Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ E inhver vondur Dani, Niels Lyngsø, finn- ur það upp hjá sjálfum sér að tala yfirlætislega og raunar af óheyrilegum hroka um bókmenntir vest-norrænna þjóða í Politiken fyrir skömmu. Maðurinn virðist vera einhvers konar gagnrýnandi. Hann skrif- ar grein um sex ljóðabækur sem tilnefndar voru til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári. Þrjár þeirra þykir honum mjög góðar, sú danska auðvitað, sú norska og sú sænska. Þrjár þeirra þykir hon- um vera mjög vondar, sú fær- eyska, sú grænlenska og svo sú íslenska, Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Og aumingja maðurinn setur fram ákaflega laslega hugmynd um það að þessar þrjár ljóða- bækur séu svona vondar vegna þess að höfundar þeirra til- heyri fámennisþjóðum. Og hann virðist líka vera þeirrar skoð- unar að það sé fráleit hugmynd að þessar fámennisþjóðir fái að leggja fram bækur til Bók- menntaverðlauna Norð- urlandaráðs, þaðan geti bara ekki komið góðar bækur. Núna myndi viðhorfshöfundur hlæja kuldalegum en jafnframt innilegum hlátri ef þetta væri út- varp eða sjónvarp. En þetta er dagblað og því segi ég: Þessi Dani veit greinilega afskaplega lítið í sinn haus. Þessi Dani er þar að auki dóni. Við skulum skoða eilítið betur hvað aumingja maðurinn segir í þessu skrifi sínu. „Hugsið ykkur,“ segir Niels, „ef Ballerup ætti að tilnefna einn af íbúum sínum til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Miðað við að þar búa einungis um það bil 50.000 manns þá væri það takmörkunum háð hversu hæfan kandídat væri hægt að til- nefna. Ár eftir ár.“ Nielsi þykir tilhugsunin fárán- leg, en þetta er veruleikinn, bæt- ir hann við, bæði á Grænlandi og í Færeyjum búa álíka margir og í Ballerup og þessar þjóðir fá að tilnefna einn höfund til hinna merku verðlauna. Og niðurstaðan er eftir því, heldur Niels áfram: „Séu ljóð- skáldin sex sem tilnefnd eru skoðuð kemur í ljós að bilið á milli þeirra bestu og þeirra verstu er gríðarlega mikið. Grænlenska skáldinu, Kristian Olsen aaju, er ekki viðbjargandi, hann er úti í móa. Bók hans er ekki verð umfjöllunar.“ Niels segir að bæði færeyska skáldið og það íslenska séu sömuleiðis vonlaus. En um þau fjallar hann í lok greinar sinnar eftir að hafa farið lofsamlegum orðum um Kristinu Lugn frá Svíþjóð, Peter Nielsen frá Dan- mörku og Inger Elisabeth Han- sen frá Noregi. Niels rifjar upp að færeyska skáldið Jóanes Nielsen hafi verið tilnefnt áður, 1994, enda hafi Færeyingar ekki úr mörgum að velja. Hann segir Nielsen vera eins konar þjóðskáld Færeyinga nú um stundir og njóta mikilla vinsælda í heimalandi sínu sem og meðal sumra gagnrýnenda í Danmörku. „En í mínum augum og eyr- um,“ heldur Niels áfram af stíl- legum frumleika, „eru ljóð hans algerlega hefðbundin.“ Hann segir bókina einkennast af náttúrustemningum og tilvist- arlegum hugleiðingum og and- ardrátturinn í henni sé hægur, jafnvel svæfandi. En Niels telur að ástandið sé enn þá verra á Íslandi en þar sé ekki um að ræða álíka marga íbúa og í Ballerup heldur í Ár- húsum og næsta nágrenni. Nielsi er þó ekki alls varnað. Hann seg- ir Ísland þrátt fyrir allt eiga „merkilega bókmenntahefð“, en í þetta sinn hafi Ingibjörg Har- aldsdóttir verið tilnefnd. Og um bók hennar segir Niels: „Þetta er ekki bara næfísk og gagnhefðbundin ljóðlist, þetta eru veigalítil ljóð sem ekki snerta mann.