Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 47
KR-INGUM barst í gær tilboð frá
norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk í
Veigar Pál Gunnarsson en eins og
fram hefur komið hefur Veigar gert
munnlegt samkomulag við Stabæk
um að gera við félagið þriggja ára
samning. En þar sem hann skrifaði
undir nýjan samning við KR í upp-
hafi ársins þá vilja KR-ingar ekki
láta Veigar fara til Stabæk án
greiðslu en málið er nokkuð snúið
fyrir báða aðila þar sem hann gerði
ekki svokallaðan KSÍ-samning.
„Við erum rétt farnir að kynna
okkur tilboðið frá Stabæk en ég
reikna með því að við sendum þeim
gagntilboð,“ sagði Kristinn Kjærne-
sted, stjórnarmaður í KR-Sport.
KR með
tilboð frá
Stabæk
AUÐUR Jóna Guðmundsdóttir,
fimleikakona úr Gróttu, var á meðal
keppenda á bikarmótinu á laugar-
dag. Það þykir með tíðindum sæta
þar sem hún hryggbrotnaði við æf-
ingar á tvíslá á sama móti fyrir ári.
DAVÍÐ Logi Gunnarsson, knatt-
spyrnumaður úr Haukum, gekk til
liðs við Þrótt í Reykjavík um
helgina. Davíð Logi lék 11 leiki með
Haukum í 1. deildinni í fyrra.
HANS Fróði Hansen, annar fær-
eysku landsliðsmannanna í knatt-
spyrnu sem Fram fékk frá B68, er
kominn með keppnisleyfi með Safa-
mýrarfélaginu. Félagi hans, Fróði
Benjamínsen, fékk leyfið fyrir
nokkru.
ARNAR Sigurðsson, fremsti tenn-
isleikari Íslands, var í aðalhlutverki
hjá háskólaliði sínu, Pacific Tiges,
sem vann Loyola Marymount, 6:1, á
sunnudaginn. Arnar vann sannfær-
andi sigur á andstæðingi sínum í ein-
liðaleik, 6:2 og 6:3, og með félaga sín-
um, Lennart Maack frá Þýskalandi,
vann hann í tvíliðaleiknum, 8:2. Arn-
ar hefur verið nær ósigrandi í há-
skólakeppninni í vetur og er með
mjög gott vinningshlutfall.
DANY Ortiz, landsliðsmarkvörður
Guatemala í knattspyrnu, lést í
fyrrinótt á sjúkrahúsi í heimalandi
sínu, í kjölfarið á atviki í deildaleik
með liði sínu. Ortiz kastaði sér á eftir
boltanum, fyrir fæturnar á mót-
herja, sem reyndi að skjóta að marki
í leið en en sparkaði í bringspalirnar
á Ortiz. Hann lá óvígur eftir og
nokkrum tímum síðar var tilkynnt að
hann hefði látist á sjúkrahúsinu af
völdum höggsins.
SUNDAY Oliseh, félagi Þórðar
Guðjónssonar hjá Bochum, var í
gær leystur undan samningi við fé-
lagið. Uppsögnin kemur í framhaldi
af því að hann réðst á samherja sinn,
Vahid Hashemian, í leik við Hansa
Rostock um helgina og aftur í leiks-
lok með þeim afleiðingum að Hash-
emian nefbrotnaði. Oliseh var í láni
frá Borussia Dortmund.
HEIÐAR Helguson, landsliðsmað-
ur í knattspyrnu, er laus úr þriggja
leikja banni en verður væntanlega að
sætta sig við að sitja á varamanna-
bekk Watford þegar lið hans mætir
Bradford í ensku 1. deildinni í kvöld.
WATFORD vann alla þrjá leikina
sem liðið lék án Heiðars, og fékk
ekki á sig mark. „Það er frábært að
fá Heiðar aftur en það er ekki þar
með sagt að hann fari beint í liðið.
Hann er okkar besti sóknarmaður en
í fjarveru hans hefur okkur gengið
allt í haginn,“ sagði Ray Lewington,
knattspyrnustjóri Watford, í gær.
JÓN Þorgrímur Stefánsson,
knattspyrnumaður úr FH, gekkst
undir aðgerð á hné fyrir helgina og
verður frá keppni næstu vikurnar.
FÓLK
RÚNAR Alexandersson, fim-
leikamaður úr Gerplu, verður á
faraldsfæti á næstunni en mikil
mótatörn er framundan hjá hon-
um á erlendum vettvangi. Um
næstu helgi verður hann á meðal
keppenda á heimsbikarmóti í
Þýskalandi og helgina þar á eftir
í Frakklandi en það er einnig í
heimsbikarnum. Síðar í vetur
verður Norðurlandamót og Evr-
ópumeistaramótið fer fram í apr-
íl.
