Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 34

Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Júlíus Júlíussonfæddist í Hafn- arfirði 18. janúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Júlíus Sigurðsson. f. 5.7. 1880, d. 29.9. 1911, og Theodóra Níelsdóttir, f. 23.8. 1891, d. 12.1. 1944. Júlíus átti níu hálf- systkini sem öll eru látin. Samfeðra hálf- systkini voru: Lára Aðalheiður, Lára Aðalheiður Elín, Ásta, Elín Elísabet, Sigríður, Hulda, Leó og Stefán Ágúst. Sam- mæðra var Elísabet Halldórsdótt- ir. Tvær alsystur Júlíusar eru; Anna Hulda Júlíusdóttir, f. 1925, Ásta Júlía, Sara og Vigdís. 3) Hörður, f. 21.7. 1958, kvæntur Sigurlaugu J. Hauksdóttur, f. 2.5. 1958, börn þeirra eru Hugborg Inga og Brynjar. Barnabarnabörn Júlíusar eru 12. Júlíus var uppalinn í Ólafsfirði og á Siglufirði þar sem hann bjó lengst af. Júlíus lauk námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Hann stundaði ýmis störf en lengst af var hann grunnskóla- kennari og kenndi við barna- og grunnskóla Siglufjarðar til ársins 1995 er hann lét af störfum vegna aldurs. Júlíus var virkur þátttak- andi í félagslífi Siglfirðinga, hann starfaði mikið að æskulýðsmálum og gegndi trúnaðarstörfum í hin- um ýmsu félögum s.s. Leikfélagi Siglufjarðar, Norræna félaginu á Siglufirði og Félagi hjartasjúkl- inga á Norðurlandi vestra. Hann sat í sóknarnefnd Siglufjarðar- kirkju um árabil og einnig var hann safnaðarfulltrúi. Útför Júlíusar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Svanfríður Júl- íusdótir, f. 1933. Hinn 14.2. 1948 kvæntist Júlíus Svövu Þórdísi Baldvinsdótt- ur, f. 19.3. 1929. For- eldar hennar voru Baldvin Þorsteinsson, f. 7.10. 1879, d. 30.9. 1950, og Oddný Þóra Þorsteinsdóttir, f. 11.10. 1899, d. 6.7. 1980. Börn Júlíusar og Svövu eru: 1) Baldvin Júlíus, f. 2.3. 1947, kvæntur Mar- gréti Sveinbergsdótt- ur, f. 4.12. 1945, þau eiga þrjú börn; Svövu Þórdísi, Oddnýju Þóru og Baldvin Júlíus. 2) Theo- dór, f. 21.8. 1949, kvæntur Guð- rúnu Stefánsdóttur, f. 25.11. 1949, dætur þeirra eru; Hrafnhildur, Minningar um tengdaföður minn Júlíus Júlíusson ná til ársins 1965, er ég fluttist til Siglufjarðar sem ung kona trúlofuð Baldvini elsta syni Júlíusar og Svövu. Ég kynntist Júl- íusi sem rólegheitamanni, heima- kærum lífsförunauti Svövu, sem var tryggur fjölskyldu sinni. Það var þó oft stutt í leikarann og húmoristann, en í flestum tilfellum var grínið á hans eigin kostnað. Þar sem við Baldvin bjuggum er- lendis um áraraðir var Júlíus meðal okkar sterkustu líflína sem tengdi okkur og börnin okkar við fjölskyld- una og heimalandið. Þau voru ekki ófá bréfin og pakkarnir sem hann sendi með dagblöðum, leikhúsbækl- ingum, úrklipptum leikdómum, myndum af fjölskyldunni og lífinu á Sigló. Júlíus var afbragðs ljósmynd- ari, lætur hann eftir sig mikið og gott ljósmyndasafn. Milli þess sem við komum heim voru Júlíus og Svava dugleg að koma í heimsókn til okkar. Þegar við lítum til baka og skoðum myndirnar sem Júlíus tók yfir árin sjáum við hvað þessar samverustundir voru mikilvægar. Þau voru viðstödd skírn Baldvins sonars okkar, útskrift Odd- nýjar, giftingu Svövu yngri og svo má lengi telja. Júlíus dvaldi hjá okk- ur um tíma í veikindum Baldvins, tímabil sem hann var okkur ómet- anleg stoð og stytta. Mér eru minn- isstæðar stundir þegar hann sat í litlu barnasundlauginni