Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk EKKI SVO SLÆMT FYRIR MANN SEM HVORKI KANN AÐ LESA NÉ SKRIFA! EITUR- NAÐRA!! JÆJA SVO ÞÚ SEGIR ÞAÐ!? JÆJA, ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR! EN ÞÚ VERÐUR AÐ GERA HLUTINA LÍKA SJÁLFUR! FYRSTA VERKEFNI: ÞÚ VERÐUR AÐ FÁ MEIRA SJÁLFS- TRAUST! HEYRIRÐU? ÞAÐ ERU SLAGSMÁL Á KRÁNNI! KOMDU MEÐ BROTAMANNINN TIL MÍN! PAFF! KLOPS! JÁ JÁ! BERTI? ERTU NÚ BYRJAÐUR AÐ SLÁST EINU SINNI ENN? JÁ! HEFNARINN ZOTTO HANDTEKUR ÞIG Í LAGANNA NAFNI! ÚT! Á EFTIR ÞER! PAFF! HANN VILL ÞAÐ EKKI! INN AFTUR! KÆRI BERTI, VERTU NÚ SVO VÆNN OG KOMDU MEÐ MÉR!... EKKI ÞAÐ? JÆJA ÞÁ. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ SLÁ... ÉG ÞEKKI LEIÐINA...! SEM ÉG HEITI BERTI ÞÁ ERTU HEPPINN AÐ ÉG TAPAÐI FANGELSINU Í PÓKER! ANNARS MYNDI ÉG TAKA ÞIG FASTAN FYRIR AÐ TRUFLA LAGANNA VÖRÐ Í HANS LÖGLEGU SKEMMTUN... HEFURÐU HEYRT DRAUGALEGA HLJÓÐIÐ SEM HEFUR HEYRST Í HÚSINU AÐ UNDANFÖRNU? GETUM VIÐ RÆTT ÞETTA EFTIR KVÖLDMAT? Í HREINSKILNI SAGT ÞÁ FINNST MÉR KETTIR BARA SKEMMTILEGIR EN ÞAÐ ÞARF AÐ HALDA UPPI HEFÐINNI ÞETTA ER RITGERÐ UM VILLIDÝR VESTURSINS FYRIR SKÓLANN “ÞAÐ ERU MÖRG VILLIDÝR Í VESTRINU... ÞAU SEM AÐ BÚA UPP Í FJÖLLUM KALLST FJALLALJÓN...” “OG ÞAR SEM ERU FJÖLL ERU AUÐVITAÐ GIL... VILLIDÝRIN SEM BÚA Í GILJUNUM ERU NEFND...” “...GILJALJÓN”? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍMINN býður nýjan samkeppnis- aðila, Margmiðlun, velkominn á markað en í vikunni sem leið hóf Margmiðlun að bjóða talsímaþjón- ustu. Með tilkomu Margmiðlunar er fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi orð- inn líflegri og munum við í kjölfarið efla okkur og styrkja til þess að verða fyrsta val viðskiptavinarins enda getum við státað af því að geta boðið alla þjónustu á sama stað. Margmiðlun veitir símaþjónustu með svokölluðu föstu forvali. Símtöl- in fara þá í gegnum kerfi annarra fjarskiptafyrirtækja, m.a. kerfi Sím- ans. Fast forval er möguleiki sem áskrifendum talsímaþjónustu stend- ur til boða og gefur þeim kost á að flytja ákveðnar tegundir símtala yfir til annars fjarskiptafyrirtækis. Við- skiptavinir sem eru með fast forval til Margmiðlunar eru einnig við- skiptavinir Símans. Afnotagjald heimasíma er áfram greitt hjá Sím- anum ásamt afnotagjaldi fyrir sér- þjónustu, t.d. númerabirtingu, tal- hólf og læsingar. Símtöl í 3ja og 4ra stafa símanúmer og 900 númer eru áfram hjá Símanum ásamt sérþjón- ustu á borð við símtalspöntun og vakningu. Með því að fara í fast for- val til Margmiðlunar fær viðskipta- vinurinn tvo reikninga, annan frá Símanum fyrir afnotagjaldi, sérþjón- ustu og þeirri umferð sem ekki til- heyrir föstu forvali og hinn frá Margmiðlun fyrir umferð innan- lands og til útlanda. Ódýrara með sparnaðarleiðum Fram kom í Fréttablaðinu föstu- daginn 27. febrúar að verðskrá Margmiðlunar fyrir símaþjónustu sé aðeins lægri en hjá Símanum en rétt er að benda á að þar með er ekki öll sagan sögð. Verðmunurinn er mjög lítill og Símanum í hag þegar verð er borið saman við sparnaðarleiðir Sím- ans. Með sparnaðarleiðinni Vinir & vandamenn veitir Síminn 15% afslátt í þau þrjú númer sem oftast er hringt í, 10% afslátt af þremur far- símanúmerum sem oftast er hringt í ásamt 10% afslætti af þremur núm- erum í útlöndum. Með þessu verður