Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 6
6 vísm ,IVíánudagur 13. april 198-1 Flestir héldu, aö opin skolpræsi væru liðin tið IReykjavIk, en svo virðist ekki vera. (Visism.: EÞS). orn klúak í BLESUGRÓFINNI - „Skltalækurinn” rennur slðan beint I Elllðaárl „Það er alveg ófært, að hér skuli vera opin klóök — i miðri borginni”. Þetta sagði Lúther Kristjánsson, einn margra ibúa i Blesugrófinni, sem eru óánægðir með það, að frárennsli nokkurra húsa i hverfinu skuli leiða beint út i litinn læk, sem af gefnu tilefni er kallaöur „Skitalækur”. Þess má Vlsir greindi frá þvi fyrir nokkru , að skólp úr allmörgum ibúðum i Breiðholti, rynni beint út i Elliða- ár. Borgaryfirvöld brugðu við og kipptu þessu I liðinn, en lagnir reyndust hafa verið rangt tengdar. Myndin er tekin,er lag- færing fór fram. (Visism.: GVA). svo geta, að lækur þessi rennur út I Elliðaárnar! Lúther sagði, að fyrir utan leiðindi, sem þetta ylli ibúunum i Blesugrófinni, þá væri lækurinn á vinsælu göngusvæði, og hann seytlaði við hlið mikið notaðrar reiðgötu. „Heilbrigðiseftirlitið veit af þessu, en hefur þó ekkert gert i málinu”, sagði Lúther. Hann sagði menn frá eftirlitinu hafi komið fyrir nokkru og sett litar- efni i salernisskál i einu húsinu. Skömmu siðar seytlaði litarefnið Fokker-vél frá Flugleiðum, sem var á leið til isafjarðar, var snúið aftur til Reykjavikur á laugardaginn, þegar ekki kviknaði á ljósi i stjórnborði, sem gefur til kynna, að lendingarhjól- in séu komin niður. Vélin lenti svo klakklaust á Reykjavikurflugvelli, enda kom i út i lækinn. Óvist er þó, hvort fráfallið frá öðrum húsum fer út i lækinn. Þess má geta, að á öðrum lækjarbakkanum standa ibúðar- hús I Blesugrófinni, en á hinum bakkanum er Bjarkarás, vinnu- og dagheimili fyrir þroskahefta. Heilbrigðiseftirlitið og borgar- yfirvöld eru nú að kanna þetta mál, en grunur leikur á, að hér sé um að kenna slóðaskap eins hús- eiganda. — ATA.. ljós,að lendingarbúnaðurinn var i fullkomnu lagi, — það hafði ein- ungis verið ljósið sjálft, sem var bilað. I flugvélinni voru 52 farþegar, sem þegar i stað voru fluttir yfir i aðra vél og með henni til Isa- fjarðar. — P.M. FOKKER SNÚIÐ m VEGNA BIL- UNAR í LJÓSI verðlaun Fræðsluráðs Reykiavikurborgar tyrir bestu frumsömdu barnabókina: Grösin í glugg- húsinu kjörin besta bökin „Það er langt siðan þetta sögu- efni fór að sækja á mig og stund- um svo mjög, að það varð mér til óþæginda. Ég tók mig þvi til árið 1970 og skrifaði langa sögu um þetta efni, en handritið lá siðan óhreyft i átta ár. Þá tók ég hand- ritið, umskrifaði það fimm sinn- um og stytti um helming, las sög- una i útvarp haustið 1978 og Iðunn gaf hana út i fyrra”, sagði Hreiðar Stefánsson, rithöfundur, i stuttu spjalli við Visi um tilurð sögunnar Grösin i glugghúsinu. A laugardaginn voru Hreiðari veitt verðlaun Fræðsluráðs Reykjavikurborgar fyrir bestu frumsömdu barnabókina, sem út kom hérlendis á siðasta ári. Þor- steinn frá Hamri fékk verðlaun ráðsins fyrir bestu þýðingu á barnabók þess árs, en það er bók- in Gestir i gamla trénu, sem Bjallan gaf út. Grösin i glugghúsinu er þriðja barnabókin.sem Hreiðar Stefáns- son hefur skrifað einn, en hins vegar hafa þau hjón, Jenna og Hreiðar, samið 26 bækur i sam- einingu og gefið út, enda löngu viðurkennd einhverjir bestu barnabókahöfundar landsins. Má geta þess, að þau fengu þessi verðlaun Fræðsluráðs, er þau voru veitt i fyrsta sinn, sem var árið 1973. Verðlaunabók Hreiðars hefur fengið frábærlega góða dóma gagnrýnenda. Höfundur styðst við eigin bernskuminningar, en bókin fjallar um 10 ára dreng, Garðar að nafni. „Bókin er ekki aðeins fyrir börn, heldur fullorðina lika.