Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ H vað varðar mann um þá líkamlegu þjáningu sem Jesú mátti þola á föstu- daginn langa fyrir hartnær tvö þúsund árum? Þarf maður að sjá hann hýddan, skor- inn og naglana sundra lófunum á honum og fótunum? Ætli það séu ekki þessar spurn- ingar sem helst hafa vaknað í tengslum við kvikmyndina Þján- ingu Krists, sem sá ágæti Ástrali Mel Gibson á heiðurinn að? Þann- ig snérust umræður þriggja guð- fræðinga sem mættu í Silfur Egils á sunnudaginn að mestu um það hvort einhver þörf sé á að draga upp þessa óhugnanlegu mynd. Séra Gunnar Kristjánsson tók þann pólinn í hæðina að Þjáningin væri „fyrst og fremst ofbeld- iskvikmynd“. Hinir viðmæl- endurnir virtust aftur á móti líta svo á, að myndin væri um þján- ingu. Líklega er þetta á endanum matsatriði, en ræður þó sennilega úrslitum um hvaða afstöðu maður tekur til myndarinnar. Séra Gunnar lýsti myndinni ennfremur sem „blóðsvalli“ og fannst of langt gengið – yfirleitt hafi menn látið sér nægja að „sýna krossfest- inguna úr fjarlægð“. Úr fjarlægð verður krossfest- ingin og dauði Jesú fyrst og fremst tákn. Við horfum ekki á at- burðinn sjálfan, heldur það sem atburðurinn táknar. Við vísum til textans sem segir frá atburðinum. Og texti er tákn. Vandinn við þetta er aftur á móti sá, að maður trúir ekki á tákn. Eða hvað? Trúir maður ekki á það sem táknin standa fyrir – það sem þau tákna? Að trúa á táknin sjálf heitir víst skurðgoða- dýrkun, og hefur aldrei þótt sér- lega kristilegt. Í Þjáningu Krists er líklega verið að reyna að sýna það sem er á bakvið táknin. Og þá kemur upphaflega spurningin aftur: Þarf þess? Eru ekki táknin nóg? Erum við orðin svo ólæs á tákn að það þurfi að nudda framan í okkur hinum áþreifanlega veruleika með öllum þeim grodda og subbuskap sem óhjákvæmilega fylgir honum? Væri slíkt ekki einfaldlega til marks um skort á fágun? Eða á kreppan sem kristin trú er í nú á dögum – og birtist ein- faldlega í vaxandi áhugaleysi fólks um trúna – rætur að rekja til þess, að hinir táknlæsu hafa söls- að undir sig kristindóminn? Er kristin trú orðin að aflokuðum táknaheimi sem hefur slitnað úr tengslum við áþreifanlega heim- inn? Kannski er það þess vegna sem Þjáning Krists hefur valdið öllum þessum deilum. Mel Gibson er lík- lega ekki mikið gefinn fyrir tákn – eða ef til vill ekki læs á þau – og vill fást við áþreifanlega hluti. Hann vill sýna krossinn í nær- mynd. Kærir sig ekkert um fág- aða fjarlægð. Líklega þess vegna sem sumir hafa sagt um myndina að hún lýsi því sem í rauninni gerðist. Annar viðmælandi Egils í Silfrinu, Bryn- dís Valbjörnsdóttir guðfræðingur, sagði eitthvað á þá leið að „svona hefði þetta verið“. En þá átti hún væntanlega ekki við að þetta væri heimildamynd – heldur að dregin sé upp mynd af áþreifanlegum veruleika sem liggi að baki tákn- unum. Og það sem ef til vill mælir með því að manni sé sýnd mynd af áþreifanlegri þjáningu Guðsson- arins er það, að þau vandkvæði sem maður sjálfur leitar með til Guðs eru afskaplega áþreifanleg. Oft beinlínis líkamleg þjáning. Aftur á móti er óhætt að fullyrða, að sjaldgæft sé að fólk leiti til guðs með táknræn vandkvæði – áreiðanlega fátítt að maður í rök- villu biðji Guð um leiðsögn. (Þótt að sjálfsögðu megi reyna.) Ef pyntingarnar sem getur að líta í Þjáningunni eru svo ofboðs- legar að áhorfandinn finni til lík- amlegra viðbragða má kannski segja að þjáning Jesú hafi náð