ódýrara að vera hjá Símanum en þá er mínútuverð á dagtaxta 1,49 kr. í heimilissímann svo dæmi séu tekin á móti 1,57 kr. hjá Margmiðlun. Notk- unarmynstur viðskiptavina er eðli- lega misjafnt, en um 75% af allri um- ferð úr heimilissíma innanlands ná til þeirra númera sem veittur er af- sláttur af. Hlutfallið er enn hærra hvað varðar símtöl til útlanda. Ná- lægt 35 þúsund einstaklingar sem eru í viðskiptum við Símann hafa átt- að sig á þessu og skráð sig í sparnað- arleiðir hjá Símanum. Síminn býður tvær gerðir útlanda- símtala. Annars vegar geta við- skiptavinir hringt til útlanda með hefðbundnu forvalsnúmeri, 00, þar sem gæði símtala eru tryggð eða val- ið ódýrari símtöl til útlanda með 1100 þjónustu Símans. Með henni lækkar reikningur viðskiptavina Símans enn frekar. Mínútuverð á símtölum til út- landa með Margmiðlun er frá 19,60 krónum. Til samanburðar býður Síminn mínútuverð frá 16,90 krónum ef hringt er með 1100 þjónustu Sím- ans. Að teknu tilliti til Vina & vanda- manna kostar mínútan til útlanda með 00 frá 17,91 krónu. Læsingar Læsingar sem viðskiptavinir Sím- ans hafa skráð hjá Símanum virka ekki fyrir símtöl sem fara um kerfi nýja þjónustuveitandans í föstu for- vali. Sækja þarf sérstaklega um læs- ingar hjá nýja fyrirtækinu. Læsing- ar hjá Símanum falla samt sem áður ekki niður. Ástæðan fyrir því er sú að áfram er hægt að hringja um kerfi Símans, með því að velja forvals- númerið 1001 á undan símanúm- erinu. Kostirnir við það að eiga viðskipti við Símann eru ótvíræðir. Síminn er eina fyrirtækið á fjarskiptamarkaði sem hefur á boðstólum alla vöru og þjónustu á sviði fjarskipta. Hjá Sím- anum er allt á sama stað og ætlar Síminn að vera áfram í fararbroddi við að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Það sýnir fjöldi þeirra við- skiptavina sem koma aftur í viðskipti við Símann í hverri viku. Það er einfalt að gerast viðskipta- vinur Símans. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við þjón- ustuver Símans í síma 800 7000 eða verslanir Símans um allt land. EVA MAGNÚSDÓTTIR, upplýsingafulltrúi Símans. Síminn býður allt á sama stað Frá Evu Magnúsdóttur: SÚ prýðilega hugmynd hefur komið upp að lýsa Gullfoss í skammdeg- inu. Kösturum yrði komið fyrir í felum í gljúfrinu sunnan eða vestan við fossinn og ljósgeislum beint að honum. Með réttri lýsingu mætti gera fossinn enn kynngimagnaðri en hann er nú í myrkrinu. Ein- hverjir „náttúruverndarsinnar“ hafa sett sig á móti þessu og spurt: því ekki að lýsa þá hin og þessi fyr- irbrigði í náttúrunni eins og t.d. gjárnar við Þingvöll? Og það væri einmitt ljómandi hugmynd. Enginn segir neitt þótt drasli eins og verð- lausri mynt sé fleygt ofan í Nikulás- argjá í þjóðgarðinum við Þingvöll. En miklu betra væri að hreinsa ruslið burt og setja ljóskastara kunnáttusamlega niðri í vatninu bæði í Nikulásar- og Flosagjá. Yrði þetta ljósmengun? Þá er bara að ganga 600 skref frá og njóta enn betur stjarna og norðurljósa á heið- skíru kvöldi. Og hvað er svo sem ekki manngert við Gullfoss og Þing- völl? En áður en „náttúruverndar- sinnar“ færu á taugum mætti ýta á hnapp og slökkva ljósið. GUNNLAUGUR EIÐSSON, leiðsögumaður. Gullfoss og vatns- gjárnar við Þingvöll Frá Gunnlaugi Eiðssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.