og lét litla sonarson sinn sprauta á sig ísköldu vatni með garðslöngunni. Við ferðuðumst með tengdafor- eldrum mínum um þvert og endilagt Kanada. Röktum slóðir merkra Vestur-Íslendinga, svo sem Steph- ans G. Stephanssonar og Árna Sig- urðssonar listmálara, sem var föð- urbróðir Júlíusar. Síðast þegar þau komu til okkar var Júlíus orðinn veikur og var farinn að láta mikið á sjá. Hann hafði þó gott af ferðinni og hresstist mikið, kom okkur t.d. á óvart í boði hjá vinafólki með því að hefja hrífandi ljóðalestur, öllum til mikillar ánægju. Júlíusi var margt til lista lagt, bókhneigður og fróður, eins var hann snyrtimenni, lagði mikinn metnað við klæðaburð, enda glæsimenni í alla staði. Fyrir tæpum tveimur árum flutt- um við Baldvin alkomin heim, gátum því fylgst með síðustu stundum Júl- íusar í þessu lífi. Heilsunni fór hrak- andi, en hann átti þó góðar stundir inn á milli. Má þá nefna ferð til Hveragerðis, sem þau hjónin fóru með kórfélögum eldri borgara Siglu- fjarðar. Þegar kórinn söng mátti Júlíus til með að koma með eitt lítið auka „bom“ í enda eins lagsins. Þessu sagði hann sjálfur frá og hafði gaman af. Atvik þetta sýnir að hann missti aldrei húmorinn, þó að í flest- um tilfellum ætti hann erfitt með að tjá sig vegna minnisleysis. Elsku Svava, þú ert búin að vera ótrúlega dugleg. Ég veit við stönd- um saman sem fjölskylda, þér til styrktar í þessum mikla missi. Blessuð sé minning hans. Margrét. Þá er komið að því að kveðja afi minn. Ég á ennþá frekar erfitt með að trúa því að þú sért í raun og veru farinn, en ég veit að núna ertu kom- inn á stað þar sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu og þér líður vel. Þar fylgist þú með og passar upp á mig. Þegar ég hugsa til baka um tím- ana þegar þið amma áttuð heima á Fossveginum rétt hjá okkur líður mér vel. Á nánast hverjum einasta degi alla mína skólagöngu kom ég til ykkar og þú hjálpaðir mér að læra. Amma gaf okkur að borða og þú barðist við að kenna mér allt sem ég átti að læra, það skipti engu máli hvort það var danska, enska eða stærðfræði. Það var þér að þakka að mér gekk alltaf vel í skólanum. Þú hafðir trú á mér og það var nóg fyrir mig. Ég veit að ég var ekki alltaf duglegur, en það var magnað hvað þú náðir að láta mig sitja kyrran, svolítið sem ekki mörgum tókst á þessum árum. Ég mun sakna þín mikið afi minn, en um leið er ég rosalega þakklátur fyrir þann tíma sem þú gafst mér og varst á meðal okkar. Það var frá- bært að læra af þér og ég mun byggja á því um ókomna tíð. Guð geymi ömmu og varðveiti í sorginni, ég veit að söknuðurinn er mikill. Þinn, Brynjar. Það er erfitt að vera svona langt í burtu á svona stundum. Ég minnist afa frá Halifax með sorg í hjarta og vildi óska að ég gæti komið heim í faðm fjölskyldunnar. Ég hef saknað afa og ömmu yfir árin og mun alla tíð vera þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með þeim sem barn á Siglufirði. Á Laugaveginum átti ég mitt annað heimili á sumrin. Það var oft farið í berjamó, göngu- túra, bíltúra og alltaf voru teknar myndir. Flestar voru þær af mér og þótti mér mikil upplifun að hjálpa afa að framkalla myndirnar. Á sextánda ári var ég hjá þeim einn vetur. Það var erfitt fyrir ömmu og afa að eiga við stelpu á þessum aldri. Afi var sjaldan reiður við mig, þó ég hefði átt það sann- arlega skilið. Hann átti það frekar til að setjast