til áhorfandans á líkamlegan hátt, en ekki einungis vitsmunalegan (þ.e. táknrænan). Og hver veit nema það sé einmitt það sem þarf til að gera Jesú – og þar með Krist- indóminn – raunverulegan á ný. Kannski var hann hættur að skipta fólk máli vegna þess að í útleggingu kirkjunnar var hann orðinn að innantómu tákni, ein- vörðungu vitsmunalegur, á meðan meðan manns eigið líf er fjarri því að vera einungis vitsmunalegt – og síst af öllu er þjáningin í lífi manns eitthvað vitsmunalegt. (Að minnsta kosti má segja að hreint vitsmunalíf sé ekki nema hálft líf.) Og hlutverk trúarinnar í lífi manns getur ekki verið einungis vitsmunalegt. Trúin er líklega fyrst og fremst viðbrögð við þján- ingu. Og þjáningin er áþreifanleg – líkamleg: Það er ekki hægt að segja, svo vit sé í, að maður þjáist af rökvillu. En aftur á móti þjáist maður af tannpínu, eða ef maður missir einhvern sem maður elsk- ar. Ætli þetta sé ekki innsti kjarni trúarinnar: Viðbrögð við þján- ingu. Trú sem hættir að snúast um að lina þjáningu eða leiðir til að forðast þjáningu hættir að hafa merkingu og breytist í innantóm tákn; líflaust fræðastagl; takt- fasta uppfyllingu formsatriða; hún verður að engu nema vana. Þá er stutt í að maður hætti að sjá punktinn í henni og fari jafnvel að líta á hana sem hræsni. Þýðir þetta að sá sem ekki þjá- ist geti ekki trúað? Ja, eigum við ekki frekar að segja sem svo, að sá sem þekkir ekki þjáningu (sína eigin eða annarra) – og það er auðvitað eftirsóknarvert hlut- skipti – hafi ekki þörf fyrir trú. Þess vegna er í rauninni eft- irsóknarvert að hafa ekki þörf fyrir trú. Vegna þess að í því felst, að þjáningin er manni ókunn. (En þetta þýðir því miður ekki að þjáningin hverfi ef maður gengur af trúnni – óskandi væri að málið væri svo einfalt.) Auðvitað er hægt að bregðast við þjáningunni með öðrum hætti en trú. Til dæmis með reiði, hefnd eða hinni sívinsælu afneitun. Það kemur svo í ljós hvaða viðbrögð duga best til að ná settu marki – að draga úr þjáningunni. Þjáning Jesú Á kreppan sem kristin trú er í nú á dög- um – og birtist einfaldlega í vaxandi áhugaleysi fólks um trúna – rætur að rekja til þess, að hinir táknlæsu hafa sölsað undir sig kristindóminn? VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í GEGNUM árin hefur þáttur tækninnar í samfélagsþróun feng- ið mismikla athygli. Á stundum hefur verið litið á tæknina sem pólitískan drifkraft sögunnar, stundum sem hlutlægt verkfæri í höndum manna eða leið að settu marki. Viðhorfin eru ekki að- eins bundin við mis- munandi skoðanir á áhrifamætti tækninn- ar, heldur líka hvers eðlis áhrifin eru. Höf- um við gengið veginn til góðs? Svo spurn- ingin sé orðuð á há- stemmdan hátt. Spurningin um þátt tækninnar í sam- félagsþróun er okkur nærtæk. Náttúra landsins er gjöful, en á krefjandi hátt. Lengst af, nánast fram að síðari heimstyrjöld, hafa lands- menn hokrað. Varla haft í sig og á. Við slíkar aðstæður voru verk- efnin nærtæk, að beisla náttúruna og nýta auðlindirnar í þágu lands- manna. Virkja fallvötnin, rækta landið, leggja vegi og byggja mannsæmandi húsnæði. Sveifla haka og rækta nýjan skóg. Um aldamótin síðustu var útvarps- viðtal við mann fæddan árið 1900 og hann spurður hvað hefði verið honum mikilvægasta nýjung ald- arinnar. Hann svaraði því til að gúmmístígvél hefðu verið sér kær- komnust. Að vera ekki alltaf votur í fæturna. Það er vel skiljanlegt að þær efasemdarraddir um pólitískt