Vísir - 02.05.1981, Blaðsíða 19
VISIR
Botha, forsætisráöhcrra Suöur-Afrfku. Framfarasinnaöur?
Laugardagur 2. mai 1981.
fram á frjálslyndið i Suð-
ur-Afriku. Raunin varö sú, að öll-
um almenningi varö þá fyrst ljóst
viö hvað svarti maðurinn i Suður
Afriku þurfti aö búa.
Hvað um þaö, skilti með ,,Að-
eins hvitir” hurfu af opinberum
byggingum og i finni hótelum Jó-
hannesarborgar gat að lita svarta
menn að snæðingi i veitingasölun-
um. Enn er þeim þó meinað að
gista á hótelinu, nota salernin,
sundlaugina eöa barinn.
„Negri er lika mann-
eskja”
„Súkkulaðimoli i verölaun fyrir
að kyngja lýsinu,” sagði Sunday
Times i London. Allar likur eru
raunar á, aö fáir svertingjar i
Suður-Afriku heföu efni á að njóta
slikra lystisemda, jafnvel þótt
þeir kærðu sig um það.
„Tilslakanir” hafa og verið
gerðar hjá hernum. Til að verjast
svarta óvininum i noröri reynist
nauðsynlegt aö leita aðstoðar
svertingjanna heima fyrir til liös-
auka. Varnarmálaráðuneytið sat
ekki við oröin tóm, svartir voru
kallaðir i herinn og jafnframt var
yfirmönnum og hvitum undir-
mönnum sent bréf meö eftirfar-
andi ábendingum:
„Viö verðum að lita á
Bantu-negrann sem nauðsynleg-
an þátt i vörnum Suður-Afriku...
Reynið aö komast hjá þvi aö kalla
negra apa eða fifl eða aö segja, að
hann hafi munn eins og króko-
dfll... Rétti hann fram hönd sina,
bjóðið honum handaband. Hönd
yðar skiptir ekki um lit fyrir vik-
ið... Negri er lika manneskja.”
ekki sé um fjöldamorð að ræða.
Svarti maöurinn, eða sá, sem
skráður er svartur, verður þar
haröast úti, en á einu sviði vilja
konu. Vandarhöggin heföu verið
fleiri, ef ráöuneytisstjóranum
hefði ekki tekist að sanna, að
hann haföi ekki alveg lokiö sér af,
var skráð svört, þótt hún sýndist
vera hvit. Skráning litarháttarins
fer nefnilega ekki eftir húðlit.
Upphaflega fór skráning þannig
fram, aö þaö nægði aö geta sýnt
fram á hvita litinn. Þú þurftir þó
ekki endilega aö vara hvltur. En
ef þú gast sannaö, að þú værir
hvitur i hegðun, kynnir siðþróaöa
hluti eins og aö boröa með gaffli
og hnif, þá nægöi það oft á tiöum.
Annað var heldur varla hægt, þvi
að sá hviti maöur er varla til I
Suður-Afriku, sem hefur alls
ekkert svart blóð i æöum sinum.
Langalangamma og langalangafi
voru ekki uppi á dögum Siögæðis-
laganna.
Svo breyttist þetta. Nú er það
sjálfsagður réttur hvers og eins
að fara fram á endurskoöun
skráningar sinnar. Suöur-Afrika
er auðvitað réttarriki eftir allt
saman! Það þarf að borga 20 rand
fyrir rannsókn „genanna”, fjöl-
skyldutrésins og blóðflokka. Ef
niöurstaðan er jákvæð og þú ert
skráöur hvitur, færðu peningana
til baka. Ef ekki, þá ertu þeim
mun fátækari. Og það er blóöiö,
sem skiptir mestu máli núna.