hjá mér yfir kvöldkaffinu og tala um barnæsku sína og for- eldrana sem hann missti sem ungur drengur. Afi og amma hafa verið dugleg að koma í heimsókn til okkar í Kanada. Mér þykir vænt um tengslin sem börnin mín náðu að hafa við afa og ömmu, þrátt fyrir að Salný, Daníel Ari og Jakob Örn töluðu ekki ís- lensku. Afi talaði góða ensku og gat túlkað á milli þeirra og ömmu. Við vissum það ekki þá, en árið 1998 kom afi til okkar í síðasta skipti þeg- ar þau komu í tilefni brúðkaups okk- ar Marks. Þetta eru dýrmætar minningar sem eru skreyttar ljós- myndum afa. Ég er þakklát fyrir samverstund- irnar með afa síðastliðinn desember. Hann var þá mjög hress og vildi margt segja og sýna mér. Þegar ég fékk að vita að afi væri látinn, var ég alls ekki viðbúin og í huganum er ég með fjölskyldunni á þessum sorg- arstundum. Elsku amma, ég ber hluta af þinni sorg í barmi mér, og pabbi minn, þú veist að ég stend þér við hlið. Hjá afa fann ég alltaf hlýja hönd og væra rödd. Blessuð sé minning hans. Svava. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stefánsson.) Júlíus Júlíusson, eða Júlli Júll eins og hann var ávallt kallaður, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudag- inn 23. febr. sl. 77 ára að aldri. Með Júlíusi er genginn einn af bestu son- um Siglufjarðar. Ég kynntist Júlíusi snemma en hann og fjölskylda hans áttu heima á „neðri hæðinni“ á Laugarvegi 25, æskuheimili mínu á Siglufirði, og synir hans og Svövu voru á líkum aldri og yngra settið af okkur systk- inunum á efri hæðinni. Samgangur var því mikill á milli hæðanna. Júlíus var á þessum árum sístarfandi að fé- lagsmálum og var m.a. afburðaleik- ari á fjölunum hjá Leikfélagi Siglu- fjarðar, t.d. í Fjalla-Eyvindi og Bör Börssyni, og driffjöður í fjölmörgum öðrum leikritum ýmist sem aðalleik- ari eða leikstjóri. Ég hygg að Júlíus, búandi norður á Siglufirði, hafi lítið gefið eftir hvað varðar samanburð við bestu og þekktustu leikara þjóð- arinnar á þessum árum. Júlíus var í mörg ár forstöðumað- ur Æskulýðsheimilisins á Siglufirði, var afburðavinsæll og lagði sig allan fram við það starf. Þegar ég, aðeins 17 ára gamall, tók við því starfi og fór að kynna mér starfsemi fyrri ára tók ég strax eftir því hversu mikið og fjölbreytt starf hafði verið á starfsárum Júlíusar þar. Hann má örugglega kalla brautryðjanda í rekstri æskulýðs- og félagsheimila á Íslandi og eiga margir Siglfirðingar góðar minningar frá þessum árum, 1964–1967. Gott var fyrir mig, ung- an og reynslulítinn manninn, að geta komið við í Tómstundabúðinni sem Júlíus rak og rætt við hann um starfsemi heimilisins og fá hvatn- ingu frá honum, og hugmyndir. Ég held reyndar að rekstur Æskulýðs- heimilisins hafi ávallt notið braut- ryðjendastarfs Júlíusar og andi hans svifið yfir vötnunum hjá öllum þeim forsvarsmönnum sem á eftir honum komu. Júlíus var góður ljósmyndari og flinkur í öllum verkum tengdum ljósmyndun, svo sem framköllun, og var ötull við að kenna þeim sem yngri voru allan galdurinn í því sam- bandi. Ljósmyndaáhugi hjá ungu fólki á Siglufirði var örugglega ein- stakur og sífellt í gangi ljósmynd- anámskeið og menn lærðu listina að taka myndir, framkalla filmur og búa til eigin myndir. Ljósmyndasýn- ingar Æskulýðsheimilisins báru þessa glöggt merki. Síðar þegar Júl- íus hafði sett fyrrnefnda Tóm- stundabúð á laggirnar var sú versl- un