Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ               !    "#  $ %   &    & '&  #    ! ( )#    * +   )  , +    -- . )    /& ) &  0                       Hólmavík | Strandagangan á skíð- um fór fram í tíunda skipti á Stein- grímsfjarðarheiði um síðustu helgi. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni sem háð er árlega víða um land, og samanstendur hún jafnan af þrem- ur til sex gönguskíðamótum víðs- vegar um landið. Í ár er þó aðeins tveimur göngum lokið, Stranda- göngunni og Fossavatnsgöngunni á Ísafirði, en göngu sem fara átti fram á Akureyri var frestað. Það var Ísfirðingurinn Kristján Óskar Ástvaldsson sem sigraði í Strandagöngunni annað árið í röð og gekk hann 20 km á tímanum 52:32. Þetta var jafnframt í annað sinn sem Kristján hlaut Sigfús- arbikarinn. Bikarinn gaf Heilbrigð- istofnunin á Hólmavík til minn- ingar um Sigfús A. Ólafsson heilsugæslulækni sem lést á síðasta ári. Sigfús var mikill skíða- áhugamaður og ein aðaldriffjöðrin í starfi Skíðafélags Strandamanna. Svo skemmtilega vildi til að í ár fór Strandagangan fram á fæðing- ardegi Sigfúsar, en hann hefði orð- ið 63 ára hi 13. mars. Keppnin í 20 km göngunni var nokkuð hörð en fast á hæla Krist- jáni fylgdu Birgir Gunnarsson frá Sauðárkróki, Einar Yngvason frá Ísafirði og Magnús Eiríksson frá Siglufirði, sem allir voru innan við mínútu á eftir Kristjáni. Keppendur í göngunni voru alls 63 og var þátttakan í meðallagi, að sögn Þorsteins Sigfússonar göngu- stjóra. Veður var með besta móti framan af keppninni, norðaustan 9 metrar á sekúndu og bjart. Þeir sem voru síðastir í mark lentu í úr- komu og hvessti töluvert á meðan gangan fór fram. Keppendur voru á aldrinum fimm til sjtíu og tveggja ára og luku allir keppni. Yngstu krakkarnir fóru 1 km en boðið var upp á 5, 10 og 20 km vegalengdir í flokki karla og kvenna. Í 20 km göngunni var keppt í þremur ald- ursflokkum; 17–34 ára, 35–49 ára og 50 ára og eldri. Mest var þátt- takan í 10 km göngu karla og einn- ig var fjölmennt í 5 km göngu kvenna. Auk Hólmvíkinga komu keppendur frá Ísafirði, Sauð- árkróki, Siglufirði, Hafnarfirði og Reykjavík. Eftir gönguna var boðið til kaffisamsætis og verðlaunaaf- hendingar í Félagsheimilinu á Hólmavík. Veittir voru verðlauna- gripir fyrir þrjú efstu sætin í hverj- um flokki, auk þess sem allir fengu þátttökupening. Öll verðlaunin gaf Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Tíunda Strandagangan Nýlega búið að ræsa keppendur í tíundu Strandagöngunni. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ísfirðingurinn Kristján Óskar Ást- valdsson hampar Sigfúsarbik- arnum sem keppt var um í 2. sinn. Borgarnes |Bæjarstjórn Borg- arbyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21, en í henni eru sett fram metnaðarfull markmið um það hvernig megi stuðla að sjálfbærri þróun í sveitarfélaginu. Sjálfbær þróun snýr að lífsgæðum íbúanna sem og umhverfisvernd. Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á árinu 2001 að hefja vinnu við Staðardagskrá 21 og var þá skip- aður sérstakur vinnuhópur og verk- efnisstjóri ráðinn til að sinna verk- efninu. Almenningur, fyrirtæki og félagasamtök tóku virkan þátt í verkefninu og um 50 manns störfuðu í tengslahópi sem fundaði reglulega. Gerð var ítarleg úttekt á stöðu eft- irfarandi málaflokka; holræsi og frá- veitur, vatnsveitur, sorphreinsun og sorpeyðing, menningarminjar og náttúruvernd, umhverfismennt, skipulagsmál, eyðing meindýra, at- vinnumál, opinber innkaup, neyslu- mynstur og lífsstíll, ræktun og úti- vist. Þá var staða barna, unglinga og eldri borgara skoðuð sérstaklega. Á grundvelli þessarar úttektar var unnin markmiðasetning og fram- kvæmdaáætlun um það hvernig þróa beri Borgarbyggð í átt til