Jafnvel þó félagsfræöistofnun
Natal-háskólans hafi komist að
þeirri niðurstööu, aö hvitir Suður-
Afrikanar hafi aö meöaltali sem
svarar 8% negrablóð i æöum. Það
var ekki haft hátt um þær niður-
stööur. Og enn i dag breytir
skráningaskrifstofan gulum
mönnum I hvita og svörtum i
gula, ef þvi er að skipta.
„Vogaðu þér ekki
aðyrða á mig”
Tveir litaðir sitja i biösal
skráningarskrifstofunnar. Annar
ingur að ætt. Hann hafði búið i
blönduðu hverfi, umgengist hvita,
hann var I crickett-klúbbnum og
bjó á ,,hvítu”hóteli i sumarfrium.
Vinir hans voru allir hvltir. En nú
átti að fara aö breyta hverfinu,
gera það alhvitt. Og vegna þess
aö Sobhuza var skráður svartur
(þótt hann væri hvitur aö sjá en
kynblendingur að ætterni) varö
hann að flytja I svart hverfi.
Þaö voru kölluð til vitni, bæöi
svört og hvit. Þau hvitu sögðu
Sobhuza vera eins hvitan og sig
og háttvirtan dómarann, „hann
boröaöi m.a.s. hjá okkur um
hátiðirnar” sagði eitt hvitu vitn-
anna. Þau svörtu sögðu Sobhuza
vera að setja sig á háan hest,
hann væri svartur og væri að
vanviröa ákvarðanir guðs
almáttugs meö hroka sinum.
Sobhuza var spurður margra
spurninga. Siðast, hvort hann
heföi nokkurn tima lent i vand-
ræðum vegna litarháttar. Þess
máttu ekki finnast dæmi, aö hvit-
um manni þætti óviröing 1 að
Sobhuza væri félagi hans og jafn-
ingi. „Jú, einu sinni, þegar viö
komum heim úr sumarfriinu og
uröum kolbrún, þá bar börnunum
stritt á þvi að vera negrar. En
kennarinn refsaði skólasystkin-
unum þeirra fyrir þaö háttalag.”
Sobhuza var heppinn meö
dómara. Hann og fjölskylda hans
fengu skráningarskirteini meö
stóru fallegu W — white. Sumir
eru ekki eins heppnir.
Innanrikisráðuneytið i Cape-
town lagði árið 1979 fram árs-
skýrslu skráningarskrifstofu
sinnar eins og venja er viö hver
árslok. Þar komu eftirfarandi
upplýsingar fram: Endurskrán-
ing: 2 hvitir uröu kynblendingar,
, þegar þeir koma við mig
,,Ónauðsynlegt mis-
rétti”
Botha forsætisráöherrann, sem
kenndur er viö endurbætur og
frjálslyndi, sendi árið 1979 frá sér
stefnuyfirlýsingu i 12 liöum varð-
andi stööu kynþáttanna. Af þeirri
yfirlýsingu er þó ljóst, aö jafnvel i
augum • framfarasinna er
aðskilnaöur kynþáttanna i flest-
um tilfellum undirstaöa þess, að
hviti maöurinn og sá svarti geti
búið áfram saman i landinu.
Botha stefnir að valdskiptingu
hvitra, svartra og blandaðra i
Suöur-Afriku, þó með það i huga,
aö misrétti geti verið nauðsyn-
legt. Misrétti þarf ekki sist að
jafna á atvinnumarkaönum, enda
verða sumir hvitir þar illa úti.
Þeim þarf að hjálpa. Oörum ekki.
