Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 13.04.1981, Blaðsíða 9
Mánudagur 13. april 1981 VÍSIR Aö undanskildum sára- fáum undantekningum hefur utanrikisstef na íslendinga verið ein og söm allt frá þeim tíma er Hermann Jónasson- þá- verandi forsætis- ráðherra# og Stefán Jó- hann Stefánsson/ utan- ríkisráðherra í svo- nefndri þjóðstjórn 1939—42/ mótuðu stefn- una við byrjun heims- styrjaldarinnar síðari. Hafði Hermann Jónasson raunar áður valdið nokkrum þáttask- iptum f örlagaríkri deilu um flugréttindi/ sem var ekki annað en iila dulbúin ásælni nazistastjórnar- innar í Þýzkalandi. Sú fslenzka afstaða gegn vilja nazista var tekin þegar menn voru hvar- vetna að láta undan sókn þeirra til valda og áhrifa. Hún réði miklu um hver urðu örlög og viðgangur þjóðarinnar á mestu umrótstimum/ sem yfir heiminn hafa gengið. Það er ekki fyrr en nú/ f jörtíu árum síðar/ sem erlend stefna er látin ráða gerðum ríkisstjórnar og Alþingis. Varnarstaðan virðist að mestu brostin/ en f staðinn komið ástand/ þar sem mestu skiptir að láta að vilja minni- hlutans. Engum getum skal að því leitt hvernig farið hefði 1939 ef nazist- ar hefðu átt ráðherra i ríkisstjórn á islandi, eða jafnvel kommún- istar, sem eftir sam- komulag Stalíns og Hitlers studdu útþenslu- stefnu nazista um sinn og réðust heiftúðlega gegn Bretum, eftir að þeir komu hingað vorið 1940. Þetta kemur upp i hugann i hvert sinn sem núverandi rikis- stjdrn telur sér skylt að láta undan viljafestu og ákveöni ráð- herra Alþýðubandalagsins i rikisstjórn. Að vlsu hefur orðið töluverð breyting á Alþýðu- bandalaginu siðan flokkurinn var á dögum 1939 og m.a. orðið á honum nokkur nafnbreyting. Engu að siður og þrátt fyrir svardaga, telur Alþýðubanda- lagið sig vera hluta af heims- byltingu, og finnur i flestum greinum samsvörun við þau öfl sem komust til valda i austan- verðri Evröpu i striðslok og ráð- ið hafa Sovétrikjunum siðan 1917. Engin pdlitisk eða hug- sjónaleg stefna hefur verið eins samvirk á þessari öld, og i raun eins voldug, og kommúnisminn, ef nazisminn er undanskilinn. Sundurleit lýðræðisöfl kváðu nazismann niður að mestu. Hin sömu sundurleitu öfl ganga nú með hálfum huga gegn kom múnismanum, hvaða dularnöfnum, sem hann nefnist, og virðist stundum skipta sköp- um i þeirri viðureign hvert manna er i rúmi fyrir. Fyrir strið stóð Hermann Jónasson gegnum áhrifum nazista hér á landi. Eftir striö skal fyrst og ' fremst nefna dr. Bjarna Benediktsson, sem lét aldrei af baráttu sinni við kommúniisma. Þingmaður Reykvfkinga Þegar litiö er yfir stjórnmála- sviðið i dag ber hæst Ólaf Jó- hannesson, utanrikisráðherra, þeirra baráttumanna, sem vilja ekki una þvi að stefna andstæð- inga lýðræöisrikja eigi að ráða yfir hlut íslands i samskiptum þjóðarinnarvið Vesturlönd, hlut tilvistar hennar innan varnar- bandalags lýðræðisþjóða og pólitískri þrdun mála I landinu hvað varðar utanrikisstefnu næstu áratuga. Þessi afstaöa Ólafs Jóhannessonar hefur ekki alltaf komið skýrt fram, og benda menn á i þvi sambandi ILENDINGARRETT HANDA DDRUM forustu hans fyrir stjórnarmyndun 1971, þar sem liðsoddar Alþýöubandalagsins voru leiddir til öndvegis á áratug, sem hefur kostað meiri efnahagslega upplausn en dæmi eru til um áður. Þá var Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins og þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra, þar sem núverandi fjár- málaráðherra hefur verið að vinna fylgi af Framsóknar- fldcknum jafnt og þétt. Má vera að flokksformennskan og staðan i kjördæminu hafi gert honum tregt tungu að hræra i utanríkis- málum. Við siðustu kosningar - Indriði G. Þorsteins- son skrifar um f lugstöðvarmá lið og utanríkismál og segir: Ljóst er að ólafur Jó- hannesson/ utanríkis- ráðherra/ hefur vaxið mjög af afstöðu sinni til tilkjgu þeirra Lárusar og Karls Steinars. I þeirri afstöðu hefur hann komið þvítil skila/ aðt»rátt fyrir allt eigi lýðræðisþjóðir á Vesturlöndum talsmanna í ríkisstjórn Islands. bauð Ólafur sig fram i Reykjav- fk og varð upp úr þvi utan- rikisráðherra. Fylgi Fram- sóknar I Reykjavik skilur betur hver vandi flokknum er á höndum i utanrikismálum, og Ólafur Jóhannesson Bjarni Benediktsson auk þess liggur ekkert fyrirum, að Ólafur hafi nokkru sinni mælt gegn rikjandi stefnu i utanrikis- málum, siður en svo. Formaður í geymslu Þessi saga er rifjuð upp hér vegna atburðar er varð á Alþingi I siðustu viku. Lárus Jónsson og Karl Steinar Guðnason lögðu fram tillögu I efri deild viö umræðu um láns- fjáráætlun