Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að fela umhverfis- og skóla- nefndum bæjarins að hraða undir- búningi byggingar leikskóla við Helgamagrastræti og að miða við að hann verði tekinn í notkun á fyrri- hluta árs 2006. Einnig er tekið undir tillögu skólanefndar frá fyrri viku um að starfsemi leikskólans Klappa verði lögð af, en ljúki þó ekki í haust heldur þegar nýr leikskóli á neðri Brekkunni taki til starfa. Þessa til- lögu samþykktu 9 bæjarfulltrúar, fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæj- arstjórn, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sem og L-lista, en fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá. Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstri grænum, flutti á fundinum tillögu þar sem fram kom að kannað verði hvort enn verði þörf fyrir leikskólann Klappir eftir að nýi leikskólinn verði kominn í gagnið. Ef svo reynist ekki verði þeim nemendum sem þá verði í leik- skólanum boðið að flytja yfir á nýja skólann. Tillagan var felld með 7 at- kvæðum meirihlutans gegn 4 at- kvæðum minnihlutans. Nokkrar umræður urðu um málið fyrir troðfullum bæjarstjórnarsal, en foreldrar barna á Klöppum fjöl- menntu á fund bæjarstjórnar síð- degis í gær. Bæjarstjóri sagði mikl- ar umræður hafa orðið um þá ákvörðun skólanefndar að loka leik- skólanum Klöppum í haust og skoð- anir skiptar. Því hefði verið mót- mælt og undirskriftum safnað og þá hefði komið fram ályktun þar sem vinnubrögð voru harðlega gagnrýnd. „Þessi viðbrögð eru skiljanleg,“ sagði Kristján Þór og viðurkenndi að aðdragandinn hefði verið hraður og betur hefði mátt til málsins vanda. Bæjarstjóri sagði umræðuna hafa verið á neikvæðum nótu og vildi því draga fram nokkur atriði um metnað bæjarstjórnar í leikskólamálum. Þar kom fram að framboð á leikskóla- rými hefði aukist umtalsvert eða um nær 50% á liðnum misserum og væru nú um 900 alls. Störfum við leikskóla hefði fjölgað um 86 og nú væru 201 stöðugildi fagmenntaðra við leikskóla bæjarins. Um 97% barna á leikskólaaldri væru á leik- skólum bæjarins, eða nær 1.000 börn. Bæjarstjóri þakkaði foreldrum fyrir að slá skjaldborg um leikskól- ann, sú vörn sem þeir hefðu verið í varðandi máli sýndi ljóslega að sú þjónusta sem starfsmenn Akureyr- arbæjar veita á leikskólum væri mjög góð. Allir fulltrúar minnihlutans í bæj- arstjórn lýstu yfir ánægju með til- löguna og að tekið hefði verið tillit til óska íbúanna. Oktavía Jóhannes- dóttir, Samfylkingu, fór yfir málið og sagði alvarlegast að einn fulltrúi meirihutans hefði vikið sæti á fundi skólanefndar í liðinni viku, en hann hefði ekki verið sammála meirihluta skólanefndar. Annar hefði komið inn í hans stað og greitt atkvæði með meirihlutanum. Þetta sagði hún merki þess að Sjálfstæðisflokkurinn skirrist ekki við að brjóta lög til að ná fram vilja sínum. „Það er mikið á sig leggjandi til að vilji meirihlutans nái fram að ganga,“ sagði hún. Val- gerður H. Bjarnadóttir, Vinstri grænum, tók undir með Oktavíu og sagði málið alvarlegt. Oddur Helgi Halldórsson, L-lista, sagði af þessu tilefni að um valdníðslu hefði verið að ræða. Hann kvaðst þó ánægður með að bæjarstjórn hefði nú beygt af brautinni og farið að vilja kjós- enda. Sigrún Óladóttir, formaður for- eldrafélagsins á Klöppum, sagðist stolt af bæjarstjórn og að hún hefði hætt við fyrri áform sín um lokun leikskólans í haust. Nýr