“ Að mati Nielsar hefði þessi bók Ingibjargar vart verið gefin út hefði hún verið send til stórs forlags í Danmörku. Að endingu segir Niels að það sé út í hött að hinn færeyski Nielsen, hin íslenska Haralds- dóttir og Grænlendingurinn Ol- sen, sem sé enn verri en hin tvö fyrrnefndu ef það sé hægt, skuli geta baðað sig í ljósi skandinav- ísku ljóðskáldanna þriggja sem séu frábær. Það sé einfaldlega klassamunur á þeim. „Ef eitt af vest-norrænu ljóð- skáldunum fær verðlaunin í ár þá flyt ég til Ballerup,“ segir Niels að lokum. Það hefði enginn orðið fegnari en ég ef Niels auminginn hefði þurft að standa við þessa hótun sína, hann hefði þá hugsanlega getað sest niður í ró og næði til að lesa bókmenntir fámenn- isþjóðanna hér norðurfrá. Í leiðinni hefði hann hugs- anlega áttað sig á afstæði stærð- arhugtaksins þegar um fólk og þjóðir er að ræða. Það er ekkert lögmál að stórmenni verði ein- göngu til þar sem milljónir manna eru saman komnar. Það er ekkert lögmál að góð skáld þurfi stóra þjóð til að þrífast. Þetta er bara einhver sú allra mesta vitleysa sem maður hefur heyrt um dagana. William Heinesen skrifaði stórkostlegar skáldsögur um líf- ið í Færeyjum, um baráttu hins gamla og nýja í litlu samfélagi. Enginn efast um að það eru heimsbókmenntir. Heinesen hafnaði þessum Bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs á miðjum sjöunda áratugnum og sýndi þar að sannkölluð stór- menni eru einungis til á meðal smáþjóða. Og ekki var Halldór Laxness afurð stórar þjóðar en hann skrifaði bækur um líf smáþjóðar með þeim hætti að fólk hvaðan- æva getur þar fundið sjálft sig. Þó að það þurfi ekki stóra þjóð til að skapa stórt skáld þá getur ein bók hýst margar þjóðir. Laxness var sennilega eitt mesta skáld sem Norðurlöndin hafa alið, kannski fyrir utan Snorra Sturluson. Og Laxness bað okkur í lengstu lög að muna eitt, að yrkja ekki eins og Skand- inavar. Þessi Dani er dóni Þó að það þurfi ekki stóra þjóð til að skapa stórt skáld getur ein bók hýst margar þjóðir. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Sigríður Theo-dóra Árnadóttir fæddist í Snjallsteins- höfðahjáleigu (nú Ár- bakki) í Landsveit 18. mars 1926. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Margrét Loftsdóttir, f. 27.1. 1899, d. 12.8. 1981, og Árni Sæmunds- son, bóndi á Bala í Þykkvabæ, f. 27.6. 1897, d. 17.12. 1990. Sigríður var þriðja í röðinni af sex systkinum. Hin eru Lovísa Anna, f. 24.11. 1920, Sæmundur, f. 5.9. 1924, d. 12.2. 1944, Svava Þuríður, f. 9.6. 1927, Guðlaugur, f. 9.6. 1927, og Rut, f. 24.5. 1933. Sigríður Theodóra giftist 13.10. 1945 Eggerti Jóhanni Jónssyni, f. 22.5. 1919, d. 18.7. 1962. Foreldr- ar hans voru hjónin Jónína Val- gerður Ólafsdóttir, f. 31.3. 1886, d. 3. jan. 1980, og Jón Pálmason, alþingismaður á Akri, f. 28.11. 1888, d. 2.2. 1973. Sigríður Theo- dóra og Eggert Jóhann eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jónína, f. 13.7. 1946, maki Eiríkur Kristinn Nielsson, f. 29.11. 1942, d. 17.12. 2000. Þeirra börn eru: a) Eggert Jóhann, f. 24.12. 1966, b) Bergþóra, f. 21.2. 1968. c) Sigríð- ur Theodóra, f. 24.6. 1974, maki Atli Örv- ar, þeirra börn: ca) Jónína Valgerður, f. 17.2. 1998, cb) Una Hrund, f. 1.5. 2000. 2) Margrét, f. 23.4. 1950, maki Magnús Guðjónsson, f. 30.1. 1948. Þau slitu sam- vistum. Þeirra börn eru: a) Eggert, f. 30.10. 1970, maki Margrét Ása Karls- dóttir, þeirra börn eru: aa) Freyja Karen, f. 10.2. 2001, ab) Heiða Hrund, f. 28.5. 2003. b) Arnheiður, f. 16.6. 1972, dóttir hennar ba) Margrét Rebekka, f. 25.12. 1999. c) Katrín, f. 11.6. 1981, d) Magnús Einar, f. 21.5. 1987. 3) Árni Sæ- mundur, f. 19.3. 1956, maki Sig- urveig Björnsdóttir, f. 8.2. 1960. Þeirra börn eru: a) Björn, f. 29.3. 1980 b) Eggert Jóhann, f. 6.1. 