Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 32

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 32
 Veöurspá dagsins S Um 500 km vestur af landinu er 998 mb lægð á hreyfingu noröaustur, önnur lægð heldur d^pri um 2000 km suðvestur i hafi og fer einnig norðaustur. Hlýtt veröur i veðri miðað við árstima. Suðurland til Stranda og Norð- urlands vestra: allhvöss og sumsstaðar hvöss sunnanátt með rigningu, en genguruppúr hádegi i sunnan og suövestan kalda með smáskúrum. Aftur vaxandi suðaustan átt og fer að rigna i fyrramálið. Norðausturland og Austfirðir: sunnan stinningskaldi og rign- ing meö köflum i dag, en suð- vestan kaldi og þurrt i nótt. Suðausturland: sunnan og ■ suðvestan kaldi eða stinnings- ■ kaldi með rigningu i dag, en siðar suðvestan kaldi, skýjað og smáskúrir. I Veörið héri og har Klukkan átján i gær. Malaga skýjað 12, Berlin létt- ® skýjað 21, Winnipeg þoka 9, Vin heiðskirt 15, Feneyjar J heiðskirt 19, Frankfurtskýjað 18, Nuukheiðskirt —8, London skýjað 15, Las Palmasskýjað 18, Maliorka þoka 17, 2, Montreal skýjað 7, New York alskýjað 11, París skýjað 16, Röm skýjað 16. Akureyri alskýjaö 10, Bergen » léttskýjað 3. Hclsinki rigning | 4, Kaupmannahöfn léttskýjað ggg 6, Oslölétlskýjað 7, Reykjavík H rigning 7, Stokkhólmur létt- « skýjað 5, Þórshöfn heiðskirt 3. r SEGIR i Fjöleignarmenn segja i Visi á laugardaginn, aö nú veröi að *í breyta til I stjórn Flugleiða og fá unga og hressa menn þar inn. Jafnframt hefur Fjöleign f : ákveðið aö bjóöa Kristjönu ? Millu fram viö stjórnarkjör á j§| aöalfundi Fluglciöa. Málefnl sædýrasafnsins enn í biðstöðu: Ovfsl hvort safnlo verður opnað affur Sædýrasafniö i lfafnarfiröi hefur nú veriö lokaö um nær tveggja og háifs mánaðar skeið. Hefur rekstrinum verið htldiö I lágmarki, meðan beöið er eftir, að gengiö verði frá reikuingum siðasta árs. Þegur þeir liggja fyrir, munu stjórnarmenn koma saman tö fundar ásamt for- svarsmönnum þeirra sveita- félaga, sem hafa styrkt safnið og fuiltrúum menntamálaráðu- neytis. „Við höfum, stjórnarmenn ýmsir, lagt persónulegar eigur i veð fyrir lánum, okkur finnst að það sé ekki hægt aö gera til lengri tima, og aö það þurfi að koma skýrt fram, hvort menn vilja gera það átak, sem þarf til að reka svona safn, og gera það svolftið myndarlega, eöa láta það falla niður”, sagði Hörður Zóphaniasson, st jórnarform aöur Sædýrasafnsins. Sagði hann enn fremur, að á fyrirhuguðum fundi ofan- greindra aðila yrði framtið safnsins rædd og þá væntanlega ráðin. Sem stæði væri þvi haldiö gangandi, dýrunum væri gefið og næturvarsla væri á staönum, cn útilokaö hefði verið að hafa það opið fyrir almenning. „Okkur þætti sárt að horfa upp á,ef þessi starfsemiyrði lát- in hætta, þvi ýmsir hafa haft gaman af að koma þarna, þótt ýmislegt heföi mátt betur fara. Þess má ef til vill geta, að að- sóknin á siðastaári var rúmlega 34.000 gestir”, sagði Hörður að lokum. —JSS Hérna eru iyklarnir. Þú þarft svo ekki að kviða bensinkostnaðinum, sagði Þórir Jónsson, forstjóri Sveins Egilssonar hf, þegar hann afhenti Sigrúnu Jónsdóttur og Pétri Björnssyni Suzukibilinn I áskrif- endagetraun Visis rétt fyrir helgina. Þetta er raunar ekki i fyrsta skiptiö, sem Pétur hefur unniö bil I happdrætti, en áöur haföi hann fengiö bil, en týnt miöanum. Sjá bis. 22 Stóru skipafélögin preifa varlega fyrir sér eftír tarmgjaldahækkunum Eimskip