leikskóli við Helgamagrastræti fyrrihluta árs 2006 Morgunblaðið/Kristján Foreldrar brostu breitt: Foreldrar barna á Klöppum fjölmenntu á fund bæjarstjórnar Akureyrar í gær og það færðist bros yfir andlit þeirra þegar bæjarstjóri kynnti tillögu sína um áframhaldandi rekstur leikskólans. Áfram starfsemi á Klöppum Fjársöfnun |Aðstandendur Guð- mundar Jóns Magnússonar, sem fórst í vélsleðaslysi 5. mars síðast- liðinn í Karlsárdal norðan Dalvík- ur, hafa hrundið af stað fjársöfnun til stuðnings ungri sambýliskonu hans og 9 mánaða syni. Unga fjöl- skyldan hafði nýverið stofnað heimili þegar hið hörmulega slys varð. Söfnunarreikningur hefur verið stofnaður í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og hefur Friðrik Frið- riksson, sparisjóðsstjóri, gerst ábyrgðarmaður reikningsins og annast útgreiðslu söfnunarfjár að söfnun lokinni. Söfnunarreikningurinn er stofn- aður á nafni Hilmars Guðmunds- sonar, forsvarsmanns aðstandenda söfnunarinnar. Kt. 230968-3819 Bankanúmer: 1177 Höfuðbók: 26 Númer söfnunarreiknings: 1115    Barnaheill | Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Ís- landi, heldur fyrirlestur á Félags- vísindatorgi í dag, miðvikudag- inn 17. mars, kl. 16.30 í Þingvall- astræti 23, stofu 25. Hann nefnist „Alþjóðastarf Barnaheilla – Save the Children“. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ætlar Kristín að kynna starf alþjóða- samtakanna Save the Children Alli- ance og gera grein fyrir þróun- arsamvinnustarfi Barnaheilla en samtökin starfa með börnum í yfir 100 löndum. Kristín fjallar einnig um neyðaraðstoð Save the Children í Írak þar sem samtökin vinna mikið starf fyrir og með börnum landsins. Hún mun að auki ræða um þróun- arsamvinnu samtakanna og heima- manna í Kambódíu við að byggja upp að nýju grunnskólakerfi lands- ins eftir ógnarstjórn Rauðu Khmer- anna. ÓLAFUR Kjartan Sigurðsson, söngvari úr uppsetningu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós, ásamt píanóleikaranum Kurt Kop- ecky mun flytja atriði úr sýning- unni í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20.30. Til stóð að Hulda Björk Garðarsdóttir tæki þátt í tónleik- unum en hún hefur forfallast. Á fyrri hluta tónleikanna mun Ólafur Kjartan, sem fer með hlut- verk Fígarós, kynna Brúðkaup Fíg- arós í tali og tónum, en sýningar á því standa nú yfir í Íslensku óp- erunni. Eftir hlé vendir hann sínu kvæði í kross og flytur brot af því besta úr óperum og söngleikjum Gershwin-bræðra, m.a. sönglög úr Porgy og Bess, Oh, Kay og Lady, Be Good, sem hann flutti nýverið á hádegistónleikum í Óperunni við góðar undirtektir. Heimsókn Óperunnar í Laug- arborg er liður í samningi sem Eyjafjarðarsveit og Óperan gerðu með sér á síðastliðnu hausti og er þetta í þriðja sinn sem Óperan sæk- ir Eyfirðinga heim. Tónleikagestir fá 20% afslátt af aðgöngumiðum á Brúðkaup Fígarós í Íslensku óp- erunni, gegn framvísun að- göngumiða á tónleikana í Laug- arborg. Síðasta sýning á Brúðkaupi Fígarós er áætluð 2. apríl næstkom- andi. Stefnt að árlegri hátíð sönglistar Tónvinafélag Laugarborgar sér um umsýslu vegna heimsókna Óp- erunnar í Laugarborg en þessar vikurnar er unnið að skipulagi á eigin dagskrá og markaðssetningu Laugarborgar sem tónlistarhúss. Þórarinn Stefánsson er enn af þriggja manna nefnd sem sinnir því starfi. Hann sagði samstarfssamn- ing Eyjafjarsveitar og Óperunnar þar