Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 22
\v.v ' Leikkonan og þingmannsfrúin Elizabeth Taylor hefur nú lagt síðustu hönd á sjálfsævisögu sínæ þótt ekki gefist okkur kostur á að lesa hana í bráð. Handritið er nefnilega geymt i eldtraustu bankahólfi og verður þar á meðan maður hennar er í pólitík/ þar sem talið en að ýmis- legt sem fram kemur i bókinni/ gæti skaðað pólitiskan frama hans... U ngf rú nakin Evrópa kjörin — á fegurðarsam- keppni i Frakklandi Það er margt einkennilegt, sem mannfólkið hefur fundið upp á sér til afþreyingar, og einn þessara sér- kennilegu siða er að leiða saman kvenpening og dæma um fegurð hans eftir þar til* gerðum stöðluðum for- múlum. Ekki verður í fljótu bragði séð hvaða tilgangi slíkar sýningar þjóna nema ef vera skyldi til að gleðja „tilfinningalega vanþroskuð karlrembusvfn" eins og einhver kvenréttindakonan orðaði það. Sigurvegararnir i keppninni „Ungfrú nakin Evrópa ’81”. 1 miöiöer „Ungfrú Andorra”, sem hlaut fyrsta sætið, til vinstri er „Ungfrú Sviss” sem varð i ööru sæti og til hægri er „Ungfrú Belgla”, sem hlaut þriðja sætiö. „Ungfrú Danmörk” vann hug og hjörtu áhorfenda mcö djarflegri framkomuog fallcgum fótaburði Slik samkeppni hefur meö timanum tekið á sig ýmsar myndir og stundum er aðeins keppt um ákveðna likamshluta s.s. brjóst eða fótleggi, og á undanförnum árum hefur sam- keppni um nakið kvenfólk notið sivaxandi vinsælda. Ein slik keppni var haldin i Frakklandi, nú nýverið og bar hún heitið „Ungfrú Evrópa nakin ’81”. 1 keppni þessari komufram stúlkur frá flestum Evrópulöndum, að Is- landi og Austantjaldslöndunum undanskildum, og aö sögn heimilda var mikiö fjör á meðan á keppninni stóð. Talsverðar deilur urðu þó um úrslitin, sem stafaði af þvi, að áhorfendur höfðu fastiega búist við að frænka okkar frá Dan- mörku bæri sigur úr býtum enda þótti hún bera af hvað djarfa framkomu og fallegan fótaburð Nokkrar stúlknanna, scm tóku þátt f keppninni. I miðjunni er Uila frá Danmörku, gleiðbrosandi og sigurviss, en allt kom fyrir ekki. snerti. Dómarar voru hins vegar á öðru máli og völdu „Ungfrú Andorra” I fyrsta sætið og i annað ogþriðja sætið „Ungfrú Sviss” og „Ungfrú Belgíu”. A meðfylgjandi myndum sjáum við nokkra kepp- endur og geta lesendur þá ef til vill dæmt sjálfir', hvorir höfðu rétt fyrir sér, dómararnir eða áhorfendur. Dómararnir snerust á sveif með „Ungfrú Andorra”. „Ungfrú Irland” þótti einnig sigurstrangleg, en dómarar voru á annarri skoöun. UmsjónTH Sveinn Guðjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.