Morgunblaðið - 02.03.2004, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri
Barnsley, var ekki sérlega ánægður með Is-
aiah Rankin, leikmann úr sínum röðum, sem
skoraði fyrir Grimsby gegn Barnsley í ensku
2. deildinni á laugardaginn. Guðjón lánaði
Rankin til Grimsby fyrir skömmu og pilt-
urinn skoraði eitt marka Grimsby sem vann
stórsigur, 6:1, í leik liðanna á laugardaginn.
Rankin fagnaði markinu með því að hæðast
að stuðningsmönnum og leikmönnum Barnsl-
ey, við litla hrifningu Guðjóns.
„Framkoma hans var ekki ásættanleg og
ég mun taka á því máli þegar lánssamningi
hans við Grimsby lýkur. Þetta sýnir fyrst og
fremst hvert hans hugarfar er,“ sagði Guðjón
á vef Barnsley.
Peter Ridsdale, stjórnarformaður Barnsl-
ey, hvatti í gær stuðningsmenn félagsins til
að fylkja sér á bakvið Guðjón og liðið. „Þetta
eru ein slæm úrslit á sama tíma og við þurf-
um að glíma við mikil forföll vegna meiðsla.
Nú er ekki rétti tíminn til að leita að blóra-
böggli, nú þurfa allir að veita knatt-
spyrnustjóranum og liðinu stuðning,“ sagði
Ridsdale.
Guðjón
óhress með
lánsmanninn
Guðjón Þórðarson
MARK Schulte, bandaríski knattspyrnumaðurinn sem hef-
ur verið til reynslu hjá ÍBV undanfarna daga, hélt til síns
heima í gær með tilboð frá Eyjamönnum upp á vasann.
Schulte dvaldi hjá þeim í sex daga og lék með þeim æf-
ingaleik gegn Val á laugardaginn. Hann skoraði þá eitt
mark í sigri ÍBV, 3:1, og þótti leika mjög vel. Schulte er
hávaxinn og kraftmikill varnarmaður sem hefur leikið
undanfarin ár með Minnesota Thunder í bandarísku
A-deildinni, efstu deildinni fyrir neðan MLS-úrvalsdeild-
ina þar í landi.
„Okkur leist mjög vel á Schulte, hann er í mjög góðri
æfingu, leit vel út í alla staði og myndi örugglega styrka
okkar lið nokkuð. Hann er með tilboð frá okkur og við bíð-
um eftir útkomunni úr því,“ sagði Magnús Gylfason, þjálf-
ari ÍBV, við Morgunblaðið í gær.
Schulte lék sem hægri bakvörður í leiknum við Val en
hann er örvfættur og getur leikið allar stöður í vörninni.
Hann er 26 ára og hefur alla tíð spilað í Bandaríkjunum og
var um skeið í röðum MLS-liðsins Tampa Bay Mutiny en
fékk ekki samning þar.
Schulte með tilboð
frá Eyjamönnum
ALLNOKKRAR líkur eru fyrir því
að handknattleiksmaðurinn Mark-
ús Máni Michalesson Maute, úr
Val, gangi til
liðs við þýska
handknattleiks-
liðið HSG Düss-
eldorf. Markús
var við æfingar
hjá félaginu í
síðustu viku og
um liðna helgi
og voru þjálfari
og fram-
kvæmdastjóri
félagsins jákvæðir í garð Mark-
úsar og lýstu yfir áhuga á að ræða
við hann frekar með samning í
huga.
Markús sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann vænti
þess að það kæmist á hreint fyrir
miðjan þennan mánuð hvort hann
gengi til liðs við Düsseldorf í sum-
ar. Düsseldorf er í efsta sæti suð-
urhluta 2. deildar og flest bendir
til þess að það leiki í 1. deild á
næstu leiktíð.
Leist vel á liðið
„Félagið þarf að skila inn
skýrslu um fjárhag sinn til þýska
handknattleikssambandsins á
næstunni og fjárhagsáætlun fyrir
næstu leiktíð til þess að fá keppn-
isleyfi. Þegar það liggur fyrir
reikna ég með að eitthvað gerist í
mínum málum,“ sagði Markús
Máni sem leist vel á sig í Düssel-
dorf, sagði þjálfarann vera góðan
og leikmannahópinn fínan.