1983. Sigríður Theodóra starfaði utan heimilis eftir að maður henn- ar lést, þá lengst af sem fulltrúi í lánadeild Búnaðarbanka Íslands. Hún lét af störfum í árslok 1995. Útför Sigríðar Theodóru verð- ur gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðm. G. Halldórsson.) Tengdamóðir mín sem við nú kveðjum var náttúrubarn. Hugur hennar leitaði oft heim í átthagana. Hún fylgdist vel með fuglunum, hve- nær þeir birtust á vorin og hvenær þeir fóru á haustin. Ef hún sá ein- hvern fugl sem hún kannaðist ekki við hætti hún ekki fyrr en hún hafði feng- ið að vita hvað hann hét. Hún var veiðikona og þar lágu áhugasvið okk- ar saman, það brást ekki að ef við Árni vorum að koma úr veiðiferð var hún spennt að vita aflatölur og ná- kvæma lýsingu á öllum staðháttum. Hún hafði gaman af því að ferðast, bæði innanlands og erlendis, það var gaman að heyra hana segja ferðasög- ur sínar því hún tók eftir öllu, jafnt stóru sem smáu. Hún tengdamóðir mín hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum, vissi vel hvað hún vildi og hvað hún vildi ekki. Það einkenndi hana hvað hún hafði skemmtilegan húmor og er oft vitnað í óborganleg tilsvör hennar í fjölskyldunni. Mér er efst í huga þakklæti til hennar fyrir allt það sem hún gaf mér og kenndi. Hún kvaddi þennan heim södd lífdaga, hvíldinni fegin. Elsku Sigríður, megi algóður Guð umvefja þig vængjum sínum og leiða þig um ný heimkynni. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir Sigurveig. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur líka. Ég var svo fegin að kom- ast til þín þarna á sunnudaginn til að kveðja. Þó þetta hafi nú verið mikil hraðferð á mér og ég hálfpartinn and- lega fjarverandi, þá leið mér samt mun betur eftir að hafa fengið að kveðja þig. Mér fannst þú brosa örlít- ið við mér og það hlýjaði mér um hjartarætur. Margar góðar og oft á tíðum fyndn- ar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur þegar ég hugsa til þín um ókomna tíð. Einu sinni var ég stödd heima hjá þér í Boðagrandanum og við vorum að baka. Þú varst inni á baði eitthvað að bjástra og ég í eldhúsinu að dunda mér við að brjóta upp egg í bakst- urinn. Í ljós kom að eitt eggið var fag- urfjólublátt á lit og ég í einfeldni minni hélt að þú, þessi mikla fugla- áhugakona, mundir hafa gaman af að sjá svona fallega fjólublátt egg. Ég kallaði á þig, glöð í bragði, og rétti fram glas með egginu í. „Amma, sjáðu.“ Mikil mistök það!!! Þú hljópst æpandi aftur inn á bað og stóðst þar lengi og kúgaðist hvað eftir annað. Á sumrin komstu oft með okkur í ferðalög þegar ég var krakki og þá spiluðum við oft á spil, þú sagðir sög- ur af álfkonum og huldufólki úr sveit- inni, það var ótrúlega gaman. Ég man reyndar líka eftir því hvað þú hraust ótrúlega hátt. Tíminn leið og ég fullorðnaðist og það kom að því að ég fluttist til Dan- merkur til að læra dýralækningar. Þú varst afar stolt af mér og sagðir öllum í Skógarbæ, þegar ég var í heimsókn, að ég væri að læra að verða dýra- læknir. Þú lifðir þig inn í námið mitt í gegnum sjónvarpið með áhorfi á alla SIGRÍÐUR THEO- DÓRA ÁRNADÓTTIR ✝ Þórður Guð-mundsson fædd- ist á Kleifum á Sel- strönd í Steingríms- firði 16. febrúar 1913. Hann andaðist á líknardeild Land- spítala Landakoti laugardaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans vóru Guðmundur Þórðar- son bóndi á Kleifum, f. 13. nóv. 1874, d. 25. sept. 1919, og Helga Bjarnadóttir bústýra hans, f. 30. júní 1874, d. 26. mars 1958. Systkini Þórðar voru Jakobína, f. 7. apríl 1902, d. 31. jan. 1982, og Valdimar, f. 16. ágúst 1910, d. 28. okt. 2001. Þórður kvæntist 12. nóv. 1934 Fanney Anna, f. 14. febr. 1967. 