Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 16
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin til Prag þann 22. mars. Þú bókar tvö sæti, en greiðir bara fyrir eitt. Kynnstu þessari yndisfögru borg á besta tíma ársins þegar vorið er að byrja. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin og að auki getur þú valið um úrval hótela, þriggja og fjögurra stjarna og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar kr. 3.650. Alm. verð 5% hærra Glæsileg hótel í hjarta Prag í boði. 2 fyrir 1 til Prag 22. mars frá kr. 19.950 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Staðardagskrá 21 | Bæjarstjórn Borg- arbyggðar samþykkti fyrstu útgáfu Stað- ardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið á síðasta fundi sínum. Þar með hafa 18 íslensk sveit- arfélög náð þessum áfanga, en í þessum 18 sveitarfélögum búa um 80% þjóðarinnar. Staðardagskrárstarfið í Borgarbyggð hófst árið 2001. Bæjarstjórn skipaði þá sér- stakan vinnuhóp til að stýra verkinu, og í byrjun nóvember sama ár tók verkefnisstjóri til starfa. Fyrstu drög að framkvæmdaáætlun lágu fyrir í september 2002. Í þessu ferli hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við íbúa, og um tíma störfuðu um 50 manns í sérstökum tengslahópi sem fundaði reglulega um einstaka málaflokka í áætluninni.Borgarbyggð er ekki eina sveit- arfélagið í Borgarfirði þar sem hreyfing er á Staðardagskrármálum um þessar mundir. Þannig er markvisst Staðardagskrárstarf að hefjast í Skorradalshreppi undir merkjum sérstaks átaks innan ramma byggðaáætl- unar, til að styðja við Staðardagskrárstarf í fámennum sveitarfélögum. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti Ólafsvíkuryf- irlýsinguna á fundi sínum 10. mars sl. og varð þar með 33. sveitarstjórnin sem skuld- bindur sig formlega til að vinna að fram- gangi sjálfbærrar þróunar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Mjöltankar og bræðsla rifin | Vest- urbyggð, sem nú á gömlu mjölverksmiðj- una á Vatneyri hefur óskað eftir því við Umhverfis-, skipulags- og byggingarnefnd að fá leyfi til að rífa mjöltanka og fiskmjöls- verksmiðjuna. Fram kemur á vefnum pat- reksfjordur.is að nefndin hafi samþykkt það að sinni hálfu og að haft verði samráð við heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða, vegna þess. Nefndin leggur einnig til að sent verði dreifibréf í öll hús í Vesturbyggð þar sem sagt verði frá því hreinsunarstarfi sem nú fer í gang með því að ráðist verður í að fjar- lægja gömlu mjöltankana og að mjöl- bræðslan sjálf verður einnig fjarlægð. Þar verði fólki gefinn kostur á að setja sig í samband við verkstjóra áhaldahúss á Pat- reksfirði sem yrði þeim þá innan handar varðandi hreinsunarstarf. Nefndin leggur á það áherslu að í þessu starfi gleymist ekki opnu svæðin og nefnir í því sambandi Vest- urbotn ásamt svæðinu við gatnamót að Rauðasandi og leiðarinnar að Hnjóti. Fyrsta hnefa-leikamótið á Vest-fjörðum í marga áratugi verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði 9. apríl næstkom- andi. Á fréttavef BB er haft eftir Lárusi Daníels- syni sem æfir hnefaleika á Ísafirði að von sé á að- komnum keppendum og fimm til sjö heimamenn taki einnig þátt í mótinu. Ekki er vitað fyrir víst hversu margir keppendur verða. Fyrir skömmu var stofnað Hnefaleikafélag Ísafjarðar og er fyrsti for- maður þess Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir. Skipulagðar æfingar félagsins fara fram í Studio-Dan og æfa um 25 manns hnefaleika hjá félaginu að staðaldri, að sögn Lárusar. Hnefaleikaíþróttin hef- ur breiðst út um landið frá því íþróttin var lögleyfð á nýjan leik. Hnefaleikamót Njarðvík | Nemendur í fyrsta bekk H. M. í