Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 45
DEILDARBIKARINN Í STYKKISHÓLMI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 45 KÖRFUKNATTLEIKUR á sér langa sögu í Stykkishólmi og þaðan hafa komið margir þekktir körfuknattleiksmenn og konur á undanförnum ár- um. Eyþór Lárentsínusson er einn af þeim sem hafa fylgst vel með liðinu á undanförnum árum, enda lék hann sjálfur á yngri árum en nú er það sonur hans, Bárður, sem stýrir Snæ- fellsskútunni sem þjálfari liðs- ins. Eyþór segir að um fátt ann- að en körfuknattleik sé rætt í bæjarfélaginu þessa dagana. „Það er af sem áður var er ég var að gutla í þessu sjálfur í kringum 1960, þá æfðum við þrisvar í viku í gamla í íþrótta- húsinu og lékum einn til tvo leiki á ári gegn Skallagrími úr Borgarnesi. Það var allt og sumt. Sigurður Helgason, íþróttakennari úr Borgarnesi, er sá sem kom okkur á bragðið og það má segja að hann sé faðir körfuboltans í Stykk- ishólmi,“ segir Eyþór og telur að sonurinn sé á réttri leið með liðið. „Við ræðum af og til um körfubolta en ég skipti mér ekkert af hans störfum, enda er hann fullfær um að gera það. Hann hefur minn stuðn- ing og ég hef hvatt hann til þess að halda áfram sem þjálf- ari. Enda er það ekki auðvelt starf.“ Eyþór starfar sem húsa- smiður og telur hann að án körfuknattleiksliðsins væri bæjarbragurinn annar. „Gengi liðsins hefur breytt geysilega miklu fyrir Stykkishólm. Það má segja að allir bæjarbúar hafi skoðun á liðinu, fólk sem hefur aldrei áður haft áhuga á körfuknattleik hefur verið að mæta á leiki og nú vilja allir taka þátt í fjörinu.“ Eyþór bætir því við að flest hafi gengið upp í vetur hjá lið- inu, rétt hugarfar leikmanna hafi hjálpað til en hann hafi ekki leyft sér að dreyma um að Deildarmeistaratitill yrði eign „Hólmara“ í lok febrúar. „Við bjuggumst ekki við þessum ár- angri og markið er sett hátt þegar úrslitakeppnin hefst en ég hef enn ekki leyft mér að dreyma um að við fögnum Ís- landsmeistaratitlinum í apríl. Úrslitakeppnin verður miklu erfiðari en deildarkeppnin, en við gerum allt sem við getum til geta fagnað á ný í apríl,“ sagði Eyþór. Eyþór hefur taugar til Snæfells enda er sonur hans þjálfari liðsins. „Markið er sett hátt“ EFTIR að leik Snæfells og Hauka sl. sunnudag lauk afhenti Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands, leik- mönnum Snæfells verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, hélt einnig stutta ræðu þar sem að hann kallaði til Gissur Tryggvason, formann körfuknattleiksdeildarinnar, og afhenti honum 500.000 kr. ávísun frá bænum í tilefni þess að liðið hafði tryggt sér deildarmeist- aratitilinn árið 2004. Sagði Óli Jón í ræðu sinni að lík- lega yrði Gissur ekki í erfiðleikum með að finna leiðir til þess að nota féð þar sem rekstur deildarinnar væri að venju kostnaðarsamur. Snæfell fékk hálfa milljón Það er ekki langt síðan við náðumekki upp í dómarakostnað með seldum aðgangseyri, og borguðum alltaf með okkur. Í vetur hefur þetta verið eins og í draumi, mikið af fólki og meðbyrinn er til staðar,“ segir Gissur. Mikil umræða hefur verið á spjall- síðum sem tengjast körfuknattleik þess efnis að Snæfell hafi fundið leið- ir til þess að greiða leikmönnum liðs- ins laun framhjá launaþakinu sem sett var á laggirnar sl. vor. Gissur dregur djúpt andann er hann er inntur eftir því hvort félagið sé að brjóta þær reglur sem settar voru. „Það er sérstök ástæða fyrir því að menn hafa verið að skjóta á okkur í þessu sambandi. Við erum með Hlyn Bæringsson í okkar röðum og sl. sumar fékk hann fyrirspurnir frá öðrum liðum þar sem honum var boðið allt að 130 þúsund kr. á mánuði fyrir að spila með þeim. Hann valdi það frekar að vera áfram hjá okkur, en við erum ekki að greiða honum neitt í líkingu við það sem honum var boðið. Þar af leiðir hafa þau lið sem vildu fá Hlyn í sínar raðir lagt saman tvo og tvo og fengið út fimm. Ég get alveg sagt það opinberlega að Hlyn- ur fékk 50 þúsund kr. á mánuði frá okkur fyrir áramót en er við fengum Edmund Dotson til liðs við okkur um áramótin ákváð hann ásamt fleiri leikmönnum liðsins að gefa eftir sín laun til þess að við gætum