Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 9
IVÍdnuda'gur'27. april 1981 Fyrir nokkru er kom- in út i Bandarikjunum bók eftir G. Gordon Liddy, sem var einn i hópi þeirra er stóðu að innbrotinu i Watergate, hótels i Washington, þar sem demókratar höfðu bækistöð sina. í bók sinni, sem heitir Vilji (Will), lýsir Liddy sjálfum sér allnokkuð, aðdraganda þess að hann komst á launa- lista rikisstjórnar Nix- ons, og fangelsisvist þeirri sem fylgdi inn- brotinu i Watergate. Sjálfur tók Gordon Liddy þá afstöðu að segja ekkert fyrir rétti, og fékk þvi þungan dóm, eða tuttugu og eitt og hálft ár, en Gerald Ford náðaði hann. Skýrð er ástæða þess að bókarhöfundur þagði fyrir rétti. Hann taldi að á þeim tima, þegar Watergate málið var á döfinni, hafi þjóð- in staðið i styrjöld inn- byrðis og þess vegna hafi afbrigðileg kosningabarátta verið hjá CIA, e&a höf&u veriö þaö. Segja má, af bókinni aö dæma, aö eitt hafi fyrst og fremst ein- kennt þennan hóp ööru fremur. Liddy og Hunt voru miklir þjóö- ernissinnar og Kúbanirnir fjórir voru þeim sammála um nauð- syn þess aö koma i veg fyrir upplausn. Plástruð læsing Að kröfu Jeb Magruder þurfti að brjótast i annað sinn inn i Watergate vegna þess aö i fyrri tilraun heppnaöist ekki aö koma við hlustunartækjum að gagni. Seinna innbrotið komst upp þvi, að plástur á hurðarlæs- ingu, sem komið hafði verið fyrir að kvöldi til að halda hurð- inni opinni fyrir innbrotsmenn um nóttina, hafði verið rifinn burt af húsverði. Skömmu fyrir innbrotiö um nóttina var annar plástur settur á læsinguna. 'AS HISTORV AND AS A STUDYIN PSYCHOPATHOLÍKJY.THE BOOKIS VERY GOOD. ITIS A SEl.F-PORTRAIT OF A ZEALOT/ Bob Woodward, XVashinfítonPost G. GordonLlddy’s rcfusal lo talk about his role in Walerj{i»te resulted in a prison aentence of t wenty years. Aíter aerving ncarly flve yeani, Preaident Carter reduced Llddy’s sentence. Sow Liddy ia a free tuan. And now he is prepared to rcveal the trvth. •What n mnst strikin<i abnut WILL w what it rcveals about th«' kind of man wtio wiB do anything to stop those he sees as his country’s cncmies' ir. Samt bárust böndin að þeim, einkum eftir að nafn Hunts fannst i minnisbók eins inn- brotsmanna. Gordon Liddy tók aftur á móti strax þá afstöðu að segja ekki orö, m.a. til að koma i veg fyrir hugsanlegan miska gerðan forsetanum, sem þá stóð i kosningabaráttu. Eftir að Nixon haföi verið kosinn hélt hann vana sinum um þögnina og fékk þvi þyngri dóm en aðrir. Illt með illu út rekið Gordon Liddy er sérkennileg- ur maður i meira lagi. Hann hafði vanið sig af ótta og sárs- auka. T.d. hræddist hann rottur, og brá þvi á þaö ráð að drepa eina og neyða sig til að éta hana steikta. Eftir þaö hræddist hann ekki rottur. Sársauka þoldi hann meö ólikindum. Einu sinni var hann staddur i Kaliforniu og var að þrúkka við glæsilega ljós- hærða stúlku, sem átti að fá til að trufla þing demókrata i Mi- WILL THE REMARKABLE AUTOBIOGRAPHY OF G.G0RD0N LIDDY segist siöan hafa fylgt henni heim og fengið hjá henni ismola og munnþurrku til að halda við brunasárið, og þurfti auk þess að afþakka bliðu stúlkunnar. Hann sagöist «>kki þurfa hennar við — heldur demókratarnir. Afþakkaði hlandlykt Einu sinni á fundi meö John Michell, dómsmálaráðherra, skýrði Liddy frá þvi, að þeir vissu orðið hvaða hótelibúð McGovern mundi hafa á þingi demókrata, og að skipulögö hefði verið ákveðin aðgerð, sem mundi koma honum á óvart. „Starfsfólk hótelsins er á laun- um hjá okkur, og þegar blaða- menn koma svo i eitt af viötöl- unum við hann, mun hópur af skitugum hippum, raunveruleg- um hippum, troðast þangað inn, með McGovern hnappa i barmi, og um það bil sem sjónvarps- Indriíti G. Þorsteinsson: eðlileg. Bók Gordon Liddy hefur vakið verðskuldaða athygli, sem einhver merkileg- asti vitnisburður, sem komið hefur um að- draganda og afleið- ingar Watergatemáls- ins, og hlotið lof fyrir hreinskilni. Ekki er þar með sagt að gagn- rýnendur þurfi endi- lega að vera sammála þessum manni, en bók hans gefur sérkenni- lega innsýn í baráttu, sem háð var mjög ein- hliða á yfirborðinu, en átti sér flóknar og hættulegar rætur ! á- tökunum út af striðinu i Vietnam, einnig i vali á mönnum til trúnaðar- starfa á óróatimum. Það er þegar löngu vitað, að til umræöu voru aðferðir