Einn íslenskur handknattleiks-
maður er þegar í herbúðum Düss-
eldorf, það er Alexander Peterson,
fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR.
Peterson hefur leikið mjög vel
með liðinu á leiktíðinni og skoraði
9 mörk fyrir félagið um nýliðna
helgi.
Líkur á því
að Markús
fari til
Düsseldorf
TARIBO West, hinn kunni knatt-
spyrnumaður frá Nígeríu, er hættur
að leika með Partizan Belgrad í
Serbíu-Svartfjallalandi. Samningur
hans átti að renna út í sumar en hann
fékk sig leystan undan honum. West
lék með Partizan í fjórtán mánuði og
varð meistari með liðinu, auk þess
sem það komst í riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu.
ROBERTO Carlos, brasilíski bak-
vörðurinn í liði Real Madrid, var í gær
úrskurðaður í tveggja leikja bann í
Evrópukeppni af aganefnd Knatt-
spyrnusambands Evrópu. Carlos sló
til Martin Demichelis, leikmanns
Bayern München, eftir að sá síðar-
nefndi hafði brotið á honum í leik lið-
anna í Meistaradeild Evrópu í síðustu
viku. Dómarinn sá ekki hvað gerðist
en það blasti við sjónvarpsáhorfend-
um.
VANALEGA eru leikmenn settir í
þriggja leikja bann fyrir þessar sakir
en Carlos var talið það til málsbóta að
hann brást snöggt við eftir að brotið
var á honum. Carlos leikur ekki með
Real Madrid þegar liðin mætast aftur
í Madríd í næstu viku, og komist
spænska liðið áfram, missir hann
jafnframt af fyrri leik þess í undan-
úrslitum keppninnar.
ÍSLENSKA karlalandsliðið í borð-
tennis bar sigurorð af Kosovo, 3:0, í 1,
umferðinni á heimsmeistaramótinu
sem hófst í Qatar í gær. Guðmundur
E. Stephensen, Markús Árnason og
Matthías Stephensen höfðu allir bet-
ur gegn andstæðingum sínum. Í dag
mæta Íslendingar liði Möltu. Kvenna-
liðinu gekk eins vel en það tapaði fyrir
Sri Lanka, 3:0
BJÖRN Margeirsson, úr FH, kom
fyrstur í mark í 1.500 m hlaupi á Opna
danska meistaramótinu innanhúss á
sunnudaginn. Hann hljóp á 3.54,97
mín., sem er um sjö sekúndum frá
hans besta. Sigurbjörn Árni Arn-
grímsson, UMSS, hafnaði í þriðja sæti
á 3.56,77.
SUNNA Gestsdóttir, UMSS, vann
langstökkið á Opna danska meistara-
mótinu, stökk 5,71 og var um 60 sentí-
metrum frá sínu besta.
SIGURBJÖRG Ólafsdóttir,
Breiðabliki, varð í 3. sæti í langstökki,
stökk 5,64 metra en gerði sér lítið fyr-
ir og vann 60 m hlaupið á 7,62 sek.
SIGURKARL Gústafsson, UMSB,
setti Íslandsmet í 19–20 ára flokki í
400 m hlaupi innanhúss á Opna
danska mótinu þegar hann kom í
mark á 49,87 sek.
ÞÁ bætti Þóra Bjartmarz, meyja-
metið í stangarstökki þegar hún lyfti
sér yfir 3,40 m. bætti hún eigið met
um 5 cm. Þóra er í Breiðabliki en býr
um þessar mundir í Malmö þar sem
hún æfir undir stjórn Stanislavs
Szczyrba, fyrrverandi þjálfara Völu
Flosadóttur.
FÓLK
Leikurinn fór hratt af stað og varmikið af hraðaupphlaupum á
upphafskafla hans. Keflvíkingar
beittu pressuvörn og
náðu Þórsarar að
leysa hana mjög vel.