haft Dot- son áfram, ásamt þeim Corey Dick- erson og Dondrell Whitmore. Það eru því allir að vinna að sama marki og þessar sögur um að við séum að svindla á launaþakinu eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Gissur. Spurður um hvort hann hafi látið sig dreyma um efsta sætið er keppni á Íslandsmótinu hófst sl. haust sagði formaðurinn að svo hafi ekki verið. „Nei, ég hafði aldrei látið mér detta þetta í hug. Vissulega ætluðum við að vera eitt af fjórum efstu, enda var það markmiðið eftir að okkur hafði mistekist að komast í úrslita- keppnina í fyrra þar sem við end- uðum í níunda sæti með 16 stig. Það er því engin pressa á okkur, þjálfaranum eða leikmönnum. Við erum komnir miklu lengra en við höfðum búist við. Núna tekur við annað mót og við teljum að þar séum við til alls líklegir og ætlum að skemmta okkur í úrslitakeppninni,“ sagði Gissur. Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells Erum undir launa- þakinu GISSUR Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, gat vart leynt ánægju sinni eftir að liðið hafði tryggt sér efsta sætið í Intersport-deildinni árið 2004 sl. sunnudag. Gissur hefur verið for- maður deildarinnar undanfarin 5 ár og man tímana tvenna í rekstri deildarinnar. Það eina sem skyggði á gleði formannsins er sú um- ræða að félagið sé að greiða leikmönnum liðsins of mikið í laun miðað við launaþakið sem setta var á laggirnar sl. sumar. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, kom færandi hendi og færði Gissuri Tryggvasyni, formanni körfuknattleiks- deildar Snæfells, hálfa millj. kr. í styrk vegna árangurs liðsins. Við mætum alltaf á heimaleiki, áslaginu hálf sjö, alveg sama hvernig hefur gengið og við reynum einnig að fara á útileikina,“ segir Ólöf en hún ber forláta rauða og hvíta húfu í litum heimaliðsins og er einnig með fána félagsins í hönd þeg- ar Morgunblaðið tók þau tali fyrir leik liðsins gegn Haukum sl. sunnu- dag. Klemens, sem er fæddur í Fær- eyjum, segir að árangur liðsins hafi komið mörgum á óvart en þau telja að margir samverkandi þættir séu þess valdandi að liðið hafi náð góðum árangri það sem af er vetrar. „Þjálf- arinn kann sitt fag, (Bárður Eyþórs- son), hann er góður. Íslensku strák- arnir í liðinu koma víða að en við segjum að þeir séu strákarnir okkar. Þeir koma úr Borgarnesi, Grundar- firði og af Vesturlandi. Þeir hafa gert góða hluti í vetur ásamt heimamönn- um,“ segir Klemens og Ólöf er á því að bandarísku leikmennirnir þrír séu happafengur ársins. „Þeir eru ljúfir þessir drengir, í litlu samfélagi eins og hjá okkur þekkja allir alla, og bandarísku strákarnir hafa komið verulega á óvart að því leyti að þeir falla svo vel inn í bæjarlífið þrátt fyr- ir að þeir séu flestir frá stórborgum í Bandaríkjunum. Í raun og veru eru þetta „fermingardrengir“ miðað við marga aðra sem hafa verið hér í gegnum tíðina. Þeir hafa gert frá- bæra hluti í vetur og liðinu hefur far- ið mikið fram,“ segir Ólöf en hún bætir því við að á leikjum liðsins leyfi hún sér að sleppa fram af sér beisl- inu. „Ég öskra og hvet liðið áfram frá fyrstu mínútu í Snæfellsbolnum mín- um og með húfuna góðu. Við erum stuðningsmenn liðsins ekki satt?“ segir Ólöf og þau telja að liðið geti náð alla leið að þessu sinni. „Ég hef trú á því að Snæfellsliðið geti farið alla leið. Í vetur hefur liðið unnið öll bestu lið landsins og ég sé ekki að það eigi að breytast í úrslita- keppninni,“ segir Klemens. Það vekur athygli að á milli þeirra hjóna situr ávallt Bjarni Lárents- ínusson en hann er föðurbróðir þjálf- ar liðsins. „Okkur gengur vel þegar við sitjum í þessari röð þetta er okk- ar hjátrú,“ segir Ólöf. Hvergi dregið af! Ólöf Ólafsdóttir, Bjarni Lárentsínusson og Klemens Svenning Antoniussen hafa hvatt körfuknattleikslið Snæfells í gegnum súrt og sætt á undanförnum árum. „Við erum stuðningsmenn“ HJÓNIN Ólöf Ólafsdóttir og Klemens Svenning Antoniussen hafa fylgt körfuknattleiksliði Snæfells í heimabæ sínum í gegnum súrt og sætt á undanförnum og „Olla Klemm“ er þekkt fyrir að láta vel í sér heyra á áhorfendapöllunum í Hólminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.