-Sumt er þar raunalegt, en sólskin inni á milli. Við Jenna höfum orðið fyrir nokkurri gagnrýni fyrir það, að okkar bækur hafi verið of fallegar, of góðar. Mér þykir vænt um að fá þessi verð- laun, ekki sist vegna þess, að þau staðfesta, að við höfum haldið okkur á réttri braut”, sagði Hreiðar Stefánsson. Við afhendingu verðlaunanna flutti Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, ávarp svo og Geir Gunnlaugsson, formaður þeirrar nefndar Fræðsluráðs, sem fjallaði um úthlutunina. Fyrir frumsömdu bókina nema verðlaunin 7.500 krónum og fimm þúsund fyrir þýddu bókina. — SG Hreiðar Stefánsson tekur við verðlaununum úr hendi Sigurjóns Péturs sonar. (Visism. Friðþjófur). Pólýfónkórinn á æfingu I Háskólablói I gærmorgun undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. (Visism. Friðþjófur). Páskatónlelkar Polyfðnkórsins: Jöhannesarpassían flutt i fullum skrúða Pólyfónkórinn mun flytja Jóhannesarpassiu Bachs um púskahelgina og verða fyrstu tón-, leikarnir á föstudaginn langa. ' Páskatónleikar kórsins* háfa fyrir löngu áunnið sér fastan sess t i tónlistarlifinu. Og enn sem fyrr’ lætur kórinn engan bilbug á sér finna, heldur ræöst i enn eitt stór- virkiö, sem stórverk Bachs er. Jóhannesarpassian hefur ekki verið flutt ^ Islandi i sjö ár, en Pólýfónkórinn flutti hana siðast árið 1974. Þetta er hádramatiskt verk með hraðri atburöarásf Til að auka enn spennuna, mun nú kór og einsöngvarar klæðast austurlenskum búningum. Þetta er skref i þá átt að sviðsetja passiuna að fullu eins og gjarnan er gert erlendis. 180manns taka þátti flutningn- um og eru á meðaj þeirra bæði er- léndir og innlendir einsöngvar^r og hljóðfæralejkarar. Frægir söngvarar 'koma frá Ehglandi; baritonsöngyarinn ' Graham Titus, seni mun fara með hlúf- verk Krists, og altsöngkonan Anne Wilkiens. Þá kemur Jón Þorstéinsson tenor heim frá Amsterdam til að syngja guðs- spjallamanninn. Pilatus verður sunginn af Hjálrriari Kjartans- syni, bassa, og bassaariur verða sungnar af Kristni Sigmundssyn'i, sem nú fær sitt fyrsta stóra ein- söngvarahlutverk. Elisabet Erl- ingsdóttir mun syngja sópran- ariur. Hljómsveitina skipa 30 manns: Margir færustuhljóðfæraleikarar okkar leika með og koma sumir þeirra sérstaklega heim i þeim tilgangi. Maria Ingólfsdóttir, fiðluleikari, kemur beint úr hljómleikaferð f, SViss og Inga j Rós Ingólfsdóttir kemur frá Dusseldorf. flöröur Askelsson, sem nýlega lauk prófi I orgelleik I Rinarlöndum með hæstu einkunn, verður einnig með i sveitinni. Stjórnandi er að venju Ingólfur Guðbrandsson. Sala aðgöngumiða er þegar hafinhjá Útsýn, Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar og Hljóð- færahúsi Reykjavikur. Miðar veröa einnig seldir i Háskólabiói á föstudaginn, ef ekki verður upp- selt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.