Samt var á kafla í
fyrri hálfleik mikið
óðagot á Þórsurum og Keflvíkingar
riðu á vaðið með tíu þriggja stiga
körfum í fyrri hálfleik. Leikurinn var
mjög jafn nær allan fyrsta leikhluta,
leikhlé var þá tekið hjá Keflavík og
Hjörtur Harðarson reið á vaðið með
því að skora þrjár þriggja stiga körf-
ur ásamt einni körfu frá Sverri
Sverrissyni og breytti það stöðunni
úr 17:18 í 28:18. Sannkölluð þriggja
stiga sýning var hjá Keflvíkingum í
fyrri hálfleik og skoruðu þeir 10
þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum
og gengu til leikhlés með þægilega 21
stigs forystu, 63:42.
Í seinni hálfleik byrjuðu Þórsarar
betur og með skynsamlegum leik
náðu þeir að saxa hægt og bítandi á
forskot heimamanna í Keflavík.
Þórsarar leituðu á þeim kafla mikið
inn í teig Keflvíkinga þar sem Leon
Brisport skoraði mikið á þeim kafla,
en Derrick Allen, leikmaður Kefla-
víkur, sem hafði gætt hans þurfti að
yfirgefa völlinn þar sem hann hafði
snúið sig á ökkla. Keflvíkingar tóku
þá leikhlé og fóru betur yfir sín mál,
og náðu fljótt aftur 18 stiga forystu,
87:69. Þórsarar voru samt ekki á því
að gefast upp og minnkuðu muninn
aftur niður í 9 stig en nær komust
þeir ekki. Leikmenn Þórs sýndu
skemmtilega takta og ekki var að sjá
að þetta lið ætti heima í fyrstu deild á
næsta ári. Það er ekki á hverjum degi
sem lið mætir á parketið í Keflavík og
skorar meira en 100 stig gegn Kefla-
vík. Það gerðist síðast 16. apríl 2002.
„Þetta var nóg til að vinna en þetta
var ekki góð vörn hjá okkur. Það var
gaman að sjá að þriggja stiga skotin
voru farin að rata rétta leið aftur en
það hefur gengið brösuglega hjá okk-
ur í undanförnum leikjum,“ sagði
Guðjón Skúlason, annar þjálfara
Keflavíkur.
„Það var mjög erfitt að næla í sigur
hér í Keflavík, það er mikil hefð og
þetta er hörkugott lið með margar
góðar skyttur. Ég var ánægður með
að við gáfumst aldrei upp og þó svo
við lentum undir með 20 stigum náð-
um við alltaf að koma til baka. Það
sem fór með okkur hér í kvöld var að
við misstum þá alltof langt frá okkur
og það fór alltof mikil orka í að koma
til baka. Það er leiðinlegt að vita til
þess að við séum að falla í fyrstu
deild, en að mínu mati höfum við leik-
ið skemmtilegan körfubolta og þeir
leikir sem við höfum tapað voru oft á
tíðum mjög tæpir og með smáheppni
hefðum við getað náð að landa sigri í
þeim leikjum,“ sagði Robert Hodg-
son, þjálfari Þórs við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Þór fylgir
Blikum niður
KEFLVÍKINGAR sigruðu lið Þórs frá Þorlákshöfn auðveldlega,
117:102, í lokaleik næstsíðustu umferðar úrvalsdeildar karla í
körfuknattleik í Keflavík í gærkvöldi. Ósigurinn gerði það að verk-
um að Þórsarar eru fallnir úr úrvalsdeildinni og fylgja Blikum niður í
1. deildina en Keflvíkingar tryggðu sér þriðja sætið í deildinni.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í
handknattleik, leikmaður Ciudad
Real á Spáni og síðast en ekki síst
íþróttamaður ársins hér á landi 2002
og 2003, er einn þeirra tíu hand-
knattleiksmanna sem koma til álita
þegar Alþjóðahandknattleiks-
sambandið, IHF, útnefnir hand-
knattleiksmann ársins 2003 í vor í
samvinnu við tímaritið World Hand-
ball Magazine og sportvöruframleið-
andann Adidas. Á síðasta ári varð
Frakkinn Bertrand Gille, hjá HSV
Hamborg fyrir valinu en hann kem-
ur ekki til greina að þessu sinni.
Valið stendur á milli eftirtalinna
tíu handknattleiksmanna, Ivano Bal-
ic, Króatíu, Alberto Entrerrios Ro-
driguez, Spáni, Peter Gentzel, Sví-
þjóð, Eril Gull, Argentínu, Laszla
Nagy, Ungverjalandi, Patrick Cazal,
Frakklandi, Christian Schwarzer,
Þýskalandi, Ólafur Stefánsson,
Bruno Souza, Brasilíu og Hussein
Zaky, Egyptlandi.
