Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 29

Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 29 UNDANFARNA daga hafa nokkrir talsmenn íslenzkra kvik- myndagerðarmanna gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og hnjóð- að í Ríkisútvarpið fyrir „inn- kaupastopp“ á verk sjálfstætt starf- andi kvikmyndagerðarmanna út þetta ár. Mér sem yfirmanni dag- skrár allra deilda RÚV komu þess- ar fullyrðingar nokkuð á óvart enda hafa eng- ar slíkar ákvarðanir verið teknar og hef ég reyndar ekki heyrt á það minnzt hjá sam- starfsmönnum mínum að samskiptum við innlenda kvikmynda- gerðarmenn ætti að haga þannig að jafn- gilti „innkaupastoppi“ allt þetta ár. Umræðan gefur mér hins vegar tæki- færi til að fara nokkr- um orðum um sam- skipti Sjónvarpsins og sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmanna. Enda fyllilega tímabært. Reynslan sýnir, að sá hópur er afar sundurleitur og sjónarmiðin ólík þegar kemur að því að ræða skynsamlegasta nýt- ingu á dagskrárfé Sjónvarpsins. Þess eru dæmi að fagmenn í þess- um geira ætlist fyrst og fremst til þess að Sjónvarpið sé þátttakandi í gerð umfangsmestu og dýrustu ís- lenzkra bíómynda, sem almennt eru unnar af miklum metnaði og oft með glæsilegum árangri en í öðrum tilvikum slysalegum endalokum sem leitt hafa framleiðendur í fjár- hagslegar ógöngur. Við þvílíkar að- stæður er gjarnan leitað til Sjón- varpsins um að hlaupa undir bagga með því t.d. að kaupa upp sýning- arrétt á gömlum bíómyndum. Ein- stakar heimildarmyndir eða stakir sjónvarpsþættir eru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá þessum hópi. Í öðrum tilvikum hafa áhuga- samir nýliðar kvatt sér hljóðs, kynnt hugmyndir sínar eða full- unnin verk, einkanlega á sviði heim- ildarþátta og falboðið Sjónvarpinu. Sumt hefur verið gert með ein- stökum ágætum þannig að sómi er að fyrir alla aðila. Annað ekki. Meirihluti þessara verka, sem boðin eru, snýst um ferðalög í útlöndum. Það getur verið gott og blessað ef skírskotun til íslenzkrar sögu eða aðstæðna er nægileg. Oftast er það ekki. Eins og vænta má er ekki allt- af á vísan að róa þegar hleypt er af stað verkefnum nýliða, sem ekkert liggur eftir. Slíka áhættu verður Sjónvarpið þó að taka. Það á að veita ungu fólki tækifæri eins og frekast er unnt en takmörk eru fyr- ir því hvað menn geta verið tilleið- anlegir og eftirgefanlegir þegar að því kemur að staðið sé við gerða samninga, t.d. varðandi afhending- artíma og gæðakröfur. Oft eru framleiðendur að skila verkum löngu eftir að afhendingarfrestur er útrunninn þannig að varla gefst tími til að kanna tæknileg gæði áður en að útsendingu kemur. Þess eru mörg dæmi að myndir séu sendar til baka og krafa gerð um lagfær- ingar af því að þær eru ekki í sam- ræmi við gæðakröfur. Svo eru það myndir sem aldrei skila sér eða koma einhvern tímann, seint og um síður. Eins og alls stað- ar tíðkast leitar íslenzkt kvik- myndagerðarfólk eftir fjármögnun frá innlendum og erlendum sjóðum eða öðrum aðilum og tryggir sér kaup kvikmyndahúsa og sjónvarps- stöðva á fullunnum myndum til sýn- ingar. Sjónvarpið hefur varið hundruðum milljóna á und- anförnum árum til styrktar ís- lenzkri kvikmyndagerð með vil- yrðum sem gefin eru fyrirfram áður en nokkur mynd verður til. Slík vil- yrði opna dyr að kvikmyndasjóðum þó ekkert sé vitað hve áhugaverð myndin verður á endanum. Um þessar mundir eru um 100 milljónir króna útistandandi í vil- yrðum og fyrirheitum sem Sjón- varpið hefur veitt um kaup á verk- um sem komin eru fram yfir umsamdan afhendingartíma. Í sum- um tilvikum hefur verið veittur framlengdur frestur á frest ofan. Því er aðkallandi við núverandi að- stæður að því fé sem Sjónvarpið hefur bundið í slíkum samningum verði endurráðstafað til annarra