rikisstjórnarinnar (Fjárlög 2) þess efnis að heimilt skyldi vera að leita eftir fimm milljón króna lántöku vegna byrjunarframkvæmda við flug- stöð á Keflavikurvelli. Helgina áður haföi aðalfundur Fr- amsóknar samþykkt ályktun um flugstöðvarbygginguna þar sem kveðið er á um „aðskilnaö hers og þjóölifs”. Strax og ljóst var að utanrikisráðherra myndi fylgja eftir samþykkt aðal- fundar flokksins á þingi og styðja heimild til lántöku, sem auðvitað setur i vald rikis- stjórnar hvort væri notuð eða ekki, kvaddi núverandi for- maöur flokksins þingmenn saman og skipaði þeim að greiða atkvæöi gegn tillögu Lárusar og Karls Steinars. Aug- ljóst er að formaður flokksins hefur ekki þorað vegna Alþýðu- bandalagsmanna i rikisstjórn að láta samþykkja heimildina, enda höfðu þeir kvakað ræki- lega um, að samþykktin reiknaðist sem brot á stjórnar- sáttmálanum, hvernig sem menn annars komast að þeirri niðurstöðu. úrslitin urðu þau að nokkrir ungir og sléttgreiddir Framsóknarpiltar felldu heimildartillöguna i efri deild samkvæmt skipun. Siðan vita þeir Alþýðubandalagsmenn hvar þeir hafa formann Framsóknarflokksins. Öreigahugsjón gegn flugstöð Séu þessi vinnubrögð borin saman við t.d. sviptingar Hermanns Jónassonar og þýzku nazistastjórnarinnar fyrir striö sést glögglega hver reginmunur er á málsmeöferð allri. Það er vitaö mál að „aðskilnaður hers og þjóðli'fs” gengur beint gegn pólitiskum hagsmunum Alþýðu- bandalagsins innanlands, vegna þess að stærsti styrkur þeirra I taugaveiklunarstriðinu er einmitt að benda á samkrull hers og þjóðlifs i alþjóðaflug- höfninni i Keflavik. Utanrikis- stefna Alþýöubandalagsins er að þvi' leyti skyld kröfu nazista um lendingarrétt flugvéla, að hún byggir á erlendum hags- munum i þvi striðspoti öreiga- • hugsjóna, sem m.a. hafa rætzt - með sérkennilegum hætti i Póllandi og er nú keyrö oni kok á Afgönum. Þeim er mikið i mun að geta sýnt þann pólitiska styrk aö samstarfsaðilar I rikis- stjórn þori ekki einu sinni að leita heimilda um lánsfjárút- vegun vegna flugstöðvarbygg- ingar handa farþegum næstu framtiðar. Lánsf járheimildin samþykkt hefði sýnt raunveru- legan vilja Alþingis, þegaraðal- fundarsamþykkt Fram- sóknar er höfð i huga. Og Bandarikjamenn, sem llka eru aðilar að þessu máli, hefðu getað hagað sér samkvæmt þvi. En nú er komiö á daginn, að ekki einasta ræður Alþýðu- bandalagið öllu I rikisstjórninni. Það ræður einnig öllu á Alþingi og I Framsókn, þar sem aðal- fundarsamþykktir flokksins standa ekki deginum lengur. Þetta hlýtur að vera gleðiefni fyrir bandamenn Alþýöubanda- lagsins I öðrum löndum að vita, alveg eins og það heföi oröið nazistum gleðiefni ef Hermann Jónasson hefði verið svo bund- inn I báða skó vegna frekju og yfirgangs nazista, að hann hefði ekki treystsér til að neita þeim um lendingarleyfi. Gegn utanríkis- ráðherra sínum í Morgunblaðinu s.l. fimmtu- dag errættviðdr.Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra. Þar segir hann að auðvitað verði flugstöö byggð á Keflavikurvelli áður en langt um liður. Jæja. Varla verður hann þá i rikis- stjórn, maður sem bindur hend- ur sinar I þessu eina máli meö undirskrift ákvæðis i stjórnar- sáttmála um samþykki allra ráðherra fyrir flugstöð. Morg- unblaðið segir ennfremur: Forsætisráðherra var að þvi spurður hvort ekki væru komnir fram þverbrestiri stjórnarsam- starfinu, þar sem hann hefði sj- álfur gengið I liö með Alþýðu- bandalagsmönnum og greitt at- kvæði gegn utanrikisráðherra sinum. Spurði dr. Gunnar þá blaðamann aö þvi hverslags spurningar þetta eiginlega væru, og hvort ætlunin væri að spyrja hann fleira i þessum dúr. Ljóst er að Ólafur Jó- hannesson, utanrikisráöherra, hefur vaxið mjög af afstöðu sinni til tillögu þeirra Lárusar og Karls Steinars. 1 þeirri af- stöðu hefur hann farið eftir samþykkt aðalfundar Fram- sóknarflokksins um „aðskilnað hers og þjóðlifs”, og meö henni hefur hann einnig komið til skila, að þrátt fyrir allt eiga lýðræðisþjóðir á Vesturlöndum einn talsmann i rikisstjórn íslands, sem þorir að fylgja sannfæringu sinni og-utanrlkis- stefnu þjóðarinnar, eins og hún hefur verið boðuö brotalitið allt frá þvi að Hermann Jónasson tók af skarið og lýsti þvi yfir að hér skyldu ofbeldismenn engan lendingarrétt hafa. En auövitaö er hugmyndin um brottrekstur varnarliðsins og málþófið út af nauðsynlegri aöstöðu þess á Keflavikurvelli ekki annað en illa dulbúin krafa um lendingar- rétt handa öðrum. — IGÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.