eðli tækninnar, sem höfðu fyrir all- nokkru orðið útbreiddar í iðn- væddustu löndum heims, hafi ekki átt hljómgrunn hérlendis. Viðhorf okkar kristölluðust hvað skýrast í hvalveiðistefnunni. Nýting auð- lindanna átti að vera skynsamleg. Ábyrg, í þeim skilningi að forðast ofnýtingu. Hagkvæm, þannig að hámarka átti afrakstur nátt- úrugæðanna. Ábyrg nýting á vís- indalegum grunni. Til viðbótar áttu auðlindirnar að vera eign þjóðarinnar, nýtingarrétturinn varð að vera skilgreindur. Það er óhætt að fullyrða að stefnan hafi verið skilvirk. Síðastliðinn ald- arfjórðung hafa Íslendingar verið í hópi ríkustu þjóða heims. Fram til þessa hefur verið auð- velt að skýra velsældina. Einka- fnot af gjöfulum fiskimiðum og farsæl stefna í menntamálum eru nærtækustu skýringarnar. Aftur á móti er orðið erfiðara að sjá fyrir hvert stefnir. Að vissu leyti má rekja sögu eftirstríðs- áranna sem pólitískt samspil tækni og staðsetningar og það er líklega enn tilfellið, en þó með óvæntum og margbrotnari hætti. Stöðugur vöxt- ur ferðaþjónustu er í takt við það sem er að gerast annars staðar og því fyrirséð. Aftur á móti er ólík- legt að hægt hefði verið að spá því að vaxtarbroddar at- vinnulífsins yrðu lyfjaframleiðsla, alþjóðlegur flugrekstur og líf- tæknirannsóknir – ekki laxeldi og refarækt. Þess var vænst að burð- arás svonefndrar útrásar yrði sjávarútvegur, ekki versl- unarrekstur og símþjónusta svo dæmi séu tekin. Á undanförnum árum hafa skil- in á milli þess sem er tæknilega mögulegt og þess sem er hag- kvæmt orðið meira afgerandi. Það er nokkuð síðan að það var tækni- lega mögulegt að moka upp fisk- inum umhverfis landið, það er hægt að margfalda orkufram- leiðslu landsins og því er spáð að fjöldi ferðamanna gæti nálgast miljón. Spurningarnar nú eru ekki lengur hvað er hægt, í tæknilegum skilningi, heldur hvað er æskilegt og jafnvel siðlegt. Það er í þessu samhengi sem Páll Skúlason rektor Háskóla Ís- lands boðar til þverfaglegrar ráð- stefnu um samspil tækni og sam- félags 18. – 19. mars næstkomandi – Tæknin í samfélaginu, samfélagið í tækninni. Ráðstefn- unni er ætlað að varpa ljósi á ein- kenni og vísbendingar um áhrif tækni á þróun ýmissa sviða sam- félagsins og áhrif samfélagsins á þróun tækni og hugmyndir um hana. Í tólf málstofum fjalla fræði- menn úr ýmsum fræðigreinum, innlendir og erlendir, um einstaka þætti samfélagsins í ljósi tækniþróunar. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru fræðimaðurinn W. Brian Arth- ur, fyrsti forstöðumaður hag- fræðistofnunar Háskólans í Santa Fe í Nýju Mexikó og Þráinn Egg- ertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og New York há- skóla. Þeir, ásamt Páli Skúlasyni flytja erindi við setningu ráðstefn- unnar, í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands, fimmtudaginn 18. mars kl 13:00. W. Brian Arthur er írskur að uppruna en hefur starfað í Bandaríkjunum í 35 ár. Fræði- legur bakgrunnur hans er á sviði verkfræði, stærðfræði, hagfræði og aðgerðarannsókna. Arthur er frumkvöðull í rannsóknum á því sem nefnt hefur verið jákvæð svörun (positive feedback) og stærðarhagkvæmni – einkum hvernig þessi fyrirbrigði geta magnað upp áhrif smárra og til- viljanakenndra atvika í efnahags- lífinu. Hugmyndir hans hafa meðal annars vakið athygli í tengslum við málarekstur samkeppnisyf- irvalda í Bandaríkjunum gegn Microsoft. Þráinn Eggertsson er mik- ilvirkur fræðimaður. Hin síðari ár hafa