lífvænlegri verkefna. Fjármunir munu þá nýtast betur til íslenzkrar kvik- myndagerðar en hingað til. Síðast en ekki sízt skal talinn enn einn flokkur íslenzkra framleiðenda, sá sem skilað hefur glæsi- legum kvikmyndum, þáttaröðum eða stök- um verkefnum fyrir íslenzkt sjónvarp og staðið sig með lofs- verðum hætti þannig að jafnast fyllilega á við það sem bezt gerist úti í hinum stóra heimi. Sjónvarpið er stolt af því að eiga samstarf við þá og prýða dagskrá sína með verkum þeirra. Framsækin dagskrárgerð í há- gæðaflokki tæknilega og unnin af metnaði. Í einkafyrirtæki væri til- tölulega einfalt að hugsa og segja: „Innlendri þáttagerð er bezt borgið í höndum þessara manna,“ haga sér í samræmi við það og orðlengja ekki frekar. Í opinberri stofnun gerast hlutirnir ekki þannig. Það er ætlast til að tekið sé tillit til ótal annarra sjónarmiða, að jafnræðisreglu og réttsýni í þágu sem flestra sé gætt við útdeilingu þeirra takmörkuðu fjármuna sem úr er að moða. Mér finnst athyglisvert að heyra hvað íslenzkir kvikmyndagerð- armenn hafa gefið aðrar íslenzkar sjónvarpsstöðvar gjörsamlega upp á bátinn, þær einfaldlega kaupi ekk- ert af þeim. Þess vegna er Sjón- varpið eina vonin og verður þar af leiðandi fyrir óvægnari gagnrýni í sinni einstöku stöðu, svo þver- sagnakennt sem það kann að virð- ast. Að þessu leyti virðumst við vera horfin aftur til tíma einkarekstr- arins, sem sumir kölluðu einokun. Sjónvarpið er eftir þessu að dæma einokunarfyrirtæki í nýjum skiln- ingi að því leyti að það eitt verzlar við innlenda framleiðendur. Við kaupum íslenzkt! Það stingur vissu- lega í stúf við þau almennu mark- mið sem lágu til grundvallar nýjum útvarpslögum 1985. Þá sáu menn í hillingum hina miklu fjölbreytni í framleiðslu á innlendu dagskrárefni handa nýjum fjölmiðlum og gós- entíð fyrir kvikmyndagerðarfólk. Þeir fjölmiðlar sem í tímans rás hafa fengið úthlutað verðmætum rétti til að leggja ljósvakann að miklu leyti undir ætla ekki að standa undir væntingum. Það segja kvikmyndagerðarmenn. Við höfum orð talsmanns þeirra fyrir því. Af skiljanlegum ástæðum er bent á ótvírætt forystuhlutverk Rík- isútvarpsins sem það gegnir betur nú en nokkru sinni. Gjarnan er gripið til samanburðar við almanna- þjónustustöðvar eins og BBC í Bretlandi eða sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum. Allur samanburður á Ríkisútvarpinu við BBC er gjör- samlega út í hött. BBC er fyrirtæki sem árlega ráðstafar jafngildi fjár- laga íslenzka ríkisins í rekstur sinn. Norðurlandastöðvarnar eru hver og ein a.m.k. tíu sinnum stærri en RÚV. Hjá þessum erlendu stórfyr- irtækjum, sem hafa tryggingu fyrir árlegri hækkun afnotagjalda til nokkurra ára í senn er það ekki nein ofrausn að gera ráð fyrir 21– 25% af dagskrárfé til viðskipta við sjálfstæða framleiðendur í mjög virku samskeppnisumhverfi, þar sem fjöldi öflugra framleiðslufyr- irtækja er starfandi á þessu sviði. Hér er ástandið allt annað. Samt hefur RÚV farið á undan í við- skiptum við sjálfstæða framleið- endur og má rekja þá stefnu um 15 ár aftur í tímann. Og þrátt fyrir þá staðreynd að ráðstöfunarfé Rík- isútvarpsins hefur rýrnað að raun- gildi um 20% á síðustu 10 árum var um 27% af ráðstöfunarfé innlendrar dagskrárdeildar varið til viðskipta við sjálfstæða framleiðendur árið 2003. Ráðamenn hafa við hátíðleg tæki- færi gefið fögur fyrirheit um eflingu innlends sjónvarpsefnis. Minna hef- ur orðið úr framkvæmdum. En það er góð spurning fyrir kvikmynda- gerðarmenn að velta fyrir sér, hvort það sé vænlegast til árangurs að atyrða fyrst og fremst Rík- isútvarpið fyrir þessar aðstæður í heild. Og er þörf á því í þessum málatilbúnaði að álasa RÚV sér- staklega fyrir þá miklu fjölbreytni, sem það veitir áhorfendum Sjón- varpsins? Fréttir og íþróttir