við aö koma þekktum dálkahöfundi vestra, John Anderson fyrir kattarnef. bau mál voru ein- ungis rædd i Endurkosningar- nefnd þeirri, sem átti að annast um undirbúning aö kosningu Nixons fyrir seinna timabil hans i forsetastóli. Fyrir þeirri nefnd stóð Jeb Magruder, sem virðist hafa verið fremur ráðlaus per- sóna, tviátta i flestum málum, og fyrst og fremst einn af þess- um framapoturum, sem vill þjóna harðar undir herrann en herrann vill. Gordon Liddy var einskonar yfirmaöur leyniþjón- ustu, sem þessi Endur- kosningarnefnd kom sér upp, en meö honum starfaði Howard Hunt og fjórir Kúbanir, sem höföu allir nokkra reynslu af leyniþjónustuverkum, enda voru þieir einskonar verktakar bann plástur sá húsvörðurinn lika og taldi óeðlilegt og kallaöi á lögreglu. í aðalstöðvum demókrata voru þá hinir fjórir Kúbanir og Jim McCord nokk- ur, sem átti að sjá um að hlustunartækin væru i lagi. McCord var eini maöurinn, sem tengdist Endurkosningarskrif- stofunni. beir Gordon Liddy og Hunt voru i herbergi annars staðar i hótelbyggingunni og biðu úrslita, þegar þeim var til- kynnt af hlustunarmanni i öðru húsi, að innbrotsmenn hefðu veriðteknir. Þeir Liddy og Hunt komust út úr byggingunni óséð- mi með ,,sex appeal”. Stúlkan vildi ekki taka að sér að veifa lendunum framan i fulltrúa og selja þeim bliðu sina vegna þess aö hún sagðist ekki treysta Gordon Liddy til að þegja. Hann bað hana þá að kveikja á siga- rettukveikjaranum sinum og halda honum yfir borðinu. Siöan lagöi hann lófa vinstri handar yfir logann og horfði staðfast- lega i augu stúlkunnar uns hún þoldi ekki sviðalyktina. Þá varð aumingja stúlkan bara hrædd við Liddy og treysti sér enn sið- ur til að trufla demókrata, þótt hún væri orðin viss um að hann myndi ekki kjafta frá. Liddy vélar og ljósmyndarar eru komnir á fullt og McCovern stendur þarna bisperrtur, mun hver og einn þessara skitugu hippa opna buxnaklaufina, taka hann út og miga — þarna fyrir framan alla. Það verður ekki hægt að ná lyktinni úr teppun- um, svo þeir verða að flytja McCovern. Og ekki verður hægt að þegja yfir þessu”. Gordon Liddy fannst þetta snjallt og viðstaddir hlógu hátt, allir nema John Mitchell, dóms- málaráðherra. Liddy tók eftir þessu og vissi jafnframt að þing repúblikana hafði verið flutt frá San Diego til Miami, þar sem demókratar héldu sitt þing. Einnig vissi hann að hótelibúö McCovern var sú finasta á staðnum. Það sem hann vissi ekki var, að John Michell ætlaöi að flytja inn i hótelibúð George McGovern daginn eftir að hann færi. Mitchell þreif út úr sér pip- una og þrumaöi: Andskotinn hafi þaö, Liddy. Ég á að búa þarna. Og þaö er betra fyrir þig að láta ekki einhverja hippa vera búna að miga út alla ibúð- ina.-Þannig lauk þvi máli og mlgildisverkið var lagt til hliöar. Bók Gordon Liddy er furöu- verk fyrir hvern þann, sem ekki skildi Watergate-málið og vissi ekki hvernig þeir menn voru, s.em framkvæmdu innbrotið og lögðu á ráðin um kosningabar- áttu, sem heföi oröið einsdæmi i veröldinni ef þeir hefðu fengiö að ráöa. Watergate-málið gerði kosninguna næsta einstæða, þótt ekki hefði komiö fleira til. Að visu urðu menn eins og George McGovern fyrir óskiljanlegum óhöppum i kosningabaráttu sinni. Sumt af þvi hefur á- reiðanlega veriö sett á svið af andstæðingum, þótt Gordon Liddy geti þess ekki sérstak- lega. Einkum mun hugmynda- bankinn, sem Liddy var tengd- ur, hafa hugsað sér aö nota vændiskonur til að njósna um innstu hugrenningar demókrata á þinginu i Miami, eins og dæm- ið hér á undan sýnir. Þeir voru vandlátir i vali sinu, en töldu sig ekki fá neinar frambærilegar konur til starfans nema kú- banskar stúlkur, sem voru að visu fallegar, segir Liddy, en varla þeirrar gerðar, að forustumenn demókrata færu að hvisla að þeim leyndarmál- um undir sængurfötum. Ekki kann undirritaöur að greina frá þvi hvernig vændiskonunjósn- irnar fóru, en eflaust hafa þær verið stundaðar eitthvað, fyrst jafn háttskrifaður maöur og Liddy reyndi að ráða eina til starfans. Aftan á þeirri vasaútgáfu, sem undirritaður hefur undir höndum, er mynd af Gordon Liddy. Við hliðina á þeirri mynd stendur: Foto by Maria Guðmundsdóttir. Það fór þvi aldrei svo, að Island kæmi ekki einhvers staðar við sögu. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.