Svart og hvitt blóð
Og það verður áfram erfitt að
vera svartur maður I Suð-
ur-Afriku. Lendiröu t.d. i þvi að
slasast i umferðaróhappi, áttu á
hættu að vera látinn deyja drottni
þinum, ef ekki er til nægt „svart”
blóð handa þér. Eins og Philip
Shakwane. Læknirinn hafði að
visu blóð, en þaö var allt úr hvitu
fólki. Blóðbankar i Suður-Afriku
merkja ekki aöeins blóðflokk
heldur lit blóðgjafans. Það er
samkvæmt lögum frá 1962. Síðan
hafa verið geröar undantekning-
ar að visu, það létust of margir
hvitir sjúklingar. Reyndar tókst
suðurafrikönskum læknum að
sanna, aö þaö er hættuminna fyr-
ir hvitan mann að fá blóö úr
svörtum en öfugt. Stjórnin tók
yfirlýsingu læknanna illa, þegar
hún birtist i læknablaðinu, og
neitar að viöurkenna sannleiks-
gildi hennar með þvi að halda til
streitu lögunum frá 1962.
Kynþáttamisrétti er vitanlega
til i fleiri rikjum en Suður-Afrfku.
Fyrir norðan landamærin, og
raunar um alla Afriku, láta þús-
undir lifið vegna þess, að þeir eru
af röngum kynstofni — en mis-
réttið er þó hvergi rækilega bund-
ið i lög. Idi blessaður Amin lét
myrða heila þjóöflokka á sinu
valdatimabili. Þegar hann á hinn
bóginn kom i heimsókn til Suö-
ur-Afrfku, var honum fagnað sem
baráttumanni svartra manna af
anti-apartheid öflunum.
Ahrif apartheid-stefnunnar eru
alls staðar i Suður-Afriku, þótt
þeir hvitu stundum lenda ill I þvi.
Þaö er þegar kemur aö vinsælli
iþrótt i Suður-Afriku, þvi að hafa
samfarir meö svörtum. Það er
æsispennandi, enda harðbannað
með fyrrnefndum siðgæðislögum
frá 1950. Og þegar kemur að refs-
ingu, eru lögin hörö i horn að
taka. Liflát með hengingu er enn
tiðkað, sé það svartur karlmaður,
sem svaf hjá hvitri. Sé þessu
öfugt farið, sleppur karlinn þó lif-
andi.
Fjögur vandarhögg og
fangelsi
Dagblöðin i Suður-Afriku velta
sér óhikaö upp úr fréttunum af
réttarhöldum af þessu tagi, enda
stóla yfirvöld á pressuna til að út-
skúfa þeim seku og auka á fyrir-
litninguna á rekkjuferðum með
manneskju af öörum litarhætti.
Nýleg saga um kynferðisafbrot
segir frá viröulegum prófessor
viö háskólann I Witwatersrand,
sem var gripinn I bólinu með
samkennara sinum, indverskri
konu. Höfuðvitniö i réttinum var
lögregluforinginn Coetzee, sem
haföi m.a. þetta að segja:,,Þegar
við komum inn i húsiö, var sá
ákærði nakinn t baðherberginu.
Indverska konan var i svefnher-
berginu. En það var ljóst, að þau
höfðu verið saman i rúminu, ég
þreifaði á lakinu i hjónarúminu
og það var heitt i miðjunni. Þá tók
ég konuna niður á stöð til yfir-
heyrslna.” Vegna þess að þau ját-
uöu bæði aö hafa brotið af sér,
fengu þau vægan dóm, fjóra mán-
uði i fangelsi hvort.
Og, hafi lögreglan ekki tækifæri
til að þreifa á iökunum, hefur hún
upp á öðrum sönnunargögnum.
Eins og sumarið 1973, þegar af-
brot sannaöist á karl og konu,
sem höföu verið staðin að verki i
bifreiö úti i skógi. Lögieglu-
þjónarnir, sem komu að peim,
höfðu skráö hversu titt kyrrstæð-
ur billinn fjaðraöi. Svo að þetta lá
i augum uppi!
Lögin gera ekki mannamun.
Þannig var forstjóri risa-de-
mantafyrirtækisins, De Beers,
Nevil John Rudd að nafni, látinn i
6 mánaða fangelsi fyrir að brjóta
af sér meö svartri leikkonu. Og
Keyser ráðuneytisstjóri fékk að
þola fjögur vandarhögg á bak-
hlutann og 4 mánaða fangelsisvist
eftir að sannaö var, að hann haföi
farið i rúmið með svartri vinnu-
þegar lögreglan kom til skjal-
anna.