skipa stóran sess og óskandi að samstarfið fái að þróast og eflast og festi sig í sessi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja mikla áherslu á sönglist í Laugarborg þó svo að auðvitað verði boðið upp á fjölbreytta dagskrá að öllu jöfnu. Þó að varla sé tímabært að ræða um starfið að svo stöddu, enda vinnu nefndarinnar ekki enn lokið og viðbrögð sveitarstjórnar því ekki fyrirliggjandi, þá má segja að stefnt verður að því að viðhalda stöðugri eigin starfsemi í Laug- arborg enda slíkt best til þess fallið að kynna húsið út á við. Sígandi lukka er best í þeim efnum og horf- um við til lengri tíma hvað upp- bygginguna varðar og æskilegt að geta átt gott samstarf við bæjar- og sveitarfélög í nágrenninu því Laug- arborg er eina húsið sem hannað er til tónlistarflutnings á svæðinu,“ sagði Þórarinn. Hugmynd hefur komið fram um að árlega verði haldin hátíð sönglistarinnar í Eyja- firði. „Þessi hugmynd hefur verið rædd við fjölmarga fagmenn sem hafa sýnt henni áhuga og tals- verðar líkur á að úr verði hvort sem það næst á þessu starfsári eða því næsta. Hugmyndin er að blanda saman tónleikum og námskeiðum í fáeina daga að vorlagi eða byrjun sumars.“ Forsala aðgöngumiða að tónleik- unum í Laugarborg er hafin í Penn- anum-Bókvali á Akureyri og einnig verður miðasala við innganginn í Laugarborg tónleikakvöldið. Að- gangseyrir er 2.000 kr. Morgunblaðið/Eggert Fígaró í Eyjafirði: Ólafur Kjartan Sigurðsson söngvari kynnir óperuna Brúðkaup Fígarós í Laugarborg í kvöld, en Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona sem þar átti einnig að vera forfallaðist á síðustu stundu. Kynnir Brúðkaup Fígarós í Laugarborg „ÞAU eiga örugglega eftir að bæta við sig í þessum raka,“ sagði Marsilína Hermannsdóttir í Ás- vegi, en á skjólgóðum stað, suð- vestan undan húsi hennar má líta glaðlega gula krókusa, sem eru óvenjusnemma á ferðinni. Það rigndi duglega á þá í gærdag, en hún hafði greinilega ekki áhyggjur af því, þvert á móti. Marsilína sagði að krókusarnir hefðu farið að blómstra í endaðan febrúar og væri það nokkuð snemmt miðað við venjulegt ár- ferði. „Annars voru þeir líka svona snemma á ferðinni á síðastliðnu ári. Þó ekki alveg svona snemma,“ sagði hún. Hún sagði skjólið gott og þá nytu blómin einnig hita frá inntaki hitaveitunnar í húsið. Hún sagði að krókusarnir þyldu það að frjósa og þiðna á ný. „Þeir eru sterkir,“ sagði hún „liljurnar eru að fara af stað líka, en þær þola kannski veðrabrigðin ekki eins vel. Samt voru þær furðu sprækar í fyrravor, komu snemma og fengu á sig frost, en réttu sig við aftur.“ Marsilína sagði að sveiflur í veðri færu verst með runnana, en þeir væru að byrja að koma til eftir góðan hlýindakafla. „Þeir eru að byrja að grænka hjá okkur, en mér sýnist samt að víða annars staðar séu þeir enn lengra á veg komnir.“ Marsilína hugar að blómabeði sínu áður en hún heldur í vinnu á morgnana og kemur svo við þar aftur þegar hún kemur heim. „Ég fylgist vel með hvernig þeir bæta sig dag frá degi, það er mjög gam- an að fylgjast með þessu,“ sagði hún og var hin kátasta yfir gulri breiðunni, sem að jafnaði sést ekki fyrr en um eða eftir miðjan apríl eða jafnvel í byrjun maí. Morgunblaðið/Kristján Fylgist með dag frá degi Krókusarnir farnir að springa út Marsilína Hermannsdóttir skoðar krókusa í garðinum sínum í Ásvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.