biður um 16%, Hafskip sendir ritgerð en SÍS bíður átekta Stóru skipafélögin islensku þreifa nú varlega fyrir sér eftir farmgjaldahækkunum og nota hvert sina aðferðina. Eimskip hefursent beiðni til Verðlagsráðs um 16% hækkun almennra farm- gjalda, sem skráð eru i erlendri mynt, en 30% hækkun þjónustu- gjalda. Hafskip hefur ritað Verö- lagsráði útlistun á rekstri og stöðu og beðiö um réttláta úttekt og hækkanir i samræmi við það. Skipadeild SIS biður enn átekta, en likast til biður hún um ein- hverja hækkun. Flutningar skipafélaganna skiptast aðallega i þungaflutn- inga, sem ekki falla undir verð- lagsákvæði, og stykkjavöruflutn- inga (almenna flutninga), en flutningur stykkjavörunnar er undir ákvæðum og skráður i er- lendri mynt. I fyrra í'engu félögin 7% hækkun á þessa flutninga i mai, sem jafngilti 4% að jafnaði yfir árið — móti um 15% kostnað- arhækkunum. 1 ársbyrjun núna fengu félögin 5% hækkun. HERB Mikil ölvun í Hafnarfirði: Fangageymsl- ur hrukku ekki til Mikil ölvun var i Hafnarfirði á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af miklum fjölda manna, og það svo, að fanga- geymslurnar i Firðinum dugðu ekki til heldur þurfti að selflytja nokkra brennivinsberserki i húsakynni Reykjavikurlögregl- unnar. — P.M. Flugstjórinn fór í fússi Flug gekk vel og samkvæmt á- ætlun i megindráttum um helgina og I morgun. Millilandaflug hefur gengið vel, en á laugardaginn varð að fella úr tvær ferðir i inn- anlandsflugi. 1 öðru tilfellinu var um bilun i flugvél að ræða. 1 hinu tilfellinu mótmælti flugstjórinn breytingum á farmskrá með þvi að fara heim og ekki reyndist unnt að fá mann i staðinn. — ATA 60 aðilar taka bátt i ..Bátur og búnaður” Bátasýning Snarfara, Bátur og búnaöur var opnuð um helgina i Sýningarhöllinni, Bildshöfða. Sýningin stendur til 20. april. Nærri 60 aðilar sýna á sýning- unni, sem eins og nafnið ber með sér, kynnir einnig búnað, tengdan sjónum. — AS Fjðldauppsagnir yfirvotandi í gosdrykkjaiðnaöi: ,Við bíðum og vonum en töpum á hverjum úegi' - segfp örn Hjaitalín i ölgerðinni Mikill samdráttur hefur orðið i sölu gosdrykkja frá þvi 30 prósent vörugjaldinu var dembt á gosið um áramótin. Gosdrykkjafram- lciðendur vonast til aö vörugjald- iö veröi fellt niöur eöa aö minnsta kosti lækkað mikið um næstu mánaöamót, og biöa meö aö segja upp starfsfólki þangað til. „Við bara biöum, vonum og topum á hverjum degi”, sagði Orn Hjaltalin, framkvæmdastjóri Olgeröarinnar. „Þaö hafa sextán manns sagt upp hjá okkur frá áramótum, þvi hér er engin eftirvinna og fólk getur ekki lifað af daglaununum sinum”. örn sagöi, aö salan hefði dreg- ist saman um 30 prósent i ölinu og 20 prósent i gosdrykkjunum. Birgðasöfnun væri töluverö, og frekar litið væri unnið I verk- smiðjunum. Gjarnan væri unnið af krafti framundir hádegi eða til klukkan tvö, og siðan væri mest dútlað. Sömu sögu var að segja hjá Vifilfelli. Framleiðslan þar hefur dregist saman um 16 prósent, litiö er um birgðasöfnun þvi umbúöir eru dýrar og geymslurými tak- markað. Pétur Björnsson, fram- kvæmdastjóri, sagði aö ef ekki rofaði til i þessum málum, hlyti að koma til uppsagna hjá fyrir- tækinu. Unnið er á tveimur vökt- um, og er hvorug þeirra fullunn- in. „Ef þetta mál leystist ekki fyrir fyrsta mai, neyðumst við til að segja upp 40 mönnum, að minnsta kosti”, sagði Pétur. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.