sjálf- bærrar þróunar. Framkvæmdaáætl- un fyrir Staðardag- skrá 21 samþykkt Hvolsvöllur | Í vetur hafa 12 konur stundað myndlistarnám á Hvols- velli. Það er Katrín Briem sem hef- ur kennt konunum, en námskeiðið var 78 stunda langt og haldið í Hvolsskóla. Kristín Erna Leifs- dóttir er ein kvennanna sem var á námskeiðinu og sagði að mikil ánægja hefði verið með námskeiðið. „Við lærðum um form, myndbygg- ingu og kynntumst notkun á mis- munandi litum og málningu. Við notuðum t.d. túss, kol, vatnsliti, ol- íupastel og litblýanta svo eitthvað sé nefnt. Það sem mér fannst einna skemmtilegast var að læra að horfa á umhverfið og hluti út frá nýju sjónarhorni og að sjá þá í öðru sam- hengi en maður er vanur að sjá. Ótrúlegustu hlutir geta verið fal- legir, það fer bara eftir því hvernig maður horfir á þá.“ Afrakstur námskeiðsins var ótrú- lega mikill og gerðu konurnar fjöl- margar fallegar myndir sem eflaust eiga eftir að prýða heimili þeirra í framtíðinni. Kristín Erna sagði að þátttakendur hefðu fullan hug á að halda áfram að hittast og halda áfram að mála. Þær hafa nú fengið húsnæði til afnota og nokkrar kvennanna hafa nú ákveðið að sýna verk sín á mæðradaginn í Félags- heimilinu Hvoli. Morgunblaðið/Steinunn Ósk 12 konur læra myndlist á Hvolsvelli Borgarfjörður | Á dögunum héldu nemendur Kleppjárns- reykjaskóla í Borgarfirði árshátíð sína sem í ár var reyndar uppskeruhátíð þar sem þeir sýndu foreldrum og öðrum gestum árangur 2ja vikna þemavinnu, tengda verkefninu „Lesið í skóginn – með skólum.“ Mikil dagskrá var í boði og margt að skoða eftir greinilega árangursríka vinnu kennara og nemenda. Fyrir hádegi áðurnefnda daga unnu nemendur að þematengdum verkefnum sínum og eftir hádegi á ýms- um verkstæðum innan skólans og utan, tengdum skógi og skógarnytjum. Kleppjárnsreykjaskóli hefur markað sér þá stefnu að nálgast skólaþróunarverkefnið Lesið í skóginn með hug- myndafræði söguaðferðarinnar sem á rætur að rekja til Skotlands. Skólinn skrifaði undir samninga um Lesið í skóg- inn við hátíðlega athöfn á skólalóðinni þann 15. desember sl. Þá afhentu rekstraraðilar skólans svokallað „Læknistún“ til skógræktar. Túnið tilheyrði áður Kleppjárnsreykjalæknis- héraði. Liggur það að skólalóðinni og þar mun skólinn nema land, skipuleggja svæðið og planta skógi. Nemendur 1.–4. bekkjar unnu með söguramma um tréð og sýndu leikþáttinn „Hríslan hans Lenna litla“. Nemar 5.–7. bekkjar unnu með söguramma um landnámið, settu sig í spor landnámsmanna í Noregi og fyrstu kynslóðir á Ís- landi. Fræddu þeir viðstadda um sögutengd verkefni sín um lifnaðarhætti forfeðranna, s.s. um mataræði, klæðnað, at- vinnuhætti, skógarnytjar o.s.frv. Ekki var síður áhugavert verkefni 8.–9. bekkjar nem- enda, en þeir unnu tillögu að skipulagi skólalóðarinnar. Beiðni hafði borist frá sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar um hugmyndir nemenda um skipulag lóðarinnar. Eftir nauðsynlega hugmyndavinnu, mælingar o.fl. gerðu nemendur líkön af tillögum sínum sem þarna voru til sýnis. Að lokum sýndu 10. bekkjar nemar leikna kvikmynd sem þeir unnu upp úr Hellismannasögu. Við upptökur mynd- bandsins fóru nemendur á hinar eiginlegu söguslóðir Hellis- mannanna frammi í Hallmundarhrauni, í Surtshelli, að Gils- bakka og víðar. Var það rómur manna að frábærlega hefði til tekist og að sjaldan hefðu nemendur lært eins mikið á stuttum tíma og þessar tvær vikur sem „hefðbundnu“ skólabækurnar voru lagðar til hliðar. Uppskeruhátíð í Kleppjárnsreykjaskóla Morgunblaðið/Lára Kristín Gísladóttir Jónas Hauksson, Höskuldur Kolbeinsson, Sveinn Vík- ingur, Guðmundur Magnússon og Snorri Bjarnason skoða líkan af hugmynd nemenda að skólalóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.