Rúnar sagðist í samtalið við
Morgunblaðið ætla að leggja höf-
uðáherslu á bogahestinn og tví-
slána, en markmiðið hjá honum er
að komast í úrslit á þessum áhöld-
um. Hann kveðst bjartsýnn varð-
andi árangur sinn á bogahesti en
árangur á tvíslánni er meira
spurningarmerki að hans sögn.
„Fyrir Ólympíuleikana í Aþenu
í sumar ætla ég svo að breyta æf-
ingum mínum á tvíslánni og von-
ast til þess að það skili mér betri
árangri á leikunum. Ég hef sett
mér markmið fyrir Ólympíu-
leikana, að komast í úrslit á boga-
hesti, en þar mun ég eingöngu
keppa á þessum tveimur áhöld-
um,“ sagði Rúnar.
Rúnar verður
á ferð og flugi
ATHYGLI vakti á bikarmóti
Fimleikasambandins um
helgina að Ármann sendi
ekki kvennasveit og ekki
heldur Bjarkirnar, en þessi
félög hafa jafnan verið með
lið í fimleikamótum.
Að sögn Önnu Möller,
framkvæmdastjóra Fimleika-
sambandins, eru margar
ástæður fyrir því að þessi
tvö félög voru ekki með lið
að þessu sinni og sagði hún
það oft koma fyrir að milli-
bilsástand skapaðist hjá fé-
lögunum á toppnum, en að-
eins þeir bestu keppa á
bikarmótinu. Ein sterkasta
fimleikastúlka Ármanns er í
Bandaríkjunum sem skipti-
nemi, einhverjar stúlkur
hafa skipt um félag og því
hefur skapast þetta millibils-
ástand hjá þeim.
Vantaði
fleiri sveitir
Í liðakeppninni voru tvö félög íhvorum flokki, Grótta og Gerpla í
kvennaflokki og Gerpla og Ármann í
karlaflokki. Athygli
vakti að Ármenning-
ar skyldu ekki vera
með lið í kvenna-
flokki að þessu sinni.
Hjá kvenfólkinu náði Inga Rós
Gunnarsdóttir úr Gerplu bestum ár-
angri með 32,195 stig samanlagt og
skaut þar með Íslandsmeistaranum,
Sif Pálsdóttur, Gróttu, aftur fyrir
sig. Bestum árangri náði Inga í
stökki eða 8,425. Í yngri flokki
kvenna sigraði Kristjana Sæunn
Ólafsdóttir úr Gerplu með 30,975
stig. Í yngri flokki karla sigraði
Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, með
40,62 stig en í eldri flokki sigraði
Rúnar Alexandersson, Gerplu, með
50,17 og kom það sennilega engum á
óvart.
Rúnar sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki vera sáttur við árang-
ur sinn á mótinu ef frá eru taldar æf-
ingar á bogahesti sem lengi hefur
verið hans sterkasta grein. Rúnar
fór úr lið á fingri í desember og var
frá æfingum um nokkurt skeið.
Hann vildi þó ekki kenna meiðslum
um gengi sitt á mótinu og sagði þau
ekki hafa angrað sig. „Þetta hefur
auðvitað haft áhrif á æfingaferlið síð-
astliðna tvo mánuði en þetta háði
mér ekki í dag og ég hef ekki áhyggj-
ur af þessum meiðslum varðandi
framhaldið,“ sagði Rúnar, en þetta
er stórt ár hjá honum þar sem hann
verður bæði á meðal keppenda á
Evrópumeistaramótinu og Ólympíu-
leikunum.
Gerpla og
Grótta bik-
armeistarar
GERPLA og Grótta urðu á laug-
ardag bikarmeistarar í frjálsum
æfingum karla og kvenna í fim-
leikum. Mótið fór fram í íþrótta-
húsi Bjarkar í Hafnarfirði og er
liðakeppni en einnig fór fram
einstaklingskeppni samhliða á
svokölluðu Þorramóti.
Kristján
Jónsson
skrifar
Morgunblaðið/Eggert
Viktor Kristmannsson í æfingum í hringjum. Á myndinni uppi í
horni eru bikarmeistaraliðin – Gerpla: Rúnar, Viktor, Róbert
Kristmannsson, Sigurður Hrafn Pétursson, Ingvar Jochums-
son og Ólafur Gunnarsson. Kvennalið Gróttu – Sif Pálsdóttir,
Auður Jóna Guðmundsdóttir, Hera Jóhannesdóttir, Harpa
Snædís Hauksdóttir, Fanney Hauksdóttir og Björk Óðinsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Rúnar Alexandersson var sigursæll á bikarmótinu.