Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 02.03.2004, Síða 49
Tískan á Óskarnum FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 49 Vortónleikar Fóstbræðra Einsöngur: Elín Ósk Óskarsdóttir Stefán Helgi Stefánsson Smári Sigurðsson Píanó: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stjórnandi: Árni Harðarson Á efnisskrá er fjöldi laga eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður Jóni Ásgeirssyni tónskáldi í tilefni af 75 ára afmæli hans. Einnig verða sungin norræn lög m.a. eftir Edvard Grieg og Hugo Alfvén. Að lokum verða fluttir þættir úr Ödupusi Rex eftir Igor Stravinsky. Missið ekki af þessari frábæru söngskemmtun. Miðasala við innganginn. Miðaverð 1500 kr. Þriðjudag 2. mars kl.20 í Langholtskirkju Miðvikudag 3. mars kl.20 í Langholtskirkju Fimmtudag 4. mars kl.20 í Hafnarborg Laugardag 6. mars kl.16 í Langholtskirkju ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur sópran KarlakórinnFóstbræður AÐ þessu sinni réðu ljósir kjólar ríkjum á rauða dregl- inum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hinn hefðbundni svarti litur sem stjörnurnar klæddust á hátíðum eftir hryðjuverkaárásirnar, til að vera ekki óviðeigandi á þess- um síðustu og verstu tímum, hefur nú vikið fyrir hlut- lausum litum. Tískutímarit á borð við Vogue hafa einmitt spáð fölbleikum og fleiri hlutlausum litum velgengni í vor. Charlize Theron og Naomi Watts voru báðar í ljósum síð- kjólum skreyttum glitsteinum. Theron var í kjól frá Gucci en Naomi frá Versace. Julia Roberts var sérstaklega glæsileg í hátískukjól („haute couture“) frá Giorgio Armani, sem var gerður sér- staklega fyrir hana. Nicole Kidman tók sig vel út að vanda. Hún var eins og Roberts í hátískukjól nema hennar var frá Chanel og við kjólinn bar hún græna demanta frá Bulgari. Renée Zellweger var í hvítum kjól frá Carolinu Herrera en kjólinn var í anda gamla skólans í Hollywood. Angelina Jolie var líka í hvítu, kjóllinn hennar var frá hönnuðinum Marc Bouwer og við hann var hún með milljónavirði af demöntum frá H. Stern. Alltaf skera sig einhverjir úr og má hér nefna Scarlett Johansen, Umu Thurman og Samönthu Morton. Johansen kærði sig kollótta um þessa ljósu tísku enda er hún ekki mikið fyrir að fela sig. Hún var í sterkgrænum kjól frá Albertu Ferretti með eldrauðar varir við. Thurman og Morton voru í ljósa stílnum en kjólarnir þeirra voru öðruvísi að því leyti að þeir voru efnismeiri og meira áberandi. Morton var í hátískukjól frá Givenchy, sem er úr fyrstu hátískusýningu tísku- hússins frá árinu 1951. Thurman var hins vegar í kjól frá Christian Lacroix, með bláan borða um mittið. Scarlett Johansson í Alberta Ferretti. Nicole Kidman í Chanel. Angelina Jolie í Marc Bouwer. Uma Thurman í Christian Lacroix. Ljóst yfirbragð Charlize Theron í Gucci. Renée Zellweger í Carolina Herrera. Samantha Morton í Givenchy. AP Julia Roberts í Giorgio Armani. Naomi Watts í Versace. ingarun@mbl.is GAMANMYNDIN Glötuð þýðing (Lost in Translation) sópaði að sér verðlaunum á Independent Spirit Awards-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar eru verðlaunaðar myndir í flokki þeirra sem ekki eru fjármagnaðar í hinu hefðbundna kerfi stóru kvik- myndaveranna í Hollywood. Þrátt fyrir að margur kunni að álíta Spirit- hátíðina vettvang kvikmynda sem lítið fer fyrir rændu nokkrar af tekjuhæstu myndum síðasta árs senunni í Los Angeles. Þá var fullt af þekktum andlitum úr heimi kvik- myndanna, s.s. Sir Ian McKellen, Naomi Watts, Jennifer Aniston og Sean Penn meðal gesta. Sofia Coppola hlaut þrenn verð- laun fyrir mynd sína Glötuð þýðing, m.a. sem besti leikstjóri og besta handrit. Bill Murray, sem leikur aðalkarl- hlutverkið í sömu mynd, hlaut verð- laun og Charlize Theron fyrir hlut- verk sitt sem fjöldamorðinginn Aileen Wuornos í myndinni Ófreskja (Monster). Hátíð litlu myndanna Sofia Coppola Coppola sigursæl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.