Vísir - 02.05.1981, Page 8

Vísir - 02.05.1981, Page 8
vtsrn Laugardagur 2. mai 1981. VlSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Máttleysi á baráttudegi Ávörp þau, sem verkalýðssam- tökin sendu frá sér á baráttudegi sínum, 1. maí, voru innantóm slagorð og máttlausar yfir- lýsingar. Vafasamt er að nokkur haf i Ijáð þeim eyra, hvað þá talið þau til tíðinda. Greinilegt er að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur lagt meiri áherslu á samstöðu heldur en innihald, enda úir og grúir af mótsögnum og úreltum klysjum í ávarpi þess. Rauð verkalýðseining helgaði dagskrá sína frelsisbaráttu al- þýðu í El Salvador og fulltrúa- ráðið í Reykjavik lagði megin- áhersluá herlaust ísland. Hvort- tveggja er auðvitað víðsfjarri hagsmunum íslenskrar alþýðu- stéttar um þessar mundir. Það bitastæðasta í þeim yfir- lýsingum sem gefnar voru út f gær var að finna í ávarpi verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði, þar sem mótmælt var ,,öllum til- raunum til að leiða verkalýðs- samtökin inn á þá braut að verða handbendi eins eða annars stjórnmálaf lokks". Reynslap hefur sýnt að verka- lýðshreyf ingin og samtök hennar er voldugt afl, sem getur knúð fram vilja sinn og kröfur, ef henni býður svo við að horfa. Fyrir tilstilli samtakanna hefur hagur launafólks tekið miklum breytingum til hins betra og á það þá jafnt við í beinum launa- kjörum sem almennum félags- legum réttindum. En samtök verkalýðsins hafa smám saman breytt um svip á síðari árum. í stað baráttu- glaðrar, áhugasamrar sveitar með launþegana sjálfa í broddi fylkingar, hafa verkalýðsfélögin þróast í tiltölulega hægfara stof nanir með atvinnupólitíkusa í fyrirsvari. Öll viðbrögð eru svifasein og þung í vöfum og for- ingjarnir eru frekar umboðs- menn en hagsmunaaði lar. Og það sem verst er: verkalýðsfélögin eru ekki lengur fagleg, heiðarleg hagsmunasamtök félagsmanna heldur er þeim beitt fyrir vagn pólitískra flokka af grímulausri ófyrirleitni. Hagsmunum launamannsins er skákað til á taf Iborði stjórnmála- mannanna eftir því sem hentar best í refskák þeirra frá einum tfma til annars. Þessi þróun hefur ef til vill aldrei komið skýrar fram heldur en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hér er ekki verið að álasa hóf- sömum vinnubrögðum eða var- færni í stríðsyfirlýsingum og vera má að það teljist til ábyrgðar og skilnings á er’fiðri stöðu í efnahagsmálum þjóðar- innar, að verkalýðurinn láti yfir sig ganga nokkrar kjara- skerðingar. En sú staða var einnig fyrir hendi þegar Alþýðu- sambandið setti fram kröfuna um samninga í gildi og beitti sér fyrir ólögmætu útf lutningsbanni. Nú er ekki lengur minnst á slík slagorð, og foringjar ASÍ láta sér það vel lynda að samráð séu virt að vettugi, þegar gripið er til ef nahagsráðstafana. Ekki verður sagt að mikil reisn hvíli yfir hinni sjálfskipuðu verkalýðsforystu á baráttudegi verkalýðsins. Þeir fulltrúar hennar, sem tekið hafa sæti á al- þingi til að fylgja málum hennar eftir hafa þagað þunnu hljóði á málskrafsþingum. Foringjar hennar aðrir hafa bugtað sig og beygt fyrir tilskipunum ríkis- stjórnar. Raddirþeirra eru ýmist hljóðnaðar eða máttlausar. Ávörp þeirra eru formsatriði en ekki heitstrengingar. Þannig fer fyrir öllum þeim, sem taka flokkslega þjónkun fram yfir hagsmuni fjöldans og telja persónulegan frama sinn merkilegri en faglega kjara- baráttu. Þessarar stöðu geldur íslensk verkalýðshreyfing. Því eru aðvörunarorð verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði í tíma töluð. Brýnasta verkefni verkalýðs- samtakanna í landinu er að hrista flokksklafana af forystu sinni. Nidur úr snúrustaurunum og upp launastigann Sumir karlar, — sumar konur lika, halda aft jafnréttisbaráttan hafi þann eina tilgang aft koma öllum konum niður úr snúru- staurunum og upp iaunastig- ann, úr kúastaskápnum og inn i embætti, upp úr pottunum og niftur á Alþingi. Aft allar þær skrautfjaftrir, sem karlasam- félagift hefur sjálft skapaft, séu keppikeflift. Aft markmift jafn- réttiskvenna sé fyrst og siftast aft verfta eins og karlmaftur. Þessi afstafta til kvenrétt- indabaráttunnar byggir á þeim forsendum, hlýtur aft vera, aft þaft aft vera karlmaftur sé svo stórkostlegt, aft hugarfar hans sé svo eftirbreytnilegt, hlut- skipti hans svo eftirsóknarvert, verk hans svo öfundsverft og allt sköpunarverk hans svo dýrft- legt, aft konur hljóti aft þykjast fullsáttar vift tilveruna, fái þær afteins aft deila meft honum þessu upphafna hásæti. bá sé takmarki kvenna náft. Og þess vegna nægi, baráttu þeirra til framdráttar aft fjölga dagvist- um, og þvo upp eftir matinn. A þessum forsendum geta þeir staftift uppi i ræftustólum og lofaö greiftari aftgang aft dýrö- inni. Á þessum forsendum hrósa þeir sér af fórnfýsi sinni, þegar þeir hafa skúraft eldhúsgólfift og brosa litillátir þegar þeim er þakkaft fyrir aft setja plöggin sin sjálfir i þvottavélina. Og sumir hafa jafnvel konur i ábyrgfta- stöftum á vinnustaftnum sinum! Þaft er hægur vandi aft vera jafnréttissinnaftur á þessum forsendum! Hendur þeirra eru þvegnar um leiö og barninu er skeint. Og vegna þess, hvaö þeir eru vissir i sinum hroka, hvarflar ekki aft þeim aft efast um ágæti eigin hlutskiptis eöa um þaft Á laugardegi Magdalena Scram, skrif- ar. hvort konur þrái þaft öllu öftru fremur. Og þaft er af og frá, aft þeir velti fyrir sér, hvaft valdi þessu hástemmda mati og þá um leiö þvi lága, sem lagt er á hlutskipti kvenna. Eöa þá hvaftan þetta gildismat komi. Efta þá hvort ekki kunni aft vera annaft á oddinum, jafnvel eitt- hvaö svo mikils virfti aft spurn- ingin um þaft hver vaski upp og hver ritstýri dagblafti hverfi alveg i skugga þess. Hvort ekki kunni aft leynast kjarni i mál- inu, sem skipti öllu. Stúlka vikunnar. A föstudag fyrir viku voru fjórar ljósmyndir á forsiftu VIsis. Ein var frá aftalafundi Flugleifta og sýndi 21 karlmann vift stjórnunarstörf. Ein var af Viktor Korchnoi, karlmanni sem berst gegn stórveldi fyrir rétti sinum sem einstaklingur. Ein var af þremur karlmönnum viö virka tömstundaiöju, sjó- stangaveiöi. Fjórfta myndin var af ungri og fallegri og nakinni stúlku. Ólikt körlunum var hún ekki aft gera neitt. Hún var bara til aft skreyta, til aft gleftja augu karlmanna. Óvirk og réttlaus og áhugalaus um hvort tveggja. Þennan sama dag, skrifuftu all- ar þær konur, sem þá voru aft störfum vift útgáfu Visis — utan ein, undir eftirfarandi: „Konur berjast fyrir rétti sin- um. Þær berjast til þess aft mega einn góftan vefturdag verfta vifturkenndar sem hugs- andi verur, er tekift verfti tillit til á öllum sviftum þjóftlifsins. Eitt megin skilyrfti þess, aft tak- markinu verfti náft, er, aft hætt verfti aft lita á konur sem skrautmuni og augnglaðning handa karlmönnum. Þess vegna skorum vift undir- ritaftar á ráftamenn VIsis aft hætta nú þegar vift birtingu mynda af sumarstúlku VIsis. Hver slik ljósmynd er skref aftur á bak I jafnréttisbaráttu kvenna”. Þaft skal tekift fram, svo allir njóti sannmælis, aft einn karl- maftur i prentsmiftju Blafta- prents h.f. skrifaöi undir þessa á skorun. Viftbrögft karlanna á ritstjórn og I prentsmiftju einkenndust af góftlátlegu umburftarlyndi. „Iss, þift eruft bara spældar, af þvi þift eruft ekki nógu sætar sjálfar”. — „Þift eruft ekki nógu frjálslyndar gagnvart manns- likamanum”. „Þift getift fengift mynd af nöktum karlmanni i staftinn”. „Hvaft kemur þetta jafnréttisbaráttu vift?” „Nak- inn mannslikami er ekkert feimnismál”. „Ef stúlkan vill þetta, er þaö þá ekki allt I lagi?”. „Þetta selur blaftift”. „Þift megiö verfta meö næst”. Vift þetta góftlátlega grin mætti gera fjölmargar athugasemdir svo margar, aft þaö fyllti heilt dagblaft. Til aö stikla á stóru verftur aft nægja aft halda þvi fram, aö enginn af þeim körlum sem lögftu orft i belginn, skildi sambandiö á milli nakinnar stúlku einu sinni i viku á forsiftu dagblafts og jafnréttisbaráttu kvenna. Þeir misskildu mótmælin á þann vega, aö konum þætti myndin ósiftsamleg. Aft þær öfnduöu nöktu stúlkuna af þessu öndvegi. Aft þær krefftust aft fá aft njóta þess aft skofta skrokk af hinu kyninu lika. Aft þær væru á móti þvi aft konur væru fallegar. Þeir báru fyrir sig frjálslyndi i kynferftismálum og aftdáun á kvenlegri fegurft. Þeir skildu ekki tengslin á milli nakinnar stúlku upp á punt á forsiftu og þeirra viöhorfa, til kvenna sem þar meö eru látin i ljósi. Þeir skildu ekki tengslin á milli þess aft vera til augnayndis og af- nota, sýningargripur og undir- lægja. Eflaust trúa þeir þvi, aft aftdáun á kvenlegri fegurft sé sprottin af fagurfræftilegri inn- sýn. Eflaust trúa þeir þvi, aft þeir séu jafnréttissinnaöir vegna þess aft konan þeirra vinnur úti. Eflaust á einhver þeirra eftir aft standa I ræftu- stóli og lýsa yfir stuftningi vift baráttu kvenna, fleiri dagvistir, hærri laun og fleiri þingsæti. Ég, a.m.k. frábift mér slikan stuöning. Þvi ekkert af þessu skiptir máli á meftan þeir skreyta blöftin sin meft konunni, eins og hún er þeim efst I hugan- um: falleg, óvirk og æsandi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.