Hægt er að taka þátt í kjörinu
með því að senda tölvupóst á ihf.-
office@ihf.info raða upp lista með
nöfnum þriggja handknattleiks-
manna.
Ólafur í hópi
þeirra bestu
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflavík – Þór Þ. 117:102
Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik,
Intersportdeildin, mánud. 1. mars 2004.
Gangur leiksins: 4:4, 8:10, 22:18, 34:21,
45:27, 54:36, 63:42, 77:69, 90:76, 96:85,
104:94, 110:94, 117:96, 117:102.
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 24,
Nick Bradford 18, Hjörtur Harðarson 17,
Sverrir Sverrisson 13, Halldór Halldórs-
son 12, Magnús Gunnarsson 11, Derrick
Allen 8, Gunnar Stefánsson 6, Davíð Þór
Jónsson 4, Jón Hafsteinsson 2.
Fráköst: 8 í sókn – 22 í vörn.
Stig Þórs: Robert D. Hodgson 26, Leon
Brisport 26, Nate Brown 25, Grétar Er-
lendsson 10, Finnur Andrésson 8, Svein-
björn Þórðarson 5.
Fráköst: 8 í sókn, 27 í vörn.
Villur: Keflavík 22, Þór 17.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Erling-
ur S. Erlingsson. Áttu ágætan leik.
Áhorfendur: Um 100.
Staðan:
Snæfell 21 18 3 1794:1672 36
Grindavík 21 17 4 1900:1781 34
Keflavík 21 15 6 2082:1852 30
Njarðvík 21 13 8 1928:1789 26
Tindastóll 21 12 9 1942:1842 24
Haukar 21 12 9 1673:1658 24
KR 21 10 11 1901:1849 20
Hamar 21 10 11 1759:1804 20
ÍR 21 6 15 1803:1900 12
KFÍ 21 5 16 1898:2175 10
Breiðablik 21 4 17 1714:1857 8
Þór Þorl. 21 4 17 1761:1976 8
Breiðablik og Þór eru fallin í 1. deild.
1. deild kvenna
ÍS – Keflavík ........................................ 61:77
Stig ÍS: Casie Lowman 26, Hafdís Helga-
dóttir 11, Alda Leif Jónsdóttir 10, Svandís
Sigurðardóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir
5, Stella Kristjánsdóttir 3.
Stig Keflavíkur: Anna M. Sveinsdóttir 21,
Birna Valgarðsdóttir 18, Erla Þorsteins-
dóttir 13, Marín Karlsdóttir 11, Erla
Reynisdóttir 4, Rannveig Randversd. 4,
María Erlingsdóttir 4, Svava Stefánsdóttir
2.
Staðan:
Keflavík 19 16 3 1547:1168 32
ÍS 19 12 7 1258:1119 24
KR 18 10 8 1200:1149 20
Grindavík 19 9 10 1245:1211 18
Njarðvík 18 7 11 1068:1239 14
ÍR 19 2 17 1042:1474 4
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Toronto – Boston ..................................82:91
Milwaukee – Miami...........................108:104
Houston – Seattle .................................80:97
LA Clippers – Detroit .......................88:100
New Jersey – LA Lakers...................83:100
Philadelphia – Minnesota.....................81:74
Sacramento – Phoenix........................108:94
Denver – New York............................107:96
KNATTSPYRNA
Norðurlandsmótið
Hvöt – Tindastóll ..................................... 1:3
Staðan:
KA 6 5 1 0 24:4 16
Völsungur 6 3 2 1 24:9 11
Þór 7 3 2 2 24:14 11
Tindastóll 7 3 2 2 12:18 11
Leiftur/Dalvík 5 2 2 1 15:9 8
KS 6 2 0 4 7:13 6
Höttur 7 1 1 5 7:31 4
Hvöt 6 0 2 4 6:20 2
BLAK
1. deild karla:
ÍS – Stjarnan .............................................3:0
HK – Þróttur R.........................................3:2
1. deild kvenna:
HK – Þróttur R.........................................3:1
ÚRSLIT
Markús Máni