í fremstu röð hvað úrval ljósmyndavara varðaði og gaf þeim bestu í höfuðborginni ekkert eftir. Júlíus sat um árabil í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju enda kirkjuræk- inn maður og alltaf var notalegt að sjá hann á sama stað í kirkjunni okk- ar hvort heldur var um jól, við ferm- ingar eða aðrar athafnir. Júlíus var einnig virkur í norrænu samstarfi, og var formaður Nor- ræna félagsins á Siglufirði í nokkur ár og alltaf hrókur alls fagnaðar og skipuleggjandi í sambandi við nor- ræn vinabæjamót, en Siglufjörður er hlekkur í einni af fyrstu vina- bæjakeðjum sem stofnaðar voru á Íslandi með samstarfi vinabæja á Norðurlöndum. Af þessari stuttu upptalningu má sjá að Júlíus var mikill félagsmála- maður og drifkraftur hans vakti at- hygli og aðdáun margra enda hreif hann ávallt fólk með sér. Lífskraftur hans smitaði svo sannarlega út frá sér og það eru ein- mitt svona menn sem lítil bæjarfélög þurfa á að halda. Síðast en ekki síst ætla ég að minnast á störf Júlíusar sem kenn- ara en hann starfaði við kennslu til ársins 1995. Leikni Júlíusar, sam- starfshæfileikar hans, áhugi og reynsla frá störfum við Æskulýðs- heimilið nutu sín vel í því starfi hans. Siglfirðingar eiga honum margt að þakka. Ég vil svo að lokum þakka Júlíusi fyrir hans frábæra starf að æsku- lýðs- og íþróttamálum á Siglufirði og í öllum þeim störfum sem hann gegndi, bæði launuðum og ólaunuð- um. Eilífð var öllum sköpuð áður en til voru jarðnesk spor. Síðasta guðagjöfin er gleðinnar ljósa vor. (Davíð Stefánsson.) Fyrir hönd okkar á efri hæðinni á Laugarvegi 25 vil ég senda Svövu og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Við eigum öll góðar minningar um Júlíus Júlíusson. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Kristján L. Möller. Ekki ósjaldan hef ég rifjað það upp í ræðu og riti er ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar. Siglufjarðar- prestakall hafði verið auglýst laust til umsóknar. Leiðin lá því norður í Þormóðs ramma fagra fjörð, Siglu- fjörð. Fjörðurinn baðaður í sól tók á móti okkur hjónum opnum örmum. Hvílík haustfegurð. Friður ríkti yfir firðinum góða. Þar á stað, í nyrsta kaupstað landsins sem um svo margt á sér- staka sögu, einstaka sögu, tók á móti okkur sóknarnefnd Siglufjarðar- prestakalls. Nefndin leiddi okkur hjónin í hina fögru kirkju sem var vígð árið 1932. Sóknarnefndina skipaði hópur sem hægt er segja að hafi geislað af strax við fyrstu kynni, hópur sem í voru einstaklingar sem höfðu mikil JÚLÍUS JÚLÍUSSON Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r Elskuleg móðir, amma og langamma, ELÍN DAVÍÐSDÓTTIR, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti laugardaginn 28. febrúar. Guðjón H. Guðbjörnsson, Maj-Brit Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson Sveinbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, SVANHVÍT ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnu- daginn 29. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Kr. Guðmundsson, Kristín Lúðvíksdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Elísabet Jónsdóttir, Páll A. Guðmundsson, Lynn Guðmundsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, GUÐNÝ K.Á. VIGFÚSDÓTTIR, hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík lést aðfaranótt sunnudagsins 29. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.