2) Hjalti Ingimundur, f. 20. maí 1941. Börn hans eru: Þorsteinn, f. 10. maí 1967, sambýliskona Sara Níelsdóttir, f. 17. nóv. 1968, og Sig- urlaug, f. 2. maí 1976. 3) Guðmund- ur, f. 9. maí 1945, kona hans Krist- ín Magna Guðmundsdóttir, f. 28. sept. 1944. Börn þeirra eru: Fann- ey, f. 2. apríl 1967, Þórður, f. 5. ágúst 1970, og Bjarni, f. 19. apríl 1981. Þórður stundaði framan af al- menna verkamannavinnu, var um stutt skeið sjómaður og sinnti dúk- lagningar- og veggfóðrunarstörf- um. Upp úr 1953 lagði hann fyrir sig múraraiðn sem aðalstarf er hann stundaði til 1970. Síðustu 12 árin vann hann við Vífilsstaðahæl- ið sem almennur starfsmaður. Hann tók virkan þátt í félagsmál- um og var í formennsku og stjórn í verkalýðsmálum um tíma á Hólmavík. Útför Þórðar fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fanneyju, f. 14. nóv. 1913, dóttur Hjalta Steingrímssonar, f. 3. maí 1882, d. 20. des 1961, útgerðarmanns og fyrsta símstjóra á Hólmavík m.m., og konu hans Sigurlínar Tómasdóttur frá Gljúfurá í Arnarfirði, f. 28. okt 1870, d. 8. ágúst 1950. Börn Þórðar og Fanneyjar eru: 1) Ásthildur, f. 10. mars 1935, gift Guð- mundi Benediktssyni, f. á Seyðisfirði 22. nóv. 1936, börn þeirra eru: Benedikt, f. 2. jan. 1963, hans kona Diane, f. 27. sept. 1957, börn þeirra börn Co- urtney Mary, f. 15. sept 1997, og Brittany Nicole, f. 10. júlí 2000; og Faðir minn ólst upp við Stein- grímsfjörð. Hann var sonur Guð- mundar Þórðarsonar sjálfseignar- bónda á Kleifum á Selströnd, sem auk þess átti og bjó á Gautshamri. Faðir minn var kominn af dugmiklu fólki, en naut þess ekki sem skyldi, því hann missti föður sinn sex ára. Föðurafi hans hafði dáið ári áður, en móðurafa sínum, Bjarna Pálssyni var hann samvista aðeins lengur eða til 11 ára aldurs. Að missa föður sinn svo ungur hafði mikil áhrif á uppeldi hans. Lífsbaráttan var harðari þá. Á sumrin var honum komið í vist sunn- an megin fjarðarins, eða þar til hann gat farið að vinna sjálfstætt fyrir sér, en með móður sinni ásamt bróður um vetur. Faðir minn vildi lítið tala um þetta tímabil, sneri út úr því með því að segja: „Ég sé ekkert eftir því að gefa þér að borða.“ Nokkuð mun það hafa komið niður á líkamlegu at- gervi hans síðar meir. Hann var oft snjall í tilsvörum og kunni til að mynda mörg orðatiltæki og var ein- dæma hnyttinn með þeim. Hann var greindur, framan af ævi minnugur og mannþekkjari en þó dulur. Ekki var hann beint búmaður en þó for- sjáll. Hann var forvitri en fór frekar leynt með það. Faðir minn tók virk- an þátt í félagsmálum. Hann var mjög trúr sínum hópi og ekkert haggaði trúnaði hans eða gat komið honum til að svíkja félaga sína. Á heimili foreldra minna var ævinlega gestkvæmt og þau bæði frekar gest- risin. Hann var nýtinn og verklaginn og natinn fagmaður og náði um síðir góðum tökum á faginu. Við unnum saman um tíma feðgarnir, var það mér síðar gott veganesti. Upp úr 1970 fór hann að kenna slappleika út af kransæðaveiki. Skipti hann nokkru síðar um aðalstarf og vann við Vífilsstaðahælið. Þó sleppti hann ekki hendinni af múrskeiðinni og vann í nokkuð mörg ár í frítímum sínum að sinni fyrri iðn. Foreldrar mínir fluttu suður árið 1962. Við feðgarnir hjálpuðumst að við að byggja snoturt einbýlishús, sem flutt var inn í 15. des. sama ár. Á Smáraflöt 6 í Garðabæ átti faðir minn heimili yfir 40 ár. En framan af árum fann ég þó að honum þótti ekki mikið til alls koma hér syðra. Árin á Hólmavík áttu lengi hug hans. Þar ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.