta er að ég er starfsmaður fyr- irtækis sem heitir Menn og málefni. Það hefur unnið fyrir fjölmarga aðila hér á landi og erlendis. Þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfsagt að greina frá þeim. Árið 1996 bað einka- væðingarnefnd Menn og málefni að taka þátt í hugmyndasamkeppni um einkavæðingu sem þá sat pikkföst. Ég skilaði tillögum sem voru valdar. Markmiðið var að fá umræðuna úr því heimóttarlega fari sem tíðkast hafði hér á landi. Þá var Hreinn Loftsson formaður einkavæðingarnefndar og Skarphéðinn Berg Steinarsson skrif- stofustjóri í ráðuneyt- inu. Hreinn varð sem kunnugt er stjórnar- formaður Baugs Group og Skarphéðinn ma. stjórnarformaður Norðurljósa. Við áttum fínt samstarf, enda fínir menn. Vaclav Klaus, for- sætisráðherra Tékk- lands – þá helsti hug- myndafræðingur einkavæðingar – var fenginn hingað til þess að taka þátt í ráðstefnu í Perlunni árið 1997. Tókst allt fádæma vel. Síðar fékk Skarphéð- inn Berg mig til þess að annast um kynning- armál í tilefni komu Hillary Clinton á Kvennaráðstefnu 1999. Og árið 2000 fékk Júlíus Hafstein mig til þess að annast um kynningarmál vegna Kristnihátíðar. Það samstarf gekk af- ar vel og þegar Júlíus var beðinn fyrir afmæli heimastjórnar, fékk hann mig til liðs við sig. Þar eru upptalin verk- efni sem forsætisráðuneytið kom að, aldrei átti ég fund með ráðherra. Rétt skal vera rétt. Síðast kom ég í Stjórnarráðið snemma árs 2002. Þá til að kynna embættismönnum stöðu Keikós. Við vorum að hugsa um að flytja Keikó til Stykkishólms. En Keikó synti til Noregs um sumarið og er allur. Hefði betur aldrei farið. Hve hratt flýgur stund! Rétt skal vera rétt Hallur Hallsson skrifar um fjölmiðla Hallur Hallsson ’Sá tími munkoma – þegar nýir menn hafa tekið við og hagsmunir úr sögunni – að málið verður kortlagt.‘ Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. SAMKVÆMT viðmiðum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, telst það við- unandi munnheilsa að hafa ekki verki eða al- varlega sjúkdóma í munninum, geta tugg- ið án erfiðleika og geta haft samskipti við fólk án erfiðleika sem stafa af tönn- unum.Til að tryggja þetta verða að vera góð tengsl á milli al- mennings, tann- heilsugæslufólks og annars hjúkr- unarfólks. Er til dæm- is hugsað nógu vel um tannheilsu aldraðra á Íslandi? Þau kynni sem ég hef haft af hjúkr- unarfólki gegnum árin eru yfirleitt góð, og mér finnst stundum að þetta fólk hljóti að vera „englar“. Mér finnst ég verða að betri manneskju við að umgangast þetta fólk. En hver eru markmið hjúkrunarfólks gagnvart sjúklingum? Hvert er hlutverk hjúkrunarfólks? Hjúkrunarfræðing- urinn og hugsuðurinn Virginia A. Henderson telur að „hlutverk hjúkr- unarfólks sé að hjálpa einstakling- um, sjúkum eða frískum, við að halda góðri heilsu, ná heilsu (eða við að deyja á friðsælan hátt), sem hann hefði gert án hjálpar ef hann hefði haft orku, menntun og vilja til; og að gera þetta á þann hátt að ein- staklingurinn verði sjálfbjarga sem allra fyrst“. Til að geta sinnt starfi sínu af kostgæfni hefur hjúkrunarfólk lagt á sig langt og strangt nám, sem gerir það hæfara til að sinna starfi sínu af öryggi, sem skiptir svo miklu máli þegar maður er að vinna með fólk. En er hjúkrunarfólki veitt næg fræðsla um tann- heilsu? Getum við vænst þess, að þetta fólk hugsi nógu vel um tannheilsu þeirra sem búa á elli- heimilunum, heimilum fyrir þroskahefta eða njóta heimahjúkrunar? Henderson skil- greinir 14 grundvall- arþarfir allra sjúklinga, og meðal þeirra er „að halda líkamanum hrein- um og vel til höfðum og vernda húðina“. Þetta á við um munninn líka. Á Norðurlöndum sjá tannfræðingar meðal annars um fræðslu fyrir hjúkrunarfólk, bæði í skólum og inni á stofnunum. Ég hef verið svo heppin að fá að sinna slíkri fræðslu í Noregi um nokkurt skeið, og tel brýna nauðsyn á svipuðu fyr- irkomulagi á Íslandi. Tannheilsugæsla Bryndís Arngímsdóttir skrifar um tannheilsu Bryndís Arngrímsdóttir ’Á Norður-löndum sjá tannfræðingar meðal annars um fræðslu fyrir hjúkr- unarfólk…‘ Höfundur er tannfræðingur. Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 4. mars í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. ar gu s – 0 4- 00 86

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.