hjá RÚV eru að stórum hluta innlent efni, speglun á íslenzku samfélagi. Við reynum einnig eftir megni að veita fólki aðgang að alþjóðlegum stórviðburðum á sviði íþrótta, sem talsverður hluti íslenzku þjóðarinnar sér sem helztu réttlætingu fyrir því að afnotagjöld sín renni til RÚV. Kannanir sýna ennfremur að fólkið vill að RÚV sinni fyrst og fremst fréttum og frétta- tengdu efni og gefur því hæstu einkunn fyrir trú- verðugleika. Við leggjum að sjálf- sögðu höfuðáherzlu á eflingu fréttanna. Einn hópur listamanna hefur ályktað sérstaklega um aukningu leikins innlends efnis í Sjónvarpinu. Þegar að undirbúningi Eddu- verðlauna kom síðast stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun for- ráðamanna keppninnar að Spaug- stofan í Sjónvarpinu ætti ekki inn- komuleið á þann æruverðuga vettvang í samkeppni um bezta leikna efnið í sjónvarpi. Er þó um að ræða vikulegan, leikinn, alíslenzkan sjónvarpsþátt með nokkrum af fær- ustu leikurum landsins, og vinsæl- asta efnið sem um getur í íslenzku sjónvarpi. Eitt enn mislíkar mér ákaflega. Í umræðunni um íslenzkt dagskrár- efni er eins og hlutur starfsfólks Sjónvarpsins sjálfs sé virtur að vettugi. Innlent efni sem það fram- leiðir er meðhöndlað eins og ein- hverjar afgangsstærðir í öllum samanburðarflækjunum. Þannig er farið með Spaugstofuna eins og áð- ur er getið, Laugardagskvöld Gísla Marteins, Kastljósið, Af fingrum fram, Mósaík, Gettu betur, At-ið, Stundina okkar, Í brennidepli, Pressukvöld, fréttirnar og innlenda íþróttaefnið o.fl. o.fl. Allt er þetta prýðisgott, íslenzkt sjónvarpsefni. Sjónvarpið hefur í tæp 40 ár verið uppeldisstöð fyrir íslenzkt kvik- myndagerðarfólk. Þar hefur jafnan verið fyrir hendi yfirburðaþekking og hæfni. Þó að kvikmyndagerð- armenn hafi talað ógætilega og haldið því fram að Sjónvarpið ætti ekki að hafa húsnæði, tæki eða starfslið til eigin dagskrárgerðar verður það eitt af meginmark- miðum RÚV að tryggja því af- burðafólki sem hér starfar áfram- haldandi vinnu að verðugum og krefjandi viðfangsefnum þannig að forysta RÚV á þessu sviði standi óhögguð í bráð og lengd. Sínum augum lítur hver á RÚV-silfrið Eftir Markús Örn Antonsson Höfundur er útvarpsstjóri. Markús Örn Antonsson ’ Mér finnst athyglisvertað heyra hvað íslenzkir kvikmyndagerðarmenn hafa gefið aðrar íslenzkar sjónvarpsstöðvar gjör- samlega upp á bátinn… ‘ a Morgan garstjórar og snerist ringanna. garstjórar ast á við eða við- æðilegum ga stærri ra hnýtta eða hug- yjatvíær- ar vantaði eildarhug- mi stóru sé liðinn r þennan gagnrýni u gjarnan almennt á verkum. þröngvað ngarstjór- æmi lista- til góða. Í a Morgan ri einfald- og nefndi erið lagðir tvíæring- relt; Fen- l dæmis í ki að vera t hvaðan- a að hver ar sem er. mir hverj- rki enda ars konar rpa ljósi á ð að bæta verfi sem rar menn- ætlað að ðarins, en a list inn á ðu er bæði víærings- ekki það ir endur- ar í sam- ka gegnt um hug- ng inni ndir hug- di sjónum a hennar eika. Ólaf- ur nefndi hugmynd sína um landa- kort, sem samlíkingu fyrir landslag myndlistarinnar. „Við erum fyrst og fremst að tala um list og sá strúktur sem við viljum byggja í kringum hana verður að lúta henn- ar lögmálum og þjóna henni.“ Hann sagði aðrar þjóðir hafa byggt upp ákveðin kerfi til að þjóna myndlist en þau hefðu ekki endilega tekið mið af listinni sjálfri. En meira um kortin. „Kortið er eins og landakort. Það eru litlu borgirnar, tilrauna- gallerí og minni staðir, vinnustofu- gallerí, stærri borgir, markaðsgall- erí sem gegna öðru hlutverki, söfn, einkasöfn, borgarsöfn, ríkissöfn, allt með mismunandi hlutverk. Þá höfum við stærstu staðina, stóru al- þjóðlegu söfnin og stóru stofnanirn- ar eins og Feneyjatvíæringinn.