Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 2
2 vísm Laugardagur 2. maí 1981. IJT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVI UR AFMÆLIS- DAGABÚKINNI Messa vaiDorgar Sumir halda, að 1. mai hafi aldrei veriö annað en hátiðisdag- ur verkamanna og uppfinning siðari tima. Sú er þó alls ekki raunin, þvi að dagurinn var áður þekktur sem Valborgarmessa og einnig sem tveggja postula- messa. Valborg var, segir sagan, dóttir Rikharðs konungs á Eng- landi á 8. öld. Hún gerðist abbadis i þýsku klaustri og dó þar i landi 779 eða 780. Og á legsteini hennar spruttu fram dropar, sem menn söfnuðu i glös og notuðu fyrir meðal. Postularnir tveir voru þeir Filippus og Jakob. Nú, en 1. mai var gerður að hátiðisdegi verka- manna árið 1889 og fyrsta kröfu- ganga i tilefni dagsins á íslandi mun hafa verið gengin i Reykja- vik árið 1923. Það er auðvitað út i hött að halda þvi fram að verkamanna- samtök eða verkamenn yfirhöfuð eigi afmæli 1. mai. Þó getum við ekki á okkur setið að fletta upp á þessum degi i afmælisdagabók- inni svona að gamni: ,,Þú hefur mjög sterka per- sónugerð og meðfædda tilhneig- ingu til stjórnar og yfirráða. Þú ert hagsýnn og framkvæmda- samur, en skyldir varast aö flaustra um of að ákvörðunum. Þú annt fögrum listum og þægindum. Venjulega ertu gæfur og rólegur, en ákaflyndur og langrækinn, ef þú ert reittur til reiði.” AÐ ETA SIG INN I VISTINA Og svo við höldum áfram aö glugga i þá merku Bók daganna, má fljóta með, að á morgun, þ. 3. mai, er krossmessa á vori. Þann dag á Helena, móðir Konstan- tinusar mikla að hai'a fundið kross Krists með nöglunum á i Hausaskeljastað og látið reisa hann upp á Golgata áriö 320. Krossmessa var annars vinnu- hjúaskildagi fram til 1700 (eftir það er hann 14. mai) og i þann tima var krossmessuárið ráðn- ingartimi. Sagt var að það væri hefð, að hjúið mætti ekki borða miðdegismat hjá fyrri húsbænd- um, ef það ætlaði að skipta um vist, þvi að þá æti það sig inn i vistina, varð skyldugt til að vera áfram. Þvi hafi húsbændur stund- um haft freistandi mat á kross- messunni, vildu þeir halda i hjúin á annað borð. , UNGUR MABUR A UPPLEIÐ r assbinder hafði ekki fyrr lokið við að fullgera sjónvarpsþættina ,,Ber- lin Alexanderplatz” (hvenær skyldum við fá að sjá þá hér?) en hann hófst handa við kvik- mynd um Lale Ander- son, söngkonuna sem gerði garðinn frægan með laginu Lili Mar- lene. Það er Hanna Schygulla, sem leikur Lale, sú sama Hanna og lék Maríu Brown i hjónabandinu. Þýskir kvikmyndagagnrýnend- ur hafa úthrópað þetta siðasta verk Fassbind- ers og segja það hámark smekkleysisins („monumental kitsch!) en hvað um það, myndin fer eins og eldur í sinu um Evrópu og e.t.v. rankar einhver islensk- ur kvikmyndahúsaeig- andi við sér... Stefán og Þórunn Sigriöur. ISLENSK MENNING ÚT UM ALLT Nú fer að liða að þvi, að Sinfóniuhljómsveit íslands ferð- búist fyrir reisuna til Þýskalands og Austurrikis. Hljómsveitin mun, eins og kunnugt er, leika á norrænni listahátið i Wiesbaden i Þýskalandi i mai, nánar tiltekið þ. 15. A efnisskránni er eitt is- lenskt verk, Forleikur eftir Jón Leifs og tvö erlend, pianókonsert eftir Grieg og sinfónia i d-moll eftir César Frank. Franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat stjórnar og norski ein- leikarinn, Kjell Bekkelund, spilar konsert Griegs. Á þessari sömu listahátið i Wiesbaden mun leikhópur frá Þjóðleikhúsinu sýna leikritið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Stundarfriður var sýndur hér heima við fádæma vinsældir og i haust sýndi Þjóð- leikhúsið þetta leikrit á leiklistar- hátiö I Júgóslaviu og i Sviþjóö viö éinkar góðar undirtektir. Að þessu sinni verður Stundarfriður einnig sýndur i Lúbeck og i Kaup- mannahöfn. Leikstjóri er Stefán Baldursson og leikmyndina gerði Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir. Þá er ekki úr vegi að geta þess I leiðinni, að finnskur balletthópur, frá Raatikko-leikhúsinu mun sýna Sölku Völku-ballettinn i Wiesbaden. Félagar frá Raa- tikko-leikhúsinu dönsuðu Sölku Völku hér i Reykjavík fyrir nokkrum árum og þótti það góð sýning. Ballettinn er, eins og nærri má geta, saminn eftir sam- nefndri skáldsögu Halldórs Lax- ness. Sjóðið flskinn norð Nýjustu fregnir úr fiskiðnaðin- um herma, að hægt sé að halda fiski ferskum helmingi lengur með þvi að stinga honum i 88 gráðu C heitt vatn strax og hann kemur úr sjónum. Næringarfræðingarnir prófess- or Zall og prófessor Kellher við Cornell háskólann i Bandarikjun- um hafa gert rannsóknir á geymsluþoli þorsks og lýsu. Þeir uppgötvuðu, að væri fiskurinn snögghitaður á ofangreindan hátt áður en hann væri isaður, væri hann enn sem nýr eftir 10 daga. Fræðingarnir fullyrða, að hið sama eigi við um allar fiskteg- undir og hvort sem um er að ræða ferskvatns- eða sjávarfisk. Skýringin er sú, að gerlarnir sem valda skemmdum, þola vel kulda enda hafa þeir alist upp i köldu vatni. Þeir láta þvi enga isingu á sig fá. Hitaáfall 88 gráðu heits vatnsins þola þeir aftur á móti alls ekki. Það mun nægja að fiskurinn sé 2 sekúndur i heitu vatninu. Slð- gæöls- hnappur frá Ameríku Auglýsmg í luuri aivoru ur oiaoi að westan. ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.