rannsóknir hans beinst að kerfishagfræði, réttarhagfræði og atvinnuvegahagfræði. Þekktasta verk hans er bókin Economic Behavior and Institutions, sem er grundvallarrit víða um heim á sviði stofnanahagfræði. Háskólinn er virkur þátttakandi í tækniþróun á mjög mörgum sviðum. Tilgangur skólans með því að halda ráðstefnu um þetta málefni er að innlendir og erlendir fræðimenn taki þátt í umræðunni um ábyrga hagnýtingu tækninnar og stuðli að skapandi umræðu um möguleika og takmarkanir hennar. Hvert stefnir tæknin í samfélaginu, sam- félagið í tækninni Örn Daníel Jónsson skrifar um ráðstefnu um samspil tækni og samfélags ’Háskólinn er virkurþátttakandi í tækni- þróun á mjög mörgum sviðum.‘ Höfundur er prófessor í nýsköp- unarfræðum við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands og situr í undirbúningshópi ráðstefnunnar. Örn Daníel Jónsson ÉG get ekki komist hjá því að lýsa hneykslan minni og vanþóknun á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru á ritstjórn DV. Ekki er að sjá annað en þeir sem ábyrgð bera á skrifum blaðsins hafi sérhæft sig í þeirri að- ferðafræði sem hýenan notar í lífsbaráttunni. Þar á ég við að sú skepna ræðst helst á þá bráð sem er særð eða á að einhverjum ástæðum erfitt með að verja sig. Því stærra áfalli sem menn verða fyrir, þeim mun betra fyrir þessa snillinga. Þessu vinnubrögð keyrðu um þverbak í heillar opnu umfjöllun um strand fjölveiðiskips- ins Baldvins Þorsteinssonar þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar DV töldu vanhæfi skipstjórans aðalorsök óhappsins. Öll umfjöllunin í heild ber með sér ótrúlega vanþekkingu á fiskveiðum sem er með ólíkindum miðað við þá staðreynd að nýráðinn fréttastjóri DV, Reynir Traustason, er fyrrverandi skipstjórnarmaður. Ég vil leyfa mér að vona hans vegna, að hann hafi verið í fríi þenna dag og hafi ekki komið nálægt þessum ömurlegu skrifum. Það sem stendur upp úr varðandi þetta óhapp er að áhöfnin bjargaðist giftu- samlega og áður en henni var bjargað hafði henni tekist með aðdá- unarverðum hætti að sjá til þess að skipið sneri með stefni til hafs þegar það kenndi grunns. Með því að beita þeim bjargráðum sem tiltæk voru þ.e.a.s. ankeri og toghlerum skipsins tókst þeim að mínu mati og margra annara að vinna eins vel úr aðstæðum og hægt var að ætlast til og í mannlegu valdi stóð. Mér þótti ákaflega vænt um að lesa yfirlýsingu nokkurra af þekktustu skipstjórum uppsjávarveiðiflotans í laugardags Mogganum þar sem þeir lýsa ein- dregnum stuningi við Árna Þórð- arson skipstjóra og megnri van- þóknun á umfjöllun DV um þennan atburð og upplýsa í leiðinni að þeir hafi allir fengið nótina í skrúfuna þrátt fyrir áratuga reynslu og það oftar en einu sinni, eins og þeir orða það. Það hlýtur að vera öllum sæmi- lega rétt þenkjandi mönnum hulin ráðgáta hvað vakir fyrir fréttamiðli að standa með svo lágkúrulegum hætti að umfjöllun um einstaklinga og atburði. Svo virðist sem tilgang- urinn helgi meðalið hvað sem tautar og raular og hvorki skeytt um skömm né heiður og iðulega er höggvið þar sem síst skyldi. Ef að- standendur DV telja einu leiðina til að halda blaðinu út felast í skítkasti af þessu tagi þá er illa komið fyrir þeim. Fetað í fótspor hýenunnar Árni Bjarnason skrifar um fjölmiðla ’Svo virðist sem tilgangurinn helgi meðalið hvað sem tautar og raular…‘ Árni Bjarnason Höfundur er forseti FFSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.