“ Ólafur sagði að ef hugmynd að tvíæringi ætti að verða að veruleika á Íslandi, þyrfti að skoða þetta kort myndlistarinnar vel. Jessica sagði að á stórum sýning- um væri hægt að draga hugmyndir að víða og nota kortið sem Ólafur nefndi til að móta hugmyndir að hvort sem væri sögulegum sýning- um, samtímasýningum, þematísk- um sýningu eða enn annars konar sýningum. Þetta væri kostur sýn- inga af þessu tagi, meðan söfn til dæmis væru bundin af safneign og því sérstaka hlutverki sem hverju þeirra væriætlað. Tvíæringur fýsilegur Ólafur vék að spurningu Jessicu Morgan um hvers vegna ætti að halda tvíæring. Hann sagði að slíkir viðburðir væru til að byrja með eins konar hugmyndaframleiðsla og hverju samfélagi væri hollt að skoða sig sjálft á þann hátt. „Þetta þarf þó ekki bara að vera mennta- ndi og upplýsandi, getur skapað hvort sem er eitthvað djúpt og póli- tískt eða létt og fallegt.“ Hann sagði að í sínum augum væri tvíæringur eða stór sýning af því tagi því aug- ljóslega fýsilegur kostur og svaraði þar með spurningu Jessicu. Hann sagði næstu spurningu því snúast um hver eða hverjir ættu að sjá um slíkt fyrirbæri. „Venjulega eru það þeir sem eru menntaðir í myndlist og menntaðir í því að koma mynd- list á framfæri en ekki listamenn- irnir sjálfir.“ Hann benti á fæð list- fræðinga á Íslandi og skort á almennri listasögumenntun sem dragbít að þessu leyti og að í mörg- um tilfellum væru listamenn sjálfir uppteknir af því að skapa sýningar. Þetta yrði bæði til þess að hægja á faglegri þróun í sýngahaldi hér á landi og að listamenn væru aðeins hálfir í listsköpuninni sjálfri. Tvíæringurinn í Istanbúl var, að mati Jessicu Morgan, dæmi um vel heppnaðan tvíæring sem hefði gert mikið fyrir myndlistina á sínum slóðum. Tvíæringurinn í Jóhannes- arborg væri hins vegar dæmi sem ekki hefði gengið upp og hann lagst af. Ólafur tók þátt í honum annað árið sem hann var haldinn. Ólafur sagði að sýningarstjórarn- ir tveir hefðu beðið hann um verk sem þeir hefðu þegar séð, ljós- myndir frá Íslandi. Þegar hann kom á staðinn kom í ljós að sýninginguna átti að halda í gömlu orkuverki og hinum megin við götuna hefðu verið byggingar demantaverslunar Suð- ur-Afríku. Sex árum áður hefðu á þessum stað gerst þeir atburðir að fólki var fleygt fram af húsþökum í hatrömmum kynþáttaóeirðum. „Mér fannst erfitt að vera þarna og langaði að skapa svolitla örsögu í þessum kringumstæðum. Ég fann náunga sem hjálpaði mér við að leigja dælu og án þess að segja sýn- ingarstjórunum frá því undirbjó ég lítið verk. Það var regnvatnsgeymir þarna nálægt sem notaður var til að dæla vatni úr á pálmatrén í borg- inni. Ég dældi vatni úr tanknum í lítinn læk, um kílómetra leið þarna á götunni, á mjög heitum degi og kallaði þetta veðrun. Ég var líka að reyna að setja spurningarmerki við gæði þessa tvíærings eins og hann kom mér þarna fyrir sjónir. Ég kom fljúgandi eins og geimvera inn í þetta þrúgandi pólitíska andrúms- loft. Mér fannst sýningarstjórarnir ekki höndla þetta pólitíska and- rúmsloft, það getur þó verið að það hafi ekki verið rétt hjá mér, þeir voru bara kurteisir og sýndu þarna ljósmyndir og vídeóverk. Og svo var þessi tvíæringur allur. Það var sér- kennilegt að koma á þennan ótrú- lega magnaða stað og sjá svo enga listsköpun aðra en ljósmyndir hangandi á vegg, ekki það að það sé neitt slæmt við þær í sjálfu sér.“ Það verður greint nánar frá framhaldi þessa málþings um myndlist síðar. eða ekki sunnudag. Tilefnið var umræður síðustu missera dlistarumhverfi, hvort fýsilegt sé að efna til taðið skuli að samskiptum Íslands við erlendan hér fyrri hluta þeirra erinda sem þar voru flutt en ry í London og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. Morgunblaðið/Þorkell Gunnarsdóttir höfðu framsögu á myndlistarþinginu. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.