Njarðvík- urskóla efndu á dögunum til fjáröflunar til styrktar börnum Kristínar heitinnar Ólafsdóttur á Tálknafirði. Þau komu saman í tvær dagsstundir og föndruðu kort sem þau seldu. Með dugnaði og atorku tókst þeim að selja kort fyrir rúmlega 28 þúsund krónur og þau hafa lagt söfunarféð inn á reikning systkinanna. Myndin er af bekknum duglega. Morgunblaðið/Svanhildur Góður árangur af kortasölu Baldur Garðarssonfann vísu í tölv-unni, sem hann mundi ekki hvort hann hefði ort. Baldur sendi hana til séra Hjálmars Jónssonar með skilaboð- unum: „Hvað heldur þú, er þetta líkt mér að yrkja svona?“ Lævi blandið loft er nú ég latur er í trúnni, séra Hjálmar, sæll vert þú, ég sendi kveðju frúnni. Jóni Ingvari Jónssyni varð að orði: „Allt á sér- ann að vita“ og orti: Séra Hjálmar sómakær segðu mér frá þessu: Hvað var ég að gera í gær? Gleymdi ég nokkuð messu? Einar Kolbeinsson henti gaman að: Sennilegast svarið vel, sendi kveðjur mínar, einkennin ég ekki tel, auka líkur þínar. Hver orti? pebl@mbl.is Vogar | Börn af leikskólanum Suðurvöllum í Vogum hafa ver- ið að læra umferðarreglurnar og gera ýmis verkefni í sér- stakri umferðarviku. Í gær fengu þau í fylgd starfsfólks leikskólans og nemenda úr sjö- unda bekk Stóru-Vogaskóla um götur þorpsins til að æfa regl- urnar. Skrúðgangan fór stóran hring um þorpið. Alltaf var stansað á gangstéttarbrún áður en gengið var yfir götu, hlustað eftir umferð og gáð vel til beggja handa. Síðan var gengið rakleitt yfir og að sjálfsögðu eftir merktri gangstétt, ef hana var að finna. Grunnskólabörnin leiddu yngri börnin og voru nokkuð roggin með þetta ábyrgð- armikla hlutverk. Þau neituðu staðfastlega öllum brotum á umferð- arreglunum, að minnsta kosti á meðan yngri börnin heyrðu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verkleg æfing í umferðinni Öryggi AKUREYRARBÆR, Borgarbyggð og Hafnarfjarðarbær verða fyrstu sveitar- félögin á Íslandi sem gefa fyrirtækjum á sínu svæði kost á að fá umhverfisstarf sitt vottað með Umhverfis- vitanum. Umhverfis- vitinn (Miljøfyrtårn) er umhverfisstjórn- unarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem starfrækt hefur verið í Noregi und- anfarin sex ár sem hluti af starfi þarlendra sveitarfélaga að Staðardagskrá 21. Á liðnu hausti hófst vinna við að taka þetta kerfi upp á Íslandi og aðlaga það hérlendum að- stæðum. Undirbúningi fyrir upptöku Umhverfis- vitans hér á landi miðar vel, að því er fram kemur í frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vinna við innleiðingu kerf- isins á Íslandi hófst formlega í lok október sl. Nokkrum sveitarfélögum var boðið að gerast frumkvöðlasveitarfélög í þessu verkefni, og hafa Akureyrarbær, Borgar- byggð og Hafnarfjarðarbær lýst áhuga sínum á þátttöku. Fyrsti fundurinn með fulltrúum sveitarfélaganna var haldinn í síðustu viku. Nú þegar hefur verkefnið verið kynnt á Akureyri og kom þar fram áhugi hjá nokkrum fyrirtækjum. Einnig er stefnt að slíkum kynningarfundum í Borg- arbyggð og Hafnarfirði. Umhverfis- vitinn í þrem- ur sveitar- félögum FLESTAR ef ekki allar minni fiskvinnslu- stöðvarnar vantar fólk í vinnu. Það segir Guðný Óskarsdóttir, varaformaður Dríf- anda stéttarfélags, í samtali við fréttavef Frétta í Vestmannaeyjum. „Ég vil vekja athygli á þessu, sérstaklega fyrir fólk sem hefur tímabundna vinnu í loðnunni,“ sagði Guðný. „Magga Gylfa í Lóndrangi vantar fólk í heil og hálfsdagsstörf, Kinn vill ráða fólk tímabundið, Viðar Ella bráðvantar fólk og Víkingur vill bæta við sig fólki. Það er sjálfsagt að koma þessu á framfæri og gaman þegar ein jákvæð kemur,“ sagði Guðný við Fréttir. Vantar fólk í vinnu    ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.