Þekktasta dæmið um geröir
siðgæðislaganna er e.t.v. skáldið
Breyten Breytenbach. Hann hlaut
árið 1965 bókmenntaverölaun
rikisins. En áöur en honum veitt-
ist tækifæri til að fljúga til heima-
landsins til aö taka á móti verö-
laununum, (Breyten bjó þá i
Paris), komst á kreik, aö hann
byggi með stúlku frá Viet-nam.
Hátiðarathöfninni var aflýst.
,,H°iðurshvitir Japanir”
Þa^ áeíó. gegnt öðru máli, ef
ástkona Breytens hefði verið
japönsk. Japaiiir njóta þeirra for-
réttinda fram yfir aöra Asiubúa
að vera heiöu~s!ivitir! Vegna þess
aðmjög náin 'ú iskiptatengsi Jap-
ans og Suöur-/iVIku leyfa ekki, að
Japanir séu læg*a settir en hviti
maöurinn. Sör.'.u sögu gæti bráð-
lega verið aö segja af Kinverjum,
enda aukast samskipti Kina og
Suður-Afriku mjög vegna baráttu
beggja viö heimsveldisstefnu
Rússa. Kinverjar frá Taiwan eru
raunar aö nálgast það að veröa
heiðurshvitir I Afriku lika, enda
hafa náðst mjög arðvænlegir
verslunarsamningar viö Taiwan
upp á siðkastið. Eini gallinn við
þetta allt saman er, hversu erfitt
afgreiðslufólk og lögregla i Suð-
ur-Afriku á með að þekkja hvitu
Japanina og hvitu Kinverjana frá
hinum gulu Asiubúunum.
Hálftimaflug í syndina
Harðsviraðir peningakarlar i
Suður-Afriku hafa ekki látið það
fram hjá sér fara, hversu gaman
hvita mar.ninum þykir að gamna
sér við svartar konur. Það þarf
heldur ekki annað en að fara yfir
landamærm til aö komast út fyrir
Siðgæðislögin. Enda má r.ú fljúga
til Sun City i Bosuwanalandi til aö
komast i svart sex, bláar bió-
myndir, fjárhættuspil og fleira
álika notalegt. Það kostar ekkert
voðalega mikið og fiugvéiarnar
fara á hálftima fresti allan sólar-
hringinn. Flugiö tekur aðeins 30
minútur og það er alltaf fullbók-
að.
Gult verður hvitt
og svart gult
1 upphafi þessarar greinar var
sagt frá Helen Potgieters, sem
segir við hinn: Ert þú lika að láta
skrá þig upp á nýtt? Já, svarar
hinn. Siðan fer hann inn á skrif-
stofuna og kemur aftur eftir
u.þ.’j. klukkustund.
— Og hvernig gekk? spyr sá,
sem enn biður.
— Vogaðu þér ekki að yrða á
mig, kaffirinn þinn!
Þetta er suðurafrisk skrýtla, en
i raunveruleikanum litur þetta
öðru visi út. Þar var t.d. herra
Sobhuza, hvitur en þó kynblend-
101 kynblendingar urðu hvitir, 6
hvitir uröu kinverskir, 2 hvitir
urðu indverskir, 3 kynblendingar
uröu kinverskir, einn kinverskur
varö hvitur og 11 Indverjar uröu
kynblendingar. — Ja, þaö er eins
gott aö hafa allt á hreinu. Og
næst, þegar Islendingur búsettur I
Suður-Afrlku kemur I útvarpið til
að segja okkur hvað allt sé i góðu
standi þarna suður frá, þá veit
vonandi einhver betur.
Ms tók saman.
NON-WHITES ONLY
NET NIE